Dagblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 4
4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981.
DB á neytendamarkaði
ÍÍÉ
Paö er hollt, að sögn, að snúa líkamanum einstaka sinnum á hvolf til þess að auðvelda alla blóðrás til höfuðsins. Þessar
konur, sem festar voru á filmu I Júdódeild Ármanns fyrir nokkru, gerðu þetta lipurlega.
Farshringur með gulrótum
Oft er hægt að gera góð kaup í nokkurt magn er keypt í einu. Einnig kindahakk. Hér er uppskrift að
hökkuðu kjöti. t.d. nautakjöti ef hefur verið á boðstólum mjög ódýrt skemmtilegum rétti, sem er bæði
skrautlegur á að líta og ekki mjög
hitaeiningaríkur. í matreiðslubókinni
segir að uppskriftin sé fyrir sex
manns og 279 hitaeiningar í hverjum
skammti.
750 gr hakkað kjöt,
helzt magurt nautakjöt
1 egg, þeytt
3 msk. vatn
4 msk. tómatsósa
3 msk. raspaður iaukur
I tsk. salt
1/2 tsk. pipar
ögnaf hvítlauksdufti
1 msk. biauðrasp.
Blandið öllu saman nema
brauðraspinu og hrærið I þar til
deigið tollir vel saman. Látið deigið í
hringform og hvohið því í
ofnskúffuna eða í eldfast fat. Það er
einnig hægt að búa til farshringinn
með höndunum. Stráið brauðraspinu
ofan á og bakið I ofninum í um það
bil eina klukkustund. Takið þá
hringinn úr ofninum og látið á fat og
látið gulrætur í miðjuna. Skreytið
með steinselju í kringum
farshringinn. Skreytið með sýrðum
agúrkusneiðum. -A.Bj.
Gulrótunum er raðað með
agúrkusneiðunum ofan á
farshringinn og þetta litur hreint
ekki út fyrir að vera hitaeininga-
snauður réttur. En auðvitað veltur
talsvert á að kjötið sé ekki mjög feitt.
Stirðir limir liðkaðir
Líkamsrækt
við lækk-
andi sól
Núna um mánaðamótin settu
hvers kyns líkamsræktarstofnanir allt
í gang eftir sumarfrí. Slíkar stofnanir
eru orðnar nokkuð margar hér á
höfuðborgarsvæðinu og er starfsemi
þeirra lík um sumt þó annað sé ólíkt.
Það sem líkast er með þeim nær
öllum er það að konur sækja þær í á-
berandi meirihluta. Hvort það stafar
af því að karlmenn sinni líkama
sínum ekki af eins mikilli elju eða
hinu að þeir gera það á öðrum víg-
stöðvum skal ósagt látið. Við
höfðum samband við nokkrar þess-
ara stöðva og fengum upplýsingar
um verð og það hvernig þjálfun væri
háttað.
Heba í Kópavogi býður upp á
mánaðar leikfiminámskeið fyrir
konur. Hægt er að fá tíma tvisvar eða
fjórum sinnum í viku eftir óskum.
Tvisvar í viku kostar 250 krónur og 4
sinnum í viku 450 krónur á mánuði.
Innifalinn í verðinu er aðgangur að
líkamanum. Hitaeiningatafla liggur
frammi fyrir þá sem þess óska.
í Yogastöðinni Heilsubót er æft
tvisvar i viku. Eru þar bæði flokkar
fyrir konur og karlmenn. Kostar
mánuðurinn 260 krónur. Innifalið er
sturtubað, gufa, ljós og gigtarlampi.
Jassballettskóli Báru rekur
líkamsrækt fyrir kvenfólk. Æft er
tvisvar eða fjórum sinnum í viku. Ef
æft er tvisvar í viku kosta 3 vikur
192. Ef æft er 4 sinnum er veittur
10% afsláttur. Gefinn er kostur á
lengri námskeiðum og eru þau þá
ódýrari. Innifalið er gufubað, sturta,
nuddbretti, ýmis. þrektæki og káffi
og te að tíma loknum.
Að síðustu er það svo líkams-
ræktin Orkubót sem er með töluvert
öðru sniði en þær hinaf sem nefndar
hafa verið. í stað þess að leggja
áherzlu á þjálfun líkamans á gólfi er
lögð áherzla á þjálfun með hvers
konar tækjum. Námskeiðið er til að
gufubaði, nuddtækjum og þrek-
þjálfunartækjum. Einnig sápa og
sjampó og kaffi að tíma loknum. í
október tekur til starfa við stöðina
nuddari sem nuddar fólk ef það vill.
En þjónusta hans er vitaskuld ekki
innifalin í verðinu.
Júdódeild Ármanns er einnig með
leikfimi fyrir konur. { október byrja
síðan flokkar fyrir karlmenn og eru
þeir tímar í hádeginu. Æft er tvisvar i
viku og kosta fjórar vikur 250
krónur. Innifalið er sturtubað, gufa,
ljós, kaffi að tíma loknum og ef
menn óska, vigtun og mæling á
byrja með fólgið í að læra viðeigandi
æfingar við tækin en síðan geta menn
æft sig eftir getu og áhuga. Nám-
skeiðið kostar 250 krónur og stendur
í mánuð. Æft er tvisvar í viku. Fara
25 mínútur af hverjum tíma
í upphitun, en síðan afgangurinn í
tækin. Eftir að námskeiði lýkur geta
menn keypt sér kort sem dugar í
mánuð eins oft og hver vill. Bæði
karlar og konur eiga kost á þessu en
ólíkt hinum stöðunum eru karlar
þarna í meirihluta. í verðinu fylgir
aðgangur að baði og gufu.
-DS
UpplýsingaseðiU
til samanbuiðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsinganúðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
I fjölskyldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks-----
Kostnaður í ágústmánuði 1981
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
m imw i