Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 6
6 /* DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981. KEMUR EKKITIL HUGAR AÐ BORDA FISK FRÁ ÍSLANDI — segir nýsjálenzk stúlka sem kynnzt hef ur vinnubrögðum í f iskiðju á Vestf jörðum Fyrir nokkrum dögum barst Dagblaðinu bréf frá nýsjá- lenzkri stúlku, Janice Downie, sem undanfarna níu mánuði hefur unnið í fiskvinnslu hér- lendis. I bréfi sínu fjallar Janice um nokkur atriði sem hún kynntist í vinnu sinni og telur að erindi eigi til íslend- inga. Eftir að hafa léSið bréfið ákvað blm. að hafa upp á Janice Downie og spjalla við hana nánar um ýmsa hluti sem hún minnist á. Því miður reyndist Janice farin af landi brott en í hennar stað var rætt við vinstúlku hennar sem enn er hérlendis og unnið hafði með Janice. Heitir sú Jillian Mercer og erfrá Ástralíu. Bréf Janice Downiefer hér á eftir: • KMU Bréf Janice Downie Ég er nýsjálenzk og hef verið starfsmaður i einní af ykkar mörgu fiskiðjum undanfarna níu mánuði. Mér finnst að margt af þvi sem ég kynntisl i rekstri fiskiðjunnar sem ég vann hjá eigi ekki að vera ósagl þegar ég yfirgef ísland. Aðrir út- lendir verkamenn og islenzkir, sem ég hef haft samband við, eru sömu skoðunar og ég. Hlífðarfatnaður í augum hins vestræna heims hlýtur það að teljast úrell fyrir- komulag að starfsmcnn i verk- smiðjum skuli neyðast til þess að útvcga sér sinn eigin hlífðarfatnað, svo sem svuntur, stígvél, hanzka, heyrnarhlifar, einangrunarfatnað o.s.frv. án fjárstuðnings frá at- vinnurekanda eða rikísvaldinu í formi peningagrelðslna. Hávaðamengun Það veldur mér ugg að sjá börn sem fullorðna setta í vélasali þar sem mikill hávaði ríkir. Verkafólk virðist algerlega áhugalaust um hugsanlegan skaða á heyrn sinni. Jafnvel þeir sem vita af hættunni geta ekki nolað heyrnarhlifar. Astæðan er sú að stjórnendur hafa algerlega vanrækt að úlvega slíka hluti, jafnvel þótl fólk hafi beðið um það. Gæði fisksins Meðan á vinnu minni slóð sá ég svo ofl slæma meðhöndlun fisks að mér kemur ekki til hugar að borða framar frosinn og unninn fisk frá íslandi. Bónuskerfið ýtir undir hraða vinnu og slikt kemur niður á gæðum afurðanna. Blóð, bein, ormar og ýlda fylgja hreinsuðum fiski á pökkunarborðin og þaðan á heimsmarkað. Þyngdin er mikilvægur þáttur fyrir þann sem snyrtir þegar bónus dagsins er metinn. Ef of mikið af skcmmdum hlutum og blóði er fjar- lægt af fisknum er þeim sem snyrtir refsað fyrir heiðarleikann með lægri vigt sem þýðir ófullnægjandi bónus. Ef það að henda rotnuðum fiski þýðir peningatap missa stjórn- endurnir lyktarskynið. Afleiðingin verður sú að mikið magn af fiski, óhæfu til neyzlu, er senl á markað. T.d. man ég eftlr hægagangs- verkfalli á Vestfjörðum á þessu ári. Verkafólkið hraktist næstum þvi út úr fiskðjunni vegna stingandi lyktar af rotnandi þorski. Allur sá þorskur var settur á markað erlendis. Ég kalla þetta ósiðlegt. íslenzkur efnahagur byggir að stórum hluta á fiskiðnaði. Ef tsland ætlar sér að halda gæðum fisksins uppi og starfsfólkinu ánægðu eru hlutir eins og minnzt er á hér að framan mikilvægir og