Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 6
J)AGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981.
I
Erlent
Erlent
Erfent
Erlent
I
Bandaríkja-
menn íhuga
aukna aðstoð
við Pólverja
Bandaríska utanríkisráðuneytið
íhugar nú að veita Pólverjum aukna
aðstoð. í yfirlýsingu frá ráðuneytinu í
gær sagði að síðasta loforð ráðamanna
i Moskvu um aukna aðstoð við
Pólverja væri ef til vill aðeins ítrekun á
eldra loforði og fæli ekki í sér aukna
aðstoð.
Margrétog
Hinrik prins
fá 19 millj-
ónir d.kr.
Styrkur danska ríkisins handa
Margréti Danadrottningu og Henrik
prins, manni hennar, kemur til með að
hækka um rúma milljón danskra króna
næsta ár og mun hann þá nema tæpum
19,3 milljónum en var áður rétt rúmar
18 milljónir. Ingrid drottning fær á
næsta ári. um 3,5 milljónir í sinn hlut.
Olíutunnan f
34-37 dollara
Oliumálaráðherrar OPEC-ríkjanna
(olfuútflytjendur) er nú þinga f Genf í
Sviss, leitast nú við að ná
samkomulagi um að draga úr
olíuframleiðslunni vegna of-
framleiðslu. Nokkrir þingfulltrúa hafa
lýst því yfir að lfklega verði sameigin-
legt verð ákveðið á bilinu 34 til 37 doll-
arar á oliutunnuna. Verðið hefur að
undanförnu verið um 40 dollarar á
tunnu hjá flestum olíuútflytjendum.
Afganistan:
Karmal
stofnar
Israelsmennfá F-16 herþoturnarfrá Bandaríkjunum:
Reagan léttir sölu-
banninu af ísrael
— Meginástæðan til ákvörðunarforsetans er vopnahléð í Líbanon
Reagan Bandaríkjaforseti hefur
létt af sðlubanni á F-16 herþotum til
fsrael. Að sögn Alexanders Haig
utanrfkisráðherra má búast við að
herþotumar verði sendar tU íraels
þegar í dag.
Haig sagði á blaðamannafundi f
gær að afhending sextán herflugvéla
sem frestað hefur verið síðan 10.
júní færifram eins fljótt og mögulegt
væri. Hann bætti því við að það væri
sennilega aðeins spurning um
klukkustundir hvenær vélarnar legðu
af sað.
Ríkisstjórn Bandarikjanna
frestaði afhendingu á tveimur F-15
herþotum og fjórtán F—16 þotum
eftir árás ísraelsmanna á kjamakljúf
f frak og loftárás þeirra á Beirút sem
talið er að hafi kostað um 300
óbreytta borgaralifið.
Haig sagði að stjóm Banda-
ríkjanna hefði ekki komizt að niður-
stöðu um hvort þessar árásir
ísraelsmanna væru andstæðar sam-
komulagi Bandaríkjanna og fsraels-
manna um notkun fsraelsmanna á
bandarfskum hergögnum. Sam-
komulag þetta kveður á um að
fsraelsmenn noti bandarísk hergögn
aðeins i varnarskyni. fsraelsmenn
hafa haldið því fram að báðar hafi
árásirnar verið gerðar f varnarskyni.
Haig sagði að rfkisstjórn Banda-
ríkjanna hefði tekið mið af síðustu
atburðum í Miðausturlöndum er hún
ákvað að afhenda vélarnar og nefndi
hann einkum vopnahléð í Líbanon í
því sambandi.
í Jerúsalem höfðu f morgun ekki
heyrzt viðbrögð ráðherra í rikis-
stjórn Begins við þessari ákvörðun
Regans forseta en Moshe Arens, for-
maður utanríkis- og öryggis-
málanefndar ísraelsþings, sagði að
við þessari ákvörðun heföi verið
búizt.
Haig og Reagan ræðast við.
