Dagblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent Belgía: Óvæntir gestir Að undanförnu hafa óvæntir ferða- langar sézt í almenningsgörðum mið- svæðis í Brussel. Eru þetta höggormar sem lögregluyfirvöld segja að sloppið hafi frá eigendum sínum er hafi keypt þá á ströndum Miðjarðarhafs til að selja þá síðan þeim sem sérhæfa sig í verzlun með frumleg gæludýr. Gestir þessir þykja hvimleiðir á al- mannafæri, en ekki hafa þeir þó enn valdið skaða á vegfarendum. Páfinn tekur skýra afstööu til Einingar —- Minnir Pólverja á allar þær blóðugu fómir er þeir hafa áður fært vegna sjálfstæðis síns Páfinn: Minnir Póiverja i blóðugar fórnir. Síðasta yfirlýsing Jóhannesar Páls páfa, þar sem hann lýsir fullum stuðningi sínum við Einingu, samtök hinna frjálsu verkalýðsfélaga í Pól- landi, sýnir bezt hversu mál hafa þró- azt. Yfirlýsing þessi kom fram í ræðu sem páfinn hélt um helgina þar sem hann minnir Pólverja á allar þær blóðugu fómir sem þeir hafa fært á liðnum öldum til að halda sjálfstæði sínu. Kveður þar við nokkuð annan tón en í viðræðum hans og Lechs Walesa er Walesa heimsótti páfagarð. Þá lýsti páfinn því yfir að Eining væru ópólitísk samtök og Walesa bætti því við að Eining hefði heldur engan áhuga á stjórnmálum. Nú hafa samtökin haldið því fram að bylting sé yfirvofandi í Póllandi og að þar muni Eining láta að sér kveða. Einnig segir í einu málgagni samtakanna að landstjórn Einingar sé eina sanna þingið í landinu. Pólski erkibiskupinn Glemp heim- sótti páfagarð nýlega og sagði þá að vafi léki á því að öll kurl væm komin til grafar í sambandi við banatilræðið við páfann þrátt fyrir réttarhöldin yfir tilræðismanninum, Tyrkjanum AU Agca. Margir aðrir háttsettir embættismenn í Vatikaninu deUa þessum skoðunum Glemps og er gefið í skyn að KGB hafi staðið að baki verknaðarins vegna þeirra gífur- legu áhrifa er páfinn hefur á þróun mála i Póllandi. Talsmaður páfagarðs tók því þó fram að páfinn hefði sjálfur aldrei látið í ljósi neinar getgátur um sam- tök eða lönd sem hugsanlega hefðu staðið að baki banatilræðisins. TUlaga Einingar um þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstjórn verka- manna í fyrirtækjum er mikil ögrun við kommúnistastjórn landsins og verður hún tekin fyrir á þingi samtak- anna í dag. í tillögunni er ennfremur lagt til að Pólverjar skeyti engu um Sejm (hið pólska alþingi) ef þing- menn þar samþykkja tillögu komm- únista um lög varðandi áhrif verkamanna á ríkisfýrirtæki. Glemp erkibiskup: Ekki öll kurl komin til grafar varðandi banatil- ræðið. Noregur: Svindlað á skatti Skattayfirvöld í Noregi hafa ákæri starfsmenn 10 ferðaskrifstofa þar í landi fyrir að skrifa út falska reikninga. Þeir hafa haldið tvöfalt bókhald, í eigið bókhald hafa þeir skráð ferðir viðskiptavina sem sumarleyfisferð en gefið viðskiptavinunum reikning upp á „viðskiptaferð”, en þannig ferðir eru frádráttarbærar til skatts. 