Dagblaðið - 13.07.1981, Síða 15

Dagblaðið - 13.07.1981, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1981. 2i FÓLK Kalt stríð milliSAM- útgáfunnar og Frjáls framtaks Frekar andar köldu þessa dagana milli Frjáls framtaks og SAM-útgáf- unnar eins og glöggt má lesa í júní- heftum Frjálsrar verslunar og Samú- els. í Samúel skrifar Þórarinn J. Magnússon ritstjóri um vantrú Jóhanns Briem, framkvæmdastjóra Frjáls framtaks, á fjölmiðlakönnun Hagvangs. Segir Þórarinn að Jóhann „hafi búið lesendur sína undir það flýgur hraðarenþaMlýgur^ fiskur um hrygg fþúsund cintökum. , ad ABCD vaxi hrygg, að út- aukist um mörg mínútum, sem liða fiusan um LlF cr véF 'ið upplagstölunni um íkar tröllasögur vzru :ssum málglaða úlgcf- cru ckki boðlcgar Jtýra grcinikga Uuga- ndans á siðustu vikum <li htrttu sem honum f jölmiðlakönnun Hag- tnin cr fyrir Sambénd lofa. Niðux- ^ og ellaust þólt viðar væn leitað Lit er utbreiddasta ritið sem Frjálst Iramtak gelur út Kemur nú út i 13.500 eintökum Ritstjóri Lils er Katrin Pálsdóttir. ABTO barna - og tómstunda- blað er gelið út i samvinnu við Bandalag islenskra skáta en skátahreylmgunni vex nú órt . tiskur um hrygg Blaðið er geliö út i 18 þúsund etntökum og er etlað aldurshópum 5-13 ára Ritst)6rar eru Margrét Thortacius og Gunnar Kristmn 8igur|ónsson Vté Min lljugum er eitt nyias(a sérntiö eem Fr|átst Iramtak gelur út og kemurþeö út i 12.000eintók- ^urn-_____________________________- stöður þcirrar könnunar liggja fyrir og hefur ádum stjóri búið lcsendur sín; versta í leiðara Frjálsrai en þar lýsir hann frati á ff og segir hana maritlaufl leggur sig allan rýrð á árciðanleiW ' Hagvangs. En hvað scm því I áðumefnd grcin um úfl hans er úr garði gerð ad haqn haf> snjalta ara"ásinumst Er það furða, að d vera famir að kallal „Við scm ljúgum"T versta í leiðara Frjálsrar verslunar en þar lýsir hann frati á fyrri könnun og segir hana marklaust plagg.” Þá segir Þórarinn að Jóhann sé „fyrir Iöngu orðinn þekktur fyrir uppskrúfaðar lofgreinar um stórveldi sitt”. Vitnar Þórarinn tíl nýjasta heftís Við sem fljúgum, en þar segir að ,,LÍF komi út f 13500 eintökum og sé þannig útbreiddasta ritið sem Frjálst framtak gefi út og að ABCD sé gefið út i 18 þús. eintökum.” í niðurlagi greinarinnar segir Þórar- inn: „Er það furða að gárungarnir skuli vera farnir að kalla yngsta blað hans „Viðsemljúgum”.” af fullum kratti — ■ arvömum. som k(| t®kið ca. 230 króna. heyrast ra« starfsmanna umB beri trekarl afl mengunarvörnuB um. Bera startsi 0vi við aö mun 1 vinna viö kerinB er aö setja áP 0rt»ásnoSirum6helm»* omonhogver** mdls. M undanlömu nars ■ittrúar frá viröulegum, er- ÍTm «r tvrir nokkur hinna avo- I sambserileg "^ienzk. Hafa þér rýnt ^.uddSAM-úwjw"; 2?