Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981. Breiðdalsvík Umboðsmaður óskast á Breiðdalsvík. Uppl. hjá umboðsmanni, sími 97-5677 eða 91-27022. MMBIABIB • S^/cia ÖLDUNGADEILD 'c’/.aiieáC' Innritun í öldungadeild fer fram dagana 27. ágúst til 3. september kl. 8—16 daglega. Fimmtudaginn 3. september verður skrifstofa skólans opin vegna innritunar til kl. 19. Sími skólans er 2544. Kennsla í öldungadeild hefst mánudaginn 7. september. Ummæli gagnrýnenda: „Tribute er stórkostleg." Gene Shalit 9 íThe Today Show, NBC-TV. „TRIBUTE gerir bíóferö á frídegi alveg dásamlega.“ Jim Ferguson, KGUN-TV, Tucson, Arizona. „Alveg dásamleg kvikmynd." „TRIBUTE er fágœt mynd.“ Ross Crystal, WTTG-TV, Washlngton. Carol Olten, The San Diego Union. „TRIBUTE hlýtur að verða •ígild.“ Don Lechman, ■ijpy. Loa Angelea f-.. Dally Breeze. „... dáaamlega éhrifaríkt gaman- loiks-drama...“ Charlea Champlln, Loa Angeiea Tlmea. „Jack Lemmon ar ekkert minna an •tórgl»silegur.“ Bob ThomM, Assoclated Preaa. „Jack Lemmon eýn- ir óviðjafnanlegan leik.“ John Stark, San Franclsco Examlner. .. kvikmynd, sem mann varða að ajá.“ Lou Roblnson, WMPB-TV, Washlng- ton og Baltlmore. „TRIBUTE veltir áhorfendum undur- samlega ánasgju.“ Qene Shallt, The Today Show, NBC-TV. JACK LEMMON rqbhYBENSON TfcjByjE LEEREMICK LAWRENCE TURMAN DAVID FOSTER Prr«„i aJOEL B. MICIIAELS, CARTIIII DRABINSKY Produci„.n > BOB CLARK nim "TRIBUTE"Mwri„« JOHN MARLEY KIM CATTRALL GALE GARNETT [COLLEEN DEWHURSTl Sfrrrnptiv h> BERNARD SLADE Itex-il „n h» SUfi- Hj> Prnducrd „n Ihr Mjjr hy MORTON GOTTLIEB E«ui«mrf*rn TIIE Tl'RMÁN-FOSTER COMPANYji RICHARD S. BRIGHT fmducrd by JOEL B MICHAELS and GARTH H. DRABINSKY iimctrdh> BOB CLARK "We Still Have Time' Minjby BARRY MANILOW *nrds jnd musk by BARRY MANILOW. JACK FELDMAN jnd BRUCE SUSSMAN Mu«c by KEN WANNBERG M PAMNTAL 6UDANCE SUGGESTEO N Ý J A B í O Ráðgjafi frá Mandeville of London verður þessa viku hér á landi á eftir- töldum stöðum: REYKJAVIK Rakarastofan Klapparstig, sími 12725, mánudag 4. mai, miðvikudag 6. mai, föstudag 8. mai. AKUREYRI Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi 24408, þriðjudag 5. maí. KEFLAVIK Klippotek, Hafnargötu 25, sími 3428, fimmtudag 7. mai. Ríkið „hækkar gegndarlaust verð á öllu áfengi og birtir svo i eigin fjölmiðlum fréttir af hvernig landsmenn fara með það,” segir Siggi flug. DB-mynd Á.P. VANGA VELTUR UM ÁFENGI Siggi flug, 7877-8083, skrifar: Mig hefur lengi langað til að skrifa um þann ósóma sem ég tel vera í því að geta um það í fréttum fjölmiðla, blaða og svo í ríkisfjölmiðlunum út- varpi og sjónvarpi, að svo og svo mikil eða lítil ölvun hafi verið á þessum eða hinum skemmtistaðnum. Þetta er að mínum dómi mesta smekkleysa og óþarft að geta um þetta í fréttum. Oft er lika getið um að þifreið haft verið ekið út af og far- þegar slasazt, en um leið er líka þess getið, hvort Bakkus hafi verið með í ferðinni. Það virðist oft sem fréttin missi eitthvað af gildi sínu ef Bakkus var ekki með í ferðinni. Hvað eiga nú þessi skrípalæti að þýða? Hið íslenzka ríki hefur af því góðar tekjur, ég vildi segja miklar tekjur, að selja landsmönnum áfengi og ríkið er fyrst til að hækka brenni- vínsverðið þegar um er að ræða ein- hverja gengisbreytingu hjá því mjög svo skrítna fyrirtæki Seðlabankan- um. Sem sagt, „ríkið” hækkar gegndarlaust verð á öllu áfengi og birtir svo í eigin fjölmiðlum frétt af hvernig landsmenn fara með það, illa eða vel. Þetta finnst mér skrítinn verzlunarmáti. Þetta væri svo sem allt í lagi ef t.d. öðrum en ríkinu væri falin sala þessa eiturlyfs, sem áfengið er að vissu leyti. En að ríkið sjálft sé að birta um það frétt hvort farið sé með þessar veigar vel eða illa, það finnst mér ekki ná nokkurri átt. Ég er ekki með jtessu að mæla brennivíninu bót, það er alltof mikið drukkið af því og það er of mikil tekjulind ríkissjóðs. Það er eins og alltaf megi hækka brennivínið í verði ef vantar peninga í þessa allsherjar „hít” sem við köllum ríkissjóð. Það er rætt í fjölmiðlum hvort vel sé farið með jtetta áfengi en það er sjaldan, alltof sjaldan, talað um hvernig þeim peningum er varið sem inn koma fyrir brerinivínið. Ég ber mikla virðingu fyrir mönn- um eins og Árna Helgasyni í Stykkis- hólmi og ég ber mikla virðingu fyrir þessu óeigingjarna bindindisstarfi sem hann