Pólskir prentarar loka
öllum ríkisfjölmiðlum
Andreej Celinski og Lech Walesa, tveir af fremstu mönnum Einingar. Enn hefúr
skorizt f odda með Einingu og stjórnvöldum landsins.
Pólskir prentarar höfðu boðað til
tveggja sólarhringa verkfalls í gær og
átti það að koma til framkvæmda 1 dag
og þar með áttu hin opinberu málgögn
að stöðvast. Ekki hefur áður komið til
verkfalls þessarar tegundar í
kommúnistarfkjum Austur-Evrópu.
Prentaramir sögðu f gærkvöldi að
til verkfalls þeirra kæmi ef rikisstjórn
léti ekki af áróðursherferð sinni gegn
Einingu, sambandi hinna óháðu verka-
lýðsfélaga i landinu, og veitti Einingu
frjálsan aðgang að útvarpi, sjónvarpi
ogdagblöðum.
Talsmaður prentara í Varsjá sagðist
ekki eiga von á að stjórnvöld yrðu við
þessum kröfum f bráð.
Framkvæmdaráð Éiningar átti að
koma saman til fundar f iðnaðar-
borginni Katowice f dag til að fjalla um
þá ákvörðun stjórnvalda að loka
blaðinu Wolny Zwiazkowiec (frjáls
verkalýðshreyfing). Blaðið var sakað
um að vera and-sovézkt og lokun þess
varð til þess að flýta fyrir verkfalls-
boðuninni.
Talsmenn Varsjárdeildar sögðu í
gærkvöldi að þar ihuguðu leiðtogar
deilunnar nú að biðja fréttamenn út-
varps og sjónvarps að taka þátt í
verkfallinu. Prentarar hafa og óskað
eftitr að dreifingaraðilar taki þátt í
verkfallinu og hótuðu frekari
aðgerðum ef reynt yrði aö koma
blöðunum út.
sérstakt
varnarráð
Babrak Karmal, forseti Afganistan,
hefur tilkynnt um stofnun sérstaks
varnarmálaráös í Afghanistan. Ráð
þetta á að sameina allar deildir ríkisins
og hersins að þvi er útvarpið i Kabúl
skýrði frá f gær.
í útvarpinu var fluttur hluti af ræðu
sem Karmal forseti flutti við þetta
tækifæri og sagði hann þá meðal
annars að tilgangurinn með stofnun
ráðsins væri að „sameina starfsemi
flokks og ríkisins og allra þjóðhollra
afla í þeim tilgangi að vinna algeran
siguráóvininum.”
Indland:
25 fórust
íbílslysi
Tuttugu og fimm manns fórust og
tuttugu og tveir slösuðust þegar
áætlunarbifreið, troðin af fólki, lenti
út í á um 60 kílómetra frá Srinagar í
Norður-lndlandi í gær, að því er ind-
verska fréttastofan PTI skýrði frá.
Mitterrand náð-
aði Krístínu von
Opel um helgina
Francois Mitterrand, Frakklands-
forseti, hefur í tilefni af hinum
kaþólska helgidegi himnaför Maríu,
hinn 15. ágúst, náðað tiu konur —
allt mæður — sem sátu i frönskum
fangelsum.
Þekktust þessara kvenna er hinn
vestur-þýzki erfingi Opel-
auðæfanna, Kristina von Opel.
Talsmaður forsetans sagði að
konumar tíu hefðu vegna langra
fangelsisdóma átt erfitt með að
halda sambandi við börn sín.
Christina von Opel var árið 1979
dæmd ásamt félögum sínum fyrir
mjög umfangsmikla verzlun með
fíkniefni. Dómurinn yfir henni
hljóðaði upp á tíu ára fangelsisvist og
500 þúsund franka sekt.
Mitterrand Frakklandsforseti
hefur einnig lýst því yfir að i hans
stjórnartíð verði dauðarefsingu ekki
beitt og hann hefur þegar náðað
nokkra dauðadæmda fanga.
ó
Á myndinni er Kristina von Opel eftir
dómsuppkvaðningu árið 1979.