Dagblaðið - 08.09.1981, Síða 8

Dagblaðið - 08.09.1981, Síða 8
8 TVEGGJA WAGONEER- JEPPA NÚ SAKNAÐ -ödrum varstolið sl. sunnudag ' H Wagoneer-jepparnir eru báðir svipaðir þessum. Svo virðist sem Wagoneer-jeppar njóti vinsaslda hjá bílaþjófum um þessar mundir. Tveggja bíla er nú saknað og eru þeir báðir af Wagoneer-gerð. Fyrir utan R-5003 sem saknað hefur verið síðan um miðjan júlí, er nú leitað að Y-6983 sem er af árgerð 1973, blásanseraður, með hvítar rendur á hliðum, á hvítum felgum og breiðum dekkjum. Fiann er fjögurra dyra. Jeppinn hvarf frá Borgartúni 24 sl. sunnudag og hefur ekkert tii hans spurzt síðan. R-5003 hefur nú verið týndur í rúmar sex vikur. Hann er fjögurra dyra, dökkbrúnn með ljósri innri klæðningu, af árgerð 1974. Talið er að sézt hafi síðast til hans á Sauðár- króki um miðjan ágúst, en einnig hefur lögreglan fengið ábendingar um ferðir jeppans í Þingvallasveit. Hvort samband sé á milli hvarfs Wagoneer-jeppanna er ekki vitað. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýs- ingar um hvar þá sé að finna eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það næstu lögreglustöð. -KMU. Tvö verkanna á veggjum vinnustofu Jóhannesar Kjarvals. Til vinstri 'er Lifsins ólgusjór og hitt er Sveitalif. Hinum megin við dyrnar kemur svo Borgalif og á veggnum andspænis ólgusjónum er Atvinnulíf. DB-mynd: Einar Ólason. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. Heiðmörkin líklega mesta berjaland þessasumars Á stórum svæðum norðanlands hefur lítið sem ekkert fundizt og það sem það var , nu Ónytt af frostl sumar og hafa ekki sézt hér í neinum Skjót athugun og fyrirspurnir um berjasprettu í sumar leiðir það helzt í ljós að íbúar á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hafi notið hvað mestra berja allra landsmanna. Fólk var mjög ánægt með berjasprettuna í Heið- mörk og hefur mikUl fjöldi fólks sótt þangað og tint ber og sumir mikiö. Þess veit DB dæmi að fólk tíndi 5 lítra af bláberjum, stórum og góðum, á tiltölulega stuttum tíma í Heið- mörkinni fyrir skemmstu. Um helgina var fjöidi fólks enn við berjatínslu þar og voru menn sæmi- lega ánægðir með það sem þeir fengu. Þó fannst á iaugardaginn að berin höfðu orðið fyrir vægu nætur- frosti og fannst þaö á bragði þeirra og útliti. Haft var samband við Stóra-Botn í HvalFiröi og þar hafði fólk ekki af berjum að segja. Þar er tínsla ekki leyfð ,,enda er hér ekkert að tína” sagði kona er fyrir svörum varð. „Berin hurfu héðan eitt óþurrka- mæli síðustu árin.” Blaöamaður DB, sem í siðustu viku dvaldi í Skagafiröi og Vatnsdal, leitað allmikið berja og spurðist fyrir um þau. Hvorki eigin leit né fyrir- spurnir báru árangur. ,,Það er lítið um ber hér á Norð- austurlandinu og það litla sem það var hefur sennilega eyðilagzt í frost- inu í nótt,” sagði berjavinkona DB á Húsavík í gær. „Það var mikið frost hér í nótt, það mikið að ekki hefur þiðnað af pollum nú um hádegi á mánudag.” Þessi vinkona okkar sagði að ftnna hefði mátt ber á stöku stað, en það hefði bæði verið lítiö og smátt. Nefndi hún tvo staði, efst í Svarta- staðanúp (i Öxarfirði) og á Tjörnesi. — Fyrst þessi berjakona okkar á Húsavík hefur ekki komizt í ber er óhætt að fullyröa að þau hafa ekki verið nema sjaldgæf í