Dagblaðið - 07.08.1981, Page 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981.
7 7
Veðrið
Gert er réð fyrir leiðindaveöri á öilu
landlnu. Sasmilegt noröanlands fram-
an af degi, annars rigning og aum-
staðar talsvert hvasst ( nótt eða
fyrramállð mun kóina, oinkum á Vest-
fjöröum.
Kl. 8 voru austan 4, rigning og 9 stlg
( Reykjavlk, suðaustan 4, rígnlng og 9
stig á Gufuskálum, hœgviðri,
alskýjað og 9 stig á Galtarvita, logn,
skýjaö og 10 stig á Akuroyri, látt-
skýjað, hægviðri og 7 stig á Raufar-
höfn, suövestan 3, skýjað og 10 stig á
Dalatanga, hægviöri, rigning, súld og
10 stig á Höfn, austsuöaustan 10,
rigning og 10 stig á Stórhöföa.
( Þórshöfn skýjað og 10 stig, í
Kaupmannahöfn skýjaö og 15 stig, í
Osló skýjað og 17 stig, ( Stokkhólmi
lóttskýjað og 19 stig, ( London heiö-
skfrt og 18 stig, ( Hamborg aiskýjaö
og 16 stig, f Parfs þokumóða og 17
stig, ( Modrid skýjað og 20 stig, (
Lissabon þokumóöa og 18 stig, (New |
York skýjað og 25 stig.
Sveinbjörn Krístjánsson sem lézt 31.
júlí, sl. var fæddur 27. júll árið 1920 á
ísafírði. Hann hélt ungur til Reykja-
víkur og vann þar til dauðadags hjá
Ritsímanum. Jafnframt var hann
virkur félagi i Knattspyrnufélaginu
Víkingi. Hann var tvikvæntur. Seinni
kona hans var Kristjana Jónasdóttir og
eignuðust þau tvo syni og er annar
þeirra látinn. Tvö fósturbörn átti
Sveinbjörn.
Helga Káradóttir er lézt 31. júlí 1981
verður jarðsungin í dag, 7. ágúst, frá
Fossvogskirkju. Helga fæddist þann 9.
apríl 1904 að Saurum í Helgafellssveit,
dóttir hjónanna Kára Magnússonar og
Þórdísar Gísladóttur. Maður Helgu var
Jón Sigurjónsson frá Bláfeldi, þar
bjuggu þau hjónin til ársins 1928.
Síðan keyptu þau jörðina Ás í Mela-
sveit og bjuggu þar til ársins 1964 er
þau fluttu til Reykjavíkur. Börn þeirra
Jóns og Helgu voru átta, Lilja, Ester,
Þórdis, Sólveig, Gylfi, Elisa, Sigurjón
og Kári.
Rannveig E. Hermannsdóttir Klepps-
vegi 134 andaðist i Landakotsspitala
29. júlí. Lengst af bjó Rannveig á ísa-
firði að Austurvegi 12. Rannveig var
fædd í Málmey í Skagafirði 12. nóvem-
ber 1916, dóttir hjónanna Hermanns
Jónssonar og Elínar Lárusdóttur. Hún
ólst upp að Yzta-Mó í Fljótum. Árið
1939 giftist hún Jóni Jónssyni frá
Hvanná og settust þau að á ísafirði.
Þar vann hún mikið að félagsmálum,
sérstaklega í kvenfélaginu Ósk. Rann-
veig og Jón eignuðust fjórar dætur,
Kristínu, Elínu, Nönnu og Gunnþór-
unni. Rannveig verður jarðsungin i
dag, 7. ágúst, frá tsafjarðarkirkju.
Ragnheiður Kristin Kristjánsdóttir frá
Sveinseyri, Norðurbyggð 23 Akureyri,
andaðist á fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 31. júlí. Kristin var fædd á
Sveinseyri við Tálknafjörð 8. desember
1899 og var þriðja elst 9 barna hjón-
anna Kristjáns Kristjánssonar og Þór-
unnar Jóhannesdóttur. Hún giftist
Matthíasi E. Guðmundssyni frá Þing-
dal i Flóa. Þeim varð þriggja barna
auðið, Sigríðar Kristbjargar, Guð-
mundar, og Þórunnar. Kristin verður
jarðsungin 7. ágúst.
