Dagblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 24
Petra Leeuwerik, ritari Kortsnojs:
Svara ekki síður fyrir
Kortsnoj en lögmaðurinn
— Leeuwerik er ekki talsmaður Kortsnojs, heldur lögf ræðingurinn,
segir Friðrik Ólafsson, forseti FIDE
„Það er Tétt að lögfræðingur
Kortsnojs, hr. Brodbeck, er tals-
maður Kortsnojs, áskoranda heims-
meistarans í skák, en ég get ekki síður
svarað fyrir hönd áskorandans en
hann, því ég fylgist með öllu sem
gerist sem ritari Kortsnojs,” sagði
Petra Leeuwerik í morgun.
Eins og DB greindi frá í gær í við-
tali við Petru Leeuwerik vill Kortsnoj
fá fjölskyldu sína frá Sovétríkjunum
og sameinast henni í Sviss En ekkert
mun gerast, Sovétmenn munu halda
Igor, syni Kortsnojs, í fangelsi þar til
í maí og ætla ekki að sleppa honum
fyrir einvígið, sagði Leeuwerik.
Sovétmenn lofa öllu fögru þegar þeir
vilja fá vilja sinum framgengt en
kannast síðan ekki við neitt, sagði
hún ennfremur.
Dagblaðinu tókst ekki að ná i
Friðrik Ölafsson forseta Al-
þjóðaskáksambandsins, en hann
segir í Þjóðviljanum í morgun að
Leeuwerik sé ekki talsmaður Korts-
nojs heldur lögfræðiugur hans.
Friðrik segir að lögfræðingurinn hafi
verið viðstaddur þingið í Atlanta og
hafi honum verið fullkunnugt um að
leyfi til handa konu og syni Kortsnojs
hafi ekki verið dagsett. í Þjóðviljan-
um kom fram að hann hefði rætt
við lögfræðinginn í gær og væri
ekkert nýtt frá honum að heyra og
einvígið hæfist á settum tima, 1.
október.
„Lögfræðingur Kortsnojs verður
talsmaður hans í einvíginu sjálfu,”
sagði Petra Leeuwerik í morgun, en
ég stend yfirleitt fyrir svörum fyrir
Kortsnoj og iögfræðingurinn getur
ekki svarað fyrir áskorandann nema
hafa samband við mig fyrst.”
-JH.
Alvara lífsinstekur viö:
Nlí FÖGNUM VIÐ 6 ÁRA AFMÆUNU
Það voru ekki margir sem töldu,
haustið 1975, að Dagblaðsmenn ættu
eftir að halda upp á sjötta afmælisdag
blaðsins, nema sjáifir starfsmenn
blaðsins og helztu aðstandendur. Nú er
engum blöðum um það að fletta lengur
— Dagblaðið er sex ára í dag. Við-
kvæmasta þroskaskeiðið er að baki og
alvara lífsins tekur við, rétt eins og hjá
þeim sex ára börnum sem nú hefjá
skólagöngu sína.
Starfsmenn ritstjórnar minntust af-
mælisins í morgun og gæddu sér á dýr-
indis afmælisköku sem einn blaða-
manna blaðsins stóð við að baka fram
eftir nóttu — á svipaðan hátt og Dag-
blaðsmenn unnu sólarhringum saman í
upphafi við að koma út fyrstu ein-
tökum eina frjálsa og óháða dagblaðs
landsins. -DB-mynd: Sig. Þorrí.
Nauðgunar-
kærurnar:
Marokkó-
búinn
enní
varðhaldi
— hinn laus
eftirjátningu
Játning liggur nú fyrir í nauðgunar-
máli er átti sér stað á Akranesi um fyrri
helgi. Sá seki í því máli var upphaflega
einnig kærður fyrir tilraun til
nauðgunar í Borgarnesi, en sú tilraun
hans tókst ekki. Þessum manni var eftir
játningu sleppt úr gæzluvarðhaldi.
Marokkóbúi, sem var skammtíma
ferðamaður á íslandi, situr enn i
gæzluvarðhaldi vegna ákæru um
tilraun til nauðgunar. Var hann raunar
handtekinn við þá tilraun. Einhverjar
fleiri sakir tengjast máli hans, jafnvel
önnur nauðgun. En sú rannsókn er
sögð á, .viðkvæmu stigi”.
-A.St.
Ástand í neyzluvatnsmálum Akurnesinga keyrir
um þverbak: -
GERLAR UR NEYZLU-
VATNIDREPA KÁLFA
— bæjarbúar verða að sjóða vatnið
— hreinsitæki ekki til fyrr en eftir áramót
„Það hefur komið í ljós við sýnis-
töku úr vatninu að í því er óæskilega
mikið magn svonefndra
campylobacter-foetur gerla og því
ákváðum við, i samráði við bæjar-
yfirvöld á Akranesi, að ráðleggja
fólki að sjóða allt sitt neyzluvatn
fyrst um sinn,” sagði Hrafn V.
