Dagblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. 13 ■ - , ,, WJt_ lK3ííISÍH^HHHL.íIZjJ1Íj T7»il Iþróttir Íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir j.'rá úrslitum 1500 m hlaupsins f Utrecht. Myndin er tekin fljótt eftir viðbragöiö. Tólf keppendur f úrslitum. Kirsti Voldness, Noregi, tekur foryst- una. Ragnheiður Ólafsdóttir, Islandi, (nr. 475) fylgir fast á eftir. 1200 m (3 hringjum) lokiö. Mikil stemmning mcðal áhorfenda. Kirsti Vold- ness (574) fyrst, Betty Vansteenbroech, Belgfu, (918) önnur, Ielena Malu- hina, Sovét., (704) þriöja, Nina Gorbatyuk, Sovét., (693) fjórða, Maike Persoom, Hollandi, fimmta, Ragnheiöur Ólafsdóttir (475) sjötta og Christine Kaagh, Danmörku, sjöunda. Betty Vansteenbroech, Belgiu, kemur f mark sem Evrópumeistarí á 4:17,5 mfn. Sami tfmi og tslandsmet Ragnheiðar Ólafsdóttur. 2) Ielena Maluhina, Sovét 4:17,31 min. 3) Kirsti Voldness, Noregi, 4:18,72 min. 4) Nina Gorbatyuk, Sovét, 4:20,07 mfn. 5) Ragnheiður Ólafsdóttir 4:21,47 min. 6) Maike Persoom, Hollandi, 4:23,49 mfn. 7) Christine Kaagh, Danmörku, 4:27,71 mfn. Fjórir varamenn erlendis f rá f HM-leikinn við Tyrki — Aðeins f jórir eftir í 16 manna landsliðshópnum, sem tóku þátt í sigurleiknum Þeir Ásgeir Sigurvinsson, Bayern Miinchen, Amór Guðjohnsen, Loker- en, Höröur Hilmarsson, AIK Stokk- hólmi, Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln, Karl Þórðarson, Laval, og Teitur Þórðarson, Lens, verða ekld með i HM-leiknum við Tyrki á morgun á Laugardalsvelli. Hins vegar koma fjór- ir leikmenn erlendis frá, sem eru vara- menn hjá liðum sfnum, Atli Eðvalds- son og Magnús Bergs, Borussia Dort- mund, Pétur Pétursson, Anderlecht o§ Örn Óskarsson, Örgryte, til leiksins. I samningum þeirra Asgeirs og Teits við erlendu félögin, sem þeir leika með, eru engin ákvæði um, að þeir fái leyfi til að leika f þýðingarmiklum landsleikjum íslands. Það er þó f samningum flestra annarra leikmanna okkar sem leika er- lendis. Ásgeir kemur ekki vegna þess að Bayern á leik f þýzku Bundeslígunni i kvöld. Þeir Arnór og Janus hafa átt við meiðsli að stríða og treysta sér ekki i HM-leikinn við Tyrki. Tveir aðrir landsliðsmenn, sem leika hér heima, Þorsteinn Bjarnason, ÍBK, bezti maður íslands f landsleiknum við Dani á dög- unum, og Trausti Haraldsson, Fram, geta heldur ekki leikið vegna meiðsla. Sigurlás Þorleifsson, ÍBV, gaf ekki kost á sér i landsliðið vegna utanfarar. Aðeins fjórír leikmenn, sem tóku þátt i HM-leiknum við Tyrki í Izmir i fyrra- haust, þar sem ísland vann frægan sigur 1—3, eru nú f 16 manna landsliðs- hóp íslands fyrir leikinn við Tyrki á morgun, þeir Marteinn Geisson, fyrír- liði, Viðar Halldórsson, FH, Sigurður Halldórsson, Akranesi, og Atli Eðvaldsson, Borussia. Þaö verður því engan veginn sterk- asta lið íslands, sem mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn hefst kl. 18.15. Þeir fjórir leikmenn, sem hafa verið kallaðir heim í HM-leik- Sjö raðir með tólf réttum í 2. leikviku Getrauna komu fram 7 raðir með 12 