grennd við Húsavik. Jakob og Þursarnlr í Eyjum — tónleikar í samkomuhúsi staöarins Þursaflokkurinn, sem á undan- hljómsveit Jakobs Magnússonar sem förnu hefur verið á yfirreið um hefur skamma viðdvöl hérlendis á landið, heldur hljómleika á morgun leið sinni til Evrópu. Vafalítið verða kl. 21 i samkomuhúsinu i Vest- tónleikar þessir vel sóttir enda ekki á mannaeyjum. Ekki aðeins munu hverjum degi sem jafnfærir hljóm- Þursarnir koma fram heldur einnig listarmenn eru á ferðinni í Eyjum.SSv Vinnustofa Kjarvals er sýnd á Kjarvalsstöðum einn veggurinn er þó enn í viðgerð í Kaupmannahöf n Það var einhvern góðan veðurdag á árinu 1934 að Jóhannes Kjarval kallaði til fólks á Austurvelli að hann hefði opnað sýningu í vinnustofu sinni. Hann var þá orðinn peningalítill og átti ekki fyrir litum. Listaverkin sem hann sýndi að þessu sinni voru máluð á veggi vinnustofu hans. Þrír af þessum fjórum veggjum eru nú til sýnis í austursal Kjarvalsstaða. Þeir komu til landsins úr viðgerð fyrir þremur vikum. Verkin voru send til listaverkaviðgerðaskóla Sten Bjernhof. þar sem gerðar hafa verið á þeim miklar endurbætur. Vinnustofa Kjarvals var til húsa í Austurstræti 12. Listasafn íslands fékk húsið í arf og hafði við það makaskipti við Framsóknarflokkinn. Guðmundur Axelsson í Klausturhólum keypti síðan listaverkin af erfingjum Kjarvals eftir talsvert rifrildi milli þeirra og Fram- sóknarflokksins um hverjum þau til- heyrðu. Það eru Klausturhólar sem standa fyrir sýningunni að Kjarvals- stöðum. „Vinnustofan er uppistaðan í þessari sýningu,” sagði Halldór Runólfsson hjá Klausturhólum þegar blaðamenn litu við á Kjarvalsstöðum í gær. „Einnig eru þarna myndir eftir Jóhannes Kjarval frá þeim tíma sem hann var með vinnustofuna í Austur- stræti 12. Sömuleiðis sýnum við hér myndir samtímamanna Kjarvals, þeirra Blönals, Ásgríms og Jóns Stefánssonar.” Verkið sem Jóhannes Kjarval málaði á veggi vinnustofu sinnar nefnist í heild Lífshlaupið. Á veggjunum þremur, sem eru sýndir á Kjarvalsstöðum nú, eru fjögur verk. Þau kallast Lífsins ólgusjór, Sveitalif, Borgalif og Atvinnulíf. „Á fjórða veggnum eru þrjú verk til viðbótar,” sagði Halldór Runólfsson. „Mér er ekki kunnugt um nöfnin á þeim. Á einu eru víkingaskip en tvö voru svo illa farin er þau voru send til Sten Bjernhof í Kaupmannahöfn að ómögulegt var að greina hvað var á þeim.” Húsið hafði lekið og vatnið skemmt verkin svona mikið.” Sýningin í austursal Kjarvalsstaða verður opnuð í dag klukkan tvö. Hún verður opin í hálfan mánuð. -ÁT- Fögnum umræðu um siðareglur lögmanna —og jafnvel endurskoðun þeirra, segja eigendur Lögheimtunnar Lögmennirnir Ásgeir Thoroddsen og Ingólfur Hjartarson hafa óskað eftir birtingu á eftirfarandi athugasemd vegna fréttar með fyrirsögninni „Hlutu dóm og sekt fyrir brot á siðareglum lögmanna” í Dagblaðinu sl. föstudag, 4. september: ,,í Dagblaðinu sl. föstudag er sagt frá þv: að stjórn Lögmannafélags lsr lands hafi fyrr á þessu ári kveðið upp sektardóm yfir nýlegu fyrirtæki er lög- mennirnir Ásgeir Thoroddsen og Ingólfur Hjartarson stofnuðu til og nefndu Lögheimtuna. Hafi dómurinn verið kveðinn upp vegna þess að stjórn Lögmannafélagsins taldi að auglýs- ingar, sem umrætt fyrirtæki hafði sent út í umburðarbréfum