Dagblaðið - 07.08.1981, Side 24

Dagblaðið - 07.08.1981, Side 24
Drifu sig á haukalóð með Bakkusi eftir líf lega nótt í Flatey: SOFANDI í BÁTNUM Á REKIVIÐ BJARGTANGA —talsverðar áf engisbirgðir í trillunni—en lítið hafði orðið úr veiðunum Lítil trilla á reki skammt undan Bjargtöngum vakti athygli áhafnar- innar á einu varðskipanna sl. laugar- dag. Er varðskipið kom nær trillunni sáust tveir menn um borð, annar eig- andi trillunnar, hinn vinur hans, og miklar áfengisbirgðir í botni bátsins. Rjómalogn var og trillumennirnir því ekki í yfirvofandi hættu en löggæzlu- mönnum hafsins þótti réttara að færa skipið til hafnar og um kvöldið sama dag kom varðskipið inn á Pat- reksfjörð með mennina tvo og trill- una. Lauk þar með sjóferð tvimenn- inganna. Sjóferð þessi hófst fyrr um daginn í Flatey á Breiðafirði. Tvímenning- arnir höfðu komið í Flatey kvöldið áður ásamt nokkrum vinum og ætlað að gera sér glaðan dag í eynni. Vin- irnir skemmtu sér hið bezta um nótt- ina en i morgunsárið vaknaði hjá þeim mikil löngun til að fara í báts- ferð. Afréðu tvímenningarnir að fara á haukalóð en það veiðarfæri er notað til lúðuveiða. Þeir ýttu úr vör í Flatey og segir síðan ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir finnast undan Bjargtöngum. Heimildir herma að þeir hafi dottað við veiðarnar og vist er að sjö flöskur af áfengi voru með í ferðinni. Er til Patreksfjarðar var komið fengu tvimenningarnir gistingu hjá lögreglunni en á sunnudagsmorgun létu þeir aftur í haf. Sigldu þeir nú inn Breiðafjörðinn og léttu ekki ferð- inni fyrr en náð var heimahöfn í Stykkishólmi. Lýkur þar með af tví- menningunumaðsegja. -SA 1/AAfllMi AmiB KOIfllN ArTUR —segirMargrét Hermannsdóttir fomleifa- FYRIR INfiOLF” fræðingur 1111% lliUULI í Herjólfsdal. Strax og þjóðhátfðinni lauk fóru þær Margrét Hermannsdóttir rústunum þar, sem liklega eru ekki yngri en frá byrjun áttundu aldar. Þar með er fornleifafræðingur (t.v.). og Þórey Hannesdóttir sagnfræðinemi (t.h.) að grafa i Ingólfur Arnarson oltinn úr sessi sem fyrsti landnámsmaðurinn. Athyglisverðar fomleifarannsóknir í Herjólfsdal: „Já, ég er komin aftur fyrir Ing- ólf,” sagði Margrét Hermannsdóttir fornleifafræðingur í simtali við DB í morgun. „Það viröist enginn vafi á þvi að norrænir menn hafa búið I Vestmannaeyjum á fyrri hluta 9. aldar.” Þetta er fimmta sumarið sem Margrét er við fornleifagröft I Herj- ólfsdal (hún kom þangað fyrst árið 1971) og nú hefur hún fundið ein átta hús eða skála, ýmist mannabústaöi eðagripahús. ,,í fjórum þeim yngri er landnáms- gjóska, þ.e. öskulag sem vitað er að féll i lok 9. aldar, og er að sjá sem búið hafi verið I húsunum þegar sú aska féll. En fjögur eldri húsin geta tæpast verið yngri en frá fyrri hluta 9. aldar.” Bútar úr verkfærum og búsáhöld- um hafa fundizt í rústunum og í fyrra kom upp úr mokstrinum hringprjónn úr bronsi, dæmigerður fyrir vikinga- tímann. Til þess að hægt verði að tímasetja rústirnar f Herjólfsdal nákvæmlega þurfa fleiri vísindakonur að leggja hönd á plóginn. Eftir fáa daga fara þær Margrét Hallsdóttir og Guðrún Larsen til Eyja að taka sýni, Margrét af fomum frjóum og jarðvegi, Guðrún af ösku eða gjósku. Þær munu skila niðurstöðum sínum þegar líður á veturinn og verður þá endanlega hægt að slá þvl föstu hvenær byggð norrænna manna hófst í Vestmanna- eyjum. En flest bendir til að Ingólfur Arnarson fái ekki lengur að njóta þess heiðurs að vera fyrsti landnáms- maðurinn (nema við hérna á megin- landinu segjum skilið við Vestmanna- eyinga). -IHH Hér sést tólf kúa fjós. t miðjunni er hellulagður flórínn en nautgripirnir hafa veríð sitt hvoru megin og smávaxnari en nú á timum. DB-myndir: Ragnar Sigurjónsson, Vestmannaeyjum. • ’r‘ . •«* ?: frjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST1981. íslenzka kirkjan óvenju frjálsiynd íkynlífsmálum? Kynlíf utan hjónabands guðs gjöf! — Norskur kynlífs f ræðingur segir íslenzku kirkjuna mun frjálslyndari íkynlífsmálum en hina norsku Norskur kynlífsfræðingur fullyrðir i viðtali við norska Dagblaðið fyrir skömmu að íslenzka kirkjan hafi mun frjálslyndari stefnu i kynlifsmálum heldur en norska kirkjan. Þetta kemur fram í umfjöllun norska Dagblaðsins um mikla kynlífsbyltingu sem blaðið segir að átt hafi sér stað í Noregi á síðustu árum. Blaðamaður norska Dagblaðsins ræddi við kynlifsfræðinginn Berthold Grúnfeld um þetta mál. Þar sagði hann meðal annars: „Sjálfur álit ég að kirkjan muni fyrir árið 2000 samþykkja kynlíf utan hjónabandsins. Þá verður það ekki lengur synd að elska þann sem maður girnist þrátt fyrir að viðkom- andi hafi ekki hlotið hjónavígslu. Við getum bara litið til íslands: Þar hefur kirkjan aðra og frjálslyndari af- stöðu til kynlífsins: Það er Guðs gjöf þegar ást tekst með karli og konu og þar heyrir kynlffið með,” segir Bert- hold Grúnfeld, dr. med. -GAJ. ■Ikktí «synd» |— Personlig tror iee,at kirtpn ■Vi kan bare skue til Island — Ider har kirken et annet og mer lavslappet forhold til sex: Det er [ en Guds gave nár det oppstár l'kjærlighet mellom mann og Ikvinne. Og sex horer med, sier |dr. med. Berthold Grttnfeld. — sjá um kynlifsbyltingu i Noregi og eríendar fréttir bls. 6—7. □ 3 yiN ö m rr ö jUR 1 J HVERRI Áskrifendur DBathugið Einn ykkar er svo ljónheppinn að fá að svara spurningunum f leiknum „DB-vinningur i viku hverri”. Nú auglýsum við eftir honum á smáaugiýsingasfðum hlaðsins f dag. Vinninnur I þessari viku er 10 gtra Raleigh reiðhjól frú Fúlkan- um, Suðurlandsbraut 8 í Reykja- vlk. Fylgizt vel með, úskrifendur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli ríkari. hressir betur,

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.