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 8.565.00. Þá reynd- ust vera 111 raðir með 11 rétta og vinn- ingur fyrir hverja röð kr. 231.00. Tólf- ararnir eru viðs vegar að, einn frá Akranesi, annar frá Akureyri, þriðji frá Hveragerði og hinir af Reykjavíkur- svæðinu. í haust hafa Getraunirnar farið vel af stað og var seldur raða- fjöldi á laugardag svipaður og var i 8. leikviku fyrir ári síðan, en 25% af heiidarsölunni er hjá tveimur knatt- spyrnudeildum, Fram og KR. við Tyrki í Izmir í f yrrahaust inn, eru i Iítilli leikæfingu hvað hörðum ieikjum viðkemur, varamenn hjá liðum sinum og hafa fengið lítil tækifæri til að Ieika nema í varaliðunum. Þeir Magnús og örn tóku þátt í landsleikn- um hér heima við Nígeriu og léku einnig við Dani á Idrætsparken. Atli var einnig með í þeim leik. Pétur Pétursson kemur nú á ný í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann er með marksæknustu leikmönn- um, sem ísiand hefur eignazt. í fiokki með slikum köppum sem Albert Guð- mundssyni, Ríkharði Jónssyni og Þór- ólfi Bech. Pétur verður eflaust styrkur fyrir íslenzka landsliðið, þó honum hafi enn ekki tekizt að tryggja sér sæti i aðailiði Brtlssel-liðsins Anderlecht. Hins vegar er hann að ná sér vel á strik eftir meiðslin slæmu, sem svo mjög heftu feril hans með Feyenoord í Hol- landi og hefur skorað talsvert af mörkum með varaliði Anderlecht. í samningi hans er ákvæði að Pétur geti leikið með íslandi í HM og EM-leikjum íslands. Hann hefði því komið þó hann væri í aðalliði Anderlecht. Frí var í Belgíu um siðustu helgi vegna HM-leiks Belgíu og Frakklands í Belgiu á mið- vikudag. Af sömu sökum var ekkert leikið í Frakklandi. Ekki leikið þar fyrr en 12. september. Atii Eðvaldsson hefur sáralítið leikið með Borussia Dortmund í sumar. Hefur misst sæti sitt í Iiðinu. Atli stendur alltaf fyrir sínu í landsleikjum íslands, einkum á Laugardalsvellinum og ieikur áreiðanlega vel gegn Tyrkjum þrátt fyrir litla sem enga leikæfingu. öm missti sæti sitt í örgryte-liðinu vegna meiðsla. Sviar leika HM-leik í Skotlandi á miðvikudag og Örn hefði því getað komið til HM-leiksins við Tyrki þó hann væri í aðalliðinu hjá ör- gryte. Góðir leikmenn Sem betur fer eigum við marga góða leikmenn hér heima, sem koma til með að standa sig vel gegn Tyrkjum á mið- vikudag, þó þeir jafnist ekki á við Ás- geir og Janus, svo tveir þýðingarmestu leikmenn okkar eriendis fyrir íslenzka landsliðið séu nefndir. Landsiiðshópur- inn hefur verið valinn og skipa hann eftirtaldir leikmenn auk þeirra fjög- urra, sem koma erlendis frá. Markverðir: Guðmundur Baldurs- son, Fram, og Bjarni Sigurðsson, Akranesi. Aðrir leikmenn: Viðar Hall- Öster þarf aðeins eitt stig til sigurs Þó enn sé fimm umferöum ólokið i Allsvenskan, sænsku 1. deildinni, hefur Öster nánast tryggt sér meistara- titilinn. Öster hefur tiu stig umfram næsta lið, Göteborg, og þvi nánast formsatríði fyrir þá að Ijúka leikjum sinum. Úrslitin f 21. umferð Allsvensk- an urðu þessi: 0—1 2—0 1—1 1—2 3—1 AIK—Hammarby Brage—Halmstad Elfsborg—Göteborg Atvitaberg—Norrköping