Dagblaðið - 18.08.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981.
9
Refskákinni um útitaflið lokið?
Gerð útitafísins lokið
Vígt28. ágúst nk.
Útitaflið margfræga við Lækjar-
götu er tilbúið til notkunar. Var
síðasta hönd lögð á þetta mikla verk 1
gærkvöld og taflið þvi tilbúið á af-
mælisdegi Reykjavíkurborgar sem er
í dag. Reyndar á þó eftir að ganga
lítillega frá áhorfendastæðunum við
taflið, en taflið sjálft er tilbúið fyrir
byrjunarleikinn. Verður það væntan-
lega vigt 28. ágúst nk. viö hátíðlega
athöfn.
Þórður Þorbjarnarson borgar-
verkfræðingur sagði í samtali við DB
að aðeins ætti eftir að setja grástein
á áhorfendastæðin og væri verki
þessu þá að fullu lokið. Gerð taflsins
hefði þó staðizt fullkomlega og yrði
því þeim starfsmönnum garðyrkj-
unnar sem að verkinu unnu, greidd
umsamin uppbót, 25% ofan á dag-
vinnu. Væri þetta í samræmi við það
punktakerfi sem flestir vinnuhópar
innan borgarkerfisins ynnu eftir.
T.a.m. ynnu allir trésmiðir á tré-
smíðaverkstæðum borgarinnar eftir
þessu punktakerfi og fengju þeir því
enga sérstaka umbun fyrir að ljúka
Gerð útitaflsins við Lækjargötu er lokið og fá starfsmenn 25% uppbót á umsamda dagvinnu þar sem verkinu lauk fyrir
afmælisdag Reykjavíkurborgar, sem er i dag. DB-mynd Gunnar Örn.
verkinu, aðra en þá sem þeir þegar Fyrsta skákin á útitaflinu verður félagar úr Taflfélagi Reykjavíkur
hefðu. væntanlega tefld 28. ágúst nk., en munusjáum vígsluathöfnina. -ESE.
Stjórn BÍ:
Indriði
ekki
rekinn
úr siða-
reglu-
nefnd
Vegna ummæla i forystugrein Dag-
blaðsins föstudaginn 14. ágúst sl.,
vill stjórn Blaðamannafélags fslands
koma eftirfarandi á framfæri:
Indriði G. Þorsteinsson hefur ekki
frekar en aðrir menn verið rekinn úr
siðareglunefnd blaðamanna. Indriði
átti sæti í nefndinni, sem er skipuð
þremur mönnum, 1 mörg ár. í nefnd-
ina er kosið árlega á aðalfundi BÍ og
var Indriði endurkosinn í nefndina
allt fram til ársins 1980, þegar annar
var kosinn úr hópi fyrrverandi blaða-
manna. Nefndina skipa nú séra
Bjarni Sigurðsson, Vilhelm G.
Kristinsson fyrrv. fréttamaður og
Sigurður Hreiðar ritstjóri.
-StjðrhBÍ.
Fegursta gata Reykjavíkur árið 1981, Ægissíða.
Ægissíða valin feg
ursta gata Reykjavíkur
Árlega velur fegrunarnefnd Reykja-
víkur, fegurstu götu borgarinnar og
veitir viðurkenningar til þeirra sem
stuðlað hafa að fegrun borgarinnar.
Að þessu sinni varð Ægissíða fyrir
vahnu sem fegursta gatan, en sérstakar-
viðurkenningar voru m.a. veittar fyrir
velheppnaða enduruppbyggingu á
bamaheimilinu Tjarnarborg við Tjarn-
argötu, en húsið er gamalt timbur-
hús. Sjálfsbjörg var einnig veitt viður-
kenning fyrir góða aðstöðu fyrir fatl-
aða að Hátúni 12. Gunnar öm, ljós-
myndari DB, leit við á þessum stöðum
og tók meðfylgjandi myndir. -ESE.
Strandir:
Samvinna
bænda um
heyskapinn
Heyskapur gengur nú vel í
Árneshreppi og á Ströndum
Megnið af heyinu hlýtur súrheys-
verkun. Hér í hreppi hafa menn
státað af því að samvinnuhug-
sjónin sé mönnum i blóð borin.
Verkin hafa hins vegar ekki talað
svo undanfarna áratugi, að hér
byggju ekta samvinnumenn, fyrr
en nú að þrír bændur heyja
saman. Eru þó 10—15 km á milli
bæja þeirra.
Þetta em Sigursteinn Svein-
björnsson í Litlu-Ávik, Hávarður
Benediktsson Kjörvogi og Þórólf-
ur Guðfmnsson í Árnesi. Þeir
voru liðfáir og slógu saman um
heyskapinn. Meðalaldur þeirra er
36 ár. -Regina Gjögri
Allur aðbúnaður og aðstaða fyrir fatlaða er til mikillar fyrirmyndar 1 Hátúni 12:
DB-myndir: Gunnar Örn.
Vinnupalhir
til að standa
fagmannlega að verld
Þarftu á upphækkaöri vinnuaðstöðu að halda?
Þá eru INSTANT vinnupasllarnir lausnin. Þeir eru
traust fjárfesting, veita fullkomið öryggi og eru
auðveldir i notkun.
Þeir eru:
— léttir f meðförum — auðveldir ( samsetningu
— fullkomlega stööugir — úr ryöfrium málmi.
Auövelt að fara upp og niður á innbyggðum stiga.
Rúmgott vel varið vinnusvæði staðsett i hag-
kvæmustu vinnuhæö auðveldar störfin og veitir
fulllkomió öryggi.
Heildverzlun:
Pálmason 8 Valsson
KLAPPARSTÍG 16 SÍMI 91-27745
/