Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . Janis lan: Restless Eyes Að standa undir gefnum fyrirheitum NýjarupptökuráMozart: Ljúfíingur klassískrar tónlistar Wolfgang Amadeus Mozart. kenazys sam.- • við leik Pollinis á I da konst' inum og Perahias á þeim 24ða, þá virkar Ashkenazy var- færinn, jafnvel „til baka”, sem stafar sennilega af virðingu hans fyrir hinu klassíska í tónsmíðunum. Hann hefur áður sýnt að ekki skortir hann rómantíska innlifun og ákafann í túlkun sinni á Rachmaninoff og Scriabin. En báðar eru þessar plötur nauðsynlegar í safnið, einkum og sérílagi sú fyrri, því ekki eru til margar upptökur af hinum ung- gæðingslegu sinfóníum Mozarts. Þærkostakr. 162 stykkið -AI. Ferill söngkonunnar Janis Ian er um marga hluti sérstakur. Hún varð heimsfræg árið 1967 fyrir lag sitt Society’s Child og næstu tvö árin þar á eftir gaf hún út þrjár breiðskífur og hélt ótal hljómieika. En frægðin hafði slæm áhrif á Janis og árið 1969, einungis 17 ára að aldri, virtist hún útbrunnin. Hún dró sig í hlé, settist að i Los Angeles og í fjögur ár kom ekki ein einasta plata frá henni. Á þessum árum las hún mikið ljóð, stúderaði klassískar útsetningar og skrifaði fjölda laga. Loks árið 1973 gaf hún út sína næstu plötu og tveimur árum siðar kom út plata hennar Between the Lines, sem hafði að geyma hið undurfagra lag At Seventeen. Nýjasta plata Janis, Restless Eyes, er lógískt framhald á hinum nýja ferli söngkonunnar, sem hófst - með Between the Lines. Eitt lag af nýju plötunni, Under the Covers, er þegar komið út á lítilli plötu og það hefur allt til að bera til að slá í gegn, eins og reyndar öll breiðskifan hefur. Á Restíess Eyes eru 10 lög, öll eftir Janis. Textar hennar eru eins og fyrri daginn sérdeilis góðir, bitrir, ein- faldir og ljóðrænir. Söngurinn er óaðfinnanlegur og nýtur sin jafnvel betur en á fyrri plötum hennar. Út- setningar laganna leggja líka aðal- áherzluna á rödd hennar, öll hljóð- færin eru aukaatriði. Janis Ian leikur sjálf á gítar i flestum laganna, oftast á kassa- eða rythmagítar, en í einu W.A. Mozart — Sinfónkir nr. 25,28 6- 27. Neville Marriner stjórnar Academy of St. Martins-in-the-Fields. Philips 9500 587 W. A. Mozart — Planókonsert nr. 19 í F-dúr, KV 459 ft Ptanókonsert nr. 24 í c-moll, KV 491 Vladimir Ashkenazy loikur og stjórnar Ffl- harmóniuhljómsveitinni. Decca 6.42578 AW DreHing: FALKINN Ætli það sé ekki svo með fleiri en mig, að áhuginn á klassískri tónlist hafi fyrst vaknað við að hlusta á tón- smíðar Mozarts. Og hvernig ætti maður svo sem að geta annað en hrifist af laufléttri og ljúfri tónlist- inni í Háffner sinfóníunni, Konsert- sinfóniunni, Klarínettukonsértnum, hornakvintettunum svo ég tali nú ekki um aríurnar úr Cosí fan tutte eða Töfraflautunni. Ljúf tónlist er ekki endilega létt- væg og hið hreina og tæra yfirbragð tónlistar Mozarts er ekki ætlað að draga dul á tilfinningar heldur fága þær og skýra. En Mozart var engan veginn sá áhyggjulausi Ijúflingur sem menn ímynda sér. Mikið af tónlist hans er þrungin ihygli og dulúð, í henni leikur tónskáldið vissulega við hvern sinn fingur en hann kafar einnig niður i neðstu myrkur mannlegrar sálar. Nægir að benda á merkustu óperu hans, Don Giovanni, ótal sálu- messur, staka kafla úr seinni sinfóníunum og öðrum tónverkum. Unglingssinfóníur Það er þannig með mig að því meir sem ég hlusta á klassfska tónlist, því oftar leita ég á náðir Mozarts. Svo ég umskrifi fleyg orð Samúels Johnsons hins spakvitra: Sá sem er leiður á Mozart er leiður