Örgryte—Malmö FF Öster—Sundsvall Jan Mattsson, Mats Nordgren, Stefan Larsson og Tommy Evesson skoruðu mörk Öster gegn Sundsvall. Staðan i deildinni er nú þessi: Öster 21 18 2 1 52-11 38 Göteborg 21 12 4 5 47-19 28 Brage 21 10 6 5 25-15 26 Norrköping Örgryte Malmö FF AIK Hammarby Kalmar Elfsborg Halmstad Atvidaberg Sundsvall Djurgárden 21 10 21 10 21 8 21 21 20 21 21 21 21 20 8 1 6 4 5 4 4 3 5 30-24 26 9 36-39 22 8 35-33 21 9 28-30 19 10 35-39 18 10 25-31 18 9 22-29 18 12 29-40 17 11 18-28 16 12 20-46 14 13 17-35 11 Öster þarf aðeins eitt stig i viðbót en þar með er ekki sagt að öll spenna sé horfin úr deildinni. Svíar ætla nefni- lega að fækka liðunum i Allsvenskan úr 14 niður í 12 og það þýðir að liðin sem hafna f 11. og 12. sæti verða að leika aukaleiki við efstu lið 2. deildar. Tvö neðstu liðin falla að sjálfsögðu beint i 2. deild. Enn er þvi meira en helmingur liðanna f Allsvenskan í fall- hættu og tvisýn barátta framundan i siðustu fimm umferðunum. -VS. Ólafur Unnsteinsson íþróttakennari: Ragnheiður—hlaupa- stjarnan úr Firðinum ,,Ég hef tekið miklum framförum á millivegalengdum sfðustu árin. Það þakka ég mest að ég haf æft hjá frægasta frjálsiþróttafélagi Vestur- Þýzkalands, ASK Köln, sfðustu tvö árín undir stjórn miög hæfra manna,” sagði Ragnheiður Olafsdóttir i samtali við Dagblaðið eftir að hún hafði orðið fimmta f úrslitum 1500 metra hlaupsins á Evrópumeistaramóti unglinga í Utrecht i Hollandi i sfðasta mánuði. — Hvað viltu segja um framfarir þínar, Ragnheiður? ,,Ég hef tekið miklum framförum á millivegalengdum síðustu árin og á nú íslandsmet í 1000 og 1500 m hlaupum; i 1000 m 2:50,7 mín., en Norðurlanda- metið er 2:46,0 mín., og 4:15,75 mín. í 1500 m sem ég setti í Dormagen 2. júní sl. i úrtökukeppni fyrir vestur-þýzka landsliðið. Á móti í Arnsberg hljóp ég 800 m á 2:05,22 mín. með rafmagns- timatöku og er sá timi tiltölulega betri en Kslandsmet Lilju Guðmundsdóttur, ÍR; 2:06,2 mín., sem.hún setti í Kaup- mannahöfn 1977. 1 3000 m hlaupi á ég bezt 9:40,7 mín. en íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur þar er 9:36,0 mín. ” — Hvað hefur þú æft lengi skipulega? „Siðustu tvö árin hef ég æft hjá frægasta frjálsíþróttafélagi Vestur- Þýzkalands, ASV Köln. Formaður félagsins er Manfred Germar, fyrrum Evrópumeistari i spretthiaupum og ólympíumeistari í 4 x 100 m boðhlaupi 1960. Arnin Hary, sá frægi hlaupari, var einnig í sveitinni þýzku”. — Hvernig hafa þeir hjá ASV Köln reynzt þér? „Félagið hefur reynzt mér vel, ekki sizt þjálfarinn, Lutz MUlIer. Hann hefur þjálfað BirgittuKrause.sem hefur orðið v-þýzkur meistari fjörutiu sinnum. Eftir vetraræfingar 1979—80 fór ég með Rut systur minni með félaginu til San Diego í Kalifomíu i æfingabúðir og dvaldi þar i fitnm vikur. Nú i vor fór ég með félaginu i æfingabúðir til Lagano, rétt hjá Bordeaux í Frakklandi.” — Hvemig hefur þér gengið f v- þýzku meistaramótunum? ,,Á unglingameistaramóti V-Þýzka- lands, sigraði ég í 1500 m hlaupi bæði 1980 og 1981. Ég sigraði einnig í 1500 m hlaupi á unglingameistaramótinu utanhúss 1989, og varð önnur í ár í sömugrein.” — Keppirðu meira i haust? „Eftir Bikarkeppni FRÍ keppi ég á móti í Hannover 17.