-=*« SSr^lunner eigi SS, ydr höfdl sér ^ndatukfar Jóhann Briem svarar í Frjálsri verslun og segir: „Að undanförnu hafa fulltrúar frá virðulegum, erlendum tímaritaútgáfum verið hér tíl að gera úttekt á íslenska blaða- markaðinum, en látið fara lítið fyrir sér að öðru leytí.” Séu þetta fulltrúar blaða á borð við Playboy og Pent- house. Jóhann heldur áfram og segir: „Hafa þeir rýnt ákaft í blöð SAM-út- gáfunnar sem hefur orð á sér fyrir birtíngu mynda af fatafellum hinna erlendu tímarita. „Klippt og stolið” er þetta útgáfufyrirtæki gjarnan kall- að af kollegunum.” (Þeim banda- rísku — innskot DB). Að endingu segir Jóhann að vel geti svo farið að Þórarinn verði dreginn fyrir dóm vegna myndstuldar. „Hver einasta kvikmynd er prófsteinn á getu mína — segir ítalski kvikmyndaklipparinn Giuliano Mattioli sem unniö hefur með mörgum frœgustu leikstjórum Italíu 99 „Hlutverk klippara er raunveru- lega að búa tíl nýja kvikmynd. Þegar verið er að klippa verða oft tíl ný at- riði sem ekki voru fyrirhuguð þegar myndin var kvikmynduð. Þá ræður klipparinn rytma myndarinnar, ikveður hversu hröð atburðarásin skuli vera og hvernig blær eigi að vera yfir myndinni.” Viðmælandi okkar er ítalski klipparinn Giuliano Mattíoli sem þessar vikurnar vinnur við klippingu á nýjustu mynd Rósku, Sóley. Giuoliano hefur starfað í 20 ár sem klippari en hann hélt upp á fer- tugsafmæli sitt hér á íslandi fyrir helgi. Hvenær vaknaði áhugi hans á klippingum? „Þegar ég kom úr hemum, tvi- tugur að aldri, var ég ákveðinn i að leggja þetta starf fyrir mig. Ég vann fyrst sem aðstoðarmaður klippara og hafði þá þann starfa helztan að númera hylkin utan um filmuspól- urnar. Ég lærði klippilistina i skóla og held að það sé miklu erfiðara en að læra hana af reynslunni. Þetta er svo mikil tilfinning. Fyrir mér er hver einasta mynd, sem ég klippi, próf- steinn á getu mína. Ég klippi ekki aðeins saman myndbúta heldur klippi ég einnig tai og tóna inn á myndina. Konan min er þó meira í að klippatónlistenég. Metorðastigi klipparans Það eru mörg þrep í metorðastiga klipparans og aðstoðarmannshlut- verkið var hið fyrsta. Síðan smá- fikraði ég mig upp. Núna hef ég klippt myndir, einn eða með öðrum, sem margir af kunnustu leikstjórum Italiu hafa leikstýrt. Svo ég nefni nokkur nöfn þá má nefna Fellini, sem þið íslendingar kannizt vel við, Sergio Leone, sem m.a. gerði mynd- ina Hnefafylli af dollurum, Ludano Samperi, Marco Ferreri, Ettore Scola og Alberto Lattvada. í mynd Scola léku Sophia Loren og Marcello Mastroianni en hún hét Una Giosnata Particolare. Síðastamyndin sem ég tók þátt í að klippa áður en ég kom hingað tíl íslands hét Sono Stato 10 og er Lattvada leikstjóri hennar. Giancarlo Giannini, sem leikur ( Lili Marleen, lék í þeirri mynd. Þá hef ég einnig tekið þátt í að klippa þrjár myndir sem ungverski leikstjórinn Miklos Jankso leikstýrði. Sú þekktasta þeirra heitír á ensku Mounted Army en hún er byggð á sögu eftír Isac Babel. Hinar heita Rome Wants Cesar Back og Technic and Ritual. Góður andi er mikilvægastur Ég á mér engan uppáhalds leik- stjóra sem mér þykir bezt að vinna með. Mestu máli skiptir að góður andi sé rlkjandi og fólkið sem ég vinn með sé skemmtilegt. Mér þykir alveg eins gott að vinna með Rósku og Latt- vada. Hins vegar er ég hrifnastur af kvik- myndum sem fjalla um þau vanda- mál sem steðja að manninum og leit mannsins að frelsinu. Þannig eru t.d. tvær mynda Jankso. Ég hef enga tölu á þeim