til fyrirtækja, brytu i bága við siðareglur Lögmanna- félags Isiands. Vegna þessarar fréttar teljum við rétt að skýra í nokkrum orðum frá þeim ágreiningi sem orðið hefur milli stjórnar Lögmannafélagsins og Lög- heimtunnar hf. Áskrrftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHÚSBÓKIN Irevjuitötu 14 Með stofnun Lögheimtunnar h.f. fyrir rúmlega ári síðan var farið inn á nýjar brautir hér á landi í innheimtu vanskilaskulda og annarrar innheimtu, m.a. með notkun tölvukerfis. Þessari nýjung Lögheimtunnar hefur verið mjög vel tekið og nýta nú yfir 100 fyrir- tæki og stofnanir sér þjónustu Lög- heimtunnar. Siðareglur Lögmannafélags fslands hvað varðar kynningu á starfsemi sem lögmenn eru aðilar að eru efnislega mjög svipaðar siðareglum lögmanna- félaga á Norðurlöndum, enda hafa reglur íslenska lögmannafélagsins væntanlega í upphafi verið að verulegu leyti eftir þeim sniðnar. Því var það að áður en Lögheimtan hf. var stofnuð fórum við til Danmerk- ur, Noregs og Sviþjóðar og könnuðum rekstur hliðstæðra fyrirtækja, svokall- aðra „inkasso” fyrirtækja og tengsl þeirra við lögmenn og lögmannsstofur. Kom þá fram að þessi fyrirtæki eru þar yfirleitt rekin í beinum eða óbeinum tengslum við lögmenn og t.d. í Noregi hefur það orðið ofan á að lögmanna- félagið norska viðurkennir viss inn- heimtufyrirtæki og er þá áskilið að lög- maður standi að fyrirtækinu. Einnig kom fram að innheimtufyrirtækin á Norðurlöndum kynna þjónustu sína í bæklingum og auglýsingum. Þegar ágreiningur Lögmannafélags- ins og Lögheimtunnar um túlkun á siðareglum félagsins hófst hvöttum við til þess að stjórn Lögmannafélagsins aflaði upplýsinga frá systurfélögum sínum á Norðurlöndunum þar sem þetta vandamál hafði áður komið upp og verið á því tekið. Einnig nefnd- um við að tímabært gæti verið að kanna hvort setja ætti löggjöf um þessa starfsemi og ákveða strangari skilyrði fyrir rekstri innheimtufyrirtækja en er nú fyrir rekstri fyrirtækja almennt vegna mikils fjárstreymis sem um slik fyrirtæki renna og kæmu þá jafnframt til greina ákvæði um aðskilda reikn- inga, upplýsinga- og trúnaðarskyldu starfsmanna og opinbera leyfisveitingu fyrir slíkri starfsemi. Er Ijóst að hér er um töluvert vandamál að ræða í ljósi gildandi siðareglna og má t.d. minna á að lögmenn auglýsa sig daglega á síð- um dagblaða í sambandi við fasteigna- sölur og auglýsa jafnframt á síðum dagblaða framtals- og skattaþjónustu sína. Við fögnum því þeim ummælum formanns Lögmannafélagsins að siða- reglurnar muni koma til umræðu og jafnvel endurskoðunar nú á næstunni. Rétt er að taka skýrt fram, að Lög- heimtan h.f. býður innheimtuþjónustu sína án nokkurra skilyrða eða óska um að undirritaðir lögmenn fari með lög- fræðistörf fyrir viðkomandi fyrirtæki. Við viljum ítreka að við óskum eftir því að geta átt samleið með stjórn Lög- mannafélagsins og eigum ekki von á því að stjórn félagsins komi til með að reyna að standa gegn eðlilegri fram- þróun og framförum á þessu sviði.” AUGLÝSING Tilkynning til íbúa á Akranesi Vegna gerlamengunar í vatnsbóli Akurnesinga er fólki ráðlagt að sjóða allt neysluvatn fyrst um sinn. Heilbrigðisnefnd Akraness, Heilbrigðiseftirlit ríkisins.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.