-18. sept. og reyni við íslandsmetin í 800 og 1500 m hlaupum. Síðan kem ég heim og stunda nám við Flensborgarskóla í vetur.” — Hver eru helztu stórmótin næsta ár? „Evrópumeistaramótið innanhúss í vetur og Evrópumeistaramótið í Aþenu næsta haust. Ég vil geta þess að Evrópumeistaramótið í Utrecht er eitt skemmtilegasta mót sem ég hef tekið þátt í og er mér hvatning til að stefna að framförum næsta ár.” ÓU. dórsson, FH, Ólafur Björnsson, Breiðabliki, Marteinn Geirsson, Fram, fyrirliði, Sævar Jónsson, Val, Sigurður Halldórsson, Akranesi, Pétur Ormslev, Fram, Ómar Torfason, Víking, Sigurður Lárusson, Akranesi, Árni Sveinsson, Akranesi, Lárus Guðmundsson, Víking. Það þarf ekki að efa að HM-leik- urinn við Tyrki verður spennandi. Tyrkir hyggja efiaust á hefndir vegna tapsins fyrir íslandi á heimavelli í fyrra. Leikurinn er í 3. riðli og einn leikur annar verður í riðlinum á miðvikudag. Tékkóslóvakía og Wales leika i Tékkó- slóvakiu. Staðan í riðlinum er þannig: Wales 5 4 10 10—0 9 Tékkar 4 3 0 1 11—2 6 Sovétríkin 3 2 1 0 7—1 5 ísland 4 1 0 3 4—12 2 Tyrkland 5 0 0 5 1-13 0 -hsim. Pétur Pétursson, Anderlecht, — með islenzka landsliðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Stórfé boðið íNorðmann Niirnberg, sem er neðst i v-þýzku Bundesligunni og hefur tapað fimm fyrstu leikjum sínum er á höttunum eftir norska landsliðsmanninum Pal Jacobsen. Þjóðverjarnir leggja gffur- lega áherzlu á að ná i Jacobsen, sem sést bezt á þvi að samninganefnd fé- lagsins kom til Oslóar f einkaflugvél auðkýfingsins Michael Roih, sem er forseti og aðalfjármagnari félagsins. Upphæðin sem nefnd hefur veríð i sambandi við kaupin er u.þ.b. ein milljón norskra króna en athyglisvert er að Valerengen kæmi aðeins til með að fá 50% af upphæðinni. Hin 50 pró- sentin rynnu til annars norsks félags, Ham-Kam! Skýringin á þessu er sú að Ham-Kam seldi Jacobsen til Valerengen sl. vetur og í samningi féiaganna er skýrt teldð fram að selji Valerengen Jacobsen til annars félags skuli Ham- Kam fá 50% af söluverðinu. Pal Jacob- sen er nú markahæstur i norsku 1. deildinni með 13 mörk i 17 leikjum og á hann stóran þátt f velgengni Valerengen sem er f öðru sæti f deildinni. VS. Perú áfram Perú tryggði sér sæti i lokakeppni HM i knattspyrnu á Spáni næsta sumar með markalausu jafntefii á heimavelli gegn Uruguay á sunnudag. 44.000 áhorfendur sáu leikinn, sem var mjög harður, enda mikið f húfi. Uruguay varð að vinna til að eiga möguleika á sæti i lokakeppninni. Perú var nær þvi að skora i leiknum og áttu leikmenn Uruguay engin hættu- leg tældfæri. Eftir sigurinn í litlu heimsmelstarakeppninni um siðustu áramót var liði Uruguay spáð miklum frama á Spáni f lokakeppnlnni. Það situr nú eftir með sárt ennið, rétt eins og fyrir siðustu HM i Argentinu 1978. -VS. Frá setningu sjötta Evrópumeistaramóts unglinga I Utrecht. Þátttakendur f mótinu voru 920 frá 