Dagblaðið - 08.09.1981, Side 2
2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981.
EIGNANAUST HF.
SKIPHOLTI5
SÍMAR 29555 OG 29558
OPIÐ KL 1-5 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA.
Asparfell
3ja herb. ibúð á 5. hæð, 90 ferm, helzt í makaskiptum á
raðhúsi eða einbýli í Mosfellssveit.
Ásvallagata
2ja herb. jarðhæð, 80 ferm, lítið niðurgrafin, verð kr.
320.000,00.
Dvergabakki
3ja herb. 83 ferm íbúð á 3. hæð, mjög vönduð og góð eign,
verð kr. 500.000,00.
Melgerði
3ja herb. 70 ferm risíbúð í tvíbýli, verð kr. 400.000,00.
Kjarrhólmi
4 herb. 100 ferm ibúð, mjög góð eign, á 3. hæð, verð kr.
520.000,00, óskar eftir raðhúsi eða sérhæð í Kópavogi.
/\ljálsgata
2x40 ferm parhús á tveimur hæðum, allt sér, verð kr.
400.000,00.
Mosgerði
3ja herb. risibúð, 70 ferm, i tvibýli, verð kr. 360.000,00.
Ljósheimar
3ja herb. íbúð á 4. hæð, 80 ferm, fæst helzt í skiptum fyrir
sams konar eign með stórum stofum.
Kjarrhólmi
3ja herb. 85 ferm ibúð á 2. hæð, falleg og góð eign, verð kr.
500.000,00.
Vesturberg
3ja herb. jarðhæð, 83 ferm, verð kr. 450.000,00.
Leirubakki
4 herb. plús eitt herb. í kjallara, mjög fallegt tréverk, vönd-
uð eign, verð kr. 700.000,00.
Lækjarkinn
3 svefnherbergi plús tvær samliggjandi stofur og 2 stór her-
bergi í kjallara, alls 120 ferm, bílskúr, verð kr. 780.000,00.
Kársnesbraut
4 herb. risíbúð, 110 ferm, í tvíbýli, verð kr. 510.000,00.
Kaplaskjólsvegur
5 herb. íbúð á 4. hæð og í risi, alls 140 ferm, verð kr.
650.000,00.
Átfheimar
4 herb. íbúð, 110 ferm, á 3. hæð, fæst í skiptum fyrir góða
3ja herb. íbúð.
Vesturberg
Raðhús á tveimur hæðum, mjög falleg og góð eign, samtals
190ferm, verðkr. 1.000.000,00.
Reykjavegur — Mosfellssveit
Einbýlishús sem er 4 stór svefnherbergi, 2 samliggjandi
stofur, eldhús og bað plús 50 ferm bílskúr, verð
1.000.000,00.
Sandgerði
Einbýlishús, 140 ferm plús 50 ferm bílskúr, verð kr.
850.000,00.
Selfoss
Einbýlishús á 2 hæðum, stór bílskúr, verð kr. 600.000,00.
Fjárborg
Hesthús, 11 bása plús stór hlaða, verð tilboð.
Skerjafjörður
Höfum verið beðnir að útvega góða byggingarlóð fyrir
mjög fjársterkan kaupanda.
Óskum eftir
3ja herb. íbúð á Grundunum Kópavogi eða Fossvogi,
einbýlishúsi í gamla bænumn, með bílskúr, einbýlishúsi
eða góðri sérhæð í Kópavogi, sérhæð eða raðhúsi í Heima-
hverfi, Langholti eða Laugarnesi.
SKOÐUM 0G METUM ÍBÚÐIR
SAMDÆGURS.
GÓÐ OG FUÓT ÞJÓNUSTA
ER KJÖR0RÐ 0KKAR.
AUGLÝSUM ÁVALLT í DAGBLAÐINU
Á ÞRIÐJUDÖGUM 0G FIMMTUDÖGUM.
EIGNANAUST,
Þ0RVALDUR LÚÐVÍKSSON HRL.
r
DB-mynd: Ragnar Th.
Jóhann Þórólfsson er þakklátur læknum og hjúkrunarfólki Landspftalans.
Læknastétt íslands
og félagsmálaráðherra
— læknum „er aldrei of vel borgað”
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Ég undirritaður þurfti fyrir stuttu
að leggjast inn á Landspítalann til
aögerðar. Þá kom mér i hug lækna-
deilan, sem ráðherra sýndi litinn
skilning á að leysa og dró þaö á lang-
inn þar til mjög alvarlegt ástand var
farið að verða á spítölunum og sjúkl-
ingar I stórhættu. Snerist þessi deila
mest um kaupgjaldsmál. Veit ekki
ráðherra, að þessi stétt þjóðfélagsins
er sú stétt, sem íslendingar geta alls
ekki verið án og það ætti ekki að
þurfa að rfsa deila á milli ráðherra og
læknastéttarinnar? Ég fuUyrði, að
þessum mönnum er aldrei of vel,
borgað, þeir eru búnir að lækna
fjölda manns og ekki nóg með það,
þeir hafa bjargað lifi fjölda manna
og er ég einn af þeim. Kannski þyrfti
ráðherra að verða alvarlega veikur til
þess að skUja hvaö þessi stétt lætur
margt gott af sér leiða, ráðherra ætti
heldur að hugsa um það að skaffa
þeim betri aðstöðu og kaupa handa
þeim fullkomnari tæki þvi ef það
væri gert þyrftu læknar ekki að senda
frá sér nokkurn sjúkling til útlanda,
þvi þeir standa ekki að baki starfs-
bræðrum sínum erlendis.
