Dagblaðið - 07.08.1981, Page 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþi
Nýirkappará
Reykjavíkurleikana
Þa0 bætast stöðugt við nýir og nýir kappar á
Reykjavikurleikana i frjálsum iþróttum. í gær bætt-
ust tveir Kanadamenn i hópinn og koma hingað á
eigin vegum. Það eru þeir Jim Wliliams, sem stokkið
hefur 5,30 metra f stangarstökki, og Steve Camp,
sem hlaupið hefur 400 m á 48,00 sekúndum.
Sigurður T. Sigurðsson fær góða keppni i stangar-
stökldnu. Auk Kanadamannsins verður Þjóðverji,
sem stokkið hefur 5,50 metra, meðal keppenda.
Stórmót sumars-
ins íBorgarnesi
— Ping open á Hamarsvelli
um helgina
Stórmót sumarsins hjá þeim Borgnesingum, Ping
open golfkeppnin, fer fram á Hamarsvelli nú um
helgina. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar
og er ekki að efa að margir munu leggja leið sina i
Borgarnesið til þátttöku.
f fyrra voru þátttakendur 87 og þá sigraði gamla
kempan úr Keflavfk, Sigurður Albertsson, en heima-
maðurinn Yngvi Árnason með forgjöf. Margir af
keppendunum frá í fyrra hafa þegar tilkynnt þátt-
töku sína f ár.
Þeir sem áhuga hafa á að spóka sig f Borgarnesi
um helgina ættu að hafa samband við forráðamenn
klubbsins fyrir kvöldið og rétt er að geta þess að
Hótel Borgarnes veitir 10% afslátt af gistingu til
handa keppendum.
Það er mál manna að Hamarsvöllurinn hafi aldrei
verið betri en f ár og rúmlega 6000 trjáplöntur sem
gróðursettar voru á sl. ári eru nú jregar farnar að
setja svip sinn á brautirnar.
AlOertervið
sextíu metra
A1 Oerter, Bandarfkjunum, sem fjórum sinnum
hefur orðið óiympiumeistari i kringlukasti og keppir
hér á Reykjavikurleikunum í næstu viku, keppti á
frjálsfþróttamóti f Viareggio á ítalfu i fyrrakvöld.
Kastaði þar kringlunni 59,74 metra. Sigurvegari
varð landi hans Powell með 62,58 m og Wagner, V-
Þýzkalapdi, varð annar með 61,72 metra. Oerter svo
þriðji.
Úrslit i öðrum greinum urðu þessi á mótinu:
800 m hlaup
1. Sebastian Coe, Englandi,
2. Theryot, USA,
3. Grippo, ttalfu,
400 m grindahlaup
1. Lee, Bandarikjunum,
2. Willlams, Bandarfkjunum,
3. Shulting, Hollandi,
200 m hlaup
1. Floyd, Bandarikjunum,
2. Zullani, ítallu,
3. Williams, Bandarikjunum,
1:47,12
1:47,95
1:48,95
49,70
49,77
50,24
20,68
20,87
21,18
Meistaramótinu
lýkur íkvöld
Meistaramóti fslands f frjálsum iþróttum lýkur f
kvöld á Fögruvöllum í Laugardal. Þá verður keppt f
3000 metra hindrunarhlaupi. Sjö keppendur eru
skráðir i hlaupið og einnig verður keppt f 4 X 400 m
boðhlaupi karla og kvenna.
Grant's open
á Nesinu
Um helgina fer fram opin keppni i golfinu á Nes-
vellinum fyrir alla þá er ekki teljast til meistara-
flokks, þ.e. þeir er hafa forgjöf á biiinu 7—23.
Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar og hér er
um Grant’s open að ræða. Þeir sem áhuga hafa á að
vera með ættu að snúa sér sem fyrst tll forráða-
manna keppninnar og tllkynna þátttöku f sima
17930 (golfskálinn á Nesinu).
Hjörtur Gfslason, KR, þriðji frá vinstri, hefur náð forustunni f 110 m grindahlaupinu
og var óheppinn að fá ekki íslandsmet staðfest. Gfsli Sigurðsson er lengst til hægri og
ætti lfka að geta náð langt I grindahlaupinu. Stefán Hallgrimsson, gamla kempan, er
næstur Hirti, þá Aðalsteinn Bernharðsson. DB-mynd Bjarnleifur.
