Dagblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981. 5 Skiptístöð Strætísvagna Kópavogs við syðri brúna yfir gjána er aðskilur bæjar- hlutana f Kópavogi. Ólánleg staðsetning skiptistöðvar SVK: Vagnstjórar vara við slysahættu við skiptistöðina — Vélamiðstöð Kópavogs óskar eftir því að bæjarverkfræðingur finni skjóta lausn á vandanum Strætisvagnstjórar hjá Strætisvögn- um Kópavogs telja mikla slysahættu stafa af staðsetningu skiptistöðvar fyrir vagnana en skiptistöðin er við syðri brúna yfir gjána sem aðskilur austur- og vesturbæ Kópavogs, þar sem Borgarholtsbraut og Digranesvegur mætast. Tuttugu vagnstjórar hjá SVK sendu- stjórn Vélamiðstöðvar Kópavogs bréf þar sem eru „nokkrar vinsamlegar ábendingar”, eins og þeir segja sjálfir. í bréfinu segir svo: „Vagnstjórar hjá SVK vilja benda á hversu mikil slysahætta stafar af stað- setningu skiptistöðvar SVK. Hættan felst