Dagblaðið - 13.07.1981, Síða 28
V' ;:§g
vvonu vpovVa
Kristján var
1/2 vfflningl
fra 1 cjptinn
II a la '907111111
Kristján Guðmundsson náöi
beztum árangri Islendinganna sem
lóku þátt i hinu sterka World Opca)
skákmód i Bandarikjunum sem lauk i
síftustu viku. Kristján Jtilaut 7 vinn-
inga af 9 mögulegum og var aðeins
hálfum vinningi frá festa stetinu. Scs
skákmenn urðu efstir og jafair með
7Jj vinmnga. Kristján hefur verið bá-
settur i Kanada tvö undanfarin ár en
var áðnr í hópi sterkustn skákmanna
okkar hér heima. Engu að siður kom
svo góður árangur hans nú á óvart.
Naestbeztum árangri Islendinganna
náði hinn ungi og bráðefnilegi Kari
Þdfsteins. Hann hlaut 6 vinninga.
Haukur Angantýsson hlaut 5,5 vittn-
inga, Jóhannes Gísii JónsBon 5 vtnn-
inga og Elvar Guðmundsson 4,5
vinninga. Allir hlutu þvi Isiending-
arnir 50% vinninga eða meira.
Hópur isienzkra piita á aldrinum
ellefú tii sautján ára hefur undan-
farna daga dváiið i Bandarikjunum
og teflt við Collins-kraidtana svo-
nefndu sem er hópur eihilegustu
skákunglinga Bandarikjanna. Að
þessu sínni höfðu Collins-ungling-
amir betur enda lið þeirra öflugra en
oftast áður er islenzkir unglingar
hafa maett þeim við taflborðið á liðn-
um árum. -CA3
Mótmæla
skákmenn
útitafli
„Það eru uppi hugmyndir innan
félagáns um að leggja þetta útimót
niöur. Þetta útitafi er gert í óþökk
aUra skákmanna,” sagði Magnús
Sólmundarson, formaður Skák-
félagsins Mjölnis, er hann var inntur
eftir þvi hvað haeft vaeri i orðiómi
þess efnis að Mjölmr hygðist haetta
við hið árlega útiraót á Laekjartotgi i
mótmælaskyni vegna jarðrasksms
undir Bemhöftstorfu.
Magnús sagði að stjóm skák-
félagsins myndi ræða þetta mál á
f undi annað kvöld. -KMU.
Ungur maður
beið bana er
heyvagn valt
Ungur maður, Heigi Erlingsson,
fæddur 26.8. 1956, iézt sL föstudag á
Borgarspitalanum eftir að hafa lent
undir heyvagni. Slysið varð með þeim
hætti að verið var að flytja fé i afrétt
i heyvagni er dráttarvél dró. Heigi
heitinn var í vagninum ásamt tveimur
öðrum.
ökumaður dráttarvélarinnar
sveigði út á vegarkantinn með þeim
afleiðingum að heyvagninn valt en
dráttarvélin stóð eftir á veginum.
Helgi heitinn lenti undir vagninumen
hina sem í vagninum voru sakaði
ekki.
Slysið varð skammt frá Ámesi f
Gnúpverjahreppi. Helgi var sonur
bóndans á Sandlæk II þar í hreppn-
um. Lögreglunni vaT gert vjðvart um
slysið kl. 15,37 á föstudag og var
Helgi þegar fluttur á sjúkrahúsið á
Selfossi. Þaðan var hann fluttur á
Borgarspítalann þar sem hann lézt.
40 kindur voru i vagninum og
drápust 7 er vagninn valt. -ELA.
Fékkbrotúr
gleraugum
íaugað
Óvenjuleg líkamsárás átti sér staö
á mótum Lækjargötu og Skólabrúar
aðfaranótt sunnudags. Þar var 29 ára
gamall maður á gangi er bifreið bar
að sem margir voru í. Þurfti bíllinn
að nema staðar vegna mannsins
gangandi.
Einn farþeganna í bilnum var ekki
ánægður með framkomu gangandi
mannsins, vatt sér út og sió hann
hnefahögg i andlitið.
Sá sem fyrir varð bar gleraugu og
brotnuðu þau viö höggið. Skarst
maöurinn kringum annað augað og
einnig munu glerbrot hafa stungizt i
auga hans. Var hann fluttur i Landa-
kotsspitalann þar sem hann gekkst
undir aðgerð. -A.St.
Fjórir lögreglubílar á eftir drukknum ökumanni:
Stórskemmdi mu
bfla / ölvunar-
akstri i nótt
—Talinn heppinn að valda ekki stórslysi í Lönguhlíð
Ungur maður svaf I morgun i
fangageymslu lögreglunnar í Reykja-
vik og áttj eftir að vákna til þeirrar
staðreyndar að hafa i nótt skemmt,
hálf- eða alveg eyðUegt níu bifreiðar.
■Tók iögreglan eftir honum í akstri í
Lækjargötu en þar lenti hann á f yrsta
bílnum. Var honum veitt eftirför,
hæg i fyrstu en fjórir lögreglubílar
voru komnir til leiks um það er lauk.
Eftirförinni lauk i Hlíðunum þar sem
ökumaðurinn hafnaði á steinvegg.