Þórólfur Ólafsson hæstaréttarlög-
maður andaðist að heimili sínu þann 6.
ágúst sl.
Jörgen (Volli) Höberg- Petersen and-
aðist á heimili sinu í Kaupmannahöfn
5. ágúst sl.
Snorrí Guðmundsson leigubilstjóri
Eiríksgötu 9 Reykjavík andaðist i
Landspítalanum 5. ágúst.
Sveinn J. Ásmundsson bifreiðastjóri
Dalbraut 27 andaöist 6. ágúst.
Jónina Kristin Jóhannsdóttir Króka-
túni 1 Akranesi verður jarðsungin frá
Akraneskirkju 8. ágúst kl. 13.30.
Helgi P. Briem fyrrverandi sendiherra
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
10. ágúst kl. 15.
Aldrei fleiri sýningar
á einu leikári
- Leikári Láikféiags Raykjavfcur loklfl
Leikári Leikfélags Reykjavikur lauk í júnílok en
sumarleikferð með leikritið Rommí lauk um síðustu
mánaöamót. Sýningar á vegum félagsins urðu alls
315 á leikárinu og hafa aldrei orðið fleiri á einu leik-
ári. Áhorfendafjöldinn var einnig meiri en áöur en
alls sáu 71.100 manns sýningar LR i Iðnó, Austur-
bæjarbiói, skólum og á leikferð um landið.
Átta leikrit voru sýnd á leikárinu, þar af tvö frá
fyrra leikári, Ofvitinn eftir Þórberg Þóröarson og
Kjartan Ragnarsson og Rommí eftir D.L. Coburn.
Bæöi þessi leikrit voru sýnd i allan vetur og fram á
sumar, Ofvitinn 62 sinnum og Rommi 91 sinni, þar
af 31 sinni á leikferö um Norðurland. Þau verða
bæði sýnd áfram i Iðnó næsta haust.
í vetur tók félagiö til sýninga barnaleikrit I fyrsta
skipti i nokkur ár. Þaö var finnska leikritið Hlynur
og svanurinn á Heljarfljóti eftir Christina Anders-
son. Leikritið var sýnt 45 sinnum í grunnskólum á
höfuðborgarsvæðinu og uröu áhorfendur rúmlega
sjö þúsund. Þá kynnti lcikfélagiö tvo erlenda nú-
timahöfunda fyrir islenzkum áhorfendum, þýzka
leikritaskáldið Franz Xaver Kroetz með verkinu Að
sjá til þín, maöur! og bandaríska leikritahöfundinn
Sam Shepard með leikritinu Barn i garðinum. Hið
síöarnefnda var sýnt 10 sinnum í vor fyrir fastagesti
leikhússins, en í haust verður sýningum haldiö
áfram. Að sjá til þin, maður! var sýnt 28 sinnum
fyrir rúmlega Fimm þúsund manns. Jólasýning leik-
hússins var ótemjan eftir William Shakespeare í
nýrri þýðingu Helga Hálfdanarsonar, en sú sýning
var frumflutningur verksins á íslenzku leiksvjði.
Sýningar á ótemjunni urðu 21 og áhorfendur rúm-
lcga fjögur þúsund. Tvö ný íslenzk verk voru frum-
flutt á leikárinu, söngleikurinn Grettir eftir Egil
Ólafsson, ólaf Hauk Símonarson og Þórarin Eld-
járn og revían Skornir skammtar eftir Jón Hjartar-
son og Þórarin Eldjárn. Söngleikurinn var sýndur í
útibúi leikfélagsins i Austurbæjarbiói, enda ein viöa-
mesta sýning, sem félagið hefur ráðizt i um árabil;
sýningar urðu 28 og áhorfendur 14.500. Revían var
sýnd 30 sinnum í vor fyrir fullu húsi og komust færri
aö en vildu. Af þeim sökum verður hún flutt inn i
Austurbæjarbíó í haust, aukin og endurbætt.