Áður en ég lýk þessari hugvekju
minni vU ég færa læknum á deUd 4C
minar beztu kveðjur með hjartans
þakklæti fyrir þá heilsu, sem ég hef i
dag, sérstaklega sendi ég læknunum
Grétari Ólafssyni, Herði, Bjarna
Þjóðleifssyni og Kristni og ekki má
gleyma blessuöum hjúkrunarkonun-
um, sem voru mér svo iiprar og góðar
og kunna sitt fag, sérstaka kveðju frá
mér fær hin dásamlega yfirhjúkrun-
arkona Eygló.
Um leið og ég sendi þessi orð frá
mér vil ég taka það fram að fjármála-
ráðherra er eins og rjúpan, hann
skiptir um lit eftir þvi hvort hann er i
stjórnarandstöðu eða i ráðherrastól,
enginn maður var harðari en hann I
kaupkröfumálum, þegar hann var i
andstöðu við ríkisstjórnina en siðan
hann kom í ráðherrastól gefur hann
þá yfirlýsingu, aö það sé enginn
grundvöUur fyrir kauphækkunum
ekki einu sinni handa hinum lægst
launuðu í þjóðfélaginu, hann meira
að segja brýtur undirskrifaða
samninga með því að rýra kaup
okkar um 7%. Þetta tel ég ekki vera
þjóöholla forystumenn og ættu
heldur að kaUast ráðleysingjar heldur
en ráðherrar.
Ég vil að lokum færa forstöðukonu
Sjúkrahótels Rauða krossins og
starfskonum hennar minar hjartans
þakkir fyrir lipra og góða þjónustu
og þá ekki hvað sizt fyrir hið dásam-
lega fæði, sem á borðum var og er
áreiöanlega fyrsta flokks.
Gabbeðaalvara?
Geir Hallgrímsson og Lúðvík
Jósefsson í límbands-
auglýsingu í Finnlandi?
—við seljum það ekki dýrara en við keyptum það
Ragnar Brynjarsson skrifar frá Finn-
landl:
Ég er skiptinemi I Finnlandi á veg-
um ICYE (International Christian
Youth Exchange).
Svo bar við eitt kvöld fyrir
skömmu, þegar ég var að horfa á
auglýsingar í sjónvarpinu, að mér
fannst ég eitthvað kannast við andlit
á skjánum. Var þetta ekki Geir Hall-
grímsson? Og þetta Lúðvik Jóseps-
son? Ég hef ekki séð auglýsinguna
aftur, svo ég veit ekki hvort fleiri ís-
lenzkir stjórnmálamenn eru i
kringum þá.
í auglýsingunni eru þeir Geir og
Lúðvík staddir á fjölmennum fundi
og það er komið að undirskrift þýð-
ingarmikils samnings. Skjalið er rétt
að Lúðvik en fyrir einhvern bölvaðan
klaufaskap, þá rifnar blaöið, þegar
hann tekur við því. Djúpt andvarp
líður um salinn. En þá er til limband
sem bjargar málunum, enda snýst
auglýsingin um það. Blaðið er limt
saman og það sést enginn munur.
Allir klappa Lúðvík og límbandinu
lof í lófa. Geir situr við hlið Lúðvíks
og stekkur ekki einu sinni bros.
Eitthvað er ekki með felldu í sam-
bandi við þessa auglýsingu, m.a.
hefði Geir að minnsta kosti brosað að
óförum fóstbróður síns.
Hafa borizt fregnir af þessu heim?
Svar: Hvort sem hér er um gabb að
ræða eða ekki, þá berst síðunni ekki
svo margt broslegt að ómótstæðilegt
var að birta þetta bréf.
Við bárum þetta undir Geir Hall-
grímsson, fv. forsætisráðherra, sem
hló og sagðist margt hafa heyrt en
aldrei þetta. Ekki tókst að ná til Lúð-
víks Jósepssonar, fv. ráðhena, en
utanríkisráðuneytinu hafa alla vega
ekki borizt neinar fregnir af þessari
límbandsauglýsingu.
-FG.
Raddir
lesenda
11,1 \
Hring>ð ísima
Ragnar Brynjarsson segist hafa séð auglýsingu i Finnlandi, þar sem þeir Geir
Hallgrfmsson og Lúðvfk Jósefsson voru höfuðpaurarnir.