Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981. pólitík óttans búnaðarins. Einn leiðtoga SDP (sósíaldemókrataflokksins), Hans- Jochen Vogel, sagði á flokksþingi nýlega: ,,Ein afdrifaríkasta árás seinni heimsstyrjaldarinnar — árásin á Dresden aðfaranótt 14. febrúar 1945 — deyddi sextíu þúsund manns á fáeinum klukkustundum. Atómsprengjan, sem varpað var á Hiroshima 6. ágúst 1945, felldi tvö hundruð þúsund manns á fáeinum mínútum. f dag mundi ein kjarnorku'sprengja með sprengjuafl- inu eitt megatonn, sem varpað væri á stórborg, eyða öllu á svæði, sem hefði 8 kílómetra radíus. Nú eru til um tuttugu þúsund slík verkfæri.” Sá lærdómur, sem stjórnmála- menn virðast hafa dregið af •kirkjudeginum í Hamborg, er fyrst og fremst sá, að rök þeirra fyrir auknum vigbúnaði eru ekki lengur tekin gild, röksemdir þeirra ná ekki lengur eyrum hins almenna borgara. Vígbúnaður hefur löngum grundvallazt á kenningum um „hernaðarjafnvægi” eða „víg- búnaðarjafnvægi” eða innbyggðum rökum málsatvika” (svo gerð sé tilraun til þess að þýða þýzka hug- takið „Sachzwánge”). Rök af því tagi eiga erfitt uppdráttar, fáir eiga lengur auðvelt með að skilja rökin fyrir þvl, að nauðsynlegt sé að auka enn við Kjallarinn GunnarKristjánsson vopnabúnað, þegar vitað er, að vopnabúr stórveldanna nægja til þess að tortfma öiiu lífi á þessari jörð þrjátiu sinnum eða jafnvel oftar. Vigbúnaður er sagður vera til þess að tryggja friðinn, en eykur hann ekki hættuna á, að styrjöld brjótist út, eykur hann ekki á ótta manna um að annaðhvort mistök, ótti eða eitthvaö annað setji allt saman af stað? Vigbúnaður byggist á pólltfk óttans og hann bægir óttanum ekki frá heldur eykur hann og lifir jafnframt á honum, þarfnast hans. Áttu í vök að verjast Á hinum fjölmennu fundum kirkjudaganna þar sem oft voru samankomnir tugir þúsunda, að mestu leyti ungt fólk, var það greinilegt, að jafnvel vinsælir stjórn- málamenn áttu i vök að verjast. Flestir ráðherrar sambandslýðveldis- stjórnarinnar voru þarna viðstaddir og margir þeirra fluttu ræður og sátu fyrir svörum, m.a. kanslarinn, Helmut Schmidt. og varnarmála- ráðherrann, Hans ApeKsembáðireru „kirkjunnar menn”)./vður en yfir lauk máttu þeir þola margt „buh- hrópið”, rök þeirra hittu ekki í mark. Hápunktur „friðarþáttar” kirkjudaganna, utan dagskrár, var friðargangan mikla um borgina, þar sem þátttakendur eru taldir hafa verið 100.000 manns. Þar gaf að llta helztu slagorð friðarhreyfinganna. „Bildung statt Bomben” stóð áeinu: fræðsla 1 staðinn fyrir sprengjur, i þvi felst, að friður vinnist ekki með fleiri sprengjum og meiri vígbúnaði, heldur með öðrum hætti, t.d. með þvi að auka skilning milli manna, eyða ótta og tortryggni. Aukinn víg- f" " öðru hvoru tekur friðar- boðskapur kristninnar á sig pólitískan svip og hættir þá á að vera innhverfur friðarboðskapur um sátt mannsins við Guð og sjálfan sig í hjarta sínu og verður — í anda Gamla testamentisins ekki hvað sízt — býsna veraldlegur boðskapur um frið milli manna og þjóða, frið í sam- félaginu. Á þessari öld, öld tveggja heimsstyrjalda, hefur þetta vissulega gerzt margfaldlega, má benda á andspyrnuhreyfingar beggja stærstu kirkjudeildanna gegn nasismanum, einnig má benda á yfir- standandi forystuhlutverk kirknanna víðs vegar í þriðja heiminum í bar- áttunni fyrir mannréttindum og þannig mætti lengi telja. Og