Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981. Fangelsismálin: „Engum gerður greiði með því að ýfa upp þessi mál” —segir Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra „en leggjumst á eitt um að sjá til þess að hver einstaklingur fái notið réttaröryggis og almennra mannréttinda” „Ég hef rætt bæði við sr. Jón Bjarman fangaprest og Hallvarð Ein- varðsson rannsóknarlögreglustjóra og staðgengil hans, Þóri Oddsson,” sagði Friðjón Þórðarson þegar DB hafði samband við hann til að for- vitnast um viðbrögð dómsmálaráðu- neytisins við skoðunum sr. Jóns Bjarman sem fram komu í viðtali hér í blaðinu sl. mánudag. Það er skoðun sr. Jóns að við yfir- heyrslur yfir gæzluföngum í svoköll- uðum Guðmundar- og Geirfinnsmál- um hafi vinnubrögðum rannsóknar- lögreglumanna og fangavarða verið í ýmsu áfátt, vægast sagt, og réttinda fanganna ekki gætt sem skyldi. Ef sr. Jón hefur rétt fyrir sér kunna játningar gæzlufanganna að vera fengnar á vafasaman hátt og þar með eru forsendur fyrir eftirfarandi hæstaréttardómum brostnar. Sr. Jón heldur þvi ennfremur fram að í rannsókn sem síðar var fram- kvæmd á vinnubrögðum við yfir- heyrslur, svokallaðri harðræðisrann- sókn, hafi rannsóknarlögreglan nán- ast rannsakað sjálfa sig og tæpast nógu gaumgæfilega. Síðan hafi þessir atburðir verið sveipaðir þögn af hálfu yfirvalda, þögn sem ekki hafi verið rofin heldur dýpkað síðan Stefán Unnsteinsson gerði ítarlega grein fyrir þeim i bók sinni um Sævar Ciesielski, sem út kom fyrir ári síðan. 1976 — erfittár f róttarsögunni „Bæði fangapresturinn og yfir- menn rannsóknarlögreglunnar tjáðu mér að árið 1976 hefði verið mjög erfitt ár í sögu íslenzkra dómsmála, einmitt vegna þessara flóknu og um- fangsmiklu sakamála,” sagði Friðjón Þórðarson, núverandi dómsmálaráð- herra. Ennfremur sagði hann: „Séra Jón óskaði á sinum tima eftir sérstakri rannsókn vegna meints harðræðis við fanga í yfirheyrslum. Sú rannsókn var framkvæmd af vararannsóknarlögreglustjóra, Þóri Oddssyni. Síðan var hún send ríkissaksókn- ara, Þórði Björnssyni, með venju- bundnum hætti. Taldi hann ekki ástæðu til frekari aðgerða af því til- efni.” Hefur dómsmálaráðuneytið í hyggju að taka þessi mál til endur- skoðunar? Friðjón Þórðarson taldi tormerki á því. „Rannsókn þessi er nú fyrir löngu um garð gengin,” sagði hann, „og hæstaréttardómur fallinn í máli sak- borninganna. Ég tel að engum sé greiði gerður með því að fara nú að ýfa þessi viðamiklu og viðkvæmu mál upp aftur í fjölmiðlum. Það væri nær, að allir þeir sem á einhvern hátt þurfa að koma nærri slíkum rann- sóknum og meðferð grunaðra manna og fanga leggi kapp á að vinna saman af heilum hug að því að upplýsa mál, koma í veg fyrir að saklaust fólk sé fangelsað og sjái til þess að hver ein- staklingur fái notið réttaröryggis og almennra mannréttinda.” -IHH DB-mynd Bjarnleifur. „Það var hringt að sunnan í simstöð- ina á Brú og sagt að nafnið mitt væri í blaðinu. Símstöðin hringdi svo í veit- ingaskálann þar sem ég vinn. Blöðin koma hingað ekki fyrr en deginum seinna þannig að ég sá sjálf ekki blaðið fyrr en daginn eftir.” Erna vann sl. vetur í Kaupfélagi Hrútfirðinga á Borðeyri en þegar ferðamannastraumurinn fór að aukast með vorinu færði hún sig í veitinga- skálann við Brú. Þar hefur hún í sumar matreitt hamborgara, kjúklinga og fleira góðgæti ofan í soltna ferðalanga. „Ég fer í skóla í haust í Reykjavík. Ég fer í Ármúlaskóla og þar verð ég á viðskiptabraut. Ég sé því ekki fram á að ég geti notað vinninginn í vetur. Skólinn fer að byrja,” sagði hin lukku- lega úr Hrútafirði. Við vonum að henni gefist sem fyrst tækifæri til að njóta vinningsins því hún hefur ekki enn ferðazt út fyrir landsteinana. -KMU Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, afhcndir Ernu Hilmarsdóttur ávisun á sólarlandaferð. Hættulegar gryf jur í Suðurhlíðahverfi: Öryggisvörður kvartar yf ir slysahættu Nokkrar kvartanir hafa borizt að undanförnu frá foreldrum í nágrenni Öskjuhlíðarskóla vegna þeirra fram- kvæmda sem standa þar yfir. Er unnið þar að gatna- og holræsagerð í svoköll- uðu Suðurhlíðahverfi, en mörgum hefur fundizt að ekki væri tryggilega gengið frá vinnusvæðinu og að börn og unglingar gætu farið sér þar að voða. — Ég er búinn að kvarta yfir þessu við verktakann og vonast til að hann bæti úr þessu hið bráðasta, sagði Kjartan Ólafsson öryggisvörður hjá embætti gatnamálastjóra í samtali við DB. Sagði Kjartan að það væri vissu- lega rétt að börnum gæti stafað hætta af gryfjunum á svæðinu og því hefði hann haft samband við verktakann. Það er fyrirtækið Háfell sem sér um gatna- og holræsagerðina í þessu nýja hverfi og verður þess varla langt að bíða að vinnusvæðið verði girt af. -ESE Bílaklúbbur Akureyrar áformar að halda sandspymukeppni sunnudaginn 30. ágúst efnœg þátttaka fœst. Skráning til keppninnar er í síma 96-23715 og 96-22615 millikl 19og21. Vœntanlegir keppendur þurfa að skrá sig með vikufyrirvara, þ.e. ísíðasta lagiþann 23. ágúst. Keppt verður eftir reglubók L.Í.A. Þegar eru skráðir til leiks öf lugustu bílarnir á Akureyri. Við skorum á ykkur að koma og veita þeim verðuga keppni. Vegleg verðlaun í boði. BÍLAKLÚBBUR AKUREYRAR „Ég er ekki búin að vera áskrifandi nema í tæpt hálft ár. Ég gerðist áskrif- andi í marz, vildi fylgjast með því sem er að gerast,” sagði Erna Hilmars- dóttir, 18 ára stúlka úr Hrútafirði. í. síðustu viku gafst henni kostur á að tryggja sér sólarlandaferð með Útsýn að verðmæti 8.000 krónur með því einu að svara spurningum vikunnar í áskrif- endaleik Dagblaðsins. „Það var mjög einfalt að svara,” sagði Ema, sem er frá bænum Kolbeinsá í Strandasýslu. Bærinn stendur við vestanverðan Hrútafjörð, ekki langt frá Borðeyri. DB-vinningur í viku hverri: 18 ára stúlka af Ströndunum vann sólarlandaferð <

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.