Dagblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981.
5
SIS hyggst kaupa hiut
i fískiðju á Suðureyrí
—á sama tíma er iðnaðardeild Sambandsins rekin með tapi vegna stöðu
Evrópugjaldmiðla gagnvart dollar
Að frumkvæði hluthafa í Fiskiðj-
unni Freyju hf. á Suðureyri við
Súgandafjörð hafa að undanförnu
staðið yfir viðræður milli þeirra og
sjávarafurðadeildar Sambandsins
um kaup á hlutabréfum í Fiskiðjunni
Freyju. Hlutabréf þau sem hér um
ræðir eru 91 % af öllum hlutabréfun-
um en nafnvirði þeirra er ein milljón
króna.
Astæða þessa er sú að nokkrir af
stærstu hluthöfunum í fiskiðjunni
óska að draga sig út úr rekstri fyrir-
tækisins. Hluthafar í Freyju eru alls
32 en einungis Suðureyrarhreppur og
Súgandafjarðardeild Kaupfélags ís-
firðinga hyggjast ekki selja sinn hlut.
Hvor þessara aðila um sig á 4,5%
hlutabréfanna.
Á blaðamannafundi sem Sam-
bandið boðaði til i tilefni kaupanna
kom fram að Sambandið hyggst nota
fjármagn úr sérsjóðum sjávar-
afurðardeildarinnar til kaupanna.
Ekki hefur kaupverð hlutabréfanna
verið ákveðið en seljendur munu hafa
farið fram á fimmfalt nafnverð bréf-
anna, eða 5 milljónir króna fyrir
hlutabréfin. Meðal eigna Fiskiðj-
unnar Freyju má nefna 60% hlut í
skuttogaranum Elínu Þorbjarnar-
dóttur, frystihús, sait- og skreiðar-
verkunarstöð, lýsisbræðsiu og fiski-
mjölsvinnslu, en Freyja hefur hingað
til verið í Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna.
Sjávarafurðadeild Sambandsins
hefur í þessum viðræðum lagt á það
ríka áherzlu að heimamenn taki sem
stærstan þátt í rekstri fyrirtækisins
og í því sambandi hefur verið rætt við
félagasamtök á Suðureyri um veru-
lega þátttöku þeirra í kaupunum.
Núverandi hluthafar eru allir Súg-
firðingar en á milli 140—150 manns
vinna í fiskiðjunni.
1 fyrra nam framleiðsla frystra
fiskafúrða 81% af heildarfram-
leiðsluverðmæti fiskiðjunnar en að
sögn Óskars Kristjánssonar stjórnar-
formanns Freyju var fiskiðjan þá
rekin á sléttu. Það sem af er þessu ári
hefur freðfiskur verið um 70% af
heildarframleiðsluverðmætinu en
þrátt fyrir mun lægra hlutfall freð-
fisks í ár kvaðst Óskar gera ráð fyrir
tapi. „Þetta eru erfiðir tímar og það
verður örugglega ekki hagnaður af
rekstrinum,” sagði Óskar.
Óskar var spurður að því hvort
hægt væri að verka meira af fram-
leiðslu fiskiðjunnar í sait eða skreið
og kvað hann það vera nokkuð erfitt
því undirlendi væri takmarkað við
Suðureyri.
Talsmenn Sambandsins á blaða-
mannafundinum, Árni Benediktsson
og Kjartan P. Kjartansson, töldu
hins vegar að ef af kaupum Sam-
bandsins yrði myndi framleiðslu fisk-
iðjunnar verða hagað i samræmi við
markaðsaðstæður hverju sinni. Því
gæti svo farið að saltfisk- og
skreiðarframleiðsla yrði aukin eitt
árið en freðfiskframleiðsla annað
árið.