þarfnast um- hugsunar. Virðingarfyllst, Janice Downie. Jillian Mercer, áströlsk stúlka sem vann hér ítæpa fimm mánuði: Hreint ótrúlegt hvað þetta var ógeðslegt — hægt að stinga fingrunum í gegnum fiskinn, svo úldinn var hann —fórsamt ígegn Eins og fram kom hér að framan er bréfritarinn, Janice Downie, farinn af landi brott. Því tókst ekki að ná tali af henni en í staðinn var spjallað við vinkonu hennar, Jillian Mercer, sem frá því í marz sl. og fram í júlí vann með Janice. ,,Ég kom hingað til lands í marz í vor fyrir milligöngu skrifstofu í London. Ég var ráðin til vinnu á Þingeyri á Vestfjörðum, hjá Kaup- félaginu á staðnum sem rekur fisk- vinnslu,” sagði Jillian Mercer. „Jan (en það kallaði hún Janice) var þá að vinna á Þingeyri. Hún kom til íslands i október í fyrra. Ég vissi af bréfinu sem hún skrifaði ykkur og er henni algerlega sammála. Okkur finnst það t.d. vera afskaplega fornaldarlegt skipulag að starfsmenn skuli sjálfir þurfa að út- vega sér svuntur, hanzka og stígvél og jafnvel eyrnahlífar. Hvarvetna i verksmiðjum í hinum vestræna heimi er hlífðarfatnaður sem starfsmenn þarfnast í vinnunni til staðar. Það þykir alls staðar sjálf- sagt að verksmiðjan útvegi slíkt. Á Þingeyri man ég að var íslenzk stúlka, sem vann í vélaherbergi, sem notaði heymarhlífar. Hún var með sínar eigin hlífar. Það voru til heyrnarhlífar á vinnustaðnum mínum en þær hlífar höfðu aðrir starfsmenn á undan keypt og skilið eftir þegar þeir hættu að vinna hjá fyrirtækinu. Beint í 28 stiga frost Ég minnist þess þegar nýr piltur kom til Þingeyrar frá Ástraliu. Fyrsta vinnudaginn, strax um morguninn, varð hann að fara inn í 28 stiga frost, frystiklefa, og vinna þar. Hann fékk engin einangrunarföt. Ef það hefði ekki verið frí næsta dag, sem var þjóðhátíðardagurinn, veit ég ekki hvernig hefði farið fyrir honum. En hann fékk þarna sem betur fer heilan dag til að jafna sig. Hann var alveg óviðbúinn því að fara að vinna í svona kulda og kom því ekki með nein aukaföt. Mér fannst fólkið hugsa lítið um hávaðann á vinnustaðnum. í véla- salnum voru gamlar og háværar vélar en margir voru án heyrnarhlifa. Jan talaði mikið um þessi mál. Hún leitaði til þeirra sern stjórna og bað um að fá heyrnarhlífar. Stjórnend- urnir höfðu ekki neinn áhuga á að sinna slíkri beiðni. Jan var bent á hlífar sem héngu á snaga en þegar til kom reyndust þær brotnar. Ég held að útlendingarnir sem unnu þarna hafi hugsað meira um þessi mál. Þeir höfðu kynnzt öðru annars staðar. Bónusinn ýtir undir svik Bónus-kerfið sem unnið er eftir veldur lakari gæðum. Það ýtir undir fljótfærnisleg vinnubrögð og jafnvel svik. Fólkið fær borgað fyrir hraða og þyngd. Og meira fyrir þyngdina en hraðann. Þeir sem snyrta fá 20 kg kassa með hráefni í. Það sem búið er að snyrta er sett í annan kassa. Sá kassi er vigtaður og mismunurinn á þyngd hans og hins fyrri virkar sem frádráttur á launin. Jillian Mercer. Hún og vinkona hennar, Janice Downie, ætla aldrei að borða fisk frá tslandi eftir að hafa kynnzt vinnslu hans. DB-mynd Gunnar Örn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.