Eyjamenn sluppu fyrír
hom gegn Þrótti í gær
—unnu með eina marki leiksins, sem skorað var beint úr homspymu á 12. mínútu.
Þróttarar sóttu linnulítið allan síðari hálf leikinn en tókst ekki að jaf n metin
Ingólfur Sveinsson, hinn harðskeytti
varnarmaður Eyjamanna.
„Ég snerti
Pál ekki”
— sagði Ingólfur Sveins-
son, að vonum vonsvik
inn,eftiraðhafaverið
vikiðaf leikvelli
,,Ég snerti Pál aldrei i þetta skiptið,”
sagði Ingólfur Sveinsson, vonsvikinn i
meira lagi, eftir að Hreiðar Jónsson
dómari hafði sýnt honum rauða
spjaldið, f kjölfar „leikins” brots Páls
Ólafssonar i Þrótti. „Hann bara henti
sér f jörðina og öskraði,” bætti Ingólf-
ur við.
Blaðamenn og þ.á.m. undirritaður
voru í góðri aðstöðu til að vega og meta
þetta atvik og greinilegt var að Ingólfur
kom ekki við Pál. Hafi svo verið hefur
snertingin verið ákaflega lítilvæg. Páll
vissi hins vegar sem var að Ingólfur var
með gult spjald upp á vasann úr fyrri
hálfleiknum og henti sér f jörðina með
tilheyrandi látbragði. Hreiðar beit á
agnið og rauða spjaldið var dregið upp.
í sjálfu sér ekki gott að vega og meta
„brotið” þar sem Ingólfur kom að
baki Páls og byrgði honum sýn, en það
verður ekki aftur tekið að undirritaður
hefur ekki á þriggja ára ferli sem
iþróttafréttamaður séð saklausara
fórnarlambrauðaspjaldsins. -SSv.
það var dæmt af vegna rangstöðu. Svo
að segja á lokamfnútinni fengu Þrótt-
arar kjörið tækifæri til að verða sér úti
um framlengingu en tókst ekki að
skora.
Á hinn bóginn má segja að Eyja-
menn hafi verið klaufar að vera ekki
búnir að ná betra forskoti í hálfleik því
jjeir fengu tvö upplögð færi í fyrri hálf-
leiknum sem ekki nýttust. Á13. mínútu
komst Sigurlás einn i gegn én lét verja
frá sér og á 34. min. var hann aftur
einn gegn markverðinum eftir snilldar-
undirbúning bróður sins, Kára, en
skaut þá beint á Guðmund í markinu.
Sex mín. siðar varði Guðmundur svo
meistaralega skalla Sigurláss eftir horn-
spyrnu.
Þróttarar fengu ekki nema eitt mark-
tækifæri í fyrri hálfleiknum, sem heitið
gat þvi nafni, og það var sko færi í lagi.
Baldur Hannesson lék þá á vörn Eyja-
manna eins og hún lagði sig og komst í
dauðafæri á markteig, en gamla
kempan í Eyjamarkinu, Páll Pálma-
son, varði meistaralega frá honum.
Þróttur átti litið minna í leiknum úti
á vellinum i fyrri hálfleiknum og í þeim
slðari var knötturinn langtimum saman
á vallarhelmingu Eyjaskeggja án þess
þó að hætta skapaðist við mark þeirra.
Kári Þorleifsson lék sig hins vegar
skemmtilega frian á 65. mín. en skot
hans var allt of laust. Hinum megin átti
Daði Harðarson bylmingsskot i hliðar-
netið og það var það næsta sem Þrótt-
arar komust að skora þar til undir
leikslok.
Það kom Þrótturum ekki til góða
þótt Ingólfi Sveinssyni var vikið af
leikvelli á 74. mín. — harður dómur i
meira lagi — því Eyjamenn þéttu
vörnina bara enn frekar. Látlaus sókn
Sæviðarsundsliðsins lokakaflann bar
ekki ávöxt og Eyjamenn fögnuðu sigri.
Með frammistöðu sinni í gær — og
reyndar gerðu Fylkismenn það lfka f
leiknum gegn Fram — sýndu Þróttarar
að gæðamunurinn á milli beztu liða 2.
deildar og 1. deildarliðanna er harla lít-
ill oft á tíðum.