kvikmynd- um sem ég hef klippt einn eða ásamt öðrum. Ætli þær séu ekki einhvers staðar á bilinu 80 tíl 100. Venjulega klippi ég tvær myndir á ári, fyrir utan sjónvarpsþætti. Á ítalfu eru fleiri einkasjónvarpsstöðvar en í Banda- ríkjunum, eða eitthvað yfir 100. í Róm er t.d. hægt að velja úr 20 mis- munandi stöðvum. Því er einnig mikil vinna í að klippa tal inn á erlendar myndir sem sýndar eru á ítalfu, „döbba” þær. Þá gerum við einnig töluvert að því að „döbba” ít- alskar myndir fyrir erlenda markaði. Við erum 20 klipparar sem rekum hlutafélag og klippum þar tal inn á milli 300 og 400 ftalskar kvikmyndir á ári. Tveir flokkar kvikmynda Náttúrlega er misjafnt hvað ég er „Pabbi vildi að ég yrði bankastarfsmaður en hinn hættulegi sjúkdómur, kvik- myndalistin, náði tökum á mér og þegar ég kom úr hernum var ég ákveðinn f að gera klippingar að ævistarfi mfnu." DB-mynd Einar Ólason. lengi að klippa kvikmyndir. Á *dl’'u skiptum við öllum kvikmynd .tiri í tvo flokka, annars vegar svokallaðar spaghettimyndir, sem eru myndir af ódýrari gerðinni, og hins vegar myndir sem byggja á hinni ítölsku ■kvikmyndahefð. Ég get verið svona viku að klippa mynd af fyrrnefndu gerðinni en mun lengur að klippa góða mynd. Eiginlega má segja að gæði myndarinnar og sá tími sem fer í að klippa hana haldist í hendur,” segir Giuliano. Hvernig kynntíst Giuliano Rósku? „Þegar Róska var á Ítalíu gerði hún m.a. sjö þætti fyrir ítalska sjón- varpið. Konan min vann við að klippa þættina og í gegnum hana kynntist ég Rósku. Það er skrítið að einn þáttanna hét Sóley, eða sama nafni og mynd Rósku sem ég er nú aö klippa. Frumstæðar aöstæöur Aðstæður á tslandi eru frum- stæðar. Á Ítalíu höfum við öll beztu tækin viö höndina en hér er tækja- kostur fábreyttur. En íslenzku kvik- myndagerðarmennirnir eru snöggir að læra. Núna var ég t.d. að kenna þeim hvernig á að búa tíl eyðu sem siðan er hægt að smella tali inn i. Ég get tekið dæmi: Ef ég og þú værum að tala saman í kvikmynd og þú talaðir með hreim þá mundi kannski þurfa að klippa þitt tal burtu. Þá bý ég til lykkju og skýt síðan talinu inn síðar. Lokaspurningin er hin sígilda hvort Giuliano hafi séð eitthvað af landinu. „Ekkert. Ég flaug til Keflavíkur og þaðan kom ég beint hingað í klippi- herbergið. Ég hef engan tíma haft til að skoða mig um þann mánuð sem ég hef verið hér,” segir Giuliano Matti- oli brosandi. - SA FÓLK Ungt fólk leitar frekar til austur- lenzkra trúarbragða en til kaþólskra yy — segir Comelius Tholens ábóti í Amsterdam „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kem til íslands en ég kem hingað af tveimur ástæðum. í fyrsta Iagi til að styrkja systurnar í Karmel-klaustri og einnig má segja að ég hafi komið hingað i frí. En ég hef þó ekki farið víða.” Viðmæl- andi okkar er Comeiius J.A. Tnolens, ábóti frá Hollandi, sem kom hingað til lands í stutta heimsókn i fyrri viku. „Ég kann vel við landið, hér kemst ég i nána snertingu við höfuðskepnurnar, vatn, jörð, vind og eld. Því er öðruvísi farið í Amsterdam, þar eru aðeins hús á húsofan.” Tholens ábóti hefur búið í Amster- dam í