Dagblaðið - 13.07.1981, Síða 20
28
(í
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1981.
Menning
Menning
Menning
Menning
I
Myndlistarþankar
f rá Akureyri
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Myndlist
£,IZ/
Ný vakning í myndlistum Norðurlands?
Ekki er ýkja langt síðan talað var
um Akureyri, sjálfa höfuðborg
Norðurlands, sem myndlistarlega
Sahara. Áratugum saman var þar
engin mannsæmandi aðstaða til sýn-
ingarhalds og þeir fáu listamenn að
sunnan sem áræddu að sýna verk sin í
bænum fengu háðulega útreið margir
hverjir, sáralitla aðsókn og nær enga
sölu. Enn fcr hrollur um suma þeirra
þegar minnst er á Akureyri og mynd-
list í sömu andrá.
Heimamenn sem lagt höfðu á sig
myndlistarnám fengu heldur ekki
hljómgrunn að því loknu og sneru sér
bitrir að einhverju öðiu. k meðan
virtust bæjaryfirvöld helst kappkosta
að kaupa myndir eftir ómenntaða frí-
stundamálara sem áttu sér bakhjarla
meðal stjórnenda bæjarins.
Það var því erfiður róður þegar
nokkrir áhugamenn um myndlist,
aðallega sjálfmenntaðir, hófu að tala
máli lsltarinnar á Akureyri. Ekki
bætti það um fyrir þeim þegar þeir
fóru til Reykjavíkur með myndverk
sín og ætluðu að koma þeim á blað í
islensku listalifi en hlutu i staðinn út-
hrópun gagnrýnenda. Gerði það bæj-
aryfirvöldum á Akureyri auðveldara
að skella skolleyrum við óskum
þeirra um bætta aðstöðu.
Jákvœtt
en margt ógert
Upp á síðkastið hafa ýmis tíðindi
frá Ákureyri bent til þess að breyting
sé að verða á þessu ástandi og þá til
batnaðar. Þess vegna var það sem
undirritaður tókst á hendur ferð
norður til að kanna málin.
Allir þeir sem talað var við í þeirri
ferð voru sammála um að nú væru
menn jákvásðari í garð myndlistar á
Akureyri en nokkru sinni fyrr en
lögðu þó áhei slu á að enn væri margt
ógert. Ekki hefði enn verið komið
upp þeim sýningarsal sem bæinn
skorti en þó var oftsinnis nefndur sá
möguleiki að virkja salarkynni í
nýjum íþróttasal fyrir myndlistarsýn-
ingar. örn Ingi listmálari batt miklar
vonir við þann sal en aðrir voru efins
um að íþróttahreyfingin mundi gefa
það húsnæði eftir.
í millitíðinni hafa Helga Vilberg,
fyrir hönd Myndlistarskólans á
Akureyri, verið veittar 50.000 krónur
sem m.a. á að nota til að starfrækja
sýningarsal í bænum til áramóta.
Hefst starfsemi salarins nú um helg-
ina með sýningu á nýlegum verkum
eftir góðan og gegnan Norðlending,
Hring Jóhannesson. Áður hafði
bærinn veitt hópi ungs fólks fri afnot
af gömlu húsi í miðbænum til sýn-
inga á nýrri myndlist, Rauða húsinu
svonefnda sem vikið verður að siðar.
Hrist upp í
menningarsjóðsnefnd
En viðmælendur DB settu út á það
að enn skuli ekki hafa verið mótuð
einhver stefna varðandi myndlistar-
kaup og myndlistareign Akureyrar-
bæjar. Helgi Vilberg taldi þó að ný-
legar væringar vegna heimildarlausra
kaupa á gölluðu málverki eftír Jón
Engilberts hefðu hrist upp í menning-
arsjóðsnefnd þeirri sem á að sjá um
þessi mál, fært henni sanninn um að
starfa þyrftí á skipulegri grundvelli.
Einnig hefðu myndlistarnemar þrýst
á að bærinn keypti betri myndlist.