Beztir Þróttarar i gær voru Ásgeir
Elíasson, sem reyndar átti stórleik og
var maður vallarins, Baidur Hannesson
og hægri bakvörðurinn, Valur. Hjá
Eyjamönnum var Valþór geysilega
sterkur svo og Ómar Jóhannsson. Að
öðru leyti var liðið mjög áþekkt. -SSv.
Eyjamenn tryegðu sér sæti f úrslitum
bikarkeppni KSI í gærkvöld, þar sem
liðið mun mæta Frömurum þann 30.
ágúst, er þeir unnu nauman og ekld
meira en svo sanngjarnan sigur á 2.
deildarliði Þróttar. Lokatölur urðu 1—
0 og elna mark leiksins var skorað úr
bomspymu af Ómari Jóhannssyni á 12.
minútu. Hann tók horn frá hægri og
nýttl vindlnn vel. Knötturinn sveif i
boga 'og f tilraun sinni til að bjarga gat
Guðmundur Erlingsson, markvörður
Þróttar, aðeins blakað knettinum I
hliðarnetið.
Sigur Eyjamanna var naumur þegar
tekið er íillit til þess að allan sfðari hálf-
leikinn sóttu Þróttarar nær linnulaust
að marki jreirra, án þess þó nokkru
sinni að finna leiðina í netið. Reyndar
skoraði liðið eitt mark undir leikslok en
Guömundur Erlingsson slær hér skalla Sigurláss (sést ekki á myndinni) yfir þverslá
eftir hornspyrnu. DB-mynd Bjarnleifur.
Sþróftir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981.
inu á Fögruvöllum f gær. Oddný, sem
sett hafði íslandsmet i 100 m hlaupinu i
undanrás, lenti i mikilli keppni við hina
kornungu Geirlaugu Geirlaugsdóttur,
Á, f úrslitahlaupinu. Það var ekki fyrr
en á sfðustu metrunum, sem Oddný
tryggðl sér sigur. Hljóp á 12,18 sek. eða
á betri tfma en i undanrásinni.
Meövindur var hins vegar 2,2 sekúndu-
metrar, timinn ekki löglegur. Geirlaug
varð önnur á 12,27 sek. Hún er aðeins
14 ára. Valdfs Hallgrimsdóttir, KÁ,
varð þriðja á 12,37 sek. og Sigurborg
Guðmundsdóttir, Á, fjórða á 12,37
sek.
í undanrásinni náði Oddný ágætu
viðbragði og hljóp á 12,22 sek. Það er
nýtt íslandsmet og annað íslandsmet
Oddnýjar á meistaramótinu. Setti met i
200 m á miðvikudagskvöld. Eidra
íslandsmetið átti Lára Sveinsdóttir,
Ármanni. 12,24 sek. íslandsmet Ing-
unnar Einarsdóttur, ÍR, með hand-
timatöku er 11,8 sek. frá 1977.
í 400 m hlaupi kvenna náði Sigríður
Kjartansdóttir, KA, allgóðum tíma
miðað við aðstæður. Varð íslands-
meistari á 56,12 sek. sem er sekúndu
lakari timi en íslandsmet hennar. Hins
í kringlukasti karla varð Erlendur
Valdimarsson, ÍR, enn einu sinni
fslandsmeistari. Kastaði lengst 54,98 m
og var í sérflokki. Þráinn Hafsteinsson
HSK varð annar með 46,94 m. Helgi Þ.
Helgason, Húnvetningur, þriðji með
46,48 m. Guðni Halldórsson, KR,
fjórði með sömu kastlengd en átti
lakara næstbezta kast. Erlendur varð
einnig íslandsmeistari i sleggjukasti
með 49,38 m Jón Þormóðsson, ÍR,
annar með 40,42 m.
í 400 m hlaupi varð Austfirðingurinn
Egill Eiðsson íslandsmeistari. Hljóp á
49,67 sek. Ólafur Óskarsson, HSK,
annar á 51,94 sek. f þristökki karla
varð Friðrik Þór Óskarsson, ÍR,
fslandsmeistari. Stökk lengst 14,36 m.
