Dagblaðið - 07.08.1981, Síða 9

Dagblaðið - 07.08.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981. Myndsegulbandaleigumar starfa með miklum blóma 9 N Nýtt Videó-stríð virðist nú vera í uppsiglingu en eins og DB hefur greint frá þá hefur eigandi kvik- myndahússins Regnbogans, Jón Ragnarsson, kært myndsegulbanda- leigurnar til Rannsóknarlögregl- unnar. Segir Jón að starfsemi þessara leiga sé ótvírætt glæpsamleg þar sem þær leigi út myndir til sýninga sem kvikmyndahúsaeigendur hafi keypt sýningarréttinn á. Greinilegt er að markaður fyrir myndsegulbandsspól- ur með áteknu efni er ört vaxandi hérlendis, enda hafa sprottið upp myndsegulbandaleigur um alla Reykjavík síðustu daga. Dagblaðið ræddi f gær við þrjá aðila sem tekið hafa þátt í „video-byltingunni” og fara viðtölin við þá hér á eftir. -ESE „EKKERT OLOGLEGT VIÐ OKKAR STARFSEMI” —segir Hans Kragh Júlíusson í myndsegulbandaklúbbnum Fimmstjörnur „Mér finnst Jón Ragnarsson skjóta nokkuð hátt yfir markið ef hann er að amast við starfsemi okkar enda er hún lögleg á allan hátt,” sagði Hans Kragh Júlíusson í Radíó- bæ í samtali við DB er hann var spurður álits á kæru Jóns Ragnars- sonar i Regnboganum á hendur hinum svokölluðu myndsegulbanda- leigum. Frá henni sagði I DB i gær. Hans sér, ásamt nokkrum öðrum, um rekstur myndsegulbandaklúbbs- ins Fimm stjörnur og tók hann skýrt fram að hér væri ekki um leigu að ræða heldur útvegaði klúbburinn meðlimum ákveðið efni gegn greiðslu félagsgjalds. Hans sagði að slíkir klúbbar fengju að starfa átölulaust alls staðar erlendis en vissulega væri verið að stöðva þá sein gerðu sér það að fé- þúfu að gera ólögleg afrit af kvik- myndum á myndsegulbönd. ,,Við höfum ekki komið nálægt sliku,” sagði Hans, en tók fram að hann hefði grun um að einstaklingar hefðu gengið i klúbbinn í þvf skyni að gera afrit af þeim myndum sem væru á boðstólum með það fyrir augum að leigjaþær út. Um 310 manns eru nú í klúbbnum Fimm stjörnur en félagsgjaldið hefur verið 1080 krónur fyrir árið. Hægt er að greiða þessa upphæð í þrennu lagi og sagði Hans að þess væru dæmi að „Ótrúlegir möguleikar fyrir hendi” —segir Sigurður Ólaf sson hjá Video-son hf. um myndsegulböndin Hans Kragh Júliusson við nokkrar af þeim spólum sem klúbburinn Fimm stjörnur á og leyfir meðlimum afnot af. DB-mynd Einar Ólason. fólk hefði bara greitt fyrstu afborg- unina, 360 krónur, fengið aðgang að átta myndsegulbandsspólum, en síðan hætt. Þeir sem greiddu hins vegar fullt árgjald ættu kost á því að sjá 24 myndir á ári og hugmyndir væru uppi um að gefa félagsmönnum kost á að sjá fleiri myndir gegn auka- greiðslu. Þetta væri að sjálfsögðu háð því að nægilegt efni fengist til sýninga. Hans sagði að klúbburinn ætti nú 285 myndir og hefði mikið verið leigt út siðustu vikurnar. — Það er eins og að fólk sé orðið sjónvarps- hungrað f sjónvarpsleysinu,” sagði Hans. Hans sagðist að lokum vera sam- mála þeim sem héldu því fram að stöðva þyrfti þá sem gerðu afrit af myndsegulbandsspólum. Hann væri einnig þeirrar skoðunar að blokka- samstarfið svokallaða ætti ekki rétt á sér; varla væri þó hægt að banna fólki að nota þau tæki sem það hefði fjárfest í. Myndsegulbandsspólur með áteknu efni væru