Dagblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 22
22
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981.
Reikað um
(sólinni
(En vandring i Solen)
Sænsk kvikmynd gerö eftir
skáldsögu Stig Calessons.
Leikstjóri:
Hans Dahlberg.
Aöalhlutverk:
Gösta Ekman og
Inger Lise Rypdal.
Það er einróma álit sænskra
gagnrýnenda að þetta sé bezta
kvikmynd Svía hin síðari ár
ogeinnþeirra skrifaði: Efþú
ferð í bíó aðeins einu sinni á
ári þá áttu að sjá ,,En
Vandring iSolen.”
Sýnd kl. 5,7 og9.
laugarAs
S.m.3707S
Amerfka
„Mondo Cane"
ófyrirleitin, djörf og
spennandi ný bandarisk
mynd sem lýsir því sem
..gerist” undir yfirborðinu i
Ameríku: karate-nunnur,
toppiaus bílaþvottur, punk
rock, karlar fella föt, box
kvenna o. fl., o. fl.
íslenzkur texti
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára
|HjSKOLAB|Dj
Geimstríðið
(Slmr Trek)
Ný og spennandi geimmynd.
Sýnd í Dolby stereo. Myndin
er byggð á afar vinsælum
sjónvarpsþáttum í Banda-
ríkjunum.
Leikstjóri:
Robert Wlse
Sýnd kl. 5og9.15.
Svik að
leiðarlokum
(The Hostage Tower)
Nýjasta myndin sem byggö er
á sögu Alistair MacLean
sem kom út í islenzkri
þýðingu nú í sumar.
Æsispennandi og viðburðarík
frá upphafi til enda.
Sýnd kl.7.15.
DB
Dagblaó
án ríkisstyrks
JACKIEMMON
KOBBY Bf.NSON
LEF. REMK'X
Tí^IE
„Tribute er stórkostleg”. Ný,
glæsileg og áhrifarík gaman-
mynd sem gerir bíóferð
ógleymanlega. ,,Jack Lemm-
on sýnir óviöjafnanlegan
leik . . . mynd sem menn
verða að sjá,” segja erlendir
gagnrýnendur.
Sýnd kl. 5,7.15 og 9.30.
Hækkað verð.
TÓNABÍÓ
Simi31182 ,
Taras Bulba
Höfum fengið nýtt eintak af
þessari mynd sem sýnd var við
mikla aðsókn á sínum tíma.
Aðalhlutverk:
Yul Brynner
Tony Curtis
Bönnuð börnum
innan 16 ára.
Sýnd kl. 5,7.20 og 9.30.
Síðustu sýningar.
ÁílSTURBÍJARP iG; U
Fólskubragd dr. Fu Manch
fVterScllers
(eíecfrjf^g>iB
Bráðskemmtileg, ný, banda-
rísk gamanmynd í litum.
Aðalhlutverkið leikur hinn
dáði og frægi gamanleikari:
Peter Sellers
og var þetta næstsíðasta kvik-
mynd hans.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
&£ JARBÍéft
" Simi 50184
Reykur og Bófi
snúa aftur
Ný mjög fjörug og skemmti-
leg bandarísk gamanmynd,
framhald af samnefndri mynd
sem var sýnd fyrir tveim árum
viö miklar vinsældir.
Islenzkur texti.
Aðalhlutverk: Burt Reynolds,
Jackie Gleason, Jerry Reed,
Dom DeLuise og Sally Fleld.
Sýnd kl. 9.
ÍGNBOGil
r w ooo
Mlwr
Hugdjarfar
stallsystur
HBTUKASin
Hörkuspennandi og
bráðskemmtileg ný, banda-
rísk litmynd um röskar
stúlkur I villta vestrinu.
íslenzkur textl
Sýnd kl. 3,5,7,9,11.
--------.aakjr B---------
Spegilbrot
JI/TI » I AUCDJ ipv
GERALÖNE OWPUN • TONYCURTIS • EDWARD TOX
ROCK HUOSON • KIM NOVAK • EUZA8ETH TAYIOR
«Am»o«sTrs THE MIRROR CRACKD
MuuCOHCAMIOl SumMlDOIAIIWIHIIISiraBiWnSHadl
diörrt í, Oft ml motAKí GUIWII .
Spennandi og viðburðarik ný
ensk-amerlsk litmynd, byggö
á sögu eftir Agatha Christie,
með hóp af úrvalsleikurum.
Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05,
9.05 og 11.15.
u.C-
Lili Marleen
Blaðaummæli: Heldur áhorf-
andanum hugföngnum frá
upphafi til enda” „Skemmti-
leg og oft grípandi mynd”.
Sýnd kl. 3,6,9 og 11,15
Síðustu sýningar.
- Miiur
D
Ævintýri leigu-
bflstjórans
hjörug og skemmtileg, dálitið.
djörf . . . ensk gamanmynd í
litum, með Barry Evans, Judy
Geeson.
íslenzkur texti.
Endursýnd kl. 3.15, 5.15,
7.15,9.15 og 11.15.
Æ
Gloria
Æsispennandi, ný amerísk úr-
vals sakamálamynd i litum.
Myndin var valin bezta mynd
ársins í Feneyjum 1980. Gena
Rowlands, var útnefnd til
óskarsverðlauna fyrir leik
sinn í þessari mynd.
Leikstjóri:
John Cassavetes
Aðalhlutverk:
Gena Rowlands,
Buck Henry og
John Adams
Sýnd kl.5,7.30 og 10.
Bönnuð innan 12 ára
Hækkað verð.
Skyggnar
Ný mynd er fjallar um
hugsanlegan mátt mannsheil-
ans til hrollvekjandi verkn-
aða. Þessi mynd er ekki fyrir
taugaveiklað fólk.
Aðalhlutverk:
Jennifer O'Neill,
Stephen Lack
og
Patrik McGoohan.
Leikstjóri:
David Cronenberg. 1
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum
ÞAU NOTA
ENDURSKINS-
MERKI-enhvað
gerir þú?
UMFERÐAR
RÁÐ
ll
<§
Utvarp
Sjónvarp
Fjölmargir bæir hrundu i jarðskjálftunum árið 1896. Urðu þá margir fastir i rústunum, en þó tókst að bjarga þeim flestum.
ÁÐUR FYRR Á ÁRUNUM - útvarp kl. 20.30:
JARÐSKJÁLFTAR Á
SUÐURLANDI1896
Hinn 26. ágúst 1896 dundi fyrir-
varalítið yfir Suðurlandsundiriendið
ógurlegur jarðskjálfti sem olli stór-
felldu tjóni. Suðurlandsundirlendið
hristist allt og skalf og var þvi líkast
sem allt ætlaði um koll að keyra.
Margar fjölskyldur í Árnes- og Rang-
árvallasýslum misstu hús sín og
búslóð. Þó urðu engin meiri háttar
slys á mönnum og þótti hin mesta
mildi.
Árið 1895 var sannkallað
jarðskjálftaár. Þann 10. september
dundi að nýju enn meiri og sterkari
jarðskjálfti yfir landið. Hundruð
mann urðu húsnæðislaus og mat-
arlaus . En um þessa jarðskjálfta
geta útvarpshlustendur fræðzt í
þættinum Áður fyrr á árunum. Þar
fjallar Ágústa Björnsdóttir um
jarðskjálftana á Suðurlandi 1896.
Einnig verður viðtal við Ágúst
Sveinsson í Ásum sem tekið var 1972
og Gils Guðmundsson les úr greinar-
gerð um jarðskjálftana sem séra
Valdimar Briem skrifaði.
-LKM.
Þriðjudagur
8. september
12.00 Dagskrá. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa. —
Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ást-
valdsson.
15.10 Miðdegissagan: „Brynja” eftir
Pál Halibjörnsson. Jóhanna
Norðfjörö les (2).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegisfónleikar. Abbey
Simon leikur Píanófantasíu í C-dúr
op. 17 eftir Robert Schumann /
André Navarra og Jeanne-Marie
Darré leika Sellósónötu i g-moll
eftir Frédéric Chopin.
17.20 Utli barnatíminn. Stjórn-
andinn, Sigrún Björg Ingþórsdótt-
ir, talar um haustið og Oddfríður
Steindórsdóttir les kafla úr „Jóni
Oddi og Jóni Bjarna” eftir
Guðrúnu Helgadóttur.
17.40 A ferð. Óli H. Þórðarson
spjallar við vegfarendur.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tiikynningar.
19.35 Á vettvangi. Stjórnandi
þáttarins: Sigmar B. Hauksson.
Samstarfsmaður: Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir.
20.00 Áfangar. Umsjónarmenn:
Ásmundur Jónsson og Guðni
Rúnar Agnarsson.
20.30 Áður fyrr á árunum”
(endurt. þáttur frá morgninum).
