Dagblaðið - 24.08.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.08.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST1981. — 189. TBL. RITSTJÓRN SÍÐLMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AKGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSlMI 27022. ETIT LÖGLEGT VEGA- BRÉF OG ANNAD FALSAÐ — fundustí fórum strokufangans er hann vargripinnáKeflavíkurflugvelli „Sigurður Þór Sigurðsson, stroku- fanginn úr Vestre fangelsinu i ágúst 1979, gaf sig á engan hátt fram við Tollgæzluna á Keflavikurflugvelli,” sagði Kristján Pétursson deildarstjóri i Tollgæzlunni í samtali við blaðið. „Maðurinn er gerbreyttur frá því sem hann var fyrir 2—3 árum er hann fórfráíslandi.” Kristján vildi ekki staðfesta meira. DB hefur þó fregnir um að grunur hafi fallið á komumann vegna fíkni- efna og við leit hafi á honum fundizt um eða yfir 20 grömm af marijuana. Síðar mun meira magn hafa fundizt innan klæöa að því er fregnir herma. DB hefur það fyrir satt að í fórum Sigurðar hafi fundizt tvö vegabréf. Annað var bráðabirgðavegabréf sem hann fékk í sendiráðinu i London á dögunum, því þar gaf hann sig fram og kvaðst ætla til íslands og gefa sig fram þar. Um þetta bárust fréttir frá sendiráðinu til dómsmálaráðuneytis- ins og var höfð sérstök gát á vélum sem frá London komu. Komu margar vélar þaðan frá því Sigurður Þór fékk bráðabirgðavegabréfið og þar til það fannst í fórum hans við leit. í fórum hans var annað vegabréf með mynd af honum en nafni annars manns. Það vegabréf er útgefið af sendiráðinu í Osló f árslok 1979, 2—3 mánuðum eftir að Sigurður strauk úr Vestre fangelsinu. Mál Sigurðar eru í meðförum Fíkniefnadómstólsins og Sakadóms Reykjavikur. - A.St. ENN SÆKIR HERINN SJÚKAN RÚSSA Á sunnudaginn sótti þyrla varnar- liðsins fársjúkan rússneskan mann af rússneskum verksmiðjutogara um 250 mílur suðvestur i haf. Tók flugið fram og til baka á sunnudag á sjötta tima en manninum var farsællega komið í hendur lækna í Borgarspítalanum. Þetta er í annað sinn á viku sem þyrla varnarliðsins sækir sjúka Rússa á haf út. Er um mjög löng sjúkraflug að ræða í báðum tilfellum og þurfti elds: neytisvél að gefa þyrlunni áfyllingu bæði á út- og heimleið. Fyrri Rússinn sem sóttur var var með bráða botnlangabólgu og er nú að ná sér. Hinn síðari var með óstarfhæf nýru og ekki var vitað hvernig honum reiddi af. Myndin var tekin þegar komið var með sjúka manninn til Reykjavíkur siðdegisigéer. -ASt./DB-mynd: Bjarnleifur. Stóra hassmáliö á Keflavíkurvelli: Hassið, kom til Is- lands með pósti — Verðmæti síðustu sendingarnam 210 þúsund kr. f stóra nýja fíkniefnamálinu á Keflavikurflugvelli er nú komið í Ijós að stærðar kassi sem innihélt tvö og hálft kfló af hassi barst inn á Kefla- vikurflugvöll gegnum póst varnar- liðsmanna. Viðtakandi sem í málinu hefur verið nefndur „varnariiðsmaður” er islendingur að hálfu, á íslenzka móður, en faðir hans vinnur hjá varnarliðinu. Er fjölskyldan nýflutt á Ketlavíkurfiugvöll. Verðmæti 2,5 kg af hassi er talið 210—211 þúsund krónur (21—22 millj. gkr) Var búið að dreifa litlum hluta sendingarinnar utan vallar til Keflavikursvæðisins. Lögreglumenn fundu hass að verðmæti um 170 þúsund kr. Þrír eru cnn i gæzluvaröhaldi vegna þessa máls. Fjöldi manns hefur verið yfirheyrður og beðið i fanga- geymslum milli yfirheyrslna sem lát- lausteráframhaldið. Komið hefur i ljós að fleiri send- ingar hafa borizt með þessum sama hætti til Islands en engin jafnstór og sú síðasta. -A.St. r HRINGLAÐ MEÐ HLUTFOLL LANGUNU- SÍMTALA ÁN SÝNILEGRAR ÁSTÆÐU athyglisverdar upplýsingar í kjallaragrein Gísla Jónssonar um skrefatalningarmálið Samgönguráðherra hefur ennþá ekki svarað fyrirspumum þingmanna Reykjavikur um skrefatalninguna fyrirhuguðu heldur einungis sent þeim svör póst- og slmamálastjóra án þess að taka nokkra afstöðu til þeirra. Þetta kemur meðal annars fram i kjallaragrein Gísla Jónssonar prófessors i Dagblaðinu f dag. Gisli vekur athygli á ýmsum vanköntum sem skrefatalningin hefur i för með sér, meðal annars mismunun sem fólk á landsbyggðinni verður fyrir. Um Vestmanneyinga segir Gísli: ,,Þar kemurskrefatalningáinnan- bæjarsímtöl eins og i öðrum þétt- býlisstöðum en engin lækkun á lang- linusímtölum til Reykjavikur, þangað sem Vestmannaeyingar eiga sjálfsagt mest erindi. Langlinusímtöl til svæðisins frá og með Reykjanes- skaga og til og með Borgarnesi lækka ekki neitt. Simtöl til Suðurlands lækka um 40% en til annarra staða á landinu um 0%. Vestmannaeyingar fá því fyrir skrefatalninguna á innan- bæjarsímtöl sin harla litla leiðrétt- ingu á langlinukostnaði.” — Fleiri dæmi eru nefnd í greininni. í niðurlagi greinar sinnar segir Gísli Jónsson prófessor: „Þvi hefur stundum verið haldið fram, að skrefatalningin sé aðeins dulbúin leið til tekjuaukningar. Ekki skal hér tekin afstaða til þess. Hins vegar liggur nú ljóst fyrir, að fyrir- hugað er að nota skrefatalninguna til að hringla með hlutföll milli gjald- flokka langlinusimtala og án þess að fram hafi verið færð nokkur rök fyrir þvi, að núverandi hlutföll séu röng.” - sjábls. 12-13 / i 4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.