það dýrar að enginn venjulegur maður festi kaup á slíkum spólum, sagði Hans að lokum. - ESE Það var sama á hvaða myndsegulbandaleigu Dagblaðsmenn komu á í gær. Alls staðar stóðu viðskiptin með miklum blóma. Meðfylgjandi mynd er tekin fyrir utan eina af hinum umdeildu myndsegulbandaleigum. DB-mynd Einar Ólason. Fjöldi manns gekk í myndsegulbandaklúbb- inn ísjónvarpsleysinu —segir Hafsteinn Andrésson í Japis hf. — Þetta byrjaði fyrst sem lokaður klúbbur fyrir þá sem keyptu mynd- — Ef Jón Ragnarsson ætlar sér að stöðva myndsegulbandaleigurnar þá verður hann að byrja á þvf að stöðva ferðir fólks til Bretlands og annarra landa þar sem hægt er að kaupa kvik- myndir á spólum með höfundarrétti, stefgjaldi og leigurétti, sagði Sig- urður Ólafsson, annar eigenda Video-son hf., en það fyrirtæki hefur að undanförnu tekið að sér að koma upp „innanhússsjónvarpskerfum” í blokkum víðs vegar á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Sigurður sagði að það færðist nú sífellt i vöxt að hægt væri að kaupa nýjar og gamlar kvikmyndir á mynd- segulbandsspólum, með öllum rétt- indum, í verzlunum erlendis. Fram- leiðendur hefðu séð að ekki þýddi að sporna á móti „myndsegulbanda- byltingunni” og því hefðu þeir brugðið á þetta ráð. Verið væri að leggja niður stefgjöld og höfundar- réttargjöld alls staðar, en framleið- endur mættu þeim tekjumissi með því að hækka verðið á myndsegul- bandsspólunum. Sömu sögu væri að segja úr hljómplötuiðnaðinum. Sigurður sagði að nú væru innan- hússkerfi komin í um 80—90% allra stórra fjölbýlishúsa á svæðinu frá Akranesi suður í Kefiavík og þessi þróun yrði ekki stöðvuð. Kvik- myndahúsaeigendur yrðu bara að fylgjast með tímanum og sýna nýjar kvikmyndir áður en leyfi væru gefin til að setja þær á myndsegulbönd. — Myndsegulböndin bjóða upp á ótrúlega möguleika, sagði Sigurður og bætti því við að hægt væri að hringtengja allt ísland inn á eitt „innanhússjónvarpskerfi” ef afnot fengjust af símalínukerfinu. Þá væri ekkert auðveldara en að hjóða upp á allt að tíu rása sjónvarpskerfi i Breið- holtshverfinu í Reykjavík, t.d. ef blokkaeigendur tækju sig saman og sameinuðu kerfin, sem fyrir eru í húsunum, í eitt stórt. -ESE. Hafsteinn Andrésson i Japis hf. með tvær af myndsegulbandsspólunum sem klúbbmeðlimir geta fengið leigðar. í sjónvarpinu á myndinni sést sú dagskrá sem Sjónvarpið býður upp á þessa dagana. DB-mynd Einar Ólason. segulbandstæki hjá okkur en siðan var fleiri gefinn kostur á að ganga í klúbbinn i sumar, sagði Hafsteinn Andrésson hjá Japis hf., en sú verzl- un sér m.a. um leigu á myndsegul- bandsspólum. Hafsteinn sagðist hafa heyrt um kæru Jóns Ragnarssonar og sagði að sér fyndist eðlilegt að menn væru sárir ef verið væri að sýna nýjar myndir sem kvikmyndahúsin hefðu jafnvel ekki hafið sýningar á. Því væri hins vegar ekki til að dreifa hjá Japis hf. þar sem nýjustu myndirnar væru þriggja til fjögurra ára gamlar. — Eftir því sem ég veit bezt þá gilda samningar þeir sem kvik- myndahúsaeigendurnir gera um sýningarrétt á myndum ekki nema um tvö ár i flestum tilfellum og því er ekki um það að ræða að við séum að leigja myndir sem þeir eiga sýningar- réttinn á, sagði Hafsteinn. Hafsteinn benti ennfremur