reynir eftir fremsta megni að rita um. Það hefur verið mikið talað og ritað um bjórinn, ýmist með eða móti. Bindindismenn eins og Á.H. telja að bjórinn sé bara viðbót við brennivínsnotkunina, það held ég ekki. Af bjórdrykkju verða menn sljóir og syfjaðir, en af brennivínsþambi verða menn æstir slagsmálahundar. Hvort vill nú Á.H. heldur, sofandi bjórdrykkjumenn eða slagsmála- hunda sem vaða uppi á skemmti- stöðum, sér og öðrum til ama og skammar. Mér datt þetta (svona) í hug. V ÞJÓNUSTA AF SÍDUSTU SORT —gengilbeinur Asks voru ífýlu og virtu gesti ekki viðlits Eiríkur St. Eiríksson skrifar: Þar sem mig minnir að ég hafi einhvers staðar lesið, eða heyrt í auglýsingu, að starfsfólki mat- sölustaðarins Asks á Suðurlands- braut 14 sé það uppálagt af eigendum staðarins að veita fljóta og góða þjónustu, langar mig til að koma eftirfarandi á framfæri. Miðvikudaginn 19. ágúst lagði ég leið mína á matsölustaðinn Ask á Suðurlandsbrautinni, í því skyni að fá mér að borða. Fátt gesta var á staðnum er mig bar þar að, en þeim mun fleira starfsfólk. Ég setti mig við lítið borð í litlum bás og bað af- greiðslustúlku sem þar gekk framhjá að leyfa mér að líta á matseðilinn. Hún lét ekki svo lítið að virða mig viðlits og ekki svaraði hún mér heldur. Ég færði mig því um set og settist við afgreiðsluborðið þar sem ég var vel sýnilegur öllum, bæði starfsfólki og gestum. Tvær af- greiðslustúlkur sem þarna voru í seilingarfjarlægð forðuðust þó að líta á mig, en grúfðu sig þess í stað ofan í peningakassana, þess á milli sem þær gengu með mat til annarra gesta sem þarna voru. Mér tókst þó að ítreka ósk mína um að fá að líta á mat- seðilinn við sömu stúlkuna og fyrr, en ekki varð árangurinn meiri. Hún virti mig ekki viðlits, þó hún heyrði greinilega í mér og ekki svaraði hún mér. Gengilbeinurnar héldu síðan á- fram að bera mat í þá 8—10 gesti sem þarna voru í hádeginu, fyrir utan mig, en ég átti greinilega að svelta. Þegar ég var búinn að bíða þarna í um 5 mínútur komu tveir ungir menn inn og fengu fljótlega afgreiðslu. Þá gekk ég út og ók inn á Grensásveg og keypti mér þar hamborgara á stað sem leggur áherzlu á skyndiaf- greiðslu, alveg eins og Askur. Þar þurfti ég að bíða í rúma mínútu og því tel ég þeim tíma sem ég hékk á Aski illa varið og ég mun hugsa mig um tvisvar áður en ég fer þangað aftur. Við eigendur og starfsfólk Asks vil ég bara segja þetta: Það er liðin tíð að Askur sé eini staður sinnar tegundar í bænum og á undanförnum árum hefur verið lögð aukin áherzla á bætta þjónustu við viðskiptavini. Starfsfólk Asks á ekki að láta það bitna á viðskiptavinum þó að það hafi e.t.v. farið öfugum megin fram úr rúminu og sé í einhverri fýlu. Þessu hélt ég að greindir „bissnessmenn” eins og Pétur Sveinbjarnarson, gerðu starfs- fólki sínu grein fyrir. Þetta var þjónústa af síðustu sort. Eiríkur St. Eiríksson bendir á að það sé „liöin tíö aö Askur sé eini staður sinnar tegundar 1 bænum”. Áskorun til bænda um að svara fyrir sig Móeiöur Ágústsdóttir skrifar: Mig hefur oft langað til þess að svara þeim sem alltaf eru að ráðast á bændur í lesendabréfum og öðru slíku. Ég las um daginn bréf frá neytanda sem var að fárast yfir eyðslu og bruðli bænda. Það getur vel verið að bændur bruðli en ég held að það geri fleiri. Aðra eins fjarstæðu að bændur eigi að nota sömu heyvinnuvélar bara af því að þeir búi í nábýli við hvern annan, hélt ég að enginn léti sér detta í hug. Vita menn ekki að allir nota sama þurrkinn sem svo sannarlega er ekki of mikið af þessa daga. Rigning- in og kuldinn eru kannski líka bænd- unum að kenna. Ég held að þetta með bílaflota bænda sé nú einhver misskilningur. Ég veit ekki til þess að þeir eigi fleiri bíla en gengur og gerist. Þeim er kannski of gott að eiga annað en hasta Land Rover jeppa? Hinir bílarnir hafa sjálfsagt verið eign ætt- ingja og vina úr kaupstaðnum, sem komnir voru í heimsókn, sjálfsagt til þess að „hjálpa til” og leyfa litlu börnunum að sjá béaðar skítugu kýrnar, er mjólka svo súrri mjólk handa veslings neytandanum, sem alltaf er órétti beittur. Bændur, ég skora á ykkur, látið ekki fáfróða þéttbýlisbúa níða ykkur niður án þess að svara fyrir ykkur. Þeir þeysa fram á ritvöllinn, hver á fætur öðrum en gleyma að kynna sér málin frá báðum hliðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.