Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981.
mBIADW
Iijálst, úháð idagblað
Útgafandi: Oagblaöið hf. * “
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjötfsson. Ritstjöri: Jönas Kristjönsson.
Aðstoðarritstjöri: Haukur Helgason. Fréttasfjöri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjöri ritstjómarJöhannes Reykdal.
Íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingölfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamonn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig
urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga HuM Hákonardóttir,
Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn Þoríeifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hali
dórsson. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Slðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrifsÞrfun Þverholti 11.
AðaUimi blaðsins er 27022 (10 Hnur).
Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Slðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Ask>ift«rv*rð á mánufli kr. 80^00. Varð f lauéasöJu kr. 5,00.
Vill landsbyggðin list?
Utan Reykjavíkursvæðisins býr
liðlega helmingur landsmanna. Hins
vegar lætur nærri að 80-90% af allri
þroskaðri menningarstarfsemi í landinu
fari fram á þessu sama svæði. Helst er
að landsbyggðin fái daufan smjör-
þefinn af slíkri starfsemi, þá helst tónlist eða leik-
list, gegnum hljóðvarp eða sjónvarp, þegar aðrar ríkis-
reknar menningarstofnanir vísitera einu sinni á ári.
í því sambandi er rétt að minna á að meðan fjöldi
fólks í Stór-Reykjavík lætur sér ekki nægja útsending-
ar íslenska sjónvarpsins og er í óðaönn að koma sér
upp eigin stöðvum, þá eru enn til staðir á landinu sem
ekki fá hlutdeild í hinum opinbera sjónvarpsgeisla.
Margar ástæður eru nefndar fyrir þessu ástandi,
þ.á m. samgönguerfiðleikar, íslensk veðrátta og
skilningsleysi fjárveitingavaldsins á menningarlegum
þörfum landsbyggðarinnar. Víst er að þessir þættir
auðvelda ekki miðlun listar um landið.
En með því að fara í sífellu bónarveginn til Reykja-
víkur, biðjandi um meiri list eða betri fyrirgreiðslu í
þeim efnum, eru fulltrúar landsbyggðar í raun að byrja
á öfugum enda. Fyrst þurfa hin ýmsu byggðarlög að
gera upp við sig hvers konar menningarstarfsemi þau
þurfa mest á að halda, til jafnvægis við þá oft ötulu
starfsemi áhugamanna sem fyrir er. Næsta skref er að
kanna hvort þau hafi aðgang að húsnæði sem hentar
slíkri starfsemi. Vöntun á aðstöðu hefur einmitt verið
mikill þrándur í götu þeirra sem hafa viljað leika, spila,
sýna eða dansa fyrir fólk úti á landi.
Með þessum hætti getur landsbyggðin tryggt að
tekið verði tillit til sérþarfa hennar og þarf þá ekki að
bíða eftir þeim molum sem kunna að hrökkva til henn-
ar stöku sinnum af „allsnægtarborði” höfuðborgar-
innar.
Á fjórðungsþingi Norðlendinga 1979 urðu tímamót
í afstöðu landsbyggðarinnar til menningarmála en þá
var m.a. ályktað að stuðla bæri að ,,auknum sam-
skiptum . . . milli áhugamanna um listir í þeim tilgangi
t.d. að ... kynna frekar stöðu þessara mála í
fjórðungnum”. I framhaldi af því þingi héldu lista-
menn og áhugamenn um listir í fjórðungnum ráðstefnu
í desember 1980. Á þeirri ráðstefnu var Erni Inga
myndlistarmanni á Akureyri falið að gera ítarlega
könnun á menningarlegum þörfum Norðlendinga og
gera auk þess úttekt á samkomuhúsum á 15 stöðum í
fjórðungnum. Þeirri könnun er nú nýlega lokið og
verður hún kynnt á næsta fjórðungsþingi í september
nk.
Á hinum ýmsu stöðum voru menn m.a. spurðir um
það sem mest háði listastarfsemi í hverju héraði. Yfir-
gnæfandi meirihluti var þeirrar skoðunar að skortur á
kynningu væri mesta vandamálið, þar næst nefndu
menn fámennið, of mikla vinnu og loks framtaksleysi.
Hvergi var peningaskorti brugðið við. í könnun Arnar
Inga kom einnig fram að flestir samkomustaðir í
fjórðungnum eru illa í stakk búnir fyrir listflutning. Á
hinn bóginn var sýnt fram á að þá mætti bæta stórlega
með litlum tilkostnaði. Loks var í þessari könnun spurt
hvert ætti að vera höfuðverkefni menningarlegra
samtaka á Norðurlandi. Nefndu menn þá m.a.
upplýsingadreifingu, almenna og skipulega listmiðlun,
auk fræðslu um menningarmál og samstarf við aðra
landsfjórðunga á gagnkvæmumgrundvelli.
Með þessa skýrslu Arnar Inga í höndunum geta
Norðlendingar nú með góðri samvisku beðið um fyrir-
greiðslu ríkisvaldsins. Nú er komið að öðrum lands-
fjórðungum að taka upp þráðinn.
Stefnubreyting hjá Rauðu khmerunum í Kampútseu:
Segjast nú málsvarar
eignarréttar og einka-
framtaks í Kampútseu
— Það hef ur þó ekki dregið úr andúð Son Sanns og
Sihanouks prins í þeirra garð
Stjóm Rauðu khmefanna 1
Kampútseu — sem steypt var af
stóli af Víetnömum — berst nú
tvöfaldri baráttu. Annars vegar
berjast liðsmenn hennar í
skæruhernaði gegn hernámsliði Víet-
nama og hins vegar rekur hún mikla
áróðursherferð til að öðlast traust
íbúa þessa stríðshrjáða lands og ekki
síður að öðlast traust umheimsins.
leng Sary aðstoðarforsætis-
ráðherra Rauðu khmeranna lýsti
aðstöðu Rauðu khmeranna
sem„stöðugt hagstæðari” er hann
ræddi við fréttamenn í smáþorpi þar
sem hann heldur til inni í skóginum
rétt við landamæri Thailands.
Áætlaður fjöldi skæruliða Rauðu
khmeranna er um 40 þúsund og þeir
hafa haldið uppi baráttu gegn 200
þúsund manna hernámsliði Víetnams
allt frá því að hersveitir Hanoi-
stjórnarinnar steyptu stjórn Rauðu
khmeranna frá völdum í janúar 1979.
„Baráttuþrek okkar er mjög
mikið,” sagði Ieng Sary. ;,Við eigum
stöðugt frumkvæðið f árásum á Vfet-
namana. Við erum vissir um að þeir
muni ekki komast í sókn á ný.”
Ieng Sary segir að hitt skipti ekki
minna máli að stuðningur íbúanna
við Rauðu khmerana hafi aukizt.
„Um 1,6 milljónir manna (meira
en fjórðungur íbúafjölda Kampút-
seu) búa á svæði sem er undir okkar
stjóm,” sagði hann og bætti því við
að Rauðu khmerarnir væru nú helztu
talsmenn eignarréttarins og einka-
framtaks.
„Allt til síðustu áramóta var
þjóðin ekki trúuð á stefnubreytingu
okkar en hú hefur hún sannfærzt og
sér að við höfum fullgert áætlun
okkar,” sagði Ieng Sary. Hann sagði
að liðsmenn Rauðu khmeranna gerðu
sér far um að flytja þennan boðskap.
Hermennirnir tækju nú þátt í
brúðkaupsathöfnum til þess að sýna
að fjandskapur Rauðu khmeranna i
garð fjölskyldunnar og átrúnaðarins
heyrði sögunni til. Þegar þeir væru
ekki í stríði þá tækju hermennirnir
þátt í akuryrkjustörfunum.
Hin breytta stefna Rauðu khmer-
Börn 1 Kampútseu hafa tjáð með myndum sínum þær skelfingar sem gengu yfir
landið 1 valdatfð Rauðu khmeranna.
anna var sett fram í fimm liða
pólitiskri áætlun sem birt var 30. júní
síðastliðinn. Þar var hvatt til þess að
frjálsar kosningar fæm fram í
Kampútseu eftir að hersveitir Víet-
nama væru á brott og boðað var
stjórnarfyrirkomulag sem hvorki
byggöi á kommúnisma né sósíalisma.
Kommúnismanum virtist hafnað
til að tryggja áfram meirihluta hjá
Sameinuðu þjóðunum, sem fram til
þessa hafa viðurkennt stjórn Rauðu
khmeranna sem hina löglegu stjórn
Kampútseu, þó þessi sami meirihluti
hafi jafnframt fordæmt mjög
sterklega hina róttæku stefnu Rauðu
khmeranna sem birtist í framkvæmd
á þeim rúmlega þremur árum sem
þeir fóru með völdin i landinu.
Talið er að meira en ein milljón
manna hafi látið lífið á valdatíma
Rauðu khmeranna, ýmist tekin af lifi
eða dáið úr hungri.
En hin breytta stefna hefur lítið
dregið úr andúð Son Sanns fyrrum
forsætisráðherra og Sihanouk prins
og stuðningsmanna þeirra í garð
Rauðu khmeranna.
Son Sann og Sihanouk prins
hittust í París snemma í þessum
mánuði í einni af fjölmörgum
tilraunum til að koma á fót
sameiginlegu afli andstæðinga
Vietnams í Kampútseu.
Jeng Sary heldur því fram að Son
Sann hafi ekki komið i „anda hinnar
sameinuðu baráttuhreyfingar” á
fund prinsins heldur hafi hann viljað
fá Sihanouk til að gefa út sameigin-
lega yfirlýsingu með sér þar sem
Rauðu khmerarnir yrðu fordæmdir.
Þessari málaleitan hafi Sihanouk
hafnað.
Ieng Sary segir að engu að siður
hafi Sihanouk prins síðar fordæmt
Rauðu khmerana og liðsmenn Son
Sanns hafi sett skilyrði fyrir sam-
eiginlegri andstöðuhreyfingu við
Víetnama að Rauðu khmerarnir
gegndu þar engum pólitískum
stöðum.
r
Sóðaskapurí
Seljahverfi
x
Ibúar í Seljahverft, hinum elsta
hluta þess, hafa nýlega bent okkur á
ámælisverð atriði í sambandi við frá-
gang borgarinnar á gangbrautum i
hverfinu.
Því verður ekki neitað að borgar-
starfsmenn hafa baslaö nokkuð við
að koma gangbrautum í lag í hverf-
inu og skal það ekki vanþakkað.
Vegna þess að fbúar hverfisins eru
ekki búnir vængjum þá verður að
segja eins og er að puð borgarstarfs-
manna við gangstéttir missir að sumu
leyti marks.
Með Skógarseli sem er aðalgata
upp í gegnum Seljahverfi er og hefur
enn verið unnið að gerð gangbrauta.
Út frá Skógarseli ættu að liggja gang-
brautir, ekki aðeins inn í hverfi, ein-
eða tvíbýlishúsa, heldur og frá
götunni inn að verzlunarmiðstöð
hverfisins sem er Ásgeirskjör. Frá
öllum lóðum á umræddu svæði er nú
búið að ganga en hlutur borgarinnar
situr eftir. Smástúfar gangstétta sem
eiga að tengja saman heildargang-
Kjallarin n
Kristinn Snæland
stéttakerfið eru enn ekkert annað en
mold og í bleytu drulla.
Svo hlálegt dæmi sé nefnt þá eru
gatnagerðarmenn búnir að setja
gangbrautarmerkið á götuna yfir
Skógarselið, frá Stuðlaseli í átt að
Ásgeirsverzlun. Nú til þess að
komast úr Stuðlaselinu yfir í Ásgeirs-
verslun þá fara löghlýðnir borgarar á
gangbrautarstúfana úr Stuðlaseli
út á gangstéttina við Skógarsel.
Gangbrautarstúfar þessir eru enn
ófrágengnir svo að ef blautt er í veðri
verða ibúarnir að fljúga þennan litla
spöl út á gangstéttina við Skógarsel.
Smekklega merkt
gangbraut
Síðan er gengið eftir henni unz
komið er á móts við beinustu leið að
Ásgeirskjöri. Þá bregður svo við að
smá moldarbraut yerður að ganga út
á Skógarseiið, sem býður þó upp á
smekklega merkta göngubraut á
götunni sjálfri. Sú göngubraut lendir
þó af götunni beint upp á grasivaxinn