Þá voru í lok leikársins tvær forsýningar á nýju
leikriti eftir Kjartan Ragnarsson sem nefnist Jói.
Höfundurinn er leikstjóri, Steinþór Sigurðsson gerir
leikmyndina og meö stærstu hlutverk fara þau
Hanna Maria Karlsdóttir, Sigurður Karlsson og
Jóhann Sigurðarson. Jói verður fyrsta verkefni
Leikfélagsins á næsta leikári sem verður 85. starfsár
félagsins.
í upphafi síöasta leikárs tóku nýir leikhússtjórar
til starfa hjá félaginu, þeir Stefán Baldursson og
Þorsteinn Gunnarsson. Tómas Zoéga er fram-
kvæmdastjóri, og formaður Leikfélagsins er Jón
Hjartarson leikari. í vetur störfuðu 40 leikarar I sýn-
ingum félagsins. Sjö leikstjórar störfuðu meö félag-
inu. Sjö leikmyndateiknarar gerðu leikmyndir og
BREF UPP A ÞAÐ
w
I
GÆRKVÖLDI
AÐHAFA
„Ég er hans majestets blfalings-
maöur og prófoss........ég hef bréf
upp á það”! sagði Sigurður Snorra-
son böðull í íslandsklukkunni. Það
hefur löngum þótt gott á íslandi að
hafa bréf upp á ýmislegt, eins og ef
aftur er vitnað í fslandsklukkuna, að
þá er gamli maðuriml sagði við þá
Jón Hreggviðsson og böðulinn:
„Klukkuna þá arna hefur landið
alltaf átt” og svaraði þá böðull að
bragði: „Hvur hefur bréf upp á
það?”
Þeir höfðu ekkert bréf upp á það,
þeir félagar Þór Þjóðminjavörður og
Hannes Davíðsson, hvort Bernhöfts-
torfan væri í A eða B flokki þeirra
húsa sem friðuð hafa verið og þvi má
ekki höggva niður eins og klukkuna
margfrægu á Þingvöllum. Einhver
bréf höfðu að visu verið skrifuð en
ekkert þeirra var hið eina sanna
bréf. Það er því víst ekkert það bréf
til sem stöðvar taflið margumrædda í
Lækjargötunni. Slfkt bréf þarf ekki
að líta dagsins ljós min vegna því ég
hef þá skoðun að þetta geti orðið hin
snotrasta framkvæmd þegar henni
lýkur.
Útvarpið hefur heldur ekkert bréf
upp á það að það sé leiðinlegt,
óalandi og óferjandi eins og margir
vilja vera láta. Þótt dagskrárstjóri
útvarps hafí farið allmörgum orðum
hér f blaðinu um þá gagnrýni sem út-
varpið hefur orðið fyrir, þá er það nú
einu sinni svo, að öll mannanna verk
eru misjöfn að gæðum og ávallt mun
sitt sýnast hverjum.
„Rauðvíns- og sérrí
kartöflur. . . ” auglýsti Hjörtur
Nielsen í gærkvöldi, og hjörtu
margra langþreyttra kartöfluneyt-
enda hafa efíaust tekið heljarstökk
mitt í allri umræðunni um ónýtar og
óætar kartöflur, en þulurinn blés
snarlega á braut öllum hugrenningum
um dýrlegar kartöfluveizlur, þegar
hann upplýsti að Hjörtur Nielsen
hefði verið að fá kartöflur í „Möttu
rósinni” fyrir þá eðlu drykki rauðvín
og sérrí. . . . Það má þá altént notast
við þá til að skola niður vondu
kartöflunum. Kartöflur hafa áður
bögglast fyrir þulum útvarps eins og
auglýsingin um korktöfflurnar hér
um árið, en svona hlutir eru bara
smá krydd í tilveruna og sjálfsagt að
taka þeim létt og brosa eins og menn
gerðu hér i upphafi hægri umferðar-
innar um árið, en virðast vera búnir
að gleyma f dag. Alla vega kemst ég f
gott skap þegar þulur hnýtur um
smávölu f dagskránni og sannar þar
með að þeir eru bara menn eins og
við hinir en hafa ekki dagað uppi eins
og nátttröll, eins og margir vilja
halda fram að útvarpið sé. En þeir
hafa ekkert bréf upp á það.
búninga fyrir félagiö. Daníel Williamsson annaðist
lýsingu á öllum sýningum félagsins. Allmargir tón-
listarmenn störfuöu hjá félaginu í vetur: Atli Heimir
Sveinsson, Sigurður Rúnar Jónsson, Egill Ólafsson
og Þursaflokkurinn, og Eggert Þorleifsson. Eftir-
taldir aðilar þýddu verk sem sýnd voru hjá félaginu í
vetur: Helgi Hálfdanarson, Vigdis Finnbogadóttir,
Ásthildur Egilson, Stefán Baldursson, Tómas Zoéga
og Birgir Sigurösson.
Eins og fyrr sagði var í lok leikársins farin vel
heppnuð leikför með bandariska leikritið Rommi
um Norðurland. Sýningar urðu 31. þar af lOá Akur-
eyri.
Starfsemi Leikfélags Reykjavíkur á liðnu leikári
hefur verið með almesta móti. Af 315 sýningum
félagsins á leikárinu voru 211 þeirra í Iðnó en 40Vo
áhorfenda sóttu sýningar félagsins annars staðar en í
Iðnó.
Orkuróðstefna í Kenýa
Dagana 10.—21. ágúst næstkomandi veröur haldin
ráðstefna í Nairobi í Kenýa um nýjar og endurnýjan-
legar orkulindir. Sameinuðu þjóðirnar standa að
ráðstefnunni og er tilgangur hennar að stuðla að al-
þjóðasamstarFi varðandi nýtingu nýrra og var-
anlegra orkulinda til aðmæta síaukinni orkunotkun
mannkynsins, einkum í þróunarrikjunum. Ráö-
stefnunni er ætlað að fjalla um fjórtán tegundir
orkugjafa, sólarorku, jarðhita, orku fallvatna
virkjun sjávarfjalla, kol, mó o.fl.
Af Islands hálfu sækja ráöstefnuna Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráöherra, sem verður for-
maður sendinefndarinnar, Tómas Á. Tómasson,
fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóöunum, sem
verður varaformaður sendinefndarinnar, Jakob
Björnsson, orkumálastjóri, og dr. Guðmundur
Pálmason, forstöðumaður jaröhitadeildar Orku-
stofnunar.
Auk þess mun Andrés Svanbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Virkis h/f, sækja ráöstefnuna sem
áheyrnarfulltrúi.
Enn hœkkar sfminn
Póst og simamálastofnunin hefur fengið heimild til
8% gjaldskrárhækkunar og tekur ný gjaldskrá fyrir
simaþjónustu gildi 1. ágúst en fyrir póstþjónustu 1.
september.
Helztu breytingar á símagjöldum verða sem hér
segir: Stofngjald fýrir síma hækkar úr kr. 1010,00 í
kr. 1091,00 og slmnotandi greiöir fyrir talfæri og
uppsetningu tækja. Gjald fyrir umframskref
hækkar úr kr. 0,38 í kr. 0,41 og afnotagjald af
heimilissima á ársfjórðungi hækkar úr kr. 171,10 í
kr. 184,80, þar af kr. 176,60 fyrir númer i stöð og
línu og kr. 8,20 rekstrargjald talfæris af algengustu
gerö. Venjulegt flutningsgjald milli húsa á sama
gjaldsvæöi hækkar úr kr. 504,90 i kr. 545,50. Við
gjöld þessi bætist söluskattur.
Hjólkopparnir fóru af bflnum
Mánudaginn 3. ágúst töpuðust teinahjólkoppar á
leið frá Skaftafelli að Klaustri. Finnandi vinsam-
legast hringi i sima 37596. Góð fundarlaun.
Mánaðarkaupið tapaðist
11 ára gömul stúlka tapaði öllu mánaöarkaupi sínu,
600 kr. i gulbrúnni leðurbuddu er hún hljóp yFir
Lækjargötuna úr leið 7 yfir í Kópavogsvagninn.
Finnandi vinsamlega hringi í sima 43055 eða hafi
samband við afgreiðslu Dagblaðsins.
Skipafróttir
Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næst-
unni sem hér segir:
ROTTERDAM: KAUPMANNAHÖFN:
Arnarfell .. .. .... 12/8 Helgafell ..12/8
Arnarfell .. .. .... 26/8 Helgafell ..26/8
Arnarfell .. .. .... 9/9 Helgafell .. 9/9
Arnarfell .. .. .. .. 23/9 Helgafell ..23/9
ANTWERPEN: SVENDBORG:
Arnarfell . .. . . .. . 13/8 Helgafell . .13/8
Arnarfell . .. . . .. . 27/8 Helgafell . .27/8
Arnarfell .... . .. . 10/9 Dísarfell .. 3/9
Arnarfell .... .. .. 24/9 Helgafell .. 9/9
Helgafell ..24/9
GOOLE:
Arnarfell .... . .. . 10/8 HELSINKI:
Arnarfell .... . .. .24/8 Disarfell ..31/8
Arnarfell .... .. .. 7/9 Dísarfell . .28/9
Arnarfell .... .. ..21/9
GLOUCESTER, MASS:
LARVIK: Skaftafell ..20/9
Helgafell .... .. .. 10/8
Helgafell .... .. .. 24/8 HALIFAX, Kanada:
Helgafell .... . .. . 7/9 Skaftafell . 22/9
Helgafell .... .. .. 21/9
GAUTABORG:
Helgafell .... ....11/8
Helgafell..............25/8
Helgafell.............. 8/9
HelgafeU...............22/9
Minningarspjdfd
Minningarkort Hjúkrunar-
heimilis aldraðra í Kópavogi
eru seld á skrifstofunni að Hamraborg 1. simi 45550,
og einnig i Bókabúðinni Vedu og Blómaskálanum við
.Nýbýlaveg.
Minningarkort
Styrktarfélags vangefinna
|fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félagsins,
Háteigsvegi 6. Bókabúð Braga Brynjólfssonar,
Lækjargötu 2, Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnar-
stræti 4 og 9, Bókaverzlun Olivers Steins, Strand-
götu 31 Hafnarfiröi.
Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að
tekið er á móti minningargjöfum í síma skrifstof-
unnar, 15941, og minningarkortin siðan innheimt
hjá sendanda með gíróseðli.
Þá eru einnig til sölu á skrifstofu félagsins minn-
ingarkort BamaheimUissjóðs Skálatúnsheimilisins.
Mánuðina aprU—ágúst verður skrifstofan opin kl.
•9—16, opið í hádeginu.
Fundir
AA-samtökin
í dag, föstudag, verða fundir á vegum AA-
samtakanna sem hér segir: Tjarnargata 5 (91—
12010) græna húsið kl. 14 21 (opinn
fjölskyldufundur) og lokaður uppi á sama tlma.
Tjarnargata 3 rauða húsið kl. 12 og 21. Hallgríms-
kirkja, byrjendafundur kl. 1R, Neskirkja 2. deild kl.
18, Neskirkja kl. 21.Akureyri (%-22373),Geislagata
39, kl. 12. Hellissandur, Hellisbraut 18, kl. 21.
Húsavik, Höfðabrekka 11, kl. 20.30.
Neskaupstaður, Egilsbúð kl. 20 Selfoss (99-1787),
Selfossvegi 9, Sporafund, ki. kl. 20.
1 hádeginu á morgun, laugardag, verða fundir
sem hér segir: Tjarnargata5 græna húsiö kl. 14 og
11. Akure-'ri, Gcislagata 39 kl. 11, Keflavík,
Klapparstíg7 kl 11, Fáskrúðsfjörður, félagsheimUið
Skrúður kl. 11. Reyöarfjörður, kaupfélagshúsinu,
kl. 11, Selfoss, Selfossvegur 9, kl. 11.
Sumarferð Nessafnaðar
Sumarferðin veröur farin sunnudaginn 9. ágúst.
Ekið veröur að Skógum undir Eyjafjöllum. Nánari
upplýsingar fást hjá kirkjuverði milli kl. 17 og 18
fram aö helgi i sima 16783.
Framsóknarfólag
Borgarfjarðarsýslu
efnir til helgarheimsóknar til Vestmannaeyja 4. sept.
nk. ef nægileg þátttaka fæst. Fararstjóri veröur
Trausti Eyjólfsson, kennari við Bændaskóiann á
Hvanneyri, og skráir hann ferðafélaga i síma 7019.
Alþýðubandalagið
í Kópavogi
fer sína árlegu sumarferð dagana 14.—16. ágúst.
Lagt verður af stað kl. 19 stundvislega föstudaginn
14. Ekið veröur að Heklu við Selsund, farið hjá
Næfurholti, Rangárbotnum og Tröllkonuhlaupi,
austur meö Skjólkvium og gist i tjöldum við Land-
mannahelli. Á laugardeginum kl. 9 verður lagt af
stað i Hrafntinnusker, þar sem jarðhitinn bræðir
jökulisinn. Þaðan verður svo haldið aftur á Dóma-
dalsleið, hjá Frostastaðavatni i Landmannalaugar
þar sem gerður verður stuttur stanz. Siöan veröur
ekið austur yfir Jökulgilskvisl, hjá Kýlingum um
Jökuldali að Herðubreið við Eldgjá. Hjá Ljónstindi
verður ófærufoss í Eldgjá skoðaður. Tjaldað verður
i efstu grösum austan Grænafjallgarðs. Á sunnudeg-
inum kl. 9 verður síðan lagt af stað á Sveinstind sem
rís 1090 m hár við suðvesturenda Langasjávar og
Fögrufjalla, Um hádegið veröur haldið heimleiðis
um Landmannalaugar, Sigöldu og Þjórsárdal en þar
verður ekið hjá Gjánni og komið við i Stöng. Litiö
verður á Hjálp og síðan farið niður Gnúpverjahrepp
og Skeiö og áætluð heimkoma um kl. 21.
Upplýsingar og miðar fást hjá Lovisu Hannes-
dóttur í sima 41279 og Gisla Ól. Péturssyni í síma
42462.
Ferðafólk! Þettaer sannkölluð draumaferð! Látið
ekki happ úr hendi sleppa.
AfiYia&ii
Sjötugur er i dag Óskar Þórarinsson
Aðalstræti 32 ísafiröi. Kona hans var
Kristjana Helgadóttir, bjuggu þau á
Skarði í Skötufirði. Óskar hóf útgerð
eftir að hann flutti til ísafjarðar, fyrst á
mb. Æsu, síðan á mb. Valdisi. Hann er
nú starfsmaður Vírs hf.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING Feröamanna
Nr. 146 - 6. ágúst 1981 gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 7>81 7,801 8,361
1 Steriingspund 13,688 13,722 15,094
1 Kanadadollar 6,135 6,151 6,766
1 Dönsk króna 0JI583 0,9608 1,0569
1 Norsk króna 1,2206 1,2238 1,3462
1 Sœnskkróna 1,4231 1,4289 1,5896
1 Rnnsktmark 1,6358 1,6399 1JI039
1 Franskur franki 1,2658 1,2692 12,3961
1 Belg. franki 0,1842 0,1847 0J032
1 Svissn. franki 3,4735 3,4827 3,8310
1 Hollenzk florína 2,7187 2,7258 2,9984
1 V.-þýzkt mark 3,0181 3,0271 3,3298
1 (töisk l(ra 0,00609 0,00611 0,00672
1 Austurr. Sch. 0,4299 0,4310 0,4741
1 Portug. Escudo 0,1139 0,1142 0,1256
1 Spánskur peseti 0,0766 0,0768 0,0834
1 Japansktyen 0,03166 0,03175 0,03493
1 (rskt Dund 11,026 11,054 12,159
SDR (sórstök dráttarróttindi) 8/1 8,4591 8,4814
Sknsvari vegna gengisskráningar 22190.