Dagblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981.
r
v
Veðrið
Qert er ráð fyrir norðaustan átt á
landlnu. Um norflan og austanvert
landlfl ar allhvasst og hvasst á stöku
stafl, slydda afla rlgnlng. A
Suflvesturlandl far afl draga úr vlndi,
stinningskaldl þegar líflur á daginn
og þurrt afl mastu.
( Reykjavik var í morgun
norðaustan 2, skýjafl og 6 stlg,
Gufuskálar austan 9, skýjafl og 6;
Galtarvltl norflaustan 8, slydda og 3;
Akureyri norflaustan 3, alskýjafl og 4
Raufarhöfn norðaustan 6, rigning og
3; Dalatangl austan 5, súld og 5; Hflfn
austan 4, súld og 6; Stórhflffli austan
9, skýjafl og 7.
( Þórshflfn var skýjafl og 10, (
Kaupmannahflfn þokumófla og 18, í
Osló, aiskýjafl og 13, í Stokkhólmi
skýjafl og 1, í London skýjafl og 17, f
Hamborg þokumófla og 13, í Parfs
þokumófla og 17, í Madrld heiflskirt
og 16, ( Lissabon láttskýjafl og 10,
(NewYork alskýjaflog 21.
m. "" '■ " ■ ^
L Ándtát 1211
Ingimundur Guðmundsson, Mánagötu
17 Reykjavík, lézt 29. ágúst. Hann var
fæddur 17. maí 1906 að Þverholtum í
Álftaneshreppi á Mýrum.Foreldrar
hans voru hjónin Ólöf Runólfsdóttir og
Guðmundur Eiríksson. Árið 1935 hóf
hann búskap með eftirlifandi konu
sinni, Guðrúnu Elísabetu Ólafsdóttur.
Eignuðust þau sjö börn. Fyrstu árin
bjuggu þau í Borgarnesi en eftir að þau
fluttust til Reykjavíkur starfaði Ingi-
mundur við byggingarstörf en þrjátíu
síðustu ár ævi sinnar starfaði hann hjá
Eimskipafélagi íslands. Ingimundur
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
i dag, 8. september, kl. 13.30.
Pétur Sumarliðason kennari lézt í
Borgarspitalanum 5. september, 65 ára
að aldri. Hann var fæddur í Bolungar-
vik 24. júii 1916. Um árabil stundaði
Pétur kennslustörf en 1955—57 var
hann skólastjóri. Hann skrifaði margar
blaðagreinar og flutti fjölmarga þætti í
útvarpi.
Björn Bergmann, fyrrum bóndi í
Svarðbæli, Miðfirði andaðist að Elli-
heimilinu Grund 6. september.
Þorgerður Sigtryggsdóttir verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju 9. september
kl. 15.
Hildur Hjaltadóttir, fyrrum ljósmóðir
frá Hrafnabjörgum í ögursveit er látin.
Keðjuathöfn fer fram frá Dómkirkj-
unni 10. september kl. 13.30. Jarðsung-
ið verður frá ögurkirkjtt 12. september
kl. 14. Langferðabíll fer frá ísafirði inn
iögur kl. 11.30.
Henrikka Ólafsdóttir Finsen, Laugar-
braut 3 Akranesi, andaðist á sjúkrahúsi
Akraness 4. september.
Birna Bjarnadóttir andaðist að heimili
dóttur sinnar, Boulder, Colorado
USA, 5. september.
Valgerður Helgadóttir, Lönguhlíð 3,
fyrrum húsfreyja á Hólmi í Landbroti,
lézt 5. september.
Ráðstefna
í Valhöll
Málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um sveitar-
stjóma- og byggðamál mun standa fyrir ráðstefnu
um þau mál dagana 25. og 26. sept. Til ráðstefn-
unnar eru boðaðir allir sveitarstjórnarmenn Sjálf-
stæðisflokksins og varafulltrúar. Auk þeirra verður
flðrum áhugamflnnum um málefni sveitarstjórna
boðið að sitja ráðstefnuna sem haldin verður í Val-
hflll, Háaleitisbraut 1 Reykjavik.
Fjórir málaflokkar verða teknir fyrir á ráðstefn-
unni. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamar-
nesi, mun fjalla um tekjustofna sveitarfélaga. Jón
Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ, mun fjalla
um menntamál. Katrín Eymundsdóttir, bæjarfull-
trúi á Húsavík, fjallar um heilbrigðismál og Elln
Pálmadóttir, varaborgarfulltrúi, mun fjalla um um-
hverfísmál. Umræðuhópar starfa um hvem mála-
flokk en að loknu þeirra starfi og almennum um-
ræðum verður fjallað um urídirbúning sveitar-
stjórnarkosninganna.