Kári Jónsson, HSK, 13,50 m og Jason
ívarsson, HSK, 13.13 m.
-hsím.
„Ég hljóp bara upp á sigur. Hugsaði
ekkert um timann og þessi góði árangur
kom mér mjög á óvart. Það virðist
aðeins timaspursmál hvenær mér tekst
að setja íslandsmet i grindahlaupinu
miðað við þetta hlaup i kvöld,” sagði
Hjörtur Gislason, 23ja ára Akureyr-
ingur, sem nú keppir fyrir KR, eftir að
hann hafði hlaupið langt undir gildandi
ísiandsmeti f 110 m grindahlaupi. Timi
hans var 14,56 sek. en íslandsmet
Péturs Rögnvaldssonar, KR, frá 1957
er 14,6 sek. Handtfmataka — en
Hjörtur var afar óheppinn. Þegar
keppt var í 110 m grindahlaupinu f gær
var meðvindur 2,1 sekúndumetrar eða
aðeins meiri en má vera til að afrek sé
löglegt. Vindurinn má vera 2,0
sekúndumetrar og þetta 0,1 stig hefur
afar litið að segja hvað árangur snertir.
En nóg til þess að Hjörtur fær ekki
tima sinn, 14,56 sek., viðurkenndan
sem íslandsmet. Þar munaði litlu. Bezti
tfmi tslendings með rafmagnstfmatöku
við löglegar aðstæður er 15,24 sek. sem
Elías Sveinsson náði f Luxemborg
1979.
Hjörtur hafði mikla yfirburði í
hlaupinu. Gisli Sigurðsson, UMSS,
varð annar á 15,11 sek. Stefán Hall-
grímsson, KR, þriðji á 15,47 sek. Þá
kom Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE,
á 15,53 sek. og ÍR-ingurinn ungi,
Stefán Þór Stefánsson varð fimmti á
15,59 sek.
Sigurður T. reyndi
við íslandsmet
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum hélt áfram á Fögruvöllum í
gærkvöld. Árangur var ekki eins góður
og á miðvikudag. Eitt íslandsmet féll
þó og mörg meistaramótsmet. Með-
vindur kom hins vegar i veg fyrir að
nýtt íslandsmet fengi staðfestingu —
og það var oft anzi kalt á vellinum í
gærkvöld.
Sigurður T. Sigurðsson, KR, reyndi
við nýtt íslandsmet í stangarstökki,
5,25 metra, og var mjög nærri að fara
yfir þá hæð. Þar munaði millimetrum
og greinilegt að það er aðeins tíma-
spursmál hvenær Sigurður stekkur 5,25
eða mun hærra. Það var bókstaflega
ekki hægt að ætlast til þess í kuldanum
í Laugardalnum og vindstrekkingnum í
gær. Sigurður hafði tryggt sér íslands-
meistaratitilinn, þegar hann stðkk 4,80
og lét síðan hækka beint í 5,25 m.
Hann og félagi hans Kristján Gissurar-
son, KR, stukku báðir 4,60 og höfðu
þar með bætt meistaramótsmet Val-
björns Þorlákssonar, 4,50 m, frá 1961. ,
Sigurður bætti það svo enn betur.
Þriðji i stangarstökkinu varð Gisli
Sigurðsson, UMSS, með 4,05 m.
Eggert Guðmundsson, HSK, stökk
3,95 m, Torfi Rúnar Kristjánsson,
Oddný Árnadóttir, IR, lengst til vinstri náði ágætu viöbragði i undanrás 100 metra hlaupsins og setti þá nýtt Islandsmet.
í langstökki stökk Bryndis Hólm,
ÍR, lengra en gildandi íslandsmet eða
5,80 metra. Meðvindur var hins vegar
of mikill. íslandsmet Helgu Halldórs-
dóttur, KR, er 5,78 m Svafa Grönfeldt,
UMSB, varð önnur í langstökkinu,
stökk 5,46 m og Ragna Erlingsdóttir,
HSÞ, þriðjameð 5,34 m. -hsím.
HSK, 3,85 m og Sigurður Magnússon,
ÍR, 3,70m.
