Dagblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 9.OKTÓBER 1981 — 229. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AKGRKIÐSLA ÞVKRHOLTI 1 l.-ADALSÍMI 27(122. ---[ Niðurstöður skoöanakönnunar DB um fylgi flokkanna: J- Hreinn meiríhluti styð- ur nú Sjálfstæðisfiokkinn —afþeim sem taka afstöðu—A-f/okkamir tapa—óákveðnum fjölgar Hreinn meirihluti þeirra sem taka afstöðu styður nú Sjálfstæðisflokk- inn, samkvæmt skoðanakönnun sem Dagblaðið gerði um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hreinan meirihluta í skoðanakönnun hjá DB. En óákveðnir voru mjög margir i könn- uninni, eða 36% af heildinni, og hafði þeim fjölgað talsvert frá könn- un DB í maí. Mislitur hópur skipar sér um Sjálfstæðisflokkinn, bæði stjórnarsinnar og stjórnarandstæð- ingar. Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur hafa tapað verulega síðan í könnuninni i maí en Framsókn stendur nokkurn veginn í stað. Af þeim sem tóku afstöðu fær Sjálf- stæðisflokkurinn nú 53,6%. Hann hafði 46,1 % í könnun DB í maí. List- ar sjálfstæðismanna í síðustu kosn- ingum fengu samtals 37,3% at- kvæða. Framsókn hefur nú 23,1% en hafði 23,9% í maí og 24,9% í kosningunum 1979. Alþýðubandalagið fær nú 14,6%. Það hafði 19,5% samkvæmt könnun DB í maí og 19,7% í kosningunum. Alþýðuflokkurinn hefur samkvæmt könnuninni nú misst helming fylgis síns frá kosningunum og fær nú 8,8%. Hann hafði 10,8% samkvæmt könnuninni í maí og 17,4% í kosningunum. Sé þingsætum skipt í hlutfalli við fylgi flokkanna í könnuninni, nema hvað gert er ráð fyrir að Framsókn græði eitt þingsæti á kjördæmafyrir- komulaginu, verða niðurstöður þess- ar: Sjálfstæðismenn 32 þingmenn, bæta við sig 10. Framsókn 15 þing- menn, tapar tveimur. Alþýðubanda- lagið 8 þingmenn, tapar þremur. Alþýðuflokkurinn 5 þingmenn, tapar 5. -HH. — sjá nánará bls. 6 og viðtöl við flokksforingja á baksíðu Síldveiðiflotinn í höfn á Eskifirði: „Förum ekki út f yrr en verðinu hefur verið breytt” — ákvörðun um hvort fara eigiíverkfall tekináfundi sjómannaídag „Þetta verð er óviðunandi og sjó- menn koma ekki til með að una við það,” sagði Sölmundur Kárason skipstjóri á Akurey SF 52 í samtali við DB um borð í Akurey i Eski- fjarðarhöfn í morgun. Um fjörutiu bátar eru nú komnir að bryggju á Eskifirði eða þvi sem næst aliur sild- veiðiflotinn. Sjómenn á sildveiðibátum hafa lýst yfir mikilli óánægju með nýja síldar- verðiö, sem samþykkt var í verðlags- ráði sjávarútvegsins sl. miðvikudag. Hefur fundur verið ákveöinn i félags- heimilinu á Eskiftrðt kl 13ídag. „Á meðan við höfum fengið 20% hækkun á heilu ári, hefur landverka- fólk fengið 8% hækkun á 3 mánaða fresti. Þetta er því geysileg kaupskerðing. Viðgetum frekar látið síldina lifa áfram en verið að veiða hana fyrir þetta,” sagði Sölmundur ennfremur. Sjómennirnir voru mjög ómyrkir í máli I morgun og var ekki að heyra á þeim annaö en allt stefndi i verkfall. ,,Við förum ekki út aftur fyrr en verðinu hefur verið breytt. Til við- miðunar, þá fær skrifstofan 10 kr. af verðinu en hásetinn 6 krónur,” sagði Sölmundur. Búizt er við miklum og heitum umræðum á fundinum i dag en þar verður m.a. rætt um hvort farið verður t verkfall. -ELA/ETh, Esklfirði. — sjá baksíðu Hvað eraðgerast um helgina? Helgardagbókin fylgir blaðinu í dag Sjónvarp-útvarp-listasýning-tónleikar- veitingahús-íþróttir-bók vikunnar og margt, margtfleira Jón L. Ámason skrifar um heimsmeistara- einvígið íMeranó: Kortsnoj vonlaus efhann tapar -sjáus.8 HEITT Á FLUGLEIÐAFUNDI Fjölmennl var á fundi um stefnumótun lflugmálum sem starfsmenn Flugleiða beittu sér fyrir i gœrkvöld. Á varpaði Steingrímur Hermannsson fundinn og var ekki sam- mála meirihluta fundarmanna um að fluginu vœri bezt borgið I höndum eins aðila. Á minni myndinni má þekkja m.a. Guðmund G. Þórarinsso.i alþingismann, Björn Theódórsson, Sigurð Helgason og Leif Magnússon úr stjórn Flugleiða, Hannibal Valdimarsson fyrrum ráðherra, sem manna mest beitti sérfyrir sameiningu Loftieiða og Flugfélagsins, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra og Halldór E. Sigurðsson, fyrrum samgönguráðherra. DB-myndir: Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.