Framsögumenn þess hluta ráðstefnunnar verða
m.a. Gísli Ólafsson, Seltjarnamesi, Þór Gunnars-
son, Hafnarfirði, Sigurður I. Sigurðsson, Akureyri,
og Sveinn Skúlason, Reykjavik. Þar verður fjallað
m.a. um prófkjör, framboð, hverfavinnu, blaðaút-
gáfu, starf á kjördegi og framboðsfundi.
Ráðstefnan hefst kl. 14 föstudaginn 25. september
eins og áður sagöi og henni lýkur um kl. 18 laugar-
daginn 26. september. Ráðstefnustjóri verður Albert
K. Sanders, bæjarstjóri í Njarðvík. Þátttaka til-
kynnist áskrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll.
Badminton
Innritun í badminton á vegum íþróttafélagsins
Leikniseri síma 71519 á milli kl. 19og22
Guðlaug Jóhannesdóttir dömuklæð-
skeri, Ljósheimum 22, andaðist aðfar-
arnótt 3. september í Borgarspítalan-
Karene Irene Gislason, Hliðarbraut 2
Hafnarfirði, andaðist laugardaginn 5.
september á Sólvangi.
Dagbjört Guðbrandsdóttir, Eskihlíð
8a, er látin.
Jóna Auður Guðmundsdóttir og
Viktor Sigurðsson, Heiðarhrauni 15
Grindavík, létust af slysförum 5.
september.
Guðrún Sigurjónsdóttir, Drápuhlíð 11,
lézt 29. ágúst. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Guðmundur Sigurðsson frá Fáskrúðs-
firði, Engihlíð 10, lézt í Borgarspítalan-
um 31. ágúst. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju 9. september kl. 13.30.
W.W. White andaðist í sjúkrahúsi
Brunswick 23. ágúst.
í Dómkirkjunni voru géfin saman í
hjónaband Sigríður Hanna Einars-
dóttir og Samúel Ingi Þórarinsson.
Heimili þeirra er á Vitastig 17
Bolungarvík. Prestur var séra Þórir
Stephensen. Studio Guðmundar Ein-
holti 2.
Nýlega voru gefin saman i hjónaband í
Árbæjarkirkju Anne Hólmfriður Yates
og Guðmundur Jóhann Arason.
Heimili þeirra er 33 Eton Avenue, New
Malden, Surrey England. Prestur var
séra Sigurður Haukur Guðjónsson.
Studio Guðmundar Einholti 2.
Tvítug v-þýzk stúlka, hefur mörg og fjölbreytt
áhugamál, skrifar á þýzku, ensku og frönsku:
Ute Sautter,
Fleiderstr. 7,
7460 Balingen 6,
W-Germany.
ÆT
I
GÆRKVÖLDI
Tíðindalaust
á fréttavígstöðvunum
Með sanni má segja að nú ríki
gúrkutíð í fjölmiðlaheiminum, eins
og berlega kom fram í fréttatímum
útvarps og sjónvarps í gærkvöldi.
Þar var fátt bitastæðra frétta, einna
helzt að fréttin um kaup SlS á fisk-
iðju á Súgandafirði, vekti gjhygli. En
orðin tíðindalaust á fréttavígstöðvun-
um eiga vel við um þessar mundir.
Þátturinn Daglegt mál hefur oft
verið gerður að umræðuefni í þessum
dálki og ætíð hlotið mikið lof. Það er
því kannski að bera í bakkafullan
lækinn að fjalla um þáttinn nú, en í
gærkvöldi tók Helgi J. Halldórsson
fyrir nokkrar ambögur í máli
blaðamanna. Sérstaklega virtist
Helga vera uppsigað við orðið þula,
sem heiti á kvenmannsþul. Sagði
Helgi að orðið þula væri eingöngu til
í merkingunni ákveðið form kveð-
skapar og gerði það að tillögu sinni
að orðið þulur yrði hér eftir notað
um þær stúlkur er lesa dagskrána í
sjónvarpi.
Soffía Guðmundsdóttir frá
Akureyri fjallaði um kvenna-
framboðið þar nyrðra í pistli sínum
um daginn og veginn. Soffia rakti
sögu framboðs kvenna og
óneitanlega var það athyglisvert að
einungis þrjár konur skuli hafa setið í
bæjarstjórn Akureyrar. Hins vegar
tel ég kvennaframboð ekki réttu
leiðina fyrir konur til að ná auknum
áhrifum í þjóðfélaginu því eins og
Soffía benti réttilega á þá eiga konur
að komast áfram á eigin ágæti en
ekki kynferði sínu. Hér er vissulega
úr vöndu að ráða fyrir kvenþjóðina,
því þótt jafnrétti eigi að heita í
stjórnmálaflokkum á íslandi er það
deginum ljósara að karlar hafa öll
völd flokkanna í hendi sér. Hér sem
annars staðar vantar einhvern snilling
til að koma fram með pottþétta
lausn.