Sjálfur sagðist Helgi sannfærður um
að innan tíðar mundi þessi nefnd leita
samstarfs við myndlistarmenntað
fólk þegar kaup á myndlist væru á
döfinni í stað þess að renna blint I
sjóinn eins og svo oft áður.
Hvað skyldi helst hafa stuðlað að
þessum hægfara breytingum á við-
horfum Akureyringa tíl myndlistar?
Flestir voru á því að tilkoma Mynd-
listarskólans og stofnun Gallerís Há-
hóls hefði valdið mestu þar um.
Myndlistarskólinn sem er pró forma
skráður sem sérstök eign skólastjór-
ans, Helga Vilberg, hefur verið starf-
ræktur frá árinu 1973 með fjárstuðn-
ingi frá Akureyrarbæ og ríki. Fyrstu
árin fór nær öll starfsemi skólans
fram í formi námskeiða en sumarið
1980 var ákveðið að stofna til for-
skóla með svipuðu sniði og forskóla
MHÍ í Reykjavik.
200 manns
í myndlistarnámi
Þetta er dagskóli, 42 stundir á
viku, og ljúka menn eins vetrar löngu
námi á tveimur vetrum. Er það nám
byggt upp mjög svipað og í MHÍ og
sömu kröfur gerðar. Með það nám
að baki á fólk aö fá inngöngu í fram-
haldsdeildir MHÍ en seinna meir á
það að geta lokið myndlistarnámi
sínu á Akureyri. Hin almennu nám-
skeið eru í gangi eins og áður, fyrir
börn og unglinga i teiknun, málun og
mótun, teiknun og málun fyrir full-
orðna, I myndvefnaði, letrun, quilt-
ing, byggingalist, tauþrykki, lista-
sögu og fagurfræði.
Við skólann voru rúmlega 200
manns I námi sl. vetur, þar af einn
tugur í fullu forskólanámi. Kennarar
voru sjö, þar af aðeins einn, Helgi
Vilberg sjálfur, í fullu starfi. Nú
hefur skólinn til umráða mjög vist-
legt húsnæði í útjaðri bæjarins, 385
m: á stærð. Ýmislegt skortir þó upp á
innréttingar og tækjabúnað og
kvaðst Helgi i þann veginn að leggja
út á bónarveg til ríkis og bæjar vegna
næsta vetrar.
Allt um það má nærri geta hvort
það hefur ekki áhrif á andann í 14000
manna bæjarfélagi þegar núverandi
og fyrrverandi nemendur Myndlistar-
skólans hlaupa á hundruðum. Helgi
Vilberg benti einnig á það að skólinn
þjónustaði ekki aðeins Akureyri
heldur einnig byggðina I kring og
nefndi t.d. nemanda úr Hrísey sem
fór á bát sínum í land og ók til Akur-
eyrar tvisvar í viku til að taka þátt í
kvöldnámskeiðum sl. vetur. ,,Mynd-
listarskólinn á Akureyri hefur sannað
tilverurétt sinn,” sagði Helgi að
lokum. Á sama máli eru ýmsir máls-
metandi menn á Akureyri, m.a. rit-
stjórar blaða, og forráðamenn MHÍ í
Reykjavík hafa lýst yfir fyllsta trausti
á skólann.
Laða sunnan-
menn að
Nú hefur Gallerí Háhóll lagt upp
laupana, sennilega vegna þess að
reynt var að reka staðinn eins og
hvert annað fyrirtæki. En þar sem
slíkur gallerírekstur hefur aldrei
tekist í Reykjavík var lítil von til þess
að betur tækist til á Akureyri. í litlu
samfélagi eru menn vanir þvi að leita
beint og milliliðalaust til listamanna
vanti þá myndverk. En meðan Há-
hóll var og hét megnaði hann að
vekja traust utanaðkomandi mynd-
listarmanna á Akureyri eftír lang-
vinna ládeyðu. Menn sendu þangað
verk á sýningar. Óli G. Jóhannsson,
forráðamaður Háhóls, vakti athygli
heimamanna á þeim og þau fóru að
seljast. Um tíma var það orðin hefð
að myndlistarmenn fóru beint til
Akureyrar að loknum sýningum i
Reykjavík og tóku með sér óseld
verk. Nú er Háhóll sem sagt fyrir bi,
en áhuginn ekki.
