Dagblaðið - 24.08.1981, Blaðsíða 14
14
SETJARIÓSKAST
Óskum aö ráða setjara til starfa við pappírsumbrot frá 1.
nóvember 1981.
Uppl. gefur Ólafur Brynjólfsson yfirverkstjóri.
BIADIÐ
Siðumúla 12.
Rakarastofan Klapparstig
Sími 12725
Hárgreiðsiustofa Klapparstíg
Tímapantanir
13010
VANTA5,n FRAMRUÐU?
Ath. hvort við getum aðstoðað.
ísetningar á staðnum.
BÍLRÚÐAN SSSSl*
SÖLUSKATTUR
Viðurlögin falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1981, hafi
hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög
eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan
virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan
eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan
mánuð, talið frá og með 16. september.
Fjármálaráðuneytið,
20. ágúst 1981.
Nýkomið
Gúmmístígvél
Teg. 100A — Gúmmí
Litir: Blétt — rautt — gult
StærOir22-27.
Kr. 67,70
Teg. 200A
Litur: Græntgúmmi
Stæröir28-33 — Pr. 141,60
29-38-kr. 161,60
39-42 - Kr. 167.70
Teg.3005
Litur: Marinbiétt denim
Stærðir 40—46
Verð aðeins kr. 69,95
Karlmannaskór
Verð aðeins
kr. 69,95
Teg. 3110
Utur: Marinblétt denim
StærOir 40—46
Verð aðeins kr. 69,95
Skóverziun
Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14781 %
Laugavegi 95 — Sími 13570
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST1981.
Stöðugur streumur fólks er að gröf Elvis Presley.
Elvis lifir íhugum fólks
— jjögur ár frá láti rokkkóngsins
Þrátt fyrir að fjögur ár séu nú
liðin síðan Elvis Presley lézt, lifir
hann enn í hugum fólks.
Hundruð manna kom að gröf
hans um hverja helgi og ekkert
lát virðist vera á straumnum.
Laugardaginn í fyrri viku var
haldin minningarsamkoma um
Elvis í Memphis í Tennessee-
fylki, þar sem hann er
greftraður. Fólk stóð þögult og
hlustaði á gömul Presley-lög.
Margir voru með blys. Presleys
var einnig minnzt í kirkjum
Memphis-borgar.
Á sama tíma er enn verið að
rífast um eignir Presleys.
Ættingjar hans undirbúa nú
málaferli gegn umboðsmannin-
um, því sá fær helming allra
þeirra fjármuna sem streyma
inn vegna Presleys.
Elvis Presley.
Faiibyssan sem strákarnir gerðu. í hana tróOu þeir heimatilbúinni btýkúiu,
púOri og ýmsu dótí úr áramó taflugeldum.
Tveir strákar bjuggu til fallbyssu:
Skutu
74 ára
gamlan mann
Kynskiptingur
rekinn úr
flugmannsstarfi
Flugmaður hjá bandaríska flug-
félaginu Eastern Airlines var rekinn
fyrir að skipta um kyn.
Flugmaðurinn, Kenneth Ulane, sem
er 39 ára gamall, lét gera á sér aðgerð
sem breytti kyni hans. Var hann þá
rekinn frá Flugfélaginu á þeim for-
sendum að hann hefði verið ráðinn til
starfa sem karlmaður.
Kenneth, eða Karen eins og hann
heitir núna, hefur nú höfðað mál gegn
flugfélaginu og krafið það um upphæð
sem svarar 25 milljónum íslenzkra
króna í skaðabætur, auk þess sem hann
/hún krefst þess að fá starfið aftur.
Karen var heiðruð í Víetnamstríðinu
fyrir hugrekki. Eftir aðgerðina i fyrra
álitu læknar bandarísku flugmála-
stjórnarinnar, FAA, hana hæfa til að
fljúga.
Heimsins
stærsti
vindill
Menn leggja ýmislegt á sig til að
komast í Guinness-heimsmetabókina.
Vindillinn á myndinni er sagður sá
stærsti sem nokkru sinni hefur verið
gerður í heiminum og fyrir vikið verður
hann að sjálfsögðu skráður í heims-
metabókina. Hann vegur hvorki meira
né minna en 110 kg, er 3,8 metrar að
lengd og ummálið er 1,10 metrar.
Það er tóbaksframleiðandi nokkur i
Las Palmas sem á heiðurinn af vindlin-
um stóra.
Þannig lítur hann út, vindillinn mikli.
Hver vill reykja hann?
74áragamall maður, íbúi í
Óðinsvéum í Danmörku varð nýlega
fyrir óvenjulegri lífsreynslu. Hann fékk
skot í höfuðið en slasaðist þó ekki
meira en svo að honum tókst sjálfum
að hringja í sjúkrabil.
CTT77
Þegar fréttir um þenn atburð birt-
ust í blððunum gáfu tveir 16 ára pilta
sig fram við lögregluna og sögðust vera
vissir um að hafa skotið skotinu sem
hitti gamla manninn. Sögðust þeir hafa
verið að gera tilraun með litla fallbyssu
sem þeir höfðu smíðað.
Strákarnir höfðu útbúið 15
sentimetra langa fallbyssu úr járnröri
og voru að reyna nýja leikfangið þegar
óhappið gerðist. Höfðu þeir troðið í
byssuna heimatilbúinni blýkúlu, púðri
og ýmsu dóti úr áramótaflugeldum.
Síðan var hleypt af en í sama mund
gekk gamli maðurinn í skotlínuna.
Reyndar vissu strákarnir ekkert af þeim
gamla því tré og runnar voru á milli.
Strákarnir verða ekki sóttir til saka
því lögreglan hefur skráð þennan at-
burð sem voðaskot. Af þeim gamla er
það að frétta að hann er úr allri
lífshættu og óðum að ná sér.