Dagblaðið - 07.08.1981, Page 4

Dagblaðið - 07.08.1981, Page 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 DB á ne ytendamarkaði V Dóra Stefánsdóttirl „Mín skoöun er sú að það sé í lagi að dreifa kartöflum frá fyrra ári fram til júlíloka. En að ætla sér að dreifa gamalli uppskeru á aimennum markaði, eins og nú er gert f ágúst, er algjör fjarstæða. Meö því eru fram- leiðendur og þjónustuaðilar að draga úr vaxandi neyzlu á þeim holla og að jafnaði góða ávexti sem kartaflan er,” sagði Eðvald B. Malmquist yfir- matsmatur garðávaxta í viðtali við Neytendasíðuna. Eðvald var I fríi meðan umræðan um vondar kartöflur var sem heitust hér á landi í sfðasta mánuði og er ný- kominn til starfa aftur. ,,í júnflok ræddi ég um það við stjórn Grænmetisverzlunar og for- stjóra hennar að breyta þyrfti flokk- um kartaflna. Ég ræddi einnig um það við verkstjóra móttökunnar sem eru trúnaðarmenn matsins. Þegar ég fór í frfið vissi ég ekki annað en að megnið af kartöflum yrði metið f annan flokk. Geymsluþolið á kartöfl- unum var í lágmarki og ýmsir geymslusjúkdómar farnir að láta á sér kræla umfram það venjulega. Stjórnin virtist vera mér sammála um að flokkun þyrfti þvi að breyta. Hinn fyrsta júlf ræddi ég við þá sem gefa út Fréttabréf landbúnaðarins og lét þá vita af þessu. Þeir greindu sfðan frá því að kartöflur f 2. flokki væru væntanlegar á markað. í fríinu frétti ég hins vegar af þvf að ekki hefði verið flokkað í annan flokk eins og ég hafði talið sam- þykkt. Heldur virðist hafa verið farin sú leið að starfsmenn Grænmetis- verzlunar tfndu það bezta úr kartöfl- unum og settu það á markað sem fyrsta flokk. En þó að kartöflurnar líti vel út þegar þær koma í Græn- metisverzlunina eru þær eftir 2—3 daga farnar að láta verulega á sjá. Þær linast upp og hýðið þykknar. Útlitið verður þvf ekki gott,” sagði Eðvald. Fjórar leiöir til úrbóta Hann sagði að þegar kartöflur væri orðnar þetta gamlar og mis- góðar fyrir markaðinn væru fjórar leiðir sem hægt væri aö fara til þess að bæta ástand þeirra. Sú fyrsta væri að senda vöruna aftur til fram- leiðanda væri hún ekki nógu góð. önnur væri að fella vöruna I flokki og þá um 1—2 flokka. Þriðja leiðin væri að tlna úr kartöflunum þær lélegustu og bæta þar með heildar- ástandið og setja hinar á markað sem 1. flokk. Fjóröa leiðin væri sföan að fá framleiðendur til aö endurflokka sjálfir kartöflur sfnar eftir aö þær væru komnar suður. Eðvald vildi sem sé fara leið númer' tvö og fella í flokki. Hins vegar hefur verið farin þriðja leiðin og tínt það versta úr og hitt selt sem 1. flokkur. Ennaf kartöflunum: „Fáránlegt að setja gamlar kartöf lur á almennan mark að í ágúst” —segir yf irmatsmaður garðávaxta IMýjar kartöf lur strax „Nú þegar hefðu átt að vera til nýjar kartöfiur, annaðhvort inn- lendar eða erlendar. Ég hef ekki framkvæmdarvald til þess að panta slfkar kartöflur. Ég get hins vegar stöðvað sölu kartaflna. En á meðan íslenzku kartöfiurnar (ný uppskera) eru ekki nógu þroskaðar til að fara á markað og erlendar kartöfiur eru ekki til, er erfitt að taka þá ákvörðun. Ég verð að bfða f nokkurn tfma og sjá til,” sagði Eðvald. Hann gat þess að núna væru á leið- inni að norðan litils háttar magn af kartöflum, þar af 10 tonn frá Dalvík. Er óskandi að þær kartöflur reynist betur en þær sem við höfum fengið undanfarið. „Við þurfum að fá fieiri meðal- stóra framleiðendur og fækka þeim stóru. Vélupptakan er fyrsta áfallið sem kartaflan verður fyrir og sfðan halda þau áfram f gegnum alla vinnslu. Kartöfiur þarf að taka upp með mikilli varúð ef þær eiga að vera almennilegar og þola hnjask f dreif- ingu,” sagði Eðvald. -DS. Eðvald Malmquist, garðávaxta. yfirmatsmaður Upplýsingaseðiíl til samanburöar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þcnnan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamjðlun mcðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- fæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í júlímánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m iikiy 1 Erlendar kartöflur eru teknar upp með vélum eins og megnið af þeim fslenzku. En Oii skilyrði erlendis til kartöfluræktar eru önnur en hér. Hvenær skyldum við fá nýjar erlendar og ætar kartöflur? Fréttabréf Dans 1- 3Ú1Í 1981 Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins Bændahöllinni Sími 20025 Mikið til af kartöflum Samkvæmt upplýsingum yfirmatsmanns garðávaxta Eóvalds B. Malmquist,þá er töluvert eftir af kartöflum frá í fyrra. Samkvæmt hans tilmælum hefur verið ákveðið að selja 2. flokk af kartöflum. í þeim flokki verða sömu afbrigöi og undanfarið í 1. flokki, en geta verið útlitsljótar kartöflur, án þess að vera skemmdar. Nú er sá tími kominn að geymsluþol kartaflna er í lágmarki. Því er nauðsynlegt, að sem skemmstur tími líði frá því að kartöflurnar eru teknar úr geymslu framleiðandans og þar til þeirra er neytt. Það er því ráðlagt fyrir neytendur aö kaupa aðeins 2 1/2 kg í einu og geyma kartöflurnar á köldum stað. Talið er að uppskeran hafi verið um 170 þúsund tunnur á síðast liðnu hausti, það er meö því allra mesta sem uppskeran hefur orðið hér á landi. Rýrnun verður töluverð en íslenskar kartöflur munu verða á markaðnum að minnsta kosti út juli. Margir stórframleiðendur hafa mjög góðar kartöflugeymslur, þar sem þeir geta stjómað hita- og rakastigi. Kartöflumar geta litiö vel út í geymslum á þeosum tíma, en þegar þær hafa verið flokkaðar, settar í poka og sendar á markað, er geymsluþolið ákaflega takmarkað og því fljótar að skemmast. „Matið ekki á vegum Grænmetisverzlunar” — segir st jórnarformaður „Mat á kartöflum er alveg á ábyrgð yfirmatsmanns og kemur Grænmetisverzluninni ekkert við, frekar en öðrum þeim sem verzla með kartöfiurj’sagðilngi Tryggvason for - maður stjórnar Grænmetisverzlunar landbúnaöarins. „Gænmetisverzlunin getur verið hress eða óhress með það hvernig matsmaður metur kartöfiur en hefur ekki vald til þess að gera það sjálf,” sagði Ingi. Hann var spurður að því hvort nýjar kartöflur hefðu verið pantaöar. „Við grfpum náttúrlega nýju islenzku kartöflurnar um leið og þær koma en erlendar kartöfiur höfum við ekki pantað,” sagði Ingi. -DS. 1» Ingi Tryggvason formaður stjórnar Grænmetisverzlunar landbúnaðar- ins.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.