Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 28
Srfálst, óháð dagblað
c ískalt
Seven up.
hressir betur.
Búizt við hörkuátökum á flokksstjórnarfundi krata í kvöld:
STOFNAR VILMUNDUR NÝTT BLAÐ?
Búizt er viö að blaðstjórn Alþýðu-
blaðsins segi af sér og ný verði kjör-
in á fundi flokkstjórnar Alþýðu-
flokksins í kvöld. Einn blaðstjórnar-
manna hefur þegar lýst opinberlega
yfir afsögnsinni: Björn Friðfinnsson.
Segja heimildir blaðsins aö komi til
greina að endurkjósa i blaðstjórnina
þá aðra sem fyrir eru, gefi þeir kost á
sér á annað borð og fái traust fundar-
ins.
í flokksstjórn sitja á 9. tug manna,
helmingur kjörinn á flokksþingi,
aðrir eru fulltrúar kjördæmaráða,
aðalstjórn flokksins og þingmenn.
Útlit er fyrir að marga fuUtrúa muni
vanta í kvöld, sérstaklega af Iands-
byggðinni. Þannig mæta ekki verka-
lýðsleiðtogarnir Jón Karlsson á
Sauðárkróki og Jón Helgason á
Akureyri. Báðir hafa beitt sér harka-
lega gegn ritstjómarstefnu Vilmund-
arog Jóns Baidvins.
Orörómur er á kreiki innan
Alþýðuflokksins um að stuönings-
menn VUmundar hyggist stofna tU
eigin biaöaútgáfu. Áhrifamenn i
Alþýðuflokknum voru varkárir i
umsögn um máUð i morgun en könn-
uöust þó undantekningarlaust við aö
hafa heyrt um málið. Vilmundur
sjálfur sagði i morgun aðspurður um
biaöhugmyndina: ,,No comment!”
Menn segja að það stefni ótvírætt i
hörkuieg átök fylkinga á flokks-
stjómarfundinum i kvöld. -ARH.
Sá sem Húsavíkurlögreglan skildi eftir úti í hrauni:
KÆRAN Á FLÆKINGIMILU
SÝSLUMANNS OG RÁÐUNEYTIS
Kæra ungs manns á Húsavík á
hendur iögreglunni á staðnum hefur
verið send tvivegis frá lögreglustjóra-
embættinu á Húsavik til dómsmála-
ráðuneytisins, þrátt fyrir að ráðu-
neytið hafi kveðið upp þann úrskurð
að málið skuli tekið fyrir heima í
héraði.
Forsaga þessa máls er sú að ungi
maðurinn var í bil sem Ienti í árekstri
og komu lögreglumenn frá Húsavík á
staðinn. Samkvæmt framburði unga
mannsins mun hann hafa beðið
lögreglumennina um að fá að sitja i
með lögreglubilnum inn til Húsa-
víkur en því veriö hafnað. Hann
ítrekaði þá óskina og óku þá
lögreglumennirnir honum út i hraun
og skildu hann þar eftir. Þetta kærði
maðurinn til lögreglustjórans á Húsa-
vik, Sigurðar Gizurarsonar, sem
jafnframt er sýslumaður í Þingeyjar-
sýslum.
Þar sem þessi kæra beinist gegn
lögreglunni á Húsavík taldi Sigurður
Gizurarson sýslumaður að hann gæti
ekki dæmt i málinu. Enda yfirmaður
lögreglumannanna sem undir kær-
unni sitja. Visaði hann þvi málinu til
dómsmálaráðuneytisins til frekari
ákvörðunar. í dómsmálaráðuneytinu
var sú ákvörðun tekin að sýslumaður
skyldi fjalla um málið. Honum var
því send kæran með þeirri ábendingu
að taka skýrslu af lögreglumönnun-
um og gera siðan út um málið á
venjulegan hátt, enda ekki um stór-
mál að ræða af hálfu ráðuneytisins.
Það gerist svo næst að sýslumaður
fer eftir tilmælum ráðuneytisins og
lögreglumennimir skila sinni skýrslu
en siðan sendir sýslumaður málið
aftur til ráðuneytisins. Kæra unga
mannsins er þvf aftur komin inn á
borð i dómsmálaráðuneytinu en þar
fengust þær upplýsingar að málið
yröi sent aftur norður til Húsavlkur
með fyrstu ferö. Sagði Hjalti
Zóphóníasson, deildarstjóri í ráðu-
neytinu, að þetta væri alfarið mál
sýslumannsembættisins og þvi bæri
sýslumanninum að ráða fram úr þvi
og kveða upp úrskurð heima í héraði.
-ESE.
IDAG
ER SPURNINGIN:
í hvaða dálki, á hvaða blaðsfðu er
þessi smáauglýsing I blaðinu I dag?
Glænýtt Sharp videotæki til sölu.
Mjög hagststt verð. Uppl. I sima
15669.
Hver er auglýsingasfmi Dagblaðs-
ins?
SJÁ nAnar A BAKSlÐU
blaðsinsAmorgun
Vinningur vikunnar:
er Útsýnarferð
til Torremolinos
Vinningur I þessari viku er Ot-
sýnaiferð til Torremolinos með
Ferðaskrifstofunni Otsýn, Austur-
strœti 17 Reykjavlk.
1 dag er birt á þessum stað I
blaðinu spurning, tengd smáaug-
lýsingum blaðsins, og nafh heppins
áskrifanda dregið út og birt I smá-
auglýsingadálkum á morgun.
Fylgizt vel með, áskrifendur, fyrir
nœstu helgi verður einn ykkar
glœsilegri utanlandsferð rikari.
Glundroði ríkir í Atlantshafsf lugi vegna aðgerða f lugumf erðarstjóra:
400 farþegar stranda-
glópar á Islandi í nótt
„Þetta er ákaflega laust i reipunum
og óljóst. Fréttir sem koma jákvæðar
eru jafnharðan bornar til baka,”
sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi Flugleiða, í morgun er hann var
inntur eftir ástandi mála hjá Flugleið-
um vegna verkfalls bandarískra flug-
umferðarstjóra og samúðaraðgerða
starfsbræöra þeirra i Kanada.
Samúðaraðgerðir kanadískra
flugumferðarstjóra hafa valdið þvi
að ekkert hefur verið hægt að fljúga
um Gander-flugstjórnarsvæðið svo-
kallaða en um það svæði liggur flug-
leiðin frá íslandi til Bandaríkjanna.
„Samkvæmt fréttum sem við feng-
um átti Gander að opnast á mið-
nætti. Það brást. Þeir hafa verið að
opna og loka til skiptis en það hefur
bara skapað ennþá meiri glundroöa
og er hreinlega verra en ef svæðið
væri alveg lokað,” sagði Sveinn.
Þar sem vonir stóðu til að Gander-
svæðið opnaðist voru tvær Fiugleiða-
vélar sendar af stað frá Evrópu í gær
áleiðis til Bandarikjanna. Þær stöðv-
uðust báðar i Keflavík í gærkvöldi
og i morgun voru þær þar ennþá.
Farþegar annarrar vélarinnar 218
talsins, sem á að fara til New York,
bíða á hóteli i Reykjavlk en farþegar
hinnar vélarinnar, 179 talsins, sem er
á leið til Chicago, hafa beðið í flug-
stöðinni i Keflavík i alla nótt þar sem
vonir hafa staöiö til að hægt yrði að
fljúga fyrr með þá.
Vonir stóðu til í morgun að
flugumferðyrði hleypt um Gander-
svæðið á ný kl. 10.30 nú fyrir hádegi
þegar ný vakt átti að koma til starfa í
Ganderflugstjórnarmiðstöðinni á
Nýfundnalandi.
-KMU.
Gömlu kempurnar létu sig ekki vanta
Þessar kempur voru mœttar á Reykjavikurleikana lfrjálsum Iþróttum á Laugardals- Jóel Kr. Sigurðsson fyrrum spjótkastari, þá Ásmundur Bjamason hlaupari, Gunnar
vellinum Igœrkvöld. Fyrir um þrjátlu árum tóku þessir menn sjálfirþátt I — og unnu Huseby kúluvarpari, Torfi Bryngeirsson lang- og stangarstökkvari og Orn Clausen
— helztu frjálslþróttamótum hérlendis og fyrir okkar hönd erlendis. Frá vinstri er hlaupari og tugþrautarkappi. DB-mynd: Bjamleifur.
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981.
Útvariisráðs-
menn óvenju
sammála
— um mannaráðningar
á hljóðvarpi
• Ingibjörg Þorbergs hlaut 5 atkvæði
útvarpsráðsmanna á fundi í gær. Hún
er ein umsækjenda um stöðu varadag-
skrárstjóra hljóðvarps. Guðrún Guð-
laugsdóttir hlaut 1 atkvæði og Silja
Aðalsteinsdóttir 1 atkvæði. Aðrir
umsækjendur komust ekki á blað.
Gunnar E. Kvaran, afleysingamaður
á fréttastofu hljóðvarps i sumar, hlaut
6 atkvæði á sama fundi. Hann sækir
um fréttamannsstöðu Helga Péturs-
sonar sem verður i leyfi næstu tvö árin.
Einn útvarpsráðsmanna skiiaði auðum
-atkvæðaseðli. Aðrir umsækjendur
fengu ekki atkvæði. -ARH.
Deilu Vinnueftirlitsins
ogHvals hf.lokið:
Starfsmenn
fáföstfn
Deilu Vinnueftirlits ríkisins og Hvals
hf., um fyrirkomulag vinnutíma í
Hvalstöðinni er nú lokið. Samkomuiag
var gert við starfsmenn um tveggja
sóiarhringa frí einu sinni á tveggja
vikna fresti. Hefur Vinnueftirlitið fyrir
sitt leyti fallizt á þessa lausn mála.
-KMU.