21.00 Einsöngur og tvisöngur.
Mirella Freni og Nicolai Gedda
syngja aríur og dúetta úr óperum
eftir Donizetti og Bellini með Nýju
Fiiharmóníusveitinni í Lund-
únum og Óperuhljómsveit-
inni i Róm. Stjórnendur: Ed-
ward Downes og Francesco
Molinari-Pradelli.
21.30 (Jtvarpssagan: ,,Riddarinn”
eftir H.C. Branner. Ulfur Hjörvar
byrjar lestur þýöingar sinar (1). A
undan lestrinum flytur Vésteinn
Óiason dósent nokkur formáisorð
um söguna og höfundinn.
22.00 Hljómsveit Luciens Attard
lelkurlétt lög.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag-
skrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Úr Austfjarðaþokunni.
Umsjónarmaðurinn, Vilhjálmur
Einarsson skólameistari á Egils-
stöðum, ræðir við Guðjón
Hermannsson í Skuggahlið í
Norðfirði. Þetta er fyrra spjall
þeirra.
23.00 Á hijóðbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björnsson list-
fræðingur. Genboerne-Andbýling-
arnir — gleðileikur eftir
Christian Horup. Með aðalhlut-
verkin fara Poul Reumert, Elith
Pio, Rasmus Christiansen, Ellen
Gottschalch, Birgitte Price og
Ingeborg Bramhs. Leikstjóri: Kai
Wilton. — Síðari hluti.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
9. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð.
Áslaug Eiríksdóttir talar.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
„Þorpið sem svaf” eftir Monique
P. de Ladebat í þýðingu Unnar
Eiríksdóttur. Olga Guðrún Árna-
dóttir les (13).
9.30 Tónleikar. Tilkynningar. Tón-
leikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Sjávarútvegur og siglingar.
Umsjón: ingólfur Arnarson. Rætt
verður öðru sinni við Má Elísson
fiskimálastjóra um hafréttarmál og
samkeppnisaöstöðu íslendinga við
aðrar fiskveiðiþjóðir.
10.45 Kirkjutónlist: Messa i C-dúr
(K317) eftir Mozart. Pilar Loreng-
ar, Agnes Giebel, Marga Höffgen,
Josef Traxel og Karl Christian
Kohn syngja með Heiðveigarkórn-
um og Sinfóníuhljómsveitinni í
Berlin: Karl Forster stj.
11.15 Skálholtsannáll 1972—1973 -
seinnl þáttur. Auðunn Bragi
Sveinsson rifjar upp minningar frá
fyrsta starfsári lýöháskólans i Skál-
holti.
11.30 Morguntónleikar. „Comedian
Harmonists”-söngflokkurinn
syngur vinsæl lög frá gamaiii tið.
12.00 Dagskrá.Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Miðvikudagssyrpa.
— Svavar Gests.
15.10 Miðdegissagan: „Brynja”
eflir Pál Hallbjörnsson. Jóhanna
Norðfjörð les (3).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar. Christian
Ferras og Paul Tortelier ieika með
hljómsveitinni Ftlharmóntu
Konsert í a-moll fyrir ftðlu, selló
og hljómsveit op. 102 eftir
Johannes Brahms; Paul Kletzki stj.
/ Fílharmóníusveitin í Vín ieikur
ballettþætti úr „Spartacusi” eftir
Aram Katsjatúrian; höfundurinn
stj.
(
^ Sjótivarp
V
Þriðjudagur
8. september
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Pétur. Tékkneskur teikni-
myndaflokkur. Fimmti þáttur.
20.45 Framhaidsskólinn í deiglunni.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu
um nauðsyn samræmds framhalds-
skóia í landinu. Skiptar skoðanir
eru um hvert stefna skuli á þessu
sviði skólamála.og löggjöf vantar.
Umræðum stýrir Bjöm Þorsteins-
son, bæjarritari í Kópavogi.
21.45 Dauðadansinn. „Döds-
dansen” leikrit eftir August
Strindberg. Síðari hluti. Leikstjóri;
Ragnar Lyth. Aðalhiutverk; Keve
Hjelm, Margaretha Krook og Tord
Peterson. í leikritinu fjallar Strind-
berg um hjónabandið sem stofnun
á gagnrýninn hátt. Heiti verksins,
Dauðadans, er táknrænt. Þýðandi:
Óskar Ingimarsson. (Nordvision
— Sænska sjónvarpið).
22.40 Dagskrárlok.