Að lokum voru Sambandsmenn
spurðir að því hvort ekki skyti
skökku við að Sambandið væri að
kaupa hlut í fiskiðju á sama tíma og
iðnaðardeild Sambandsins væri rekin
með bullandi tapi. Árni Benediktsson
kvað svo ekki vera, það væri ekki
hægt að færa til fjármagn milli
þessara deilda þegar ríkisvaldið
ábyrgðist ekki rekstrargrundvöll
iðnaðarins. Vegna óhagstæðrar
stöðu Evrópugjaldmiðla gagnvart
Bandaríkjadollar væri rekstrargrund-
völlur iðnaðarins slakur og ríkis-
valdið yrði að bæta hann. Þá benti
Árni á að ýmsar aðrar hindranir
væru í vegi þannig millifærslu.
Fyrir hönd fiskiðjunnar Freyju
hafa þeir Óskar Kristjánsson
stjórnarformaður og Páll Friðberts-
son framkvæmdastjóri tekið þátt í
viðræðunum en fyrir Sambandið þeir
Sigurður Markússon, Árni
Benediktsson og Kjartan P. Kjartans-
son.
-SA.
YFIR ATLANTSHAFIÐIMOTORSVIFFLUGU
Hvemig litist þér á að fljúga með
svifflugu yfir Atlantshafið? Líklega
litist þér ekkert á það. En ef hún hefði
einn lítinn hjálparmótor? Værirðu þá
tilleiðanlegur, lesandi góður?
Hér í Reykjavík er nú staddur þýzkur
blaðamaður sem er á leið frá Los
Angeles til Hamborgar. Farartæki hans
er 500 kg þung sviffluga með 80 hest-
afla hjálparmótor sem knýr eina
skrúfu.
Michael Schultz heitir hann þessi
ofurhugi. Hann er blaðamaður við
þýzkt flugtímarit sem kemur út
mánaðarlega.
Hingað til lands kom hann á laugar-
dag frá Kulusuk á Grænlandi. Áður
hafði hann m.a. komið við í Nuuk, sem
áður hét Godtháb, Frobisher Bay á
Baffinslandi, Quebec-borg í Kanada og
Oshkosh sem er rétt fyrir norðan
Chicago. Næsti áfangi er Stafangur í
Noregi.
Og hver er svo tilgangurinn með
svona flugi? Svala ævintýraþorsta?
Safna efni í grein í flugtímaritið? Aug-
lýsa sígarettur? Auglýsa mótorsvifflug-
una? Setja met? Eða bára komast
heim?
Líklega allt þetta. Sígarettufyrirtæki
fjármagnar flugið og fær í staðinn
auglýsingar á skrokk og vængi svifflug-
unnar. Óg svona í leiðinni á að reyna
að setja nýtt hraðamet fyrir léttar eins-
hreyfilsflugvélar á leiðinni Reykjavík
— Stafangur.
Þýzki blaðamaðurinn er í bili strand-
aður hér á landi. Einhver krankleiki var
í mótornum og í gær var von á flug-
virkja frá verksmiðjunum. En þegar
búið verður að laga hann er ekkert því
til fyrirstöðu að leggja af stað, nema
kannski veðrið. Michael Schultz hyggst
ekki leggja upp nema hann verði laus
við ský í þeirri flughæð sem hentar
mótorsviflugunni bezt, sem er um
12.000 fet. Hann vill ekki fljúga í
skýjum vegna hættu á ísingu, en svif-
flugan hefur engin ísvarnartæki. Og þá
vill sá þýzki gjarnan hafa einhvern
meðvind a leiðinni til Noregs.
Mótorsvifflugan er þýzk og kostar
ný um 80 þúsund dollara. Til Los
Angeles var hún flutt með annarri flug-
vél, þotu frá Lufthansa.
Ef einhver lesandi he'fur áhuga á að
ferðast yfir Atlantshafið í mótorsvif-
flugu skal bent á að kostnaðurinn við
flug Þjóðverjans og umstangið i
kringum það er um 30 þúsund dollarar
eða um 240 þúsund islenzkar krónur.