Til undankomu í upphafi fór öku-
þórinn þvert yfir Miklatorg. Eftir
það var eltingaleikurinn bundinn við
Hliöáhverfið og munu margir hafa
vaknað þar. Þar ók sá Ölvaði á marga
kyrrstæða bíla, ók þvers og kruss um
hverfið og sinnti engu um einstefnu-
akstur, sem þar erá hverri götu. Kom
þann þannig úr öfugri akstursátt inn
á Lönguhlið, ienti á bil og má heppni
ein kallast að ekki varð stórslys af.
Loksins tókst að króa manninn af
og lauk hann þá ökuferðinni á stein-
vegg. Tvo af niu bílum sem skemmdir
eru eftir ökuferðina varð að fjar-
lægja með krana.
ökumaðurinn kvaðst eiga bílinn
sem hann ók en sá bíll er þó skráöur á
nafn annars manns. Svo ölvaður var
maðurinn að honum iá við svefrn við
fyrstu yfirheyrslu. Frekari rannsókn
beið því þar til i morgun.
-A.St.
Vatnsendablettur:
Eldur laus í sumarbústað
Eldur kom upp I sumarbústað við Vatnsendablett 211 á laugardagskvöld. Eigandi gat látið vita í gegnum talstöð I bil sínum.
Lögregla og slökkvilið komufljótlega á staðinn og náðu aö ráóa niðurlögum eldsins. Taliö erað kviknað hafi í átfrá oliuelda■
véL ESns og sjá má á andliti slökkviliðsmannsins, fórþetta betur en á hoifðist. DB-mynd S.
íbúar vestan við Ölfusárbrú lausir við kindur og lögreglu íbili:
Ákveðið að ráða
*t
gæzlumann á svæðið
—segir lögreglan. Verður aldrei samþykkt, seglr
Guðmundur Finnbogason
„Það hefur allt gengið í rólegheit-
um í rollustriðinu,” sagði einn lög-
reglumaöur á Selfossi í samtali við
DB í gær. „Ég held að ákveðið sé að
gæzlumaður verði ráðinn á svæðið,”
sagði hann. Eins og DB hefur skýrt
frá hefur staðið yfir stríð milli íbúa
vestan ölfusárbrúar og sýslumanns
vegna ágangs búfjár í garða vestan
við ána. Sýslumaöur hefur hunzað
kærur ibúanna og i staðinn ætluðu
íbúarnir með féð yfir í garð sýslu-
manns. Lögreglan stöðvaði smala-
mennskuna á miðri ölfusárbrú.
Eftir það var tekið til þess ráðs að
lögreglan lét sírenuna ganga klukku-
tíma að nóttu til til að fæla féð úr
görðunum. Varð það til þess að halda
íbúunum vakandi mestan hluta
nætur. Guðmundur Finnbogason
sagði í samtali við DB í gær að róleg-
heit hafi verið um helgina. „Við
höfum hvorki séð kind né lögregluna.
Þeir hættu með sírenuna eftir að
fréttin kom í DB svo hér hefur allt
verið rólegt.
Ég hef ekki heyrt um að það eigi að
ráða hingað gæzlumann enda er ég
viss um að því verður mótmælt þar
sem það yrði á kostnað hreppsbúa.
Við viljum bara fá girðingu hér í
kring eins og er hjá öllum þorpum,”
sagði Guðmundur. Hann sagði að
ferð heim til sýslumanns væri enn
fyrirsjáanleg og það fljótlega. „Ef
við komumst ekki yfir brúna þá
notum við bara einhverja aðra að-
ferð,” sagði Guðmundur.
-ELA
MÁNUDAGUR 13. JÍJLÍ 1981.
Lögreglan lokaði þremur
verzlunum, en VR hélt
_1___
Öldumarer
að lægja
„Það voru aðeins örfáir kaupmenn i
Reykjavik, sem höfðu ppiö á laugar-
dagsmorgun og mér sýnist nú sem ðld-
urnar sé að lægja í þessu máli,” sagði
Magnús L. Sveinsson, formaður Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur, í
samtali við DB i gær.
„Mér er kunnugt um að þrjár verzl-
anir i Reykjavík hafi haft opið en lög-
reglan lokaði þeim. Hins vegar voru
verzlanir í nágrannabyggðarlögunum
opnar og af hálfu VR voru engar til-
raunir gerðar til aö loka þeim. Mér
sýnist allt stefna i þá átt að kaupmenn
hlýði ákvæðum VR um lokun á laugar-
dögum og kaupmenn á Seltjarnarnesi
hafa t.d. fuilan skilning á sjónarmiðum
okkar í þessu máli. En hvort ailar
verzlanir veröa lokaðar næsta laugar-
dag þori ég ekki að segja til um, ” sagði
Magnús L. Sveinsson, formaður VR.
-SA
MyndaválstoHð
Brotizt var inn i bát er liggur við
Grandagarð um helgina og stoliö
þaðan myndavél og linsu. Lögreglunni
var gert aðvart um þjófnaðinn á
laugardagseftirmiðdag en þá höfðu eig-
endumir orðið þjófnaðarins varir.
Ekki er vitað hverjir voru þarna að
verki. - ELA
hressir betur.