Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981. Alltaf hreinar framrúður: Vatnið kemur úr þurrkublöðunum Komnar eru á markaðinn hér á landi sænskar bílrúðuþurrkur, svokallaðar skolþurrkur. Þær eru þannig gerðar að í stað þess að vatn komi á rúðuna úr rúðusprautunni kemur það úr þurrkublöðunum sjálfum. Þetta er sérlega hentugt og þægilegt þvi þar með er vatnið jafnan þar á rúðunni sem mest er þörf fyrir það, — undir þurrkublaðinu. Þennan útbúnað i i h.ægt að setja á nánast alla bíla og tekur ásetning ekki nema nokkrar minúti r.Skipt er um þurrkublöð á hefðbundinn hátt og síðan er gúmmíslangan tengd við T-laga tengi sem síðan er tengt við leiðslu frá vatnsdælunni. 1 flestum tilfellum er auðvelt að ganga þannig frá leiðslunum að litið beri á þeim. Skolþurrkur þessar hafa verið í notkun i Svíþjóð nú um árabil og líkað sérlega vel. Einkaumboðs- maður fyrir þessar þurrkur hér á landi er Árni Scheving en hann hefur undir höndum úrklippur úr erlendum bílablöðum þar sem farið er mjög lofsamlegum orðum um þurrkur þessar. Tímaritið MOTOR gerir ár- Heimilisbókhaldið: Nú þurfa allir að spara, sendið inn júlíseðilinn Þessa dagana birtum við af og ti! upplýsingaseðilinn fyrir heimilisbók- haldið okkar i júlí-mánuði. Inn- heimtur á seðlum eru frekar dræmar það sem af er. Það veldur okkur nokkrum vonbrigðum þar sem við héldum að nýja heimilisbókhaldsbókin yrði hvetjandi fyrir fólk aö taka þátt í heimilisbókhaldinu með okkur. — Kannski er þarna aðeins um að kenna sumarleyfum fólks. Samkvæmt síðustu útreikningum okkar er kostnaðurinn við kaup á matvörum að stíga óhugnanlega hratt. Fyrstu mánuði ársins hækkuðu meðaltalstölurnar hægar en þær gerðu á síðasta ári. Við töldum að það benti til þess að verðbólgan væri að hægja á sér. Nú, eftir júnímánuð vir'ðist svo sem allt sé komið úr böndunum á nýjan leik. Ef við berum saman meðaltal þeirra sjö fjölskylduhópa sem sendu okkur upplýsingaseðla í júnímánuði og berum saman við samsvarandi meðaltal í janúar er hækkunin tæp 40%. Ef saman- burður þessi er gerður i maí er hækkunin mun minni eða ekki nema um 18%. Frá júní í fyrra er hækkunin hiní vegar 67 %. Til þess að mæta slikri aukningu á framfærslukostnaði þarf því ýmislegt að koma til annað en smávægilegar kauphækkanir. Það verður svo sannarlega að halda vel á hverri krónu og láta ekkert fara i súginn. Nauðsynlegt er því að vita i hvað peningunum hefur verið eytt og það er gert með því að halda heimilisbók- hald. — Gaman væri að heyra hvernig fólki líkar heimilisdagbókin okkar. Tveir hafa látið sitt álit í ljós. öðrum fannst bókin ómöguleg vegna þess að hún er svo „laus í reipunum”. Hinum fannst hún alveg ágæt. Þegar búið er að halda nákvæmt heimilisbókhald í nokkurn tima er hægt að endurskoða eyðsluna og þá kemur í ljós á hvaða liðum er hægt að spara. -A.Bj. lega könnun á fylgihlutum og út- búnaði í bifreiðir. Sænska skol- þurrkan var einn af þeim hlutum sem voru valdir árið 1979. Skolhnrrkurnar henta einkar vel hér á landi þar sem mikið mæðir á rúðuþurrkunum. Ekki er hætta á að vökvinn frjósi í sjálfum þurrkublöðunum, þar sem gúmmíið pressar allan vökva jafnóðum burt. Skolþurrkurnar fást á Esso bensínstöðvunum, varahluta- verzlunum og á öðrum stöðum þar sem bifreiðavörur fást. -A.Bj. Á myndinni sést hvernig vatnið kemur úr þurrkublaðinu sjálfu þannig að það nýtist fullkomlega til þess að þvo óhreinindin af rúðunni. Með skolþurrkunum þarf ekki að eiga á hættu að vatnið úr rúðusprautunni sprautist framhjá rúðunni eða fjúki út f allar áttir. Einstaklingsmeðaltal- ið í júlí yfir þúsund kr. „Satt að segja ógnar mér matar- reikningurinn” segir m.a. í bréfi frá einstaklingi sem sendir okkur upplýs- ingaseðil. ,,Ég tel mig ekki hafa keypt neitt sérstakt. Helzt lifi ég á skyndifæði, svo sem dósamat og jógúrt, svo sem einbúa þykir þægilegast. í liðnum „annað” ber hæst benzínkostnað 350 kr., húsaleigu 300 kr., dagblaðið 75 kr., einn dansleik 100 kr., fatnað og skó- 330 kr. og ýmislegt smádót”. Þessi einstaklingur sem er búsettut í bæ á Norðurlandi hefur farið með rúml. 1100 kr. i mat og hreinlætis- vörur i júlímánuði. Það er nokkuð mikið og hæsta meðaltalið í júlí, enn sem komið er, þótt eitt meðaltal úr Mosfellssveitinni fylgi þar fast á eftir. -A.Bj. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks_____ Kostnaður í júlímánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m i iAi v i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.