Dagblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981.
13
Ekki hefur enn náðst samband við Bobby Fischer:
Ætla að svelta Bobby
Fischer út úr greninu
„Það eru allir sem til þekkja
sammála um að Fischer fylgist mjög vel
með og John W. Collins, fyrrum
þjálfari hans og eini maðurinn sem
Fischer hefur samband við að staðaldri,
heldur þvi fram að Fischer tefli af og til
við nokkra af sterkustu skákmönnum
Bandaríkjanna en taki af þeim loforð
um að segja ekki frá því,” sagði Þor-
steinn Þorsteinsson, varaforseti
Skáksambands íslands, i samtali við
blaðamann DB i morgun. Þorsteinn
var í síðasta mánuði úti í Banda-
ríkjunum og hitti þá að máli þá menn
er þekkja bezt til Fischers, þá Collins,
séra Lombardy og Bisquier, stór-
meistara.
Að sögn Þorsteins töluðu þeir um
að „reyna að svelta Fischer út úr
greninu”. Undanfarin ár munu félagar
hans i bandarísku skákhreyfingunni
hafa stutt hann fjárhagslega en þeir
hafi nú hætt því i þeirri von að Fischer
neyöist til aö tefla opinberlega á ný.
Sagði Þorsteinn að ef til vill skýrði
þetta það að Fischer hefði nú haft
samband viö Campomanes og óskað
eftir því að tefla opinberlega á ný.
Annars voru þeir liðsmenn íslenzku
skákhreyfingarinnar sem blaðamaður
Bandarískir
skákáhuga-
menn fullyrða að
Fischer tefli að
staðaldri en leynilega
við nokkra beztu
skákmenn
Bandaríkjanna
DB ræddi við svartsýnir á að Fischer
myndi tefla á ný. Að sögn Þorsteins
Þorsteinssonar munu skiptar skoðanir
meöal þeirra bandariskra skákmanna
er bezt þekkja Fischer, um hvort hann
sé þannig á sig kominn andlega að hann
geti teflt á ný.
Jóhanni Þóri Jónssyni, sem falið
var af Friðriki Ólafssyni að vinna að
Fischer-málinu, mun ekki hafa tekizt
að ná sambandi við Fischer enda er það
vist enginn hægðarleikur. Að sögn Þor-
steins Þorsteinssonar mun aðeins vera
einn maður sem á sæmilega greiðan
aðgang að honum, þ.e. John W.
Collins, enda má segja að Fischer hafi
að miklu leyti alizt upp hjá honum.
-GAJ-
AIL'
STEINARSSON
Fræðslu- og skemmtidagskrá við Slökkvistöðina í dag:
BRENNANDIHÚS, BJÖRGUN ÚR BÍL-
SLYSI, VATNS-PÓLÓ OG TRÚÐAR
Akið ekki alla leið
að Slökkvistöðinni
«C
Á Reykjavíkurvikt'nni hafa bruna-
verðir sýnt ýmis tæki slökkviliðsins og
gamla sögulega hluti. Hér er Hermann
Björgvinsson brunavörður við gamlan
slökkvibil en gömlu bilarnir voru vin-
sxlir munir til að skoða hjá ungum
gestum sem fjölmennt hafa á sýningu
Slökkviliðs Reykjavíkur.
Það eru vinsamleg tilmæli Slökkvi-
liðsins til væntanlegra gesta á
fræðslu- og skemmtidagskrá bruna-
varöa við Slökkvistöðina í dag að
fólk aki ekki alla leið að Slökkvi-
stöðinni vegna öngþveitis sem það
gæti valdið. Bent er á bílastæði hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna og hjá
Landleiðum, neðar við Reykjanes-
braut, og stæði víðar í grenndinni.
Slökkvi- og sjúkrabílar þurfa að eiga
greiða leið frá stöðinni í neyðar-
tilfellum.
- A.St.
Slökkvilið Rcykjavfkur getur nánast rakið sögu sfna til 1791 en þá var stofnað til
embættis sem gekk undir nafninu „vaktarinn”. Vaktaði sá er stööunni gegndi
höfuðborgina að næturlagi. Fyrsta slökkvistöðin eða tækjamiðstöðin var f kjall-
ara Dómkirkjunnar.
erum mjög óánægðir með okkar kjör
því föst laun brunavarða eru frá
5524 krónum upp í 5740 krónur. Við
erum að vonast eftir einhverri úr-
lausn um áramótin. Kannski varð sú
von til þess að allir unnu án endur-
gjalds að undirbúningi og fram-
kvæmd sýningarinnar í dag.”
Brunaverðir hafa lagt sig fram um
dreifingu viðurkenndra slökkvitækja
og reykskynjara og með sjálfboða-
starfi að þeirri útbreiðslu safnað fé i
félagssjóðsinn.
Sem fyrr segir getur Slökkviliðið
rakið sögu sína lengra aftur en aðrar
stofnanir Reykjavíkur. Slökkviliðið
annast nú fjögur bæjarfélög á'
Reykjavíkursvæðinu og þjónar því
nær helmingi íbúa landsins. Það er
að jafnaði kvatt út 350—400 sinnum
á ári. Algengustu orsakir útkalla eru
íkveikja af mannavöldum. Slík tilvik
voru 115 árið 1980 en þá kom upp
eldur á 271 stað á starfssvæðinu.
Brunatjón á mann á ári er mun
minna á starfssvæði SR en i höfuð-
borgum nágrannalandanna. Árið
1980 nam það um 20 kr. á mann yfir
árið.
- A.St.
Reykjavíkurvikunni lýkur í dag og
má fullyrða að það verði
Slökkviliðiö, sú stofnun borgarinnar
sem rakið getur sögu sina lengst aftur
í tímann, eða 190 ár, og Bruna-
varðafélag Reykjavíkur, sem setji
mestan svip á borgarlífið í dag.
Brunaverðir aka slökkvibílum um
götur borgarinnar árdegis í dag og
brunaverðir gangast síðan fyrir
fræðslu- og skemmtidagskrá fyrir
Reykvfkinga við slökkvistöðina í
öskjuhlíð. Hefst skemmtunin og
kynningin kl. 2 og munstandaí fullar
tvær stundir.
Fræðslu- og skemmtidagskráin
við Slökkvistöðina í dag verður með
svipuðu sniði og var á „Slökkviliðs-
deginum 1977”. Þá fengu
slökkviliðsmenn heimsókn þúsunda
bæjarbúa og gert er ráð fyrir
þúsundum gesta einnig nú.
Þarna mun lúðrasveit leika, ávarp
verður flutt, sýnd verður björgun úr
tumi og er efstu hæðum æfinga-
turnsins lokað til aö gera sýninguna
eðlilegri og líkari raunveruleika. Þá
verður sýnd notkun falhnotta, sýnd
og kynnt verða ýmis hand-
slökkvitæki. Þá fer fram sýning á
slökkvistarfi í brennandi húsi. Þama
verður sýnd stigaæfing.mun meiri að
vöxtum en áður hefur þekkzt, því
sýnd veröur notkun krókstiga milli
hæða í húsi og hluti stigaæfingar fer
fram á miðju sýningarsvæðis en ekki
með stigann við húsbrún. Þá verður
sýnd björgun úr bílslysi og loks
keppa slökkviliðsmenn í vatnspóló
eða knattleik sem fer fram með
stórum bolta, sem rekinn er milli
marka með kraftmiklum vatns-
slöngum. Inn á milli atriða koma
fram trúðar sem alltaf eru vinsæUr,
ekki sízt hjá börnunum:
Brunaverðir hafa lagt mikla vinnu
í undirbúning þessarar dagskrár og
lagt í hann mikla vinnu utan vakta.
AUir fastráðnir starfsmenn Slökkvi-
liðsins taka þátt í sýningunni. Aðeins
15 eru á vakt hverju sinni, hinir vinna
í sjálfboðavinnu aö sýningunni.
„Viss spenna var ríkjandi milli
okkar og yfirvalda um þessa
sýningu,” sagði Sævar Jóhannesson,
form. Brunavarðafélagsins. „Við
r r
r
r
ST0RFE HEITIÐ FYRIR UPPLYSINGAR UM ÞJ0FNAÐ
—124 þúsund kr. þjóf naður enn óupplýstur á Akureyri
„Við höfum ákveðið að greiða
verulega góð verðlaun fyrir uppjýsingar
sem leitt gætu til uppljóstrunar
málsins,” sagði SkúU Ágústsson, eig-
andi BUaleigu Akureyrar með meiru,
en úr skrifstofum fyrirtækisins var um
sfðustu helgi stolið tösku sem innihélt
rúmlega 124 þúsund kr. i peningum og
tæp 14 þúsund I reikningum.
„í þessari tösku var fjárupphæðin
sem selt var fyrir um helgina í
Nestunum þremur, sem BUaleigan á og
rekur. Auk þess voru í töskunni lyklar
að öUum Nestissölunum svo skipta
varð um skrár daginn eftir stuldinn,”
sagði Skúli.
„Taskan var svo sett hér í skjala-
skáp og var horfin að morgni. Skjala-
skápurinn er að vísu ekki mikU mót-
staða þeim sem ákveðinn er í hann að
fara. En ég er á þeirri skoðun að sá
sem er valdur að þjófnaðinum þekki
aUgjörla til á skrifstofunni hér.
Hvernig svo sem í málinu liggur höfum
við ákveðið að verðlauna með góðum
greiðslum upplýsingar sem gætu leitt
til uppljóstrunar á máUnu. Hver
verðlaunin verða fer eftir gæðum
upplýsinganna,” sagði Skúli.
Rannsóknarlögregla Akureyrar
vinnur að rannsókn málsins og hefur
yfirheyrt nokkra í sambandi við það.
-A.St.