Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. FÓLK Nýr fréttamaður sjónvarps: Mér lízt vel á mig héma — segir Bolli Héðinsson sem hóf störf á laugardag Fræbbbiamir koma fram á hljórrUeikum í Fólagsheimili Kópavogs á fimmtudag. DB-mynd Ragnar Th. „Mér lízt vel á mig hér. Gott andrúmsloft og góð vinnuaðstaða,” sagði Bolli Héðinsson, nýr frétta- maður á fréttastofu sjónvarps, í stuttu spjalli við blaðamann DB. Bolli hóf störf á fréttastofunni sl. laugardag. Hann er ekki óvanur fjölmiðlun. Starfaði á DB við stofnun þess og hefur síðan verið sumarafleysinga- maður. En er fréttastofustarfið ólíkt blaðamennskunni? „Nei, þetta er mjög svipað, enginn eðlismunur heldur einungis stigsmunur.” Við ráðningu Bolla varð talsverð umræða í blöðum, þar sem annar umsækjandi hlaut fleiri atkvæði i út- varpsráði en hann. Settur útvarps- stjóri ákvað að veita BoIIa stöðuna enda hafði hann bæði meiri menntun og reynslu í blaðamennsku. Hvernig leið þér meðan þessi umræða stóð yfir? „Mér þótti leitt að hún þyrfti að fara fram. Ég hefði kosið að hlutirnir gengju öðruvísi fyrir sig. En sjálfur stóð ég utan við deiluna. í kjölfar ráðningar minnar var skipuð nefnd af útvarpsráði til að setja upp ákveðnar viðmiðunarkröfur við ráðningu fréttamanna,” sagði Bolli. Hann var spurður hvort möguleiki væri á að hann starfaði lengur á fréttastofunni en til áramóta. „Ekki eins og málin standa í dag,” svaraði Bolli, ,,ég hef ekkert ákveðið hvað tekur við en það kemur í ljós,” sagði hann. Bolli Héðinsson er viðskipta- fræðingur að mennt, auk þess sem hann stundaði nám í fjölmiðlun í Þýzkalandi. Hann er 27 ára, kvæntur Ástu Thoroddsen og eiga þau tvö börn. -ELA. Þær voru brosmikiar oftír harða keppni konurnar og bUu eftírvæntíngarfullar eftír að komast i partí þar sem verðlaununum var útdeift DB-myndBjamleifur Bjamleifsson. Allt er fimmtugum fœrt: Keppt í golfi og síðan haldið partí — hressar konur í Golfklúbbi Reykjavíkur Konur ekki síður en karlar hafa golf sem áhugamál. Þessar hressu konur sem allar eru á fimmtugs- aldrinum, að eigin sögn, eru miklir golfspilarar og láta ekkert tækifæri ganga sér úr greipum til að komast á golfvöllinn. A fimmtudag í síðustu viku fór fram keppni á Grafarholtsvelli þar sem þessar föngulegu konur kepptu til úrslita. „Allt er fimmtugum fært”, var kjörorð þeirra, enda reyndist þeim keppnin auðveld. Bjarnleifur ljósmyndari DB átti leið um völlinn þennan dag og lét sitt ekki eftir liggja með myndatöku. Hann stillti konunum upp en fljótur varð hann að vera þvi þeirra beið heljarinnar „partí” þar sem útdeila átti verðlaunum. Einn keppandinn, Margrét Árna- dóttir frá ísafirði, var farin er myndin var tekin og er hún því ekki með. Úrslitin urðu þau að í keppni án forgjafar varð Herdís Sigurðardóttir í fyrsta sæti, Laufey Karlsdóttir í öðru sæti og Kristín Eide í þriðja. I keppni með forgjöf var Herdís Sigurðardóttir einnig í fyrsta sæti, Ósk ísabarn í öðru sæti og Kristin Eideí þriðjasæti. -ELA. Frœbbblamir Taugadeildin hljóörita á hljómleikum Hljómsveitirnar Fræbbblarnir og Taugadeildin koma fram á hljómleik- um sem haldnir verða í Félagsheimili Kópavogs á fimmtudagskvöld. Áformað er að hljómleikarnir hefjist klukkan 21 og veröa hljóm- leikarnir að öllum líkindum hljóðrit- aðir. Ef vel til tekst verður afrakstur- inn svo gefinn út á plötu innan Hvers vegna svo stórir hattar? Skrýtnu karlarnir þrír með stóru hattana birtust á kvöldvöku sem haldin var í Bolungarvík laugardag- inn 25. júlí sl. fyrir keppendur á sundmóti sem fram fór í bænum um þá helgi. Karlarnir tóku nokkur dans- spor á sviðinu undir dynjandi diskó- tónlist og vöktu mikla kátinu meðal áhorfenda. Þeim sem ekki hafa þegar áttað sig á því hvernig í málinu liggur er bent á að skoða andlit karlanna aöeins betur. Rennur þá ekki upp fyrir ein- hverjum að andlitin eru máluð á maga unglingsstúlkna? Okkur er sagt að stúlkurnar heiti Guðný, Kristín og Elín og séu 14—15 ára Bolvíkingar. Nú vitið þið hvers- vegna hattarnir þurftu að vera svona stórir. -KMU. Skrýtnu kariarnirþrír með stóru hattana. DB-mynd Elín Björk Unnarsdóttír. Og ***** ^ 1 Botli Háðlnsson vlð störfá fróttastofunni. Hann leyslr Ómar Ragnarsson afi fímm mánuði. DB-mynd S. Aðgöngumiðaverði verður mjög i hóf stillt, 20—25 krónur, en hljóm- leikarnir verða eins og áöur segir í Félagsheimili Kópavogs, þar sem Kópavogsbíó var áður til húsa. skamms. Það er verzlunin Sterío sem sjá mun um upptökuna og útgáfu plötunnar ef af verður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.