nú eru kirkjurnar orðnar vettvangur hinnar pólitísku umræðu dagsins á meginlandinu. Nýjar kirkjulegar friðarhreyfingar spretta upp hver af annarri og hafa gert kirkjuna að pólitísku afli, sem ekki verður gengið framhjá. í merkri grein hér í Dagblaöinu 24. júlí sl. skrifar Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður um hið nýja pólitíska afl á meginlandinu, þar sem hann spyr meðal annars „hvað dvelur íslenzku kirkjuna?” Grein þessi, sem ber heitið „Kirkjan og kjarnorkuvopnin,” barst mér ekki í hendur fyrr en í gær og þykir mér á- stæða til þess að leggja nokkur orð 1 belg um þetta mál, sem mér er afar hugleikið. Ekki sízt fyrir þá sök að ég átti þess kost að vera þátttakandi í kirkjudögunum í Hamborg 17.-21. júní sl., sem alþingismaðurinn gerir að umtlsefni í grein sinni og nefnir með réttu „stærstu fjöldasamkomu í þágu friðarins sem haldin hefur verið í Evrópu á síðustu áratugum. Yfir 100.000 þátttakendur”. Þótt friðarhreyfingar hafi ekki alltaf verið hátt skrifaðar innan kirkjunnar frekar en utan hafa þær þó engu að síður starfað innan kristinna safnaða á meginlandinu og opinberar friðarrannsóknarstofnanir hafa starfað við ýmsar stofnanir lúthersku kirkjunnar í V-Þýzkalandi og viðar; í nokkur misseri var ég dag- legur gestur í friðarrannsóknar- stofnun guðfræðideildar háskólans í Bochum og kynntist þá ofurlitið þessu starfi. En oft töluðu félagar í þessum friðarhreyfingum fyrir dauf- um eyrum. Ekki lengur. Ástæðan er ný og skelfileg mynd vígbúnaðar- kapphlaupsins. Með ákvörðun NATO í desember 1979 um að hefja staðsetningu á meðallangdrægum eldflaugum í Evrópu, eldflaugum, sem geta borið kjarnorkusprengjur, hefst blómaskeið friðarhreyfinganna. Á kirkjudögunum í Hamborg voru þær mjög áberandi. Fólk vaknar til umhugsunar Friðarhreyfingamar hafa vakið almenning til vitundar um hvað er að gerast í vígbúnaðarkapphlaupinu, opnað umræðuna til almennrar þátt- töku. Umræðan um vígbúnaðinn setur nú mark sitt á alla stjómmála- umræðu 1 V-Þýzkalandi og veldur miklum innanflokkadeilum í röðum fremstu stjórnmálamanna fiokk- anna. Núna fyrst virðast margir gera sér grein fyrir umfangi víg- stjórnmálamanna um hernaðarjafn- vægi og nauðsynjarök málsins — en hann bætti við: „Pólitík, sem kemur i veg fyrir hana, er hugsanleg — og liana verður að finna.” Lausnarinnar þarf að leita Einn af leiðtogum sósialdemókrata í V-Þýzkalandi, Oskar Lafontaine, sagði nýlega í þessu samhengi: „Þegar allir standa frammi fyrir hyl- dýpinu skaðar það ekki, ef einhver hörfar aftur.” Friðarhreyfingarnar nýju hafa margar kenningar, sem ekki verða tíundaðar hér, en það kann að vera að engin þeirra feli 1 sér hina endanlegu lausn. Samt sem áöur þarf að leita hennar, lausnin felst ekld í því hamslausa og tryllta kapp- hlaupi til tortímingar, sem nú stendur yfir og við erum öll þátttakendur i. Það er auðveldara að vera vitur eftir á, áhættan felst i því að reyna að vera það i tæka tíð. Stjórnmálamenn, sem boða aukinn vígbúnað, hafa misst trúnað. Einkum æskunnar. I þessu tóma- rúmi litils öryggis og mikils ótta leita menn til kirkjunnar, um það er ekki að villast, innan ramma hennar fer þessi umræða fram. En kirkjan er ekki valdastofnun, stjórnmálamenn- irnir hafa völdin. Og stjórnmál snúast ekki um að láta stjórnast í blindni af „nauðsynjarökum málsins” heldur í þvi að stjóma, leita