Dagblaðið - 07.08.1981, Side 6
6
i
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981.
D
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
; ■ ■ ■
Skæruliðar PLO á æfíngu. Israelsmenn fullyrða að skæruliðum PLO hafí að undan
förnu borizt mikið magn vopna frá Sovétrfkjunum, meira en nokkru sinni fyrr.
Tugir barna eru
munaðarlausir
vegna hungurverk-
falla IRA-manna
Fimmtíu og einn maður hefur verið
drepinn á Norður-írlandi frá því að
hungurverkfall IRA-manna hófst undir
forystu Bobby Sands 1 Maze-fangelsinu
1. marz síðastliðinn.
f hópi hinna látnu eru tiu lögreglu-
menn, átta brezkir hermenn og fimm
menn úr svokölluöum varnarsveitum
Ulster.
„Tugir barna hafa orðið munaðar-
leysingjar beinlínis vegna þess aö
Bobby Sands hóf hungurverkfall sitt,”
segir f yfirlýsingu frá brezku lögreglu-
sveitunum á Norður-írlandi.
Sands lézt af völdum mótmælasveltis
5. maf síðastliðinn og sföan hafa sjð
félagar hans látizt af völdum sveltisins.
í öllum tilfellum hefur fréttunum af
dauða þeirra verið tekið með miklum
óeirðum sem í mörgum tilfellum hafa
leitt til þess að einhverjir hafa látið
lífið.
Þúsundir f lugumf erðarstjóra reknir:
Flugumferðarstjór-
amir fá stuðning er-
lendra starfsbræðra
—flugmönnum bent á að þeir komi inn f bandaríska
lofthelgi „á eigin ábyrgð”
Flugumferðarstjórar um allan
heim hafa verið beðnir að styðja við
bakiö á bandarískum starfsbræðrum
sínum í kjaradeilu þeirra við stjórn-
völd.
Alþjóðasamtök flugumferðar-
stjóra hafa hvatt þá til að synja um
leyfi fyrir fiugi til Bandaríkjanna og
að segja flugmönnum: „Þið haldið
inn í lofthelgi Bandaríkjanna , ,á eigin
ábyrgð”.”
Um leið og bandarisk lofthelgi er
lýstur óöruggur staður hafa Alþjóða-
samtök flugumferðarstjóra heitið á
félaga slna í 59 löndum að veita
aðeins flugleyfi til síðasta staðar utan
landamæra Bandaríkjanna.
Það var forseti samtakanna, Harri
Henschler, sem skýrði frá þessart
ákvörðun i Kanada, er fimmti dagur
verkfallsaðgerða bandarfskra flug-
umferðarstjóra hófst.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur
sakað flugumferðarstjóra um að
spila „rússneska rúllettu” með líf
farþeganna og hefur stjórnin þegar
sent þúsundum flugumferðarstjóra
uppsagnarbréf. Stjórnin kveðst
einnig hafa í undirbúningi langtíma-
áætlun um hvernig bandarískum
fiugvöllum skuli haldið gangandi
þrátt fyrir hinar ólöglegu verkfallsað-
gerðir flugumferðastjóra sem kostað
hafa bandarisk fiugfélög milljónir
dollara.
Stúdentar frá Libýu tóku skrifstofur sendincfndar Libýu hjá S.Þ. f New York nýveríð á sitt vald til mótmæla stefna Gaddafis
leiðtoga Lfbýumanna. Myndin sýnir lögregluþjóna leiða nokkra stúdentanna á brott. Ekki kom til alvarlegra átaka.
Til mótmæla kom á flugvellinum I Nýju Delhi á Indlandi er Neelam Sanjiva Reddy
forseti landsins var að leggja upp i för sfna til Englands til að sitja brúðkaup Karls
príns og lafði Dfönu Spencer. Þótti stúdentunum að forsetinn hefði átt að sitja heima
vegna misréttis sem þeir segja að Indverjar i Englandi búi við.
Norskt kynlíf eflist til muna:
Nýtt kynlífsmet
hjá Norðmönnum
— Kynsjúkdómar algengarí þar í landi en nokkni sinni fy rr
Mikil kynlífsbylting á sér nú stað I
Noregi, að því er norska Dagblaðið
segir. Könnun hefur átt sér stað í Nor-
egi og benda niðurstöður hennar til að
bylting hafi átt sér stað I þessum efn-
um.
Meðal niðurstaðnanna má nefna:
Norðmenn hefja kynlíf nú mun yngri
en áður, meira en helmingur þeirra
stundar kynlif utan hjónabandsins og
konur skipta um bólfélaga oftar en
nokkru sinni áður.
Afieiöing alls þessa er svo sú að kyn-
sjukdómar herja á norsku þjóðina af
meiri krafti en áður.
Kynllfsfræðingurinn dr. med. Bert-
hold Grúnfeld segir: „Við getum ein-
faldlega sagt að fólk lifi nú öflugra
kynlffi en nokkru sinni fyrr.”
,,Hin mikla aukning á kynllfi á ekki
aðeins rætur sínar að rekja til betri
getnaðarvarna en áður heldur hefur
breyting á samfélaginu einnig mikið að
segja,” segir dr. Grtlnfeld. „Það á
einkum viö um kynlíf utan hjónabands ráð fyrir að fimm til sex prósent allra
og varðandi kynlífsmynztur norskra kvenna sem karla séu kynvillt.
unglinga. ... í vissum hópum er sjálfsagt litið á fast
Afstaðan til kynvillusambanda er samband kynvillinga sem óviðeigandi
mest áberandi breytingin sem orðið en það er eftirtektarvert hversu fljótt
hefur á síðustu árum i Noregi. Ég geri fólk hefur fallizt á það.”
Þrírhermenn drukkn-
uðu á æfingu ískurði
Þrir vestur-þýzkir hermenn þrjátíu metra breiða skurð. Annar
drukknuðu í fyrrakvöld er þeir félagihans fór þá honum til hjálpar
reyndu að synda yfir .skurð í fullurn en þeir drukknuðu báðir. Sá þriðji
klæðum og vopnaðir, að því er skýrt sökk og drukknaði er hann vantaði
var frái Vestur-Þýzkalandi í gær. aðeins herzlumuninn í að ná yfir á
Hermennirnir, einn 20 ára gamall hinn bakka skurðarins.
og tveir 21 árs, voru á æfingu undir
stjórn 28 ára gamals undirforingja er Rannsókn fer nú fram á því hvort
atburðurinn átti sér stað. einhverjar öryggisreglur hafi verið
Yngsti hermaðurinn kallaði á hjálp brotnar og hvort ákæra um mann-
er hann var háifnaöur yfir hinn dráp skuli sett fram.