28 þjóóum. íslenzka sveitin gengur inn á völlinn. Egill Eiðsson fánaberi fremstur, þá Ólafur Unnsteinsson og Sveinn Sigmundsson fararstjórar. Að baki Sveins sér í Helgu Halldórsdóttur KR, þá íris Grönfeldt, UMSB og Kristján Harðarson UBK. Ragnheiði Ólafsdóttur vant- ar á myndina þar sem hún átti að keppa i 1500 m hlaupi rétt á eftir. ^ ^ UNDRAVERÐUR ARANGUR A EM UNGUNGA í UTRECHT — nokkur heimsmet voru sett á mótinu Evrópumeistaramót unglinga i Utrecht sem fram fór 20.-23. ágúst er hið sjötta i röðinni. Áður i París 1970, Duisburg 1973, Aþenu 1975, Donezk 1977, Bydgoszcz 1979. Næsta mót fer fram i Júgóslaviu 1983. Evrópumótið var í heild vel skipulagt og fór fram með glæsibrag. Setningarathöfn og lokahátíð verður öllum þátttakendum minnisstæð. Sjónvarpað var frá mótinu um alla Evrópu. Þátttakendur íslands voru 5 og stóðu sig í heild eftir vonum. Ragnheiður Ölafsdóttir fimmta í úr- slitum í 1500 m, íris Grönfeldt önnur í spjótkasti í úrslitum, Helga Halldórsd. 12. í 100 m grhl. í undan- úrslitum á 14,30 sek., Egill Eiðsson 12. í 400 m hlaupi í undanúrslitum á 48,88 sek., Kristján Harðars. stökk 6,58 m og átti ógilt stökk ca 7,20 m. Kristján er aðeins 17 ára og getur því keppt í Júgóslaviu 1983. Árangur þeirra er sá bezti sem íslenzkir unglingar hafa náð á Evrópumóti unglinga. Yfir mótinu ríkti andi vináttu og friðar. Þátt- takendur Norðurlanda og Vestur- Evrópu hvöttu íslenzka liðið til dáða. íslendingum var jafnan vel fagnað í keppnt. Eftir mótið var þátttakendum haldin stórveizla í Skautahöllinni í Utrecht. Þar léku þrjár vinsælustu hljómsveitir Hollands. Borgarstjórinn í Utrecht sagði í ræðu að Hollendingum væri það ljósara með hverju ári að aldrei væri of mikið fyrir íþróttirnar gert, bæði til heilsubótar og gleðiauka fyrir fólkið í landinu. Frábær árangur náðist á mótinu. Heimsmet, Evrópu- og landsmet féllu unnvörpum. Mesta atnygli vöktu eftir- taldir keppendur. Karlar: Thomas Schröder, A-Þýzkalandi, sigurvegari í 100 m á 10,14 sek. og 200 m á 20,69 sek. Kimmo Saaristo Finnlandi kom fram á sjónarsviðiö sem stórhlaupari. Hann varð fjórði í 100 m á 10,42 sek. og þriðji í 200 m á 20,83 sek. Austur- þýzka sveitin hljóð 4x 100 m boðhl. á 39,88 og 4 x 400 m boðhl. á 3:04,58 mín. Heimsmet unglinga. Ungverjar áttu tvo fyrstu menn í 800 m. I. Jozsef Bereczky á 1:46,17 mín. 5000 m, Gabro, Ungverjalandi á 13:56,42 mín. Hástökk: I. Krysztof, Póllandi 2,26 m. Stangarstökk: Jansa. Tékkóslóvakíu, 5,35 m. Þrístökk: Sergej Ákxledía, Rússlandi, 16,76. Langstökk: Andre Reichelt A-Þ. 7,76 m. Óheppnastur allra var kunningi okkar, svertinginn Whyte Hugo frá Bretlandi, sem stökk þrívegis um 8,00 m ógilt. Kúluvarp: Andreas Horn, Austur-Þýzkalandi, 18,71. Spjótkast: Uwe Hohn A-Þ. 86,56 m, 4. Jörn Jelström Danmörku 74,86 m. Því miður gat Sigurður Einarsson Á, ekki keppt í þessari grein sökum meiðsla en hann er álíka góður kastari og Daninn. Tugþraut: Mihai, Rússlandi, 7918 stig. Kvennagreinar: 100 m: Katrín BöhmeA-Þ. 11,33 sek., 200 m, Sabina A-Þ. 22,91 sek., 100 m gr.hl., Katrín Böhme A.