Friðriksson, forstöðumaður
Heilbrigðiseftirlits ríkisins, við DB í
morgun.
Neyzluvatnið á Akranesi hefur
löngum verið lélegt en nú virðist hins
vegar hafa keyrt um þverbak.
Saurgerlar hafa verið tíðir gestir í
vatnskrönum bæjarbúa, en við hert
eftirlit og frekari rannsóknir á
vatninu hafa áðurnefndir gerlar,
campylobacter foetur, komið í ljós.
Er hér um að ræða gerla, sem
svipar að nokkru leyti til salmonellu
og orsaka niðurgang.Að sögn Hrafns
hefur þessi tegund gerla verið í tals-
verðri sókn hérlendis og hefur herjað
á búfé. Hafa kálfar t.d. drepizt úr
skitu eftir að hafa sýkzt.
Neyzluvatn Akurnesinga er að
stórum hluta til yfirborðsvatn úr
hlíðum Akrafjalls. Svartbaksbyggð
er óvíða þéttari en þar og á fuglinn
stóran þátt í hvernig ástatt er nú í
vatnsmálum bæjarins. llla hefur
gengið að hefta útbreiðslu hans en
bjartari tímar eru framundan því
bæjaryfirvöld hafa fest kaup á
tækjum til sótthreinsunar á vatninu.
Að sögn Magnúsar Oddssonar,
bæjarstjóra á Akranesi, verða tækin
sett upp í vetur — líkast til þó ekki
fyrr en eftir áramót.
Akurnesingar verða því enn um
sinn að búa við ódrekkandi
neyzluvatn en vonir standa til að með
kólnandi tíð lagist ástandið, a.m.k.
svo mikið að hægt verði að drekka
vatnið án þess að sjóða það fyrst.
-SSv.
frjálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPT. 1981.
Skarst
íandliti
-erbíllfóríloft-
köstumútaf vegi
Lögreglubílar frá Hafnarfirði og
sjúkrabifreið frá Reykjavík fóru í flýti
upp á Kjósarskarðsveg (nálægt
Vindáshlíð) í gærkvöldi. Mjög óijósar
fréttir bárust um síma um slys á
veginum.
Er á vettvang var komið reyndist um
útafakstur að ræða á hæð einni. Hafði
bíllinn farið i loftköstum út i móa án
þess þó að velta. í bílnum var einn
maður sem verið hafði við laxveiðar og
var á heimleið. Hann skarst nokkuð í
andliti og var fluttur í slysadeild.
Lögreglan og íbúar Kjósar kvarta
mjög yfir slæmu — og nánast engu —
símasambandi á þessum tima sólar-
hríngs, hvað sem fyrir kemur.
-A.St.
Iðnaðardeild SÍS
opnarnýjafata-
verzluníGlæsibæ
Iðnaðardeild Sambandsins hefur nú
hafið undirbúning að opnun nýrrar
verzlunar 1 Reykjavík. Verður sú í
Glæsibæ, en fataverzlun SÍS, Herraríki
við Snorrabraut, festi kaup á
húsnæðinu fyrr ísumar.
Að sögn Sverris Bergmanns,
verzlunarstjóra í Herraríkinu, hafa
afköst fataverksmiðjunnar Gefjunar
aukizt mikið á þessu ári og í framhaldi
af þeirri aukningu var ráðizt í kaupin
á verzlunarhúsnæðinu i Glæsibæ.
Rekstur Herraríkisins hefur gengið
nokkuð vel að undanförnu, að sögn
Sigurðar Friðrikssonar, aðstoðar-
framkvæmdastjóra iðnaðardeildar
SfS. -SA.
Feröaskrifstofrtti
kUTSYNi
Vinningur vikunnar
er Útsýnarf erð
til Marbella.
Vinningur i þessari viku er (Jt-
sýnarferö til Marbella með ferða-
skrifstofunni Otsýn, Austurstrœti
17 Reykjavík. 1 vikunni verður
birt, ú þessum stað I blaðinu,
spuming tengd smúauglýsingum
Dagblaðsins. Nafn heppins úskrif-
anda verður slðan birt daginn eftir
I smúauglýsingunum og gefst hon-
um tœkifœri til að svara spuming-
unni. Fylgizt vel með, úskrifendur.
Fyrir nœstu helgi verður einn ykk-
arglœsilegri utanlandsferð rikari.
diet pepsi
MINNA EN EIN
KALÓRÍA í FLÖSKU
Sanilas