-KMU.
mn ■■■■■■■■■■■
unfyrir
Rússlands-
markað
á Húsavík
-aflinn500tunnur
á laugardaginn
— Þarereinnig
mokafli afbolfiski
„Við fengum grænt ljós á söltun
síldar fyrir Rússlandsmarkað sl.
fimmtudag,” sagði Tryggvi Finnsson
framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags
Húsavíkur i samtali við DB. „Siðan
er búin að vera nær stanzlaus söltun.
Það bárust um 40 tunnur á fimmtu-
dag, 150—200 á föstudag, 500 tunnur
á laugardag, en i dag höfum við ekk-
ert fengið. Þetta er fín og góð sild og
ferað mestuísalt.”
Tryggvi kvað Fiskiðjusamlagið
ekki hafa verið með siidarsðltun í
áætlun sinni til þessa. En trillukarl-
arnir og smábátaeigendur vilja
stunda þessar veiðar, þó ekki sé enn
komið verð á aflann og enginn viti í
raun hvað hann fær.
í fyrra reyndist þetta góð búbót
fyrir smábátaeigendur en þá var afl-
inn frystur og er það einnig nú, nema
um mjög góða sild sé að ræða
,,Nú vildu fleiri stunda síldveiðar
og nú eru að veiðum bæði trillur og
minni dekkbátar,” *gð Tryggvi.
„Því förum við út i þaö að kaupa vél
sem hausar og slógdregur en höfum
stúlkur til að salta. Við höfum nánast
ekki húsnæði til annars en nota
vélina til hennar verka og stúlkur
aðcinstilaðsalta.”
Tryggvi kvað þörf Húsvikinga
fyrir beitusíld vera 120—130 tonn og
það magn myndu þeir reyna að frysta
i haust.
Um aðrar veiðar sagði Tryggvi aö
mokveiði væri hjá bátum og
togurunum sem boifiskinn veiða.
Helzt vantaði fólk til að vinna aflann
er bærist og það væri misskilningur
að fiskvinnslan gæti ekki tekið við
fleira fólki þóaflabrögðykjustekki.
-A.St.
rr
FILMUR DG VELAR S.F.
infca iii
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235.
K0N0
w.
I/OWl I Illt!
MÁLASKÓLI'
-26908-
Danska, enska, þýzka, franska, ítalska, spænska
og íslenzka fyrír útiendinga.
Talmálskennslu annast m.a. Jeffrey Cosser fensku)
og Aitor Yraola fspænsku).
Innritun daglega kl. 1—7 e.h.
Kennsla hefst 21. sept
Þýzki blaðamaöurinn Michael Schultz við mótorsviffluguna á Reykjavlkurflugvelli 1
26908-
HALLDÓRS
gær.
DB-mynd: Sigurður Þorri.
Alþjóðlega mótið í Manchester:
JÓN L. TAPAÐI
MARAÞ0NSKÁK
SINNIGEGN MILES
„Þetta var sannkölluð maraþon-
skák hjá okkur — 70 leikir — en ég
gerði mig sekan um ónákvæmni
undir lokin þegar tíminn var farinn
að þrengja að mér og siðan lék ég af
mér peði og þá var fokið í öll skjól,”
sagði Jón L. Árnason við DB í gær
eftir að hann hafði tapað biðskák
sinni við Anthony Miles á Bene-
dictine International skákmótinu í
Manchester.
Jón gerði siðan jafntefli við Flear
frá Englandi í gær og hefur 2,5 vinn-
inga að fjórum umferðum loknum.
Margeir Pétursson á biðskák úr 4.
umferðinni en hefur hlotið 2 vinn-
inga. Miles er efstur á mótinu og
hefur unnið allar sinar skákir til þessa
og er með 4 vinninga. Tefldar verða 9
umferðir.
-SSv.