Um áttaleytið var kominn timi til
áð venda sínu kvæði í kross og
kveikja á sjónvarpinu. Mikil voru
vonbrigðin er uppgötvaðist að
Tommi og Jenni voru ekki á dagskrá.
Eins og fleiri á þessu blaði er undir-
ritaður haldinn miklum kvalalosta
og fær útrás fyrir hinar annarlegu
kenndir sínar við að horfa á músina
hálfdrepa köttinn og öfugt.
í íþróttunum var leikur Dana og
íslendinga í Kaupmannahöfn fyrir
augun. Skelfing hefur sá leikur verið
leiðinlegur ef þetta voru beztu kafl-
arnir sem sýndir voru í gærkvöldi. En
gaman var á hinn bóginn að horfa á
Bretana Steve Ovett og Sebastian
Coe setja heimsmet í míluhlaupinu.
Ótrúlegir hlauparar báðir tveir.
Um leikrit Strindbergs,
Dauðadansinn, er rétt að hafa sem
fæst orð. Það er vissulega magnað en
langt cr það. En á það skal enginn
dómur lagður fyrr en að loknum
síðari hluta þess sem sýndur verður í
kvöld.
-SA.
Norræna
bindindisþingið 1981
Norræna bindindisþingið var haldið i östersund á
Jamtalandi í Svíþjóð dagana 26.—30. júlí. Þingið
sóttu um 300 fulltrúar hvaðanæva af Norðurlönd-
um; íslendingar voru 11 talsins.
Fjölmörg fróðleg erindi voru flutt á þinginu.
Meðal fyrirlesara voru Archer Tongue fram-
kvæmdastjóri ICAA (Alþjóðaráðsins um áfengis-
og fíkniefnamál sem aðsetur hefur í Sviss), Per
Sundby prófessor í Osló, Ásbjöm Haugstvedt for-
maður í félagsmálanefnd Norðurlandaráðs og
Karin Söder félagsmálaráðherra Svía.
Olof Burman, sem verið hefur formaður Norræna
bindindisráðsins frá stofnun þess, baðst undan
endurkjöri og var Valeri SureU, framkvæmdastjóri
Bindindisfélags ökumanna í Svíþjóð, kjörinn for-
maður.
í stjóm Norræna bindindisráðsins situr af íslend-
inga hálfu Ólafur Haukur Árnason og varamaður
hans er Jóhann E. Bjömsson.
Bandamanna
saga
í skólaútgáfu
Óskar Halldórsson sá
um útgófu.
IÐUNN hefur gefið út Bandamanna
sögu i útgáfu sem sérstaklega er ætluð
til lestrar í skólum. Óskar Halldórsson
hefur séð um þessa útgáfu og samið
ítarlegan formála. Gerir hann þar grein
fyrir gerð sögunnar, listrænni byggingu
hennar og stíl. Ennfremur fjallar hann
um handrit sögunnar, en hún er varð-
veitt í tveimur aðalhandritum, Möðru-
vallabók og Konungsbók sem geyma
hvor sína gerð sem nokkuð eru frá-
brugðnar sín í milli. Hér er birtur texti
Möðruvallabókar, en síðari tíma texta-
rannsóknir hafa leitt i ljós að þar muni
frumtextinn betur varðveittur. í þessari
útgáfu hefur útgefandi sýnt nokkur
valin lesbrigði úr Konungsbók þar sem
þau virðast helst skipta máli.
Aftast í bókinni er skrá um nokkur
rit og ritgerðir um Bandamanna sögu.
Eins og í öðrum skólaútgáfum eru hér
allmörg verkefni og athugunarefni
handa nemendum að glima við, og
orðskýringar og vísnaskýringar neðan-
máls. — Bandamanna saga er
sautjánda bókin í flokknum íslenzk
úrvalsrit í skólaútgáfum. Hún er 64
blaðsiður, Oddi prentaði.
\ fft; 1 ^ l ^ |
* \ * i
Gallerf Langbrók
á Bernhöftstorfu
Laugardaginn 5. september 1981 kl. 15. var opnuð
sýning I Gallerí Langbrók á Bernhöftstorfu. Sotos
Michou sýnir þar hluta af verkum sem hann gerði
síðustu 2—3 vikur á íslandi. Þessi verk eru hluti af
tilraunum hans til að skynja ísland.
Þessi verk eru eyðilagðar, breyttar og endur-
skapaðar Ijósmyndir gerðar með land SX70-mynda-
vél og gouache myndir sem hann nefir islenzkt lands-
lagsliki. Poloroid myndirnar eru myndlesmál —
myndir sem lifa í lesmáli og myndmáli. — : Þær eru
tileinkaðar ímyndunarheimi mannsins. Gouache
myndirnar eru litsmiðar.
