Dagblaðið - 18.08.1981, Síða 3

Dagblaðið - 18.08.1981, Síða 3
 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981. Er lögum um meðferð fanga framfylgt á Reyðarfirði? —f rásögn af dvöl í fangageymslunni J.B., V.M. og P.J. skrifa: Við teljum okkur hafa orðið fyrir svívirðilegri meðferð í fanga- geymslunni á Reyðarfirði og ákváðum því að skrifa þessar línur. Aðkvöldiþess 3. ágúst vorum við þrír teknir fyrir ölvun á almannafæri. Við vorum umsvifalaust færðir í fangageymslu staðarins, ef fanga- geymslu skyldi kalla. Þegar inn var komið var þar kæfandi hiti og báðum við því um vatn til þess að slökkva þorstann. Þessari litlu bón var alfarið hafnað af fangaverðinum. Eins og allar aðrar mennskar verur þurfa fangar að ganga örna sinna. Við báðum því yfirvaldið að leyfa okkur að fara á salernið. Þá brá svo við, að yfirlögreglu- þjónninn ruddist inn í klefann, lyfti dýnu upp frá gólfinu, benti á niður- fall og sagði: „Þið getið gert þarfir ykkar þarna.” Yfirlögregluþjónninn lyfti síðan loki af niðurfallinu og upp gaus mjög ógeðfelld lykt, svo hann sneri sfðan út í flýti en við urðum eftir með fnykinn í vitunum. Okkur er nú spum: Hafa heilbrigðisyfirvöld ekkert eftirlit með fangageymslum landsins? Er íslenzkum löggæzlumönnum allt leyfilegt? Þekkir lögreglan á Reyðar- firði lög og reglur um meðferð fanga? Við þremenningarnir viljum síðan koma eftirfarandi á framfæri við reyðfirzku lögregluna: Síðast- liðin ár hafa yfirvöld dómsmála á Norðurlöndum komizt að þeirri niðurstöðu að vænlegra sé til árangurs að koma fram við fanga sem hverjar aðrar mannverur en ekki sem skepnur. Þau hafa því reynt að Þrir ungir menn telja sig „hafa orðið fyrir svivirðilegri meðferð f fangageymslunni á Reyðarfirði”. bæta aðbúnað fanga og hjálpað þeim að komast á rétta braut, með ýmiss konar aðstoð. Lögreglumenn á Reyðarfirði, takið þessi nýju vinnubrögð til fyrir- myndar og látið af hrotta- og sóðaskap. SVAR: Vegna þessa bréfs hafði blaðamaður DB samband við Þor- grím Ólafsson, varðstjóra á Reyðar- firði, sem raunar er eini Iög- reglumaður staðarins, og las honum bréfið. Þorgrímur virtist strax átta sig á hverjir bréfritarar eru þó ekki væru lesnir nema upphafsstafir nafna þeirra, samkvæmt beiðni. Hann kvað verða „nánar farið ofan í þetta mál”. Þorgrímur sagði ennfremur: „Allt þetta um að þeir hafi ekki fengið vatn að drekka né fengið að fara á klósettið er hreinn uppspuni. Klefi sá er mennirnir sátu í var skoðaður af heilbrigðisnefnd staðarins fyrir ári síðan og var samþykktur, enda nýr, stór og rúmgóður.” -FG Það á ekki af hundeigendum að ganga — „allt er f undið þessum vesalings dýrum til foráttu” Hundaeigandi skrifar: Það á ekki af okkur hundaei^- endum að ganga, því allt er fundið þessum vesalings dýrum til foráttu. Meðal annars er eitt uppáhalds- og gelti sem á að glymja allar nætur. Hver talar um hávaðann í drukknu fólki og óþrif þau er mennirnir valda? Jafnframt er ekki talað um að skjóta menn sem ráðast á varnarlaus gamalmenni — eða þá böm — hvort sem þeir limlesta eða myrða. Ég held að mannfólkinu væri nær að lita í eigin barm; ná bjálkanum úr eigin auga áður en það óskapast yfir flísinni í auga náungans. Spurning ag Hverterþitt viðhorftii læknastóttarinnar? Einar Elriksson framkvæmdastjóri: Ég hef lítið þurft á henni að halda en Ifzt ágætlega á hana. Valdlmar Gnðlaugsson, fyrrverandl fisksall: Flestir hafa þeir reynzt mér vel, utan einn, sem hefur gert mér lifið leitt. Helga Benediktsdóttir tæknitelknari: Stéttín er nauðsynleg en hvort hún er á réttri leið er annað mál. Jón Sveinsson sjómaður: Ég er orðinu háður lyfjum og tel að sú stétt eigi þar mikinn hlut að málum. Ég er nú að reyna að ná mér upp úr þessu. Sigriður Jónsdóttir einkaritari: Læknar eru misjafnir eins og allir aðrir og fólk ættí þvi ekki að treysta þeim i blindni. Rósa Þorsteindóttir ritari: Ég hef af skaplega góða reynslu af læknum yfir- leitt. •4

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.