-Þ., 13.20 sek., Evrópumet, 800 m: Ines Vogelsang, A-Þ. 2:02,65 mín., 6. Tina Krebs, Danmörku, 2:08,92 mín., 1600 m: Bettý van Steenbroek, Belgiu, 4:15,75 mín., sami tími og íslmet Ragnheiðar Ólafsd. , sem varð 5. í hlaupinu, 400 m grhl.: Sylvía Kirschner, A-Þ. 56,41 sek., heimsmet! langstökk: Heike Daute, A- Þ. 7,02 (meðv.) Spjótkast: Todorova, Búlgaríu, 64,12 m. Heimsmet hennar er 71.86m. Að lokum: Mikil samstaða var hjá íslenzka liðinu um það að árangur yrði sem beztur. Fararstjórar voru þeir Sveinn Sigmundsson, gjaldkeri FRÍ og Ólafur Unnsteinsson sem jafnframt var liðsstjóri og þjálfari. Ólafur Unnsteinsson. METAREGNISPLIT —á Evrópumeistaramótinu í sundi, sem hófst í gær Per Johansson, 18 ára Svfi frá Borlange, gerði sér Iftið fyrir á Evrópumeistaramótinu i sundi i Split í Júgóslaviu í gær og sigraði i 100 m skriðsundi. Setti nýtt sænskt met 50,55 sek. og hafði áður i forkeppninni bætt Svíþjóðarmet Pelle Holmertz frá þvi á ólympiuleikunum f Moskvu f fyrra- sumar. Bandarískir háskólar hafa keppzt um að bjóða Svfanum skóla- styrki en hann ekki þegið. „Ég hef bætt heimsmet Skotans David Wilkie 2:15,11 min. hefði ég ekki fengið flensu f síðustu viku,” sagði Robertas Zhulpa frá Eistlandi eftir að hann hafði sigrað i 200 m bringusundi i Split f gær á 2:16,15 mín. Frábær árangur náðist á mótinu í Spilt í gær. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m skriðsund karla Per Johansson, Svíþjóð Jörg Woithe, A-Þýzkal. Sergei Krasiytuk, Sovét, Andreas Schmidt, V-Þýzk. Pelle Holmertz, Svíþjóð, Sergei Smiriagin, Sovét, 100 m skriðsund kvenna Caren Metschuk, A-Þýzk. Birgit Meineke, A-Þýzk. Conny Bentum, Hollandi, Agneta Eriksson, Sviþj. 50,55 50,81 50,91 51,04 51,19 51,49 55.74 56,06 56,73 56.75 5. Marionaizpors, V-Þýzk. 56,93 6. Natalia Strunnikova, Sov. 57,10 7. June Croft, Bretlandi, 57,20 8. Karin Seick, V-Þýzkal. 57,22 Tími Agnetu Eriksson er sænskt met. 200 m bringusund karla 1. Robertas Zhulpa, Sovét. 2:16,15 2. Arsen Miskarov, Sovét, 2:18,08 3. Adriam Moorhouse, Bretl. 2:18,14 4. AlbanVermes, Ungverjal. 2:18,92 5 RafaeleAvangano.it., 2:19,60 6. Peter Berggren, Svíþj. 2:21,40 Tími Avagnano ítalskt met. ítalinn Cesare Fabri varð í 16. sæti á 2:26,68 sek. Ekki var getið um árangur Ingólfs Gissurarsonar í skeyti Reuters. 400 m fjórsund kvenna 1. PetraSchneider, A-Þýzkal. 4:39,30 2. UteGewniger, A-Þýzical. 4:45,43 3. Agnieszka Czopek, Póll. 4:50,75 4. PetraZindler, V-Þýzkal. 4:52,34 5. Katrine Bomstad, Noregi, 4:52,75 6. Grazyna Dziedzic, Póll. 4:53,57 7. KlaraGulyas, Ungverjal. 4:56,63 8. Sofia Kraft, Svíþjóð, 4:57,72 Vestur-þýzka og norska stúlkan settu landsmet. 4 x 200 m skriðsund karla 1. Sovétríkin 7:24,41 2. Vestur-Þýzkaland 7:25,22 3. Svíþjóð 7:27,78 4. Ítalía 7:27,92 5. Austur-Þýzkaland 7:30,74 6. Frakkland 7:33,00 7. Bretland 7:37,45 8. Holland 7:37,74 Allar sveitirnar nema Sovét- ríkjanna, A-Þýzkalands og Bretlands settu landsmet. VIKINGUR - B0RDEAUX eftir 9 daga

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.