Sotos Michou er griskur, en býr í Stuttgart og
Karlsruhe í V-Þýzkalandi og í Prosilion I Suður
Peloponnes. Hann fæddist 1936 í Aþenu. Árið 1955
fluttist hann til Þýzkalands. 1971 var hann kennari
við Listaakademiuna í Karlsruhe. Árin ’72/’73 vann
hann sem höfundur, leikstjóri og listrænn sköp-
uður við leikhús i Þýzkalandi. í vor færði hann upp
verk sem hann nefndi sviðsett myndlist í leikhúsinu
Theater am Turm í Frankfurt. Hann var kallaður
sem prófessor til listaakademíunnar í Stuttgart árið
1974 og kennir þar i deildinni „almenn listmenntun”
Hann á aðalþáttinn i því að menntun listkennara var
víkkuð út frá sviðinu rúmleg list yfir í leiklist og akti-
onslist.
Sotos Michou heimsótti ísland fyrir 24 árum og
gerði teikningar af landslagi Reykjaness og Norður-
lands. í þetta sinn vill hann ekki taka áhrif landsins
með sér, heldur sýna tilfinningar sínar. Ég er hér nú.
Þing skólastjóra og
yfirkennara á grunnskóla-
stigi 12. og 13. september
Helgina 12. og 13. september nk. verður haldið þing
Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi
að Hótel Sögu, Reykjavík.
Þingið verður sett laugardaginn 12. september kl.
10 og mun menntamálaráðherra ávarpa þinggesti.
Tvö aðalmál verða tekin til meðferðar.
Notkun myndsegulbanda í kennslu en erindi um
það efni flytur Karl J. Jeppesen, deildarstjóri i
kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar.
Þá verður fjallað um niðurstöður könnunar á
búnaði og aðstöðu í grunnskólum landsins sem gerð
var á sl. vetri. í úrvinnslu er gerður samanburður á
búnaði og aðstöðu skóla í fræðsluumdæmum og
einnig í mismunandi skólagerðum.
Könnunin sýnir m.a. að skólar landsins hafa mis-
munandi búnað og aðstæður allar eru mjög breyti-
legar. Kemur þar vel fram að aðstöðumunur
nemenda og kennara til starfa er mikill milli skóla og
landshluta.
Fundarmenn munu fjalla um skýrsluna og tekin
verður ákvörðun um hvemig hún verður notuð.
Sunnudaginn 13. september veröur síðan haldinn
aðalfundur félagsins. Þinginu lýkur síðdegis á
sunnudag.
AA-samtökin
í dag þriðjudag verða fundir á vegum AA-samtak-
anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 12010), græna
húsið, kl. 14 og 21; Tjarnargata 3 (s. 91-16373),
rauða húsið, kl. 12 (samlokudeild) og 21; Neskirkja
kl. 21.
Akureyri, (s. 96-22373) Geislagata 39 kl. 21; ísa-
fjörður, Gúttó við Sólgötu kl. 20,30, Keflavík (s. 9Í-
1800), Klapparstíg 7 kl. 21, Keflavíkurflugvöllur kl.
11,30, Laugarvatn, Barnaskóli kl. 21, Ólafsvík,
Safnaðarheimili kl. 21, Siglufjörður, Suðurgata 10
kr. 21, Staðarfell Dalasýslu(s. 93-4290) kl. 19.
í hádeginu á morgun, miðvikudag, verða fundir sem
hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12020) kl. 12 og 14
GENGIÐ
GENGISSKRÁNiNG NR. 169 Ferðamonna
8. SEPTEMBER 1981 KL. 09.16. oiaideyrir
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 7.863 7.885 8.673
1 Sterlingspund 14.149 14.189 15.607
1 Kanadadollar 6.565 6.583 7.241
1 Dönskkróna 1.0333 1.0362 1.1398
1 Norskkróna 1.2935 1.2971 1.4270
1 Sænskkróna 1.5042 1.5084 1.6592
1 Finnskt mark 1.7327 1.7375 1.9113
1 Franskur franki 1.3523 1.3561 1.4917
1 Belg. franki 0.1975 0.1980 0.2178
1 Svissn. franki 3.7257 3.7361 4.1097
1 Hollenzk florina 2.9165 2.9247 3.2172
1 V.-þýzkt mark 3.2338 3.2429 3.5672
1 Itötekllra 0.00646 0.00648 0.00712
1 Austurr. Sch. 0,4612 0.4625 0.5088
1 Portug. Escudo 0.1200 0.1203 0.1323
1 Spánskur peseti 0.0806 0.0808 0.0889
1 Japanskt yon 0.03388 0.03397 0.03736
1 (rsktound 11.789 11.822 13.004
SDR (sérstflk dráttarréttindl) 01/09 8.8731 8.8981
Sfmsvari vegna gengisskráningar 22190.