Sigurður fljótastur
Hörkukeppni var í úrslitum 100 m
hlaupsins. Vilmundur Vilhjálmsson,
KR, hafði lengi vel forustu 1 hlaupinu
og um 5—6 metra frá marki virtist
hann stefna í sigur. En Ármenningur-
inn Sigurður Sigurðsson var ekki á því
að gefa eftir. Beinlinis flaug áfram
síðustu metrana og tókst að komast
fram fyrir Vilmund á síðustu tveimur
metrunum. Ótrúlega hörð keppni og
aðeins munaði þremur hundruðustu úr
sekúndu á köppunum. Sigurður
íslandsmeistari á 10,93 sek. Vilmundur
annar á 10,% sek. Meðvindur var
aðeins of mikill. Aðalsteinn Bernharðs-
son, Eyfirðingur, varð þriðji á 11,12
sek. Gísli Sigurðsson, Skagfirðingur,
fjórði á 11,19 sek. Þá ísfirðingurinn
Jón Oddsson, KR, á 11,25 sek. Oddur
Sigurðsson, KR, tók ekki þátt i hlaup-
inu og heldur ekki í 400 m. Hann er
ekki aJveg heill i fæti og vildi ekki taka
áhættu í gærkvöld. Stefnir á góöan
árangur á Reykjavíkurleikunum í
næstu viku.
Spenna í1500 m
hlaupinu
1500 m hlaupið var einnig stór-
skemmtilegt keppnislega séð. Gunnar
Páll Jóakimsson, ÍR, hafði forustu
fyrstu 1100 metrana. Þá tók Sigurður
P. Sigmundsson, FH, mikinn sprett og
náði um tima nokkurra metra forskoti.
Gunnar gaf þó ekki eftir og heldur ekki
Mágnús Haraldsson. Þegar um 100 m
voru eftir fór Gunnar Páll fram úr Sig-
urði, siðan Magnús og að lokum Guð-
mundur Sigurðsson, Eyfirðingur.
Hann beið alltof lengi með lokasprett-
inn. Timi Gunnars Páls var 4:04.40
min. Magnús bætti tima sinn verulega.
Hljóp á 4:05.44 min. Guðmundur
þriðji á 4:07.08 mín. Sigurður fjórði á
4:07.18 mín. og Erling Aðalsteinsson,
KR, fimmti á 4:15.26 sek. Bætti tíma
sinn talsvert í sínu öðru 1500 metra
hlaupi.
Sigurður T. Sigurðsson vel yfir ránni f tilraun sinni við 5,25 metra (myndin til vinstri) en felldi á niðurleið með handleggjun-
um. DB-mynd Bjarnleifur.
„Ég hafði það en viðbragðið var
slæmt hjá mér,” sagði Oddný Árna-
dóttir, IR, eftir að hún varð Islands-
melstari i 100 m hlaupi á meistaramót-
vegar meistaramótsmet. Valdis Hall-
grímsdóttir, KA, varð önnur á 57,44
sek. og Hrönn Guðmundsdóttir, UBK,
þriðjaá 58,43 sek.
Guðrún íngólfsdóttir, KR, kastaði
kringlunni 49,20 m, sem er meistara-
mótsmet og þriðja árið í röð sem hún
verður íslandsmeistari í kringlukastinu.
Eldra mótsmetið átti hún sjálf, 46,54
m, en íslandsmet hennar frá því fyrr í
sumar er 51,86 m. Margrét Óskarsdótt-
ir, ÍR, varð önnur með 38,68 m, sem er
annar bezti árangur íslenzkrar stúlku í
greininni. Það sýnir vel hve gífurlegir
yftrburðir Guðrúnar eru.
í 1500 m hlaupi varð Guðrún Karls-
dóttir, UBK, íslandsmeistari á 4:50,17
mín. Laufey Kristjánsdóttir, HSK,
önnur á 5:08,94 min. og Sigurbjörg
Karlsdóttir, UMSE, þriðja á 5:13,96
min.
Örlítið of mikili meðvindur setti strik í reikninginn:
Var langt undir
Islandsmeti í 11
—Hjörtur Gíslason, KR, hl jóp á 14,56 sek. Sigurður T. Sigurðsson reyndi við nýtt íslandsmet
í stangarstökki á meistaramótinu í gærkvöld
Aftur íslandsmet hjá
Oddnýju — nú í 100 m