fimm ár en þar áður var haim á Indlandi í fjögur ár. Þangað fór haim eftir að hafa verið munkur af reglu heilags Benedikts í Hollandi í 40 ár. Þar af var Tholens ábóti í 25 ár. Færri gerast munkar en áður „Sem ábóti er ég yfirmaður nokk- urra munka og ræð yfir þeim bæði á andlega og efnislega sviðinu. Mér verður að þykja vænt um þá og ég ber ábyrgð á þeim. Þetta er fjölbreytt starf en mikill hluti þess er skrifstofuvinna. Nú eru mun færri starfandi munkar í Hollandi en áður og ástæðuna tel ég Cornelius Tholens ábóti fyrir utan klaustur Karmel-systra f Hafnarfirði. einkum vera þá að ungu fólki óar við kirkjunni sem stofnun. Það treystir sér ekki til að lifa lífi sínu í klaustri. Þá hefur kaþólska kirkjan að nokkru leyti vanrækt hlutverk sitt. Ungt fólk leitar æ meira til trúarbragða frá Asíu til að öðlast sálarró og til að stunda hug- leiðslu. Þarna tel ég að kirkjan verði að snúa vörn í sókn. Það er hægt að stunda hugleiðslu innan kaþólsku kirkjunnar og hugieiðsla er mikið atriði í lífi munka í klaustrum. Mér er ekki illa við önnur trúarbrögð þótt ég sé kaþólskur. Ég virði þau og skoðanir þess fólks sem þau stundar. Kaþólska kirkjan verður að leggja sig eftir því að kynnast viðhorfum þess fólks sem leitar til trúarbragða hins austurlenzka heims. Aðeins með því að vita hvers unga fólkið í dag æskir getur kaþólska kirkjan vonazt til að auka ítök sín meðal þess. Ég tel að kaþólska kirkjan eigi að vera sveipuð dulúð, svipað og var á miðöldum,” sagði Tholens ábóti. Á Indlandi eru krossgötur trúarbragða Hvers vegna hættir ábóti í klaustri og fertil Indlands? „Til að kynnast hinum gömlu trúar- brögðum í Asíu,” svarar ábóti. ,,Á Indlandi eru krossgötur allra þessara trúarbragða. Hindúisma, Tíbet- munka, Búddhatrú, Brahmatrú, allt er þetta að finna a ndlandi, fyrir utan kaþólska trú. Þá 1 ef ég einnig gaman af að kynnast fólki. Þetta tvennt rak mig til Indlands. Þú spyrð hvort ungt fólk í Indlandi hafi hin gömlu trúar- brögð í heiðri. Þvi er erfitt að svara. í sumum héruðum lifa þessi trúarbrögð áfram, í öðrum ekki. Svo getur lika verið misjafnt milli stétta hvort trúar- brögðunum er haldið við. Það er í raun ekkert hægt að alhæfa í þessu efni.” Engin ein trú nægjanleg Við hvað starfar Tholens ábóti nú? „Ég er eiginlega i tvöföldu starfi. Ég er ennþá í reglu heilags Benedikts þótt ég lifi ekki lengurklausturlífi. Ég bý og starfa í Amsterdam og reyni að kynna mér sem bezt allan þann aragrúa trúfé- laga sem þar starfa. Þetta starf vinn ég fyrir reglu mína og tilgangurinn er að komast að hvers ungt fólk er að leita. í öðru lagi er ég i alþjóðlegu starfi við að reyna að koma munkum af öllum trú- arbrögðum saman á einhvers konar ráðstefnu. Þar myndum við ræða stöðu trúarbragðanna í heiminum í dag og vera með sameiginlega hugleiðslu. Staðreyndin er sú að engin ein trú er nægjanleg í sjálfri sér. Það verður að koma meira til. Trúarbrögðin eru hins vegar stór hluti mannlegrar tilveru því guð er alls staðar og í öllu,” sagði Cornelius J.A. Tholens ábóti að lokum. -SA.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.