á að hæpið væri að amast við því að leigðar væru út spólur með kvik- myndum sem eingöngu væru sýndar í heimahúsum og fyrir mjög takmark- aðan fjölda áhorfenda. Um 170 meðlimir eru nú í mynd- segulbandaklúbbi Japis og sagði Haf- steinn að rúmur helmingur þeirra sem væru í klúbbnum hefði gengið I hann á síðustu sex vikum flestir eftir að sjónvarpið fór í frí. Japis hf. leigir út bæði spólur sem komnar eru beint frá framleiðendum erlendis og eins spólur með áteknu efni sem teknar eru upp af upphaflegu spólunum. Helztu fomleifafundir í sumar: Þingstaður Kjalnesinga og kista Ólafar ríku „Stærstu verkefnin hjá okkur núna eru austur á Stóruborg og í Þingnesi við Elliðavatn,” sagði Þór Magnússon þegar DB bað hann um stutt yfirlit yfir hvað væri að gerast á sviði fornleifa- rannsókna á vegum Þjóðminjasafns á þessu sumri. ,,Á Stóruborg grefur Mjöll Snæsdóttir við fimmta mann í kappi við náttúruöflin því sjórinn brýtur sifellt af bæjarstæðinu sem þarna hefur verið frá miðöldum fram til 1840. Þarna hefur fundizt óvenju- mikið af alls konar búsáhöldum, tengdum matargerð og tóvinnu, til dæmis leifar af keröldum, tunnum og öðrum stafailátum, svo og leifar af snældum,” sagði Þór. „í nágrenni Reykjavikur hefur Guð- mundur Ólafsson verið við uppgröft ásamt tveimur öðrum. Þeir grófu fyrst við Esjuberg þar sem Landnáma segir að kirkja hafi verið reist alllöngu fyrir kristnitöku. En rústir sem taldar hafa verið af kirkju þessari reyndust ekki annað en grjótruðningur og fóru þeir félagar þá niður á Þingnes í Elliðavatni og voru þar fengsælli. Þar eru einar sextán sautján tóttir sem greinilega eru gamlar búðir. Ef til vill er þarna kom- inn hinn forni þingstaður Kjalnesinga sem ekki hefur fundizt á Kjalarnesi þrátt fyrir nokkra leit. Við munum reyna að tímasetja tóttirnar og verður spennandi að sjá hvað út úr því kemur,” sagði þjóðminjavörður. Þór Magnússon fór um síðustu helgi ásamt nokkru fylgdarliði vestur í Dali að athuga grafir við Kjallaksstaði sem nefndir eru í Eyrbyggju. „Við fundum tvær grafir og leifar af þeirri þriðju. Þær gætu verið úr heiðni því þarna virðist ekki hafa verið kirkjugarður og engar kistur utan um líkin, en ekki er þó hægt að slá því föstu að sinni. ” í tengslum við Þjóðminjasafnið er leit dr. Kristjáns Eldjárns að minjum um Papa í Papey. Þar er talsvert af gömlum húsarústum en ekkert sem sannar né afsannar dvöl Papa á þessum stað. Loks sagði Þór að safnið hefði sent Guðmund Ólafsson bæði norður að Hofi I Hjaltadal og að Skarði á Skarðs- strönd þegar þar komu f ljós forn- minjar við jarðrask. Á Hofi I Hjaltadal hefur augljóslega verið kirkjugarður, þótt ekki séu til neinar skriflegar heim- ildir um það. Sennilega hefur kirkjan. verið lögð niður skömmu eftir að Hólar urðu biskupsstóll. aiiison Að Skarði fundust leifar af kistu sem virðist upphaflega hafa verið undir kirkjugólfinu. Gullofin pjatla famst einnig en engin bein. „Þau gætu ha a eyðzt með timanum,” sagði Þói, og bætti því við að erfitt væri að segja til um hvort Ólöf ríka hefði nokkurn tíma legið í þessari kistu. - IHH PLATÍNULAUS TRANSISTORKVEIKJA KVDII I HVERFISGÖTU 84 PYnlLL SMI 29080. I

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.