Áður hefur verið minns.t á Rauða
húsið, gamalt timburhús riiðri við
höfnina. Þar hefur hópur ungs fólks
nú fengið inni, gert húsnæðið upp og
stendur fyrir sýningum á nýlist með
reglulegu millibili.
Viðkunnanlegur
staður
Allur frágangur á húsinu að innan
er mjög viðkunnanlegur og sjálfur
sýningarsalurinn ákjósanlegur fyrir
nýlistarsýningar og smærri mynd-
verk. Af ljósmyndum að dæma hafa
fyrri sýningar litið vel út á staðnum
og sama mátti segja um sýningu á
grafik, teikningum og vatnslitum
eftir Sigrúnu Eldjárn sem stóð yfir
þegar DB var þarna á ferð. Sú sýning
var undantekning í Rauða húsinu að
því leyti að mörg verk höfðu selst og
gestir urðu hátt á þriðja hundraö.
Annars hafa sýningar i húsinu verið
einum of framúrstefnulegar fyrir Ak-
ureyringa og að því er einn aðstand-
enda Rauða hússins sagði hefur
meðalaðsókn verið um hundrað
manns. Þeir Rauðahússmenn ætla
ekki að láta deigan síga og vonast til
að fá frekari stuðning bæjarins næsta
vetur. Það er mikilsvert fyrir menn-
ingarlíf á hverjum stað að sem flestar
gerðir lista fái að blómgast þar og þvi
hefur Rauða húsið þýðingarmiklu
hlutverki að gegna, engu síður en
aðrir sýningarstaðir.
Heim til
Arnar Inga
Hvert fara menn svo á Akureyri til
að sjá aðra myndlist? Heim til Árnar
Inga, auðvitað. Að öllum öðrum
ólöstuðum hafa fáir Akureyringar
unnið eins ósleitilega að myndlistar-
Rauða húsið, eíns konar Suðurgata 7 Akureyringa.
Klettagerði 6, heimili Arnar Inga, gallerí og innrömmun með meiru.
málum i seinni tið og örn Ingi.
Sjálfur hefur hann ofan af fyrir sér
með innrömmun og myndlist og er
kannski sá myndlistarmaður Akur-
eyringa sem mest hefur til brunns að
bera. Af einskærum dugnaði hefur
hann menntað sig sjálfur og hefur nú
ágætt vald á ýmsum miðlum: máln-
ingu, pastel og vatnslitum. Auk þess
fæst hann við skúlptúra og fram-
kvæmir gjörninga.
Þar lætur örn Ingi ekki staðar
numið heldur hefur hann komið sér
upp tæplega 40 m: sýningarsal á
heimili sínu að Klettagerði 6. Þar
býður hann ýmsum myndlistarmönn-
um að sýna og fjölskylda Arnar Inga
má sætta sig við stöðugar gestakomur
alla daga. En hún er heldur ekki alveg
laus við áhuga á listum, er öll á kafi í
tónlist, og upp í sýningarsalinn berast
öðru hverju fallegar píanósónötur
eða fiðlupartítúrur.
Heim til sín hefur Örn Ingi m.a.
boðið Gunnari Erni Gunnarssyni og
grafíkfólki eins og Jóni Reykdal og
Þórði Hall sem allir róma viðurgjörn-
inginn á staðnum. Aðsókn hefur
verið góð, 2—300 manns á sýningu,
og mikið hefur verið keypt. Til
dæmis seldi Örn Ingi yfir 50 grafík-
myndir eftír þá Jón og Þórð sem
ekki vissu hvað hefði komið yfir
Akureyringa.
Á samsýningu
Örn Ingi hefur fleiri járn í eldinum. í
framhaldi af ráðstefnu myndlistar-
fólks að Hótel Sögu fyrir stuttu hefur
hann verið að vinna það verkefni
fyrir Menningarnefnd Fjórðungs-
sambands Norðurlands að kanna að-
stæður fyrir menningarstarfsemi,
leiklist, myndlist, tónlist o.fl. i
öllum kauptúnum I fjórðungnum. Þá
könnun á svo að leggja til grundvall-
ar þegar gengið verður frá áætlunum
um skipulega listdreifingu um
Norðurland í náinni framtíð.
En þegar undirritaður var staddur á
Akureyri var örn Ingi í þann mund
að opna eina sýninguna enn. Þetta er
samsýning 11 einstaklinga sem allir
eru frá eða tengdir Akureyri utan
einn, Elías B. Halldórsson. Og þessi
sýning er e.t.v. besta sönnun þess að
nýtt og betra líf er að færast I mynd-
listariðkun á Akureyri. Hvorki er
hún stór um sig (41 verk) né sneisa-
full af nýjungum. En þótt hún láti
lítið yfir sér er hún fagmannleg, laus
við gloppur og kemur einstaka
sinnum á óvart. Það var t.d. merkileg
upplifun að rekast á verk Lýðs
Sigurðssonar sem er að mestu sjálf-
lærður. Þessi verk eru í senn ofur-
raunsæ og súrrealisk, gerð af sér-
kennilegu hugarflugi. Þarna djarfar
fyrir hæfileikum sem þurfa frekari
ræktun.
Leikmenn
og lœrðir
Teikningar Þorvalds Þorsteinsson-
ar lofuðu sömuleiðis góðu. Hann er
fyrstí nemandi Myndlistarskólans á
Akureyri tíl að sýna opinberlega.
Hins vegar var engan byrjendabrag
að sjá á grafíkmyndum Sjafnar
Guðmundsdóttur, enda ekki nema
von því hún er lærð í greininni í
Svíþjóð og hefur kennt hana á Akur-
eyri. Þurrnálargrafik hennar var sér-
lega ásjáleg, innileg og fingerð.
Svo eru á sýningunni verk sem sé.st
hafa hér fyrir sunnan, t.d. olíu-
myndir Kristjáns Guðmundssonar og
grafík Guðmundar Ármanns sem
standa fyllilega fyrir sínu. í grafík-
myndum sínum er Elias B. Halldórs-
son einnig samur við sig. Um aðra
þátttakendur máttí margt gott segja.
Þeir Einar Helgason og Aðalsteinn
Vestmann eru t.d. komnir upp á
mjög gott lag með vatnsliti og fram-
leiða báðir tærar og vel uppbyggðar
myndir. Nýnæmi var að smágervum
tréskúlptúr Alice Sigurðsson, þótt
Örn Ingi myndlistarmaður með bjart-
sýnismúrskeiðina sem er hluti af skúlp-
túr sem hann vinnur að.
Lýður Sigurðsson — Arnarflugmenn, olia.
Helgi Vilberg, skólastjðri MyndUstar-
skólans á Akureyri i anddyri skólahús-
næðisins.
ekki væri hann átakamikill, og
gaman var að sjá Kristin G.
Jóhannsson, ritstjóra með meiru,
sýna svo örugglega teiknaðar hafnar-
myndir. örn Ingi sjálfur var ekki að
trana sér fram, sýndi eina pastelmynd
og tvær teikningar sem báru honum
gott vitni.
Þessi sýning verður svo uppihang-
andi að Klettagerði 6 til 2. ágúst svo
að allir ferðalangar á leið norður
ættu að geta gjóað á hana augum
næstu vikur. Undirritaður hélt hins
vegar að norðan, bjartsýnni á mynd-
listarstarfsemi þar en nokkru sinni
fyrr. -AI.