á lifinu. Sem betur fer cr sífellt verið að hljóðrita verk hans, nýir túlkendur koma fram eða þá ný tækni, ellegar að menn hljóð- 1773 fylgdi í kjölfarið sinfónía nr. 27, sem einnig má rekja ti! óperuforleikja að uppbyggingu, en þó er hið \inga tónskáld að reyna að tjá sig með inni- legri hætti, færri hljóðfærum þar er einnig að finna lítið meistarastykki í hægum kafla, eins og svo oft í sinfóníum Mozarts. En í október sama ár verður til sinfónían í g-moll nr. 25, en þar er að finna kím þrosk- aðrar tónsmíðar í dramatískum and- stæðum og nýstárlegri hljóðfæra- skipan. Umfram allt myndar þessi sinfónía þematíska heild, þar sem lokakaflinn endurtekur stef úr fyrri köflum. Að því ég best veit hefur Marriner ekki fyrr hljóðritað aðrar af þessum fyrri sinfóníum en þá 25tu, en leysir allt verkið af hendi af stök- ustu smekkvísi. Helst er að áhersla hans á skýran tón verði til þess að hann vanræki kontrasta milli kafla. Leikur og stjórnar Kunningi okkar, Vladimir Ashk- enazy, fylgir nú i fótspor píanóleik- ara eins og Barenboims og leikur bæði og stjórnar nokkrum þeim píanókonsertum Mozarts sem hann skrifaði á árunum 1784—86. Ég er með í höndunum upptökur hans af konsertum nr. 19 og 24. Áður hefur Ashkenazy, sem þó er þekktari fyrir að leika slavneska tónlist, leikið inn á plötu nokkra eldri pfanókonserta Mozarts, nr. 2, 6, 8 9 og 20,en þá rn.a. undir stjórn Schmidt-Isserstedt og Kertesz. Er greinilegt að Ashkenazy hefur farið fram við hljómsveitar- stjórn síðan hann var hér því ekki er annað á plötunni að merkja en að hann hafi allt á hreinu, bæði í leik konsertanna og stjórn. Leikur hans er undur næmur, tón „frasarnir” skýrir en þó innilegir og taktarnir sannfærandi. Ef maður ber leik Ash- lagi sér hún þó um allan gítarleik ein. Það heitir Bigger Than Real, gull- fallegt lag. Janis Ian sýnir margar hliðar á sér á þessari plötu. Under the Covers er hratt lag, þar sem krafturinn í söng hennar fær að njóta sín til fulls, en betur fer henni þó að syngja róleg lög á borð við Dear Billy. Annars er erfitt að segja hvernig lög henta Janis bezt. Hún gerir öllum lögunum góð skil. Það er því erfitt að benda á beztu lög plötunnar, en tif málamynda verða nefnd Under the Covers, Restless Eyes, Passion Play og Bigger Than Real. Á því er hins vegar enginn vafi að Restless Eyes er ein bezta plata þessa árs og stendur vel undir þeim fyrirheitum sem Janis Ian gaf með plötu sinni Between the Lines fyrir sex árum. - SA rita þau hljóðfæri sem voru í notkun í tíð Mozarts. Vilji menn ljóðræna, Ivið rómantíska túlkun á sinfóníum hans, þá ættu þeir að komast yfir upptökur Karajans og Berlínarfíl- harmóníunnar, en séu Mozartaðdá- endur á höttum eftir „hreinlegri” og „klassískari” túlkun, þá er rétt að hlusta á upptökur Haitinks eða Jochums. Um daginn voru að koma í búðir nokkrar nýjar upptökur á tónsmlð- um Mozarts. Sá ágæti stjórnandi, Neville Marriner, sem ég hef áður hælt 1 þessum dálkum, hefur fest á vínýl þrjár af fyrri sinfóníum Mozarts, nr. 25, 26 og 27, ásamt hljómsveit sinni, Academy of St. Martins-in-the-Fields. Frá fimi til þroska Þessar sinfóníur, sei» Mozart skrifaði 17 ára gamall, eru sérstak- lega athyglisverðar fyrir það að í þeim má glöggt rekja þroska tón- skáldsins. í mars 1773 skrifar hann nr. 26, sem er eiginlega einn langur óperuforleikur í þrem stuttum þátt- um. Þar er fiest í anda J.C. Bachs, fimlega gert en áreynslulitið. í apríl Nýjar upptökur á Mozart. AÐALSTEINN INGÓLFSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.