leiða út úr óttanum og frá tor- tímingunni. Ýmsir tala rétt eins og vígbúnaðarkapphlaupið væri nátt- úrulögmál, sem allir verða að beygja sig undir; örlög mannsins að þessu leyti eru á hans eigin valdi, en em það aðeins stjórnmálamennirnir, sem eiga að glíma við þau? Alþjóðlegt afl Þótt kirkjan sé ekki valdastofnun hefur hún þó möguleika til þess að hafa áhrif á skoðanamyndun og það nánast ótakmarkað. Auk þess er kirkjan það afl i þessum heimi, sem er alþjóðlegra en nokkurt annað afl og hefur því möguleika til þess að tengja fólk af öllum þjóðum og öllum stjórnmálaskoðunum vegna þess að lífsskoðun trúarinnar nemur ekki staðar við járntjaldið eða bambustjaldið. Auk þess má segja, að afstaða hinna kirkjulegu friðarhreyfinga einkennist einkum af tvennu. f fyrsta lagi koma þær fram sem rótttækt þjóðfélagslegt gagnrýnisafl, sem dregur ríkjandi vígbúnaðarstefnu í efa af öllum mætti. Þær veita stjórn- málamönnum viðnám og knýja þá til andsvara. f öðru lagi einkennist staða þessara hreyfinga af viljanum til þess að styðja stjórnmálamenn til þess að leita nýrra leiða og tryggja þeim fylgi og stuðning við nýja stefnu í friðar- og afvopnunarmálum. Ólafur Ragnar spyr réttilega með nokkrum þunga, hvað islenzku kirkj- una dvelji. Ég tek undir þá spurningu því að mér er einnig spurn. Ég minnist þess ekki, að kirkjuþing, kirkjuráð eða prestastefna hafi gefið út yfirlýsingu um afvonunarmál eða Hápunktur „friðarþáttar” kirkjudaganna, utan dagskrár, var friðargangan mikla um borgina, þar sem þátttakendur eru taldir hafa verið 100.000 manns. £ „Ólafur Ragnar spyr réttilega með nokkrum þunga, hvaö íslenzku kirkjuna dvelji. Ég tek undir þá spurningu því aö mér er einnig spurn. Ég minnist þess ekki, að kirkju- þing, kirkjuráð eða prestastefna hafi gefið út yfirlýsingu um afvopnunarmál eða fjallað um þau mál á fræðilegan hátt á undanförnum árum.” Óttizt ekki segir á veggspjaldi kirkjudaganna, sem er til bægri. Til vinstri er stilfæring leikmanna. Textinn þar er: Óttizt! Kjarnorkudauðinn kemur oss öllum við. búnaður leiði aðeins burtu frá markinu. Bæði kanslarinn og varnarmála- ráðherrann eiga við mikla andstöðu að etja — einnig innan flokksins. Þeir saka friðarhreyfingar um að vera „barnalegar”, þær viðurkenni ekki augljós rök hernaðarjafnvægis. Við slikum ásökunum eru ótal svör, sem ekki gefst ráðrúm til að reifa hér. En benda má á það, sem ekki ómerkari maður en heim- spekingurinn og eðlisfræðing- urinn Carl Friedrich von Weizáck- er sagði fyrir fáeinum árum, að allt virtist stefna 1 átt til þriðju heimsstyrjaldarinnar — og þá miðaði hann við viðteknar hugmyndir fjallað um þau mál á fræöilegan hátt á undanförnum árum. En spurningin bendir í ákveðna átt, hún er spurning um það, hvort íslenzka kirkjan láti sig varða afdrifaríkustu málefni heimsbyggðarinnar með sama hætti og nágrannakirkjurnar. Og þá er átt við kirkjustarfið í heild; friðarhreyf- ingar kirknanna á meginlandinu eru einkum til orðnar í einstökum söfn- uðum borga og bæja en ekki á skrif- stofum kirkjuleiðtoga. Og einmitt þannig ætti kirkjan að starfa. Hér á landi er því verk að vinna, íslenzkir söfnuðir þurfa ekki að kvarta undan verkefnaleysi! Reynivöllum 12. ágúst ’81. Dr. Gunnar Kristjánsson. Hörfað f rá öe/ÁiOUohat uaaa auc ffiFurchte dich nicht

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.