Dagblaðið - 08.09.1981, Page 16

Dagblaðið - 08.09.1981, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. fleira , FOLK Tvö vínveitinga- hús í Torfunni Veitingahúsin halda áfram aö spretta upp eins og gorkúlur og það nýjasta er Lækjarbakki, sem nú er unnið í nótt sem nýtan dag til að hægt verði að opna sem fyrst. Lækjarbakki er einmitt í Torfunni góðu og eigandi hans er einmitt fyrr- verandi eigandi Torfunnar. Borgar- ráð fjallaði um daginn um vínveiting- ar til Lækjarbakka og var ekki mælt gegn þeim. í Torfunni verða sem sagt á næstunni tvö veitingahús, bæði með vínveitingar og svo er bara að sjá hvernig samkeppnin milli ná- grannanna og fyrrverandi samstarfsmannanna gengur. Rofar til í vínmálum Kópavogsbúa Og talandi um vínveitingar. Aldrei hafa Kópavogsyfirvöld heimiláð fullar vínveitingar. Þannig fékk veitingahúsið Versalir, á meðan það var og hét, aðeins leyfi fyrir léttum veigum. Nú hefur eitthvað •rofað til í þeim málum þar sem nýi skemmtistaðurinn í Kópavogi hefur fengið fulit vínveitingaleyfi. Menn velta því nú fyrir sér hvort því sé að þakka að lögreglustöðin sjálf er í næsta húsi. Grænt upp Fríöa frá Tímanum Mannabreytingar á fjölmiðlum eru alltaf áhugaverðar. Nýjasta sagan I þeim efnum er sú að Fríða Björns- dóttir sem unnið hefur í tuttugu ár hjá Tímanum hefur nú sagt upp starfi sínu. Ekki er það leiði með nýju yfirmönnunum sem ásækir Fríðu, heldur það eitt að hún er orðin leið á starfinu. Mun hún í framtiðinni helga sig heimili og börnum og að sjálfsögðu verða áfram starfsmaður Blaðamannaf éiagsins. Legókubbar og kynlíf Þennan sagði einhver um daginn og allt 1 lagi að hafa hann eftir: Veiztu hver er munurinn á Legókubbum og kynlífi? — Ekki? Þá skaltu bara halda áfram að raða kubbunum. tt Og frá Kópavogi færum við okkur í bæjarfélag aðeins sunnar. Maður nokkur hafði auglýst hús til sölu og þegar tveir áhugasamir kaupendur mættu á staðinn vildi svo til að verið var að ditta að húsinu og lóðinni. Sjálfur var húseigandinn að mála. Kaupendurnir fóru nú að spyrja, 1 eins og gengur og gerist, um húsið. í miðju tali rýkur húseigandinn skyndilega út í glugga og gargar: „Grænt upp”. Svo héldu viðræðurnar við kaupendurna áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Þeir halda áfram að spjalla um hús- eignina en svo allt í einu rýkur hús- eigandinn aftur út í glugga og gargar: „Grænt upp”. Þetta endur- tók sig tvisvar í viðbót og þá gátu kaupendurnir ekki lengur haldið í sér forvitninni svo þeir spurðu húseig-1 andann hvers vegna hann færi út í glugga til að garga „grænt upp”. „Það er vegna þess að ég er með tvo Hafnfirðinga í vinnu við að tyrfa lóðina,”var svarið. FÓLK Elva Gísladóttir annaö nýtt nafii í Iðnó: Sá Shirley Temple og þar með kviknaöi áhuginn á leiklistinni Jóhann S/gurðsson hlakkar til að fást vkt aö leika Jóa sem er þroskaheftur og veldur ýmsum vandamálum. Kjartan Ragnarsson samdi leikritið ogerþetta talið eitt hans bezta verk. DB-mynd Einar Ólason. Elva Glsladóttir varð svo óheppin að lenda i bílslysi og fókk hún smá „saumsprettu" að eigin sögn ó nefið. Sem betur ferð urðu meiðsl hennar ekkimeirien verr gat farið, þarsembíllhennargjöreyðiiagðist DB-mynd Einar Ólason. Fyrsta stóra hlutverkiö og fyrsta skipti í leikhúsi: Jói leikur Jóa Elva Gísladóttir er annað nýtt nafn á fjölum leikhússins. Elva útskrif- aðist úr Leiklistarskóla íslands i fyrravor og hefur siðan leikið í mörgum sjónvarpsmyndum auk kvikmyndarinnar Morðsögu. Eins og Jóhann fékk Elva áhuga á leiklist í gegnum bíó. „Þegar ég var krakki sá ég Shirley Temple í hlutverki og mig dreymdi um að verða stjarna eins og hún,” segirElva. í leikritinu Jóa leikur Elva Maggý, „sem er litla unga konan hans Bjarna bróður,” segir hún og ég spyr hver sé Bjarni bróðir. „Jú, það er bróðir hans Jóa og það er Þorsteinn Gunn- arsson sem er í hlutverkinu.” — Hvernig fékkst þú þetta hlut- verk, Elva? Jú, ætli ég passi bara ekki ágætlega fyrir týpuna,” svarar hún. Elva Gísladóttir er 26 ára, gift Kristjáni Víkingssyni lækni og eiga þau þriggja ára strák. Við höfum séð hana i (fyrir utan Morðsögu) Undir sama þaki, Skólaferð, áramótaskaupi og við komum til með að sjá hana í Kuski Hvítflibba, eftir Davíð Odds- son sem sjónvarpið sýnir í desember. Þá lék Elva Jónu vinnukonu í leikrit- inu Þorláki þreytta og þótti henni það einstaklega skemmtilegt hlut- verk. Eins og Jóhanni þykir Elvu leik- húslífið skemmtilegra en kvikmynd- un. „Þó mundi ég ekki slá hendinni á móti hlutverki í kvikmynd,” segir hún. En hvernig er með skólann, koma þeir þangað sem eru að leita að fólki í hlutverk? „Það kemur fyrir að leikhússtjórar eða leikstjórar komi. Yfirleitt koma þeir á nemendasýning- ar. Mér Finnst þó að meiri samgangur mætti vera á milli leikhússins og skól- ans,” segir Elva Gísladóttir leikkona. -ELA. Hór eru þau samankomin fyrir utan leikhúsið sitt Jói og Maggý — eða Jóhann Sigurðsson og Elva Gísladóttir sem næstkomandi laugardag spreyta sig i fyrsta skipti i atvinnuleikhúsi. Ekki sögðust þau kvíða fyrir, enda fenguþau tvær forsýningar sl. vor sem tók mesta kvíðann. DB-mynd Eirtar Ólason. — Jóhann Sigurðsson, 25 ára, spreytirsig í Iðnó, en hann lauk námi í vor. Jói, nefnist nýtt leikrit eftir Kjart- an Ragnarsson sem frumsýnt verður í Iðnó nk. laugardag. Það sem telst kannski merkilegt við Jóa er það að Jói leikur Jóa. Og Jói h':fur aldrei fyrr leikið svo stói t hlu verk né á sviði í atvinnuleikhúsi. F ókið? Nei. Jói er Jóhann Sigurðsson 25 ára gam- all sem lauk námi í Leiklistarskóla ís- lands sl. vor. Kjartan Ragnarsson bauð honum hlutverk Jóa og í fyrra- vetur var leikritið æft af kappi auk þess sem tvær forsýningar voru. Leikritið fjallar um þroskaheftan mann og hans fjölskyldu,” segir Jóhann er við spjölluðum stuttlega um leikritið. Þess má geta að Kjartan samdi það sérstaklega í tilefni af ári fatlaðra. „Jú, ég hef nokkuð kynnzt þroskaheftum og við fórum í Öskju- hlíðarskólann til að kynnast þeim betur fyrir leikritið. Síðan var leikrit- ið sýnt skólastjóra skólans, sálfræð- ingi og félagsráðgjafa og þeir lögðu sitt mat á verkið,” heldur Jóhann áfram. — En hvernig fékk hann áhuga á leiklist? „Jú, þegar ég var ftmm eða sex ára sá ég Tarzan í fyrsta skipti og þá ákvað ég að verða leikari — fékk að minnsta kosti fiðring.” Hefðirðu þá ekki heldur kosið að verða kvik- myndaleikari? „Ég hef einu sinni leikið í kvikmynd, Óðali feðranna og einnig í Skólaferð í sjónvarpinu. En ég held að ég kjósi heldur leiksviðið. Annars fer það allt eftir hlutverk- unum. Kvikmyndaleikur og leikur á sviði er tvennt ólíkt,” segir Jóhann. Hann lék með Nemendaleikhúsinu í vor og er því Jói fyrsta hlutverk hans. „Jói er á aldrinum einhversstaðar í kringum þrítugt og er á mörkunum að eiga heima á stofnun. Fjölskyldan vill að sjálfsögðu eiga sitt líf og það er spurningin hvort einhver eigi að fórna sér fyrir Jóa,” sagði Jóhann. — Og hvað tekur við af Jóa — ætlarðu að halda áfram að leika? „Já endilega, ég mun hafa augun opin fyrir hlutverkum,” sagði Jóhann Sigurðsson, ungur leikari sem áhorfendur fá að berja augum á fjölum Leikfélags Reykjavíkur í haust. -ELA.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.