Dagblaðið - 13.07.1981, Síða 10

Dagblaðið - 13.07.1981, Síða 10
IU DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1981. Erlent Erlent Ertent Erlent I „I stað harðstjórnar (uganda! I fengum við óstjórn” Milton Obote fagnar sigri f kosningunum i desember. Sundurskotið Uk karlmanns liggur á moldargólfi húss í úthverfi Kamp- ala, höfuðborgar Uganda. Umhverfis eru grátandi ættingjar sem segja að Edward Mila, 45 ára gamall, hafi verið eitt af síðustu fórnarlömbum hins óagaða stjórnarhers Uganda. Bróðir hins látna grípur Biblíu og lítur í kring til að sjá hverjir hlusta. „Tveir menn í herklæðum komu hingað i gærkvöldi. Þeir sögðust hafa heyrt að bróðir minn ætti útvarp og skipuðu honum að koma út fyrir. Hann átti ekkert útvarp svo þeir drápu hann,” sagði hann. Atburðir sem þessi eru ekki óal- gengir í Kampala þar sem íbúarnir segja að þjóðfrelsisher Uganda, sem stofnaður var fyrir tveimur árum eftir að harðstjóranum Idi Amin var steypt af stóli, beri ábyrgð á flestum morðum sem framin eru í borginni. fbúarnir segjast stöðugt mega sæta þvi að verða rændir af hermönnum auk þess að vera beittir ýmiss konar harðræði. ,,Með Idi Amin höfðum við harð- stjórn. Núna höfum við stjórnleysi,” sagði einn bitur íbúi Kampala. Flestir ibúar Uganda voru himinlif- andi eftir að sameiginlegar sveitir Tanzaniumanna og útlaga frá Ug- anda hröktu Idi Amin frá völdum í apríl 1979. En þrír forsetar og ein herstjórn síðan er litil eða engin framför að mati hins venju lega íbúa landsins. Agaleysið í her Uganda er óhjá- kvæmilegt að flestra mati. Þar sem verðbólgan í landinu eriOO prósent á ári duga mánaðarlaun hermanna, þegar þeir fá þau i hendur, aðeins fyrir tveimur sigarettupökkum á markaði i Kampala. Harðstjórinn Idi Amin. Ástandið hefur lítið batnað. Til þess að komast af grípa her- mennirnir til þess ráðs að stela, ýmist með því að kúga peninga út úr bíl- stjórum á götum Kampala eða gera ránstilraunir í heimahúsum, eins og Edward Mila, tveggja barna faðir, fékk að kenna á og lýst var hér að ofan. Annað fórnarlamb ránstilraunar hermannanna sagði: „Hermennirnir gengu fyrir hvers manns dyr og sögðu að ef ekki yrði lokið upp fyrir þeim myndu þeir skjóta. Þeir höfðu mat- væli okkar og ábreiður á brott með sér.” íbúar borgarinnar óttast að ástandið eigi eftir að versna nú þegar 10 þúsund manna herlið Tanzaniu- manna er á brott úr landinu. Þessar hersveitir höfðu verið i landinu frá falli Idi Amins og þar til í síðasta mánuði og þær skárust í leikinn þegar til átaka kom milli hermanna Uganda og ibúa landsins. Þau átök áttu oft rætur sínar að rekja til ætt- flokkaskiptingarinnar i landinu. Margar hersveitirnar á Kampala- svæðinu koma frá norðausturhluta landsins. Likiegt þykir einnig að skæruliða- hópar, andsnúnir hinni sjö mánaða gömlu stjórn Miltons Obote, muni notfæra sér brottflutning hersveita Tanzantu-manna og að búast megi við aukinni athafnasemi þeirra á næstunni. Íbúarnir segja að stjórnarhermenn hafi stundum skotið saklausa borg- ara á svæði þar sem skæruliðar hafa látið til sin taka, að því er virðist í þeim tilgangi að hræða fólk frá sam- vinnu við andófsmennina. Fyrst eftir hinn umdeilda sigur dr. Obote í kosningunum í desember síðastliðnum (andstæðingar hans sökuðu hann um kosningasvik) batn- aði ástandið talsvert. Hersveitir hurfu af götunum, skotbardagar á næturn- ar hættu og áætlanir um endurupp- byggingu þjóðlífsins voru settar fram. En fyrstu skæruliðaárásirnar komu hermönnunum á nýjan leik til Kampala og nú fiýta íbúarnir sér að nýju heim áður en skotbardagar gefa til kynna að myrkur sé að skella á. Liðsforingi í Tanzaníu-hernum, sem nú hefur snúið heim, segir að skæruliðarnir hafi ekki verið alvarleg ógnun við stjórn Obote en hann var- aði við því að stjórnarherinn gæti fengið þjóðina upp á móti stjórninni. Hann bætti við: „Við þjálfuðum Ugandamenn í hermennsku. En þegar þeir fá hvorki laun né fæði breytist hermennskan í villi- mennsku.” Hörmulegasta afleiðing agaleysis stjórnarhersins varð i síðasta mánuði þegar stjórnarhermenn felldu a.m.k. sextíu manns i kaþólsku trúboðs- stöðinni Ombachi. í hópi þeirra, sem féllu, voru bæði konur og börn. „Flestir hermannanna vildu aðeins ræna en nokkur hópur þeirra hrópaði: Drepum þau öll,” að því er einn starfsmannanna á stöðinni sagði. Efnahagur Uganda er i rúst og það er fullt starf fyrir hinn venjulega Kampalabúa að sjá til þess að fjöl- skylda hans svelti ekki í hel. Margir smábændur í landinu hafa Stjórnarhermennirnir eru illa launaðir og gripa þvi tii rána. ennþá mikla vantrú á allri stjóm að ofan eftir reynsluna af stjórn Idi Amins. Þeir reyna þvf aðeins að framleiða matvæli fyrir sjálfa sig í stað þess að selja framleiðsluvörur sínar sem gætu aflað þjóðinni gjald- eyris. ,,Ef stöðugieiki væri fyrir hendi í Uganda mundi taka mörg ár að endurskipuleggja þjóðfélagið. Nú þegar stöðugleikinn er ekki fyrir hendi þá er tlmi stjórnarinnar að renna út,” sagði einn vestrænn stjórnarerindreki. Frá ógnaröldinni I tið Idi Amins. Hermenn hans standa yfir svokðlluðum hryðju- verkamönnum frá Tanzaniu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.