Dagblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. 11 Málin hafa margar hliðar Mál sem þetta getur líka valdið öðrum lagaflækjum eins og sannaðist á legleigukonu í Kalifomíu sem skipti um skoðun eftir að barnið var fætt og ákvað að halda því. Hjónin sem inntu greiðsluna af höndum stefndu henni, en réttur úrskurðaði þannig í málinu að legleigumóðirin ætti fullan rétt á að halda barni sem hún hefði aliðafsér. Lögfræðingar viðurkenna að slíkir samningar séu alltaf erfiðir viður- eignar en nýlega var borið fram frumvarp í Michigan sem lögleiðir þá, nái það fram að ganga. — Þetta er eina ráðið ef fólk vill ekki bíða árum saman eftir kjör- barni, segir Noel Keane, lög- fræðingur í Detroit, en hann hefur stundað milligöngu i svona málum í fimm ár. Hann sagði jafnframt að mörg hjón hefðu árangurslaust reynt að auglýsa í blöðunum eftir legleigu- konum en ekkert fór að ganga í mál- unum fyrr en upp komst um hin rif- legu laun Elísabetar. Keane sagði að u.þ.b. 80% þeirra legleigukvenna er hann hefði haft samband við vildu fá góða greiðslu fyrir. Hann fullyrti einnig að hann hefði fengið margar beiðnir frá Evrópu um slíka milli- göngu, bæði frá hjónum og einstakl- ingum af báðum kynjum. — Ég get nefnt sem dæmi um við- skiptavini mina; karlrithöfund í Hollywood sem vildi eignast barn án þess að kvænast og kvenprófessor í Mið-vesturríkjunum sem vildi ekki tapa tíma á því að ganga með barn, segir Keane. — Einstaklingar eiga þannig kost á því að fá sæði úr sæðis- banka til að frjóvga með legleigu- konu. Og þeir koma til með að not- færa sér það í æ ríkara mæli. Óheft Til foreldra Það er ekki mitt hlutverk að^vara þeirri spurningu fyrir þig, lesandi góður. Ef þú ert foreldri, þá beinir G.S. J. þessum orðum til þín: Foreldrar verða að skilja að líkamssnertíng er börnum afar mikilvæg og innan fjölskyldunnar ætti að líta á kynlíf og likamsnekt sem eðlilegan hlut. (Leturbreyting mín). Og: Viðurkenna verður rétt unglinga til kynlífs og líta á kynhneigð unglinga og barna sem ekki aðeins eðlilegan hlut heldur jafnframt æskilegan. Foreldrar ættu að búa þannig að börnum sínum hvað varðar til dæmis húsnæði að þau hafi góð skilyrði til að lifa full- nægjandi kynlffi. (Leturbreyting mín Niðurstöður G.S.J. væru sannkallað fagnaðarefni ef sannar reyndust, það er með því einu að börn færu ekki á mis við líkamlega ástúð (ólíkamleg ástúð væri kannski óþörf?) og óheft kynlíf. Þá væru vandamál æskunnar leyst í einum grænum. Það þyrfti ekki að hafa áhyggjur af menntun, starfs- tækifærum og öðrum óþarfa enda væri æskan sjálfssagt ánægð með sitt sæla kynlíf og vandlega uppfylltu snertiþörf. Fleiri vandamál Það er með kynlíf eins og margt fleira í lífinu að þar skipta gæði meira máli en magn. Kynlíf er að minnsta kosti í okkar þjóðfélagi ákaflega viðkvæmt mál og vand- meðfarið. Gallinn við óheft kynlíf unglinga er að það skapar mikið fleiri vandamál en það leysir, vegna þess að kynlíf tiltölulega óþroskaðs fólks leiðir oft til sársauka og óþæginda. Þarfir unglinga og barna cru ekki fyrst og fremst kynferðislegar. Þau vilja að komið sé fram við þau eins og manneskjur, þeim sé sýnd virðing og þau njóti umhyggjusamrar umönnunar og að þau hljóti menntun og víðtæka reynslu í leik og starfi. Það er hins vegar rétt semG.A.J. segir, að full ástæða er tíl þess að ræða kynferðismál. Margt mætti fara betur á því sviði hér á landi, en þær lausnir sem hann boðar eru gjörsamlega fráleitar. Guðjón Eyjólfsson. Það gerist sifellt algengara að konur, sem annaðhvort geta ekki alið börn eða vilja at einhverjum ástæðum sieppa við hinn leiðinlega meðgöngutfma, leigi sér staðgengil. kynlíf á unglingsárunum er ekki undirstaða almennrar heilbrigði — Guðmundi S. Jónassyni svarað Höfundur spyr hvort rekja megi orsakir styrjalda til óhefts kynlifs I æsku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.