Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 17
Bók menntir Nútímaskáklið: Samriska vor eða djúkbox Hjartað er innstunga í öðru ljóði er dansað tryllt við rokktónlist og spurt: „hvar er nú regnskúr frelsunar / götuvígi í blys- för borganna”. Fólk ráfar um, leitar að hasspípum, berst rafmagnaðri hrynjandi gegnum eilifa nótt. Einari Má er tamt að líkja manneskjunni við tækjabúnað, helst bilaðan eða stjórn- lausan: „hjartað er innstunga / heil- inn diskótek þar sem / plötusnúður- inn hefur klikkast” (bömmer II). Þessi hugmynd gengur eins og raf- magnsþráður gegnum bók Stefáns Snævarr, Sjálfssalann. Þar tekur skáldið sér stöðu með öðrum fjöl- miðlum, það er djúkbox, sjónvarp, útvarp, gitar, kvikmynd o.s.frv. Og skáldið miðlar boðskap einsemdar og trega, að ástin sé dópið, að maðurinn sé sífellt að deyja, að hvorki vits- munir né tilfinningar muni geta bjargað honum. í Ijósi einhvers annars Ljóð Stefáns Snævarr eru í senn persónulegri og misjafnari en ljóð Einars Más, enda eru þau sum allt frá , 1975. Stefán hikar ekki við að láta sjá í kviku, notar hið Ijóðræna ,,ég”, meðan Einar Már tekur þá ákvörðun að skipa ekki tilfinningum upp (heimsókn) og hlutgervir kenndir sínar, finnur þeini hlutlæga samsvör- un. „íbúðin mín / er ruslatunna sam- kvæmislífsins” segir skáldið (drykk- felld kona) og konunni er líkt við „myndavél sem geymir sekt mína”. í næsta Ijóði (hin skuggalegu áform) eru svipbrigðin orðin að „lögreglu- skýrslu úr innheimum”. Allt er séð í Ijósi einnhvers annars, sjaldnast eitt og sér, og sem minnst er vísað til til- finninga skáldsins. Alltént virðist teórían ganga út á það, þótt í reynd sé erfitt að útiloka tilfinningalíf frá skáldskap. Þeir Sigurður, Einar Már og Stefán eru ólik skáld þótt hér hafi verið reynt að spyrða þau saman, e.t.v. á veikum forsendum. Engin hreyfing Sigurður er sposkur þar sem þeir Einar Már og Stefán eru fullir óþreyju og örvæntingar. Og sú rödd sem greina má í ljóðum Einars Más er öllu ákveðnari og harkalegri en sU sem kemur fyrir í verkum Stefáns. Þessi skáld mynda ekki „hreyfingu”, fremur en Listaskáldin vondu. En þau eru e.t.v. topparnir á mjög áber- andi tilhneigingu í Ijóðagerð yngra fólks og knýja lesandann ætið til að taka afstöðu, m.a. til málnotkunar þeirra. Hvað hana snertir segi ég fyrir mig, að ef ungt fólk notar slengi af því tagi sem grasserar í Ijóðum Einars Más og Stefáns, er ekki við öðru að búast en það komi fram í skáldskap ungra manna. Ég tala nú ekki um ef skáldin hyggjast taka á púls tryllings og gjálífis í samtímanum, óheftir af viðteknum skáldlegum lögmálum. Réttur skálds og skyld- ur Tvennt hef ég þó út á skáldskap af þessu tagi að setja. Annað þeirra varðar „tóninn” í Ijóðunum. Ég verð stundum óttalega lúinn á stöðugum leik með líkingar, retórík í síbylju, og óska mér þess eins að fá að heyra skáldskap sem er einfaldlega rödd einstaklings, óstudd „einsog” og á myndríku likingamáli. Slíka rödd hef ég aðeins heyrt einu sinni hin seinni ár, og þá ái síðustu ljóðabók Antons Helga. Ég er einnig á þeirri skoðun að skáldin eigi ekki bara að berast með satraumnum, endurspegla enda- laust, heldur beri þeim siðferðilega séö aö móta sinn efnivið, með það fyrir augum að móta sína samtíð. Skáldið er sem sagt hvorki sjálfssali nédjúkbox. -AI. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Einar Már Guðmundsson. fyrir einskærum velvilja. Fjölvaút- gáfan hefur t.d. verið sérlega hliðholl ungum skáldum og gefið út fallega útlítandi ljóðabækur þeirra, oftast myndskreyttar. Sú nýjasta þeirra heitir Gálgafrestur eftir Aðalstein Ás- berg Sigurðsson, myndskreytt af Önnu Gunnlaugsdóttur. Eins og nafn bókarinnar bendir til, er hún yflrfull af bölmóð og allt i lagi með það í sjálfu sér (þótt mann gruni að höf- undur sé sérstaklega að setja sig í þær stellingar). Verra er að skáldið hefur ekki lag á að tjá lífssýn sina með þeim hætti að lesandinn setjist upp og taki af þeim nótís. Óþekkt forlag, lítt þekkt skáld Orðfærið er ekki þjált og höfundi hættir við málalengingum út af engu: „menn sem virðast / ekki skilja, / v_— e.t.v. móðir, fjallar um börnin, blómin og hið saklausa í tilverunni og gerir það af alúð og einlægni sem orðfæri hennar þjónar dyggilega. í þvi á hún ýmislegt sameiginlegt með hinni kornungu Bergþóru Ingólfs- dóttur sem ég gat um í fyrri grein. Síðari ljóðabók Skákprents er eftir Gisla Sigurkarlsson, en á honum veit ég hreint engin deili. Eitt er vist að hann er hagmæltur í meira lagi, hvort sem hann yrkir stuðlað í anda Einars Ben. eða þræðir stigu atómljóðsins og þykir mér undarlegt hve lítill gaumur honum var gefinn á siðustu bókavertíð. Kjarnyrt og myndvís Gísli er augsýnilega þaullesinn í rómantiskum skáldskap okkar og hefur á sínu valdi gnótt orða sem á stöku stað valda ofhlæði innan í ljóði: „Þyrniflís hjá sköpun sólkerfa, Kynslóð fjölmiðlanna Þeir Einar Már Guðmundsson og Stefán Snævarr virðast hins vegar alls óhræddir við að opinbera persónu (eða skáldpersónu) síná fyrir lesand- anum. Þeir eru báðir menntamenn af nýrri kynslóð sem hrærist ekki aðeins í „hámenningu” heldureinnig í „lág- menningu”: Laxness og Andrési Önd, Bach of Boomtown Rats, Antonioni og Dallas. Uppalendur þessarar kynslóðar eru fjölmiðlarnir sem pumpað hafa inn í hugskot hennar stöðugri meðvitund um fortíð, nútíð og framtíðarhorfur. Erró gæti verið hirðmálari hennar. En undir þessu oki eru skáldin að kikna, vitandi að við erum dæmd til að endurtaka skyssur fortíðar og sú næstá gæti orðið sú siðasta. Skáld- persóna Einars Más vaknar „til fundar / við glymjandi skratta” í húsi sem er klefi, hún hugsar um dauðann sem greiðvikinn póst „með skeyti að handan”. Skáldið sér gamla bíómynd og hugsar til fortíðarinnar þegar allar ákvarðanir virtust svo auðvealdar og einfaldar: „hamingjan stjórnaði heiminum / og réttlætið sigraði að lokum”. Aðaisteinn Ásbfirg Sigurðsson — Gálgafrast- ur, Fjölvi, 1980. Þurföur Guðmundsdóttir — Og það var vor.... Skákprent, 1980. Gfsii Sigurkarisson — Af sjálfsvlgum, Skák- prent, 1980. Siguröur Pálsson — Ljóö vaga mann, Mál Er Menning, 1980. Einar Már Guömundsson — Róbinson Krúsó snýr aftur, löunn, 1981. Stefán Snœvarr — Sjálfssalinn, Mél £t Menn- ing, 1981. í fyrri grein um Ijóðabækur ungra skálda (2. júlí sl.) var aðallega fjallað um einkaútgáfuna á síðastliðinni bókavertíð og í stórum dráttum var leitast við að draga fram helstu ein- kenni á þeim skáldskap. Engum ættu að koma á óvart helstu niðurstöður þeirrar könnunar, þ.e. að nútíma- Ijóðið, opið og órímað, er fast í sessi meðal yngri skálda, — þrátt fyrir framlög hagyrðinga eins og Þórarins Eldjárn og Ragnars Aðalsteinssonar, — en hins vegar skortir talsvert á að þau ráði við frjálsræði þess. Nútíma- Ijóðið gerir nefnilega meiri kröfur til ljóðskáldsins en hið hefðbundna, stuðlaða og rímaða, ljóð sem færir þó skáldinu fasta umgjörð í hendur. Hliðhollir útgefendur Engan þarf heldur að undra að betri skáldskap er oftast að finna í þeim bókum sem einstök forlög gefa út. Þar eru fyrir hendi ráðgjafar og bókmenntafræðingar sem vinsa úr aðsendum skáldskap og eru ungum skáldum innan handar með lag- færingar. Þó kemur fyrir að smærri útgefendur sjá ekki helstu vankanta að tilvistun öll / er á undanhaldi” (önnur saga) eða „Áður en ég / endurraða / dómgreind minni, / þætti mér / gaman að / hlusta á vind- inn” (Tilhugsun) og loks „Sjálfs mín fangi / er ér einn, / enginn situr / hjá mér neinn” (Síðasta kvæði kynlega öldungsins). Hér er eins og dóm- greind skáldsins bresti þegaráríður. í fyrsta dæminu kemur hið visinda- lega orð „tilvistun” eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í einfaldlega orðaðan texta og skelfing er að heyra höfund tala um að „endurraða dóm- greind sinni”. Tvöföld neitunin í síðasta dæminu er líka eins og köld vatnsgusa á saklausan lesandann. Hins vegar er nafna mínum ekki alls varnað eins og ljóðið Hugarflug sannar og efa ég ekki að hann muni geta komið saman söngtexta. Snemma á síðustu bókavertíð kom það mér sérstaklega á óvart að rekast á vandaðar, innbundnar ljóðabækur eftir litt þekkt skáld, útgefnar af óþekktu forlagi, Skákprenti. Kvenlegur næmleiki Um forlagið veit ég ekkert frekar en vona að útgáfan hafi verið nógu ábatasöm til að Skákprent treysti sér að gefa út fleiri skáld með þessum hætti. Fyrra Ijóðskáldið var reyndar ekki alveg óþekkt, Þuríður Guð- mundsdóttir, og bók hennar nefnist Og það var vor. Ég veit ekki hvort það er orðið ljótt að tala um „kvenlegan næmleika” eins og Helgi Sæmundsson gerir á bókarkápu. Alltént er Þuríður með- vituð um stöðu sína sem kona og Sigurður Pálsson. Allt í plati Fyrri ljóðabók Sigurðar, Ljóð vega salt, nægði til að skapa höfundi sess meðal athyglisverðustu ljóðskálda af yngri kynslóð og margir biðu þess- arar seinni bókar með óþreyju. En eitthvað áttu ljóðaskýrendur erfitt með að skilgreina fyrir hvað ljóð Sig- urðar væru svona athyglisverð. Enda ekki nema von, því Ijóðin neituðu staðfastlega að láta hanka sig á mein- ingum um eitt eða neitt. Skáldið skaut sér bak við hlutlægar lýsingar á umhverfi sinu sem túlka mátti eins og hver vildi, retórík eða þá hálfkæring sem gjarnan virkaði á lesandann sem strákslegt „allt í plati”. Margir höfðu gantan af þessum leikfléttum Sigurðar, ærslafengnum lýsingum hans og skopskyni, en sjálf- um fannst mér vánta í þá bók kjöl- festuna, hvort sem við köllum hana „meiningar”, lífsskoðun eða eitt- hvað annað. í Ljóð vega menn kemur fram þroskaðra skáld og verklegra. Bókin skiptist eiginlega i tvennt, í „tæki- færisljóð” tveggja leiksviðsverka og eina fjóra sjálfstæða ljóðabálka. Heitbundinn Ljóðinu í þeim siðarnefndu, sem eru burð- arás bókarinnar, verður Ijóst að hvað sem öðru liður (t.a.m. samúð höf- undar með vinstri vængnum), þá er Sigurður fyrst og fremst heitbundinn ljóðinu, með öllum sínum dyntum. Áður en skáldið íhugar samtímann, gengur hann út frá veruleika Ijóðsins. Sé það nógu þjált, e.t.v. nógu „opið”, á samtiminn allur að geta rúmast þar. í Ijóðabálknum Það eitt til sex, byrjar Sigurður í lausu lofti, orðið „það” vindur upp á sig og verður smátt og smátt að Ijóði. Þvi má segja að þessi bálkur fjalli að sínu leyti um tilurð ljóðsins — eins og mörg önnur ljóð Sigurðar gera raunar óbeint. Sigurður Pálsson hefur óneitanlega fundið sér ljóðstíl sem þekkist langt að. Sá stíll er „opinn”, írónískur (jafnvel meinfyndinn), ekki alveg laus við súrrealiska takta, í senn gal- gopalegur og spaklegur. En samt hefur maður á tilfinningunni að með yfirvegaðri notkun á retórík, sífelld- um breytingum á raddblæ og tilvís- unum út á við, sé skáldið að búa sér til grimu, gæta þess að lesandinn komist ekki of nálægt persónunni Sigurði Pálssyni. / alheima / sem þú hefur breytt. / Brot af brotabroti / sveigir námunda- formúlur / af braut líkindanna.” (Þá sækir ljóðið þig heim). Tregi, efi og eftirsjá eftir fornum dyggðum einkenna ljóð Gísla öðru fremur, en þess á milli bregður hann á leik eins og i bráðskemmtilegum brag um hið illa hlutskipti trésins, að þurfa að skaffa leirskáldum pappír. Ljóð hans eru kjarnyrt, myndvís og gerð af smekkmanni. En meðan skáld eins og Þuríður og Gísli skjóta rótum í rómantískri þjóðerniskennd og einkarlegri ljóð- rænu, þá gerast nokkur yngri skáld allt að því ágeng í samtímalegum skírskotunum sínum. Þar lætur hæst í þeim Stefáni Snævarr og Einari Má Guðmundssyni en í námunda við þá hefur Sigurður Pálsson helgað sér lendur með Ijóðabók sinni Ljóð vega menn. Gisli Slgurkarlsson. Stefán Snævarr. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. Menning Menning Menning Menning

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.