Dagblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981.
DB á ne ytendamarkaði
Dóra
Stefánsdóttir
Áhöld fyrír örvhenta
Elsa Einarsdóltir hringdi:
„Mig langar til þess að biðja
ykkur að athuga eitt atriði fyrir mig
en það er hvort nokkurs staðar eru á
boðstólum hér áhöld fyrir örvhent
fólk.
Mér sýnist að öll áhöld, ‘em eru á
boðstólum, séu fyrir þá sem eru rétt-
hentir.
Ég hef heyrt um að í Banda-
ríkjunum séu til hvers konar heimilis-
tæki sem sérstaklega eru ætluð fyrir
örvhenta, eins og t.d. skæri, dósa-
hnífar og alls konar smíðaáhöld, sem
ég hef ekki getað fundið hér.”
Svar: Við höfum einnig heyrt um
að erlendis væri hægt að fá ýmiss
konar eldhúsáhöld sem smiðuð eru
sérstaklega fyrir örvhenta. Það eina
sem við höfum rekizt á hér á landi,
sem gæti verið fyrir örvhenta, eru
spil sem eru með merkingum í öllum
fjórum hornunum. Við lýsum hér
með eftir upplýsingum um hvar
áhöld fyrir örvhenta fást.
Fjöldi heimilisfólks.
iKostnaður í septembermánuði 1981
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
ttB vmw
Enn minnkar smjörfjallið:
Minna framleitt
og meira selt
Mjólkurmálin hjá þjóð vorri
virðast vci a að l'arast hægt og hægt
nær þvi marki.iiði að framleitt sé
ofan í landsmenn en lítið sem ekkert
þar. fyrir utan. Framleiðsla á mjólk
hefur minnkað og salan aukizt
þannig að minna er eftir til að búa til
úr smjör og osta. Smjörfjallið hefur
minnkað verulega og ostahóllinn
einnig. Ekki spillir að sala á ostum
hefur aukizt líka.
í ágúst jókst reyndar mjólkur-
framleiðsla um 2% frá því í fyrra. En
ef litið er á allt síðasta verðlagsár
(sem er miðað við 1. september núna
og 31. ágúst í fyrra) hefur mjólkin
minnkað um 8,4%. Sala á mjólk var
jafnframt meiri. Það sem kemur ef til
vill mest á óvart er að sala á rjóma
hefur aukizt um 5,8% en aftur varð
samdráttur í sölu á undanrennu um
7,2%. Sala á feitum ostum jókst
einnig á kostnað hinna mögru. Heild-
araukning ostasölunnar varð rúmlega
10%. Salan á smjöri jókst einnig og
það um heil 13%. Smjörfjallið er því
ekki nema 586 tonn núna í stað 1160
tonna sem til voru á sama tíma i
fyrra. Salan varð þannig 5000
tonnum meiri en það sem framleitt
var af smjöri þetta árið.
-DS.
Nýru í sérríi
Við höldum okkur enn við
uppskriftir gómsætra rétta úr innmat
enda mikið framboð af honum núna.
Uppskrift dagsins er af nýrum í
sérríi og er úr nýju matreiðslu-
bókinni Lostæti með lítilli fyrirhöfn.
Efni:
12 lambanýru
60 g smjör
1 stór laukur smáskorinn
rúm 20 g hveiti
1 hvítlauksrif flysjað
1 og 1/2 dl vatn auk þess
5 msk. vatn
1 súputeningur (nautakjöt)
9 msk. msk. sérrí (þurrt)
1 lárviðarlauf, salt og pipar
1 msk. smáskorin steinselja
Undirbúningur 15 mínútur.
Matreiðslutimi 15 mínútur.
blandan er orðin jöfn og bættu þá í
lárviðarlaufinu, salti og pipar eftir
smekk. Hrærðu í og Iáttu suðuna
koma upp, iáttu síðan smásjóða þar
til sósan hefur þykknað.
Settu nýrun og laukinn aftur á
pönnuna, settu lokið á og láttu smá-
sjóða í 5 mínútur, eða þangað til
nýrun eru soðin. Taktu burt lár-
Uppskrift
dagsins
|| I,
dagsins
Þessar konur voru á mánudaginn komnar saman með handavinnuna sina. Þær hittast nú orðið ð húsi sem Húsmæðrafélagið
hefur nýlega keypt á Baldursgötu 9. Jólasvunturnar sem konurnar fjærst á myndinni eru með eru þrjár þeirra sem fara á bas-
arinn góða... DB-mynd Bj.Bj.
Húsmæðrafélagið heimsótt:
Kennd meðferð örbylgju-
ofna, jólaföndur og f leira
Taktu himnu og fitu af nýrum og
skerðu þau í tvennt, langsum, og
fjarlægðu miðbitann. Bræddu 30 g af
smjörinu á pönnu og steiktu laukinn
hægt þar til hann er orðinn linur og
gullinn á lit. Bættu þá nýrunum við og
steiktu þau í u.þ.b. 2 mínútur
hvorum megin þar til þau eru orðin
þétt fyrir og eru byrjuð að brúnast.
Taktu laukinn og nýrun af pönnunni
og haltu þeim heitum.
Bræddu smjörið sem eftir er á
pönnunni og hrærðu hveitið út í.
Bættu við hvítlauksrifinu, vatni,
súputeningi og sérríi. Hrærðu í þar til
viðarlaufið og bættu við kryddi ef
þarf. Komdu þessu fyrir á matarfati,
helltu sósunni yfir og skreyttu með
steinseljunni.
Nægir fjórum.
Húsráð: Soðin hrísgrjón henta vel
með þessum rétti. Til hagræðis er
gott að sjóða hýðislaus, löng
hrísgrjón og sjóða þau þar til þau
byrja að verða meyr, í u.þ.b. 12
mínútur. Rétt er að áætla 30—60 g á
mann.
,,Það eru um 300 konur í Hús-
mæðrafélaginu og auðvitað mis-
jafnlega virkar eins og gengur. Við
viljum endilega hvetja fleiri konur til
að koma til liðs við okkur. Þær geta
byrjað með því að koma hingað til
okkar á mánudögum. Þá er alltaf
opið hús eftir klukkan hálftvö og þá
komum við saman með handa-
vinnuna okkar og vinnum auk þess
að spjalla saman,” sagði Steinunn
Jónsdóttir formaður Húsmæðra-
félags Reykjavíkur.
Við Bjarnleifur litum inn einn
mánudaginn og heilsuðum upp á
konurnar sem þá sátu og prjónuðu og
saumuðu. Verið var að búa til muni á
árlegan basar félagsins sem verður
laugardaginn 31. október. Þar eru að
vanda seldir ýmsir nytjamunir eins og
sokkar og vettlingar, sitthvað sem
nota má til jólagjafa, eins og til
dæmis fallegar útsaumaðar jóla-
svuntur og svo skrautmunir sem
púðar og myndir. Allir eru þessir
munir unnir i höndum og úr
vönduðum efnum, sem félagskonur
ýmist leggja til eða félagið kaupir.
Ágóðanum af basarnum er varið til
líknarmála.
Einu sinni í mánuði á veturna eru
haldin ýmis námskeið á vegum Hús-
mæðrafélagsins. Hið fyrsta var á
fimmtudaginn (8. október) í meðferð
og matreiðslu fyrir örbylgjuofan. Sú
merka nýjung var kynnt og það
hvernig bezta nýtingu má fá út úr
henni. i nóvember verður kennt að
föndra fyrir jólin og jólafundur
verður í desember. Sá fundur er
jafnan hinn stærsti sem Húsmæðra-
félagið heldur. Þá er gjarnan brugðið
á leik eins og til dæmis í fyrra þegar
félagskonur héldu tízkusýningu á
fötum úr ýmsum verzlunum. í stað
þess að fá sýningarstúlkur brugðu
nokkrar félagskvenna sér sjálfar i
fötin og báru sig að sögn þeirra sem
til sáu að eins og vönustu sýningar-
dömur. Eftir jólin er dagskráin ekki
alveg ákveðin ennþá en vitað er að i
janúar verður skemmtifundur, í
febrúar fræðslufundur. 1 marz og
apríl verða sýnikennslustundir í mat-
reiðslu. í júní verður svo farið í
árlega sumarferð.
Þær konur sem núna eru sem
óðast að vinna munu fá umbun
erfiðisins í janúar. Þá verðum þeim
boðið í hátíðakaffi að launum.
Á meðan ég staldraði við var verið
að ræða um ýmsar nýjungar sem til
greina koma í starfseminni. Leikhús-
ferðir eða utanlandsferðir bar þar
hæst. En það fer auðvitað eftir
áhuganum hvert verður farið. -DS.
Upplýsingaseðill
til saman’uurðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlvga scndið okkur þcnnan svarseðil. Þannig cruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun mcðal almcnnings um hvert sé mcðaltal hcimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þcr von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími