Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. 1. ísland hverfi úr NATO, herstöðv- arnar verði lagðar niður og landið standi utan hernaðarbandalaga. 2. Berjast á gegn stríðsundirbúningi beggja risaveldanna (með áherslu- þunga eftir málefni) og vinna að afvopnun; bæði fækkun kjarna- vopna og venjulegra vopna. Snúast á í virku starfi gegn hvers kyns útþenslu risaveldanna nú um þessar mundir. 3. Stríðshættan stafar af samkeppni risaveldanna á öllum sviðum. I bili eru Sovétríkin í hlutfallslegri sókn og þvi líklegri upphafsaðili styrjaldar. Bandaríkjamenn hyggjast nú snúa taflinu við. með tilliti til aðstöðu þar fyrir hvers konar starfsemi, sem á friðartímum getur ekki flokkazt undir beina áróð- ursslarfsemi, eða tilraunir til yfir- ráða, utan það, er flokka hefur mátt undir „áhuga” Sovétmanna um að halda „jafnvægi” sínu til jafns við Vesturveldin. Norðurlandaþjóðirnar hafa aldrei verið sterkar í alþjóðastjórnmálum og hafa litt gefið sig að lausn ýmissa þeirra vandamála, sem steðjað hafa að heimsbyggðinni, vítt og breitt, þótt einstaka menn hafi verið út- nefndir til þes að gegna sáttastörfum tíma og tíma við lítinn orðstír. Má nefna Olov Palme og störf hans að undanförnu sem dæmi. Að öðru leyti hafa Norðurlanda- þjóðir ÍÍU komið við sögu í heims- pólitíkinni, ef frá eru skildar mein- ingarlitlar vr-rlýsingar og enn áhrifa- minni um hlutleysisáróður baráttu gegn hungri, vopnasölubann og með- ferð fanga i ýmsum þjóðlöndum. Fáar og smáar fréttir hafa hins vegar birzt um áhrif yfirlýsinga Norðurlandaþjóða til lausnar þeim vandamálum, sem þær hafa fjallað um. En heima fyrir hafa Norðurlanda- þjóðir lítið uggað að sér. Þær hafa verið of uppteknar af sjálfum sér til þess að hafa gætur á athöfnum Sovétmanna, sem allar miðast að því að skapa sér aðstöðu í þessum löndum, eða rétt við bæjardyrnar. Finnar, sem varla er hægt að telja til Norðurlandaþjóða, nema í gríni, eru fyrir löngu ofurseldir Sovétríkj- unum, bæði á menningar- og efna- hagssviðinu. Um það þarf varla að hafa mörg orð. Svíar og Norðmenn hafa löngum 4. Kröfur um kjarnavopnalaus svæði verða að ná til skotstöðva risaveldanna ekki siður en til skot- markslandanna. Hér á landi verður að byggja upp mjög öflugar almannavarnir og íslenskar stríðsvarnir af ýmsum tegundum. Hin reisulega hjáræna í stuttu samtali við áberandi her- stöðvaandstæðing um daginn rann loks upp fyrir mér hvers vegna skoðanabræður- og systur mínar um veru landsins í NATO láta mörg hver vera að eyða á mig orðum. Nokkrar ástæður eru þe sar • Ég er dulbúinn NATO-sinni (engin verið varkárir í samskiptum við Sovétmenn, einkum Norðmenn, sem eiga sameiginlegra landamæra að gæta með Rússum. Það er sérstakt keppikefli fyrir Sovétríkin að þreifa fyrir sér í þessum löndum báðum, en þó einkanlega í Noregi um frekari aðstöðu. Noregur hefur yfir að ráða orkuríkum svæðum, ekki sízt eftir að olían kom til sögunnar. íbúar í Norður-Noregi hafa lengi borið ugg í brjósti um það, hver af- drif þeirra yrðu, ef ríkisstjóm þeirra semdi við Sovétríkin um einhvers konar aðstöðu í fjörðunum þar nyrðra. Sá uggur er ekki ástæðulaus. Og mótmæli duga þar), sammála Birni á NATO-Mogga (100%, ekki 1%, sem er reyndar jafnvoðalegt), útsendari Kínverja (eins og allir sjá af liðunum fimm), reyni að sverta og eyðileggja Samtök herstöðvaandstæðinga og nýju friöarhreyfinguna (sömu „bananarökin” og heyrast stundum um gagnrýni í Teheran) og þögnin (jafnvel lokun Þjóðviljans) gagnvart mér er nauðsynleg til þess að koma i veg fyrir að ég sé gerður gjaldgengur i umræðunni á vinstri kantinum. Hviiík reisn — hugasði ég — er þetta virkilega til í kolli mennt- aðra pólitíkusa. Og reseptið við skemmdarverkastarfsemi minni, þögnin, er vist undirritað af stór- norsk stjórnvöld eru undir stöðugum þrýstingi frá Sovétmönnum um að fara sér hægt í samvinnu við Vestur- veldin og þá ekki sízt í því að fara sér hægt í samvinnu við NATO. Afstaða norskra stjórnvalda fer eftir lögmál- inu „veldur hver á heldur” eins og víðast annars staðar. Það hefur og komið á daginn, að norsk stjórnvöld hafa þegar látið undan þrýstingi Sovétmanna um að taka til athugunar tillögu þeirra um Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. En norsk stjórnvöld hafa einmitt haft um það forgöngu að hefja samn- ingaviðræður við Sovétríkin um þetta mál. Og enda þótt nýjustu fréttir hermi, að stjórn Noregs hafi látið af þessu frumkvæði, þá er það einungis með samþykki Sovétríkjanna, gegn því að Norðmenn taki upp annað og beitt- ara vopn gegn samstöðunni í Átlants- hafsbandalaginu. Það er líka komið í ljós. Varnarmálaráðherra Noregs hefur látið eftir sér hafa í fjölmiðl- um, að Norðmenn myndu ekki taka þátt í flotaæfingum NATO og Suður- Ameríkuríkja í Suður-Atlantshafi, sem áttu að hefjast 1. ágúst. Skýring varnarmálaráðherra Noregs er sú, að æfingarnar væru „utan hins hefðbundna athafna- svæðis NATO” og teldu norsk stjórnvöld ekki heppilegt, að NATO færði út athafnasvæði sitt! Vamarmálaráðherra Noregs stað- hæfði ennfremur, að á engan hátt hefði „verið þrýst á” norsk stjórn- völd um að breyta afstöðu þeirra! Kjallarinn Ari T. Guðmundsson mennum. Samt á ég mér vonarglætu, þvi til er aðgöngumiði að þátttöku í umræðunni — nefnilega greinargerð frá mér þar sem ég tæki afstöðu gegn utanríkisstefnu Kína! Auðvitaö hefur enginn minnst á Kína i sam- bandi við öryggismálaumræðuna, enda afstaða Kínverja í málefnum norðurhjarans ekki skipt máli hingað til. Viðmælandi minn kunni þá líka skýringu á misræmi á milli mín og Deng Sjáping i afstöðu til NATO. Ég meina allt annað en ég segi, og segi allt annað en ég meina til þess að „missa ekki andlitið”. Ekki fann maðurinn samt leiðsluna til Kína — þann kjarnagrip. Spurningar og svör? Þessi kjallaragrein á ekki að vera umkvörtunarvæl. Hún á að særa fram í dagsljósið röksemdir og Þessu trúir náttúrlega hver sem vill. Hins vegar er það staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að afstaða Norðmanna í kjarnorkuvopnamálinu — og ekki síður í því að hafna aðild að flotaæfingum NATO er merki um það, hversu þeir eru orðnir hræddir við þrýsting Rússa og þreifingar þeirra til yfirráða á norsku land- svæði, jafnt og í utanríkisstefnu þeirra. En fyrir þá sök, að bæði hafa Norðurlandaþjóðirnar verið „blendnar í trúnni”, þegar til vest- rænnar samvinnu er litið, og hitt, að þær hafa á síðustu áratugum ekki haft á að skipa sterkum persónu- leikum á stjórnmálasviðinú, munu Sovétríkin halda áfram að þrýsta á um aukin afnot af landi þeirra og þreifa fyrir sér eftir veikum blettum í þjóðarlíkama þessara þjóða, — allt frá Svíþjóð til íslands. Island er veikast Og hvar stendur svo ísland í þessu veraldarvolki „þrýstings og þreif- inga”? Hvernig sem á málin er litið, stendur fsland illa að vígi, að því er varðar varnir gegn pólitískum þrýst- ingi. Eitt er það, að fslendingar hafa ánetjazt þeim skandinavíuáhrifum, sem eru fólgin í blindum átrúnaði á bókmenntir og hugvísindi almennt talað. Framfarir á tæknisviði hafa því orðið illilega útundan á þessari tækniöld, hjá okkur íslendingum, þótt einstaka „útlagar” tækniþenkj- andi geri sitt bezta til þess að koma á framfæri við þjóðina þeim nýjungum helztum, sem færa myndu land og þjóö nær því marki að geta talizt efnahagslega sjálfstæð. Annað er, að landsmönnum hefur ávallt verið talin trú um það, að betra sé að fela öðrum þjóðum varnir sínar en gera þar nokkra tilraun sjálfir til viðbótar. Þegnskyldu hefur aldrei mátt minnast á, þá hafa stjórnmálamenn reytt hár sitt og vitnað til þess, að „við séum friðsöm þjóð” og „viljum ekki vopn bera”. Engin þjóð í heimi er þó talin svo friðsöm, að hún telji syndsamlegt, að landsmenn taki á sig þær skyldur, sem felast í því að verja land sitt, ef þörf krefur. — Má þar nefna Svisslendinga sem dæmi, svo og Svía, þótt þeir hafi ekki farið með ófriði að öðrum þjóðum, manns- öldrum saman. Auðvitað veikir þeita og aðrar svipaðar bábi'jukennisetningar stöðu íslendinga gegn pólitískum þrýstingi • „ ... heima fyrir hafa Norðurlandaþjóðir Íítið uggað að sér. Þær hafa verið of upp- teknar af sjálfum sér til að hafa gætur á athöfnum Sovétmanna, sem allar miðast að því að skapa sér aðstöðu í þessum löndum, rétt við bæjardyrnar hjá sér.” hugsunarhátt sem stendur líflegri þjóðmálaumræðu fyrir þrifum. Én kannski dugar hún ekki til, greinin þessi. Hvað er þá til ráða? Til viðbótar, nokkrar spurningar, til Geirs Hallgrímssonar, Kjartans Gunnarssonar, Björns Bjarnasonar, Kjartans Jóhannssonar, Benedikts Gröndals, Jóns Baldvins Hannibals- sonar, Steingrims Hermannssonar, Þórarins Þórarinssonar, Halldórs Ásgrímssonar, Svavars Gestssonar, Ólafs Ragnars Grímssonar, Braga Guðbrandssonár og Árna Hjartar- sonar; umræðunnar vegna: 1. Hve mikil er hættan á styrjöld risaveldanna og hvers vegna? 2. Ertu fylgjandi vígbúnaði annars hvors risaveldisins? 3. Er rétt að draga yfirlýstan varnar- vilja og varnargetu NATO í Evrópu í efa? 4. Veist þú nokkuð um varnaráætl- anir NATO á íslandi? 5. Er rétt að draga yfirlýstan friðar- vilja eða upplýsingar um hernaðarmátt Sovétríkjanna i efa? 6. Ertu fylgjandi íslenskum al- mannavör.num og þá hvernig? 7. Ertu fylgjandi frekari stríðs- og varnarviðbúnaði íslendinga? 8. Hvaða kostum mun ísland standa frammi fyrir af hálfu hvors risa- veldisins í styrjöld milli þeirra? Nöfnin eru mörg og spurningarnar átta talsins i von um að þá komi eitt- hvað fram fremur en ella. Fyrrnefnd- ur viðmælandi minn þyrfti svo að sjá til þess að Geir léti fylgja greinargerð um Pentagon, Kjartan um utanríkis- stefnu sænskra krata, Þórarinn um afstöðu Jónasar frá Hriflu og Svavar um indverska hermálastefnu o.s.frv. Mér duga þó bein svör í Dagblaðið eða flokksmálgögnin frá stjórnmála- foringjunum. Ari T. Guðmundsson. erlendis frá. Og það er fyrir hreina tilviljun, að íslendingar eru nú á yfir- ráðasvæði hins vestræna heims en ekki hins austræna. Það er ekki fyrir stefnumarkandi stjórnmálaafstöðu íslendinga sjálfra, svo mikið er víst. Eða hver er kominn til með að svara því, hvernig fara myndi, ef sú stund rennur upp, að Bandarikja- mönnum fyndist áhorfsmál, hvort Norðurlöndin væru, þegar á allt er litið, slíkir bandamenn, að þau bæri að vernda sérstaklega, umfram önnur lönd, ef velja þyrfti á milli? Hvernig myndu íslendingar bregð- ast við slíkum atburðum? Eða hver myndi afstaða Íslendinga verða, ef Norðurlöndin tækju þá afstöðu að semja við Sovétríkin um aðstöðu í þessum löndum, láta af samstöðu við vestræn ríki og fara i einu og öllu eftir vilja Ráðstjórnarríkjanna? Eftir þeim sólarmerkjum, sem á lofti eru í dag, er eins vist, að íslend- ingar tækju afstöðu með Norður- löndunum. — Þannig hafa íslenzkir stjórnmálamenn margir tekið líklega í þær tillögur Rússa, að Norðurlönd- in verði kjarnorkuvopnalaust svæði, þótt vitað sé, að jafnvægi i vopna- búnaði risaveldanna er eina leiðin, sem kemur í veg fyrir meiriháttar átök milli þessara heimsvelda. Það má færa fyrir því nokkur rök, að það sé engan veginn ætlun heims- veldanna tveggja að leggja til atlögu hvort við annað, og þess vegna stefna þau að því að vera jafnvíg á sem flest- um sviðum, þ.á m. hernaðarsviðinu. Hins vegar er þeim í lófa lagið að beita áhrifum sínum til gleggri áhrifa- svæða víðs vegar um heim, og á þessa skiptingu mun verða lögð áherzla áfram. Og það er því ekkert til fyrirstöðu, að þessi risaveldi geti orðið sammála um breytingu á áhrifasvæðum, ef báðum þykir henta, eins og dæmin hafa sannað, bæði frá Evrópu og annars staðar. Ekkert er líklegra nú en slík staða sé að koma upp á norðurhveli jarðar, þar sem eru Norðurlöndin og linleg afstaða þeirra, undansláttur og hik, að Bandaríkin muni láta það ráðast, hvort verði ofan á, að Norðurlöndin láti að vilja Sovétríkjanna eða haldi stöðu sinni sem bandamenn Vestur- veldanna. ísland á sannarlega fárra kosta völ og einangrun Atlantshafs- ins hlífir ekki lengur. Samstaða með Bandaríkjunum getur ein hlíft íslend- ingum. Geir R. Andersen

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.