800 fyrirtæki og 3500 einstaklingar hafa notiðgóðs af þessari greiðasemi og skattayfirvöld reikna með að þau hafi þannig verið snuðuð um 40 milljónir norskra króna. Svíþjóð: Öryggi er ást betra Dagar rómantíkurinnar eru löngu liðnir og fáir vilja nú fórna þægindum sínum og öryggi fyrir ástina. Það sannaðist bezt á sænskum presti, sem hafði skilið við konu sína og tekið saman við 18 ára stúlku. Þetta þótti af- ar ósæmandi fyrir prest og var hann kallaður fyrir dómprófast sinn í Uppsölum sem útskýrði fyrir honum hvernig prestar eiga að haga sér. Presturinn, Clarance Nilsson, þjónar söfnuði í nágrenni Gávle og nýtur þar mikillar hylli sem sálusorg- ari. Það nægði þó ekki til að sætta söfnuðinn við þetta uppátæki hans og þegar honum var boðið upp á að velja á milli atvinnunnar og ástmeyjarinnar reyndist sú fyrrnefnda þyngri á metunum. Kire Wiiloch, formaður Hægri- flokksins i Noregi sem sést hér á mynd- inni hefur svo sannarlega ástæðu til að brosa glaðlega. Flokkur hans nýtur stöðugt meiri hylli og samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum þykir hann mjög liklegur til að taka við forsætis- ráðherraembættinu af Gro Harlem Brundtland, formanni Verkamanna- flokksins, eftir kosningarnar 14. september nk. - • *, „ . —-«V' Laurence McKeown, fanginn sem um helgina var færður á sjúkrahús að óskum ættingja sinna, er flmmti fanginn úr irska frelsishernum IRA er á þann hátt bjargast frá hungurdauða. Brezka stjórnin hefur verið mun harðari í horn að taka en nokkrum bauð i grun og er nú álitið að þetta muni binda enda á þessa aðferð IRA manna til að berjast fyrir rétti sinum sem pólitfskir fangar. Fimm fangar fasta enn i Mazefengeisinu en ættingjar þeirra hafa tilkynnt að þeir muni biðja lækna aö bjarga lifi þeirra um leið og þeir missa meðvitund. Foringjar IRA hafa sagt ættingjunum að þeir ætli sér ekki að fá fangana til að hætta hungurverkföllum, en muni virða óskir ættingja f þeim sökum. McKewon hafði fastað í 70 daga er hann var fluttur á sjúkrahús og segja læknar hans hann og félaga hans fjóra á batavegi. Myndin sýnir konur i Belfast slá öskutunnulokum í götuna til að votta látnum fanga virðingu sfna og mótmæla meðferðinni á frskum föngum. Alls hafa 10 fangar svelt sig til bana slðan hunguraðgerðir hófust 1. marz sl. En nú standa sem rnnf vnnír fil oA vnrAI London: SÖNGLEIKUR UM LENN0N Nú er í æfingu í Liverpool, heima- borg Johns Lennons, söngleikur byggður á ævi þessarar frægu poppstjörnu. Hann heitir einfaldlega „Lennon” og verður frumsýndur 28. október. 12 hljómlistarmenn frá Liverpool, þar sem Bítlarnir uxu úr grasi og hófu frægðarferil sinn, hafa aðstoðað við samningu þessa verks. Þar á meðal er fólk sem áður vann með Bitlunum, eins og t.d. framkvæmdastjóri þeirra, Allan Williams. — Mig langar til að gefa alhliða mynd af Lennon í þessum söngleik, segir stjórnandinn, Bob Eaton. Efnis- þráðurinn fylgir ferli Lennons fram í andlátið, en hann var, eins og kunnugt er, myrtur í New York i desember síðastliðnum. John Lennon — ævisaga í tónlistar- búningi. REIJTER EKKIFLEIRIEN TVÖ BÖRN, DÍANA ,,í guðanna bænum, Díana prins- essa, þú mátt ekki eignast fleiri en tvö börn.” Það er brezki fjölskylduráðgjafinn og kvensjúkdómafræðingurinn Harold Hugh Francis sem skírskotar þannig til hinnar nýbökuðu prinsessu. Hann reiknar nefnilega fastlega með því að hún verði fyrirmynd þúsunda brezkra mæðra. „Það setti að mér ugg er ég las að prinsessan hefði sagt i viðtali að hún gæti hugsað sér að eignast mörg börn,” segir fjölskylduráðgjafinn. „Það hvílir mikil ábyrgð á prinsess- unni í þessu máli. Og ef hún vill ekki hlusta á mig ætti hún að minnsta kosti að hlusta á tengdaföður sinn, Philip prins. Hann hefur ótal sinnum talað opinberlega um þá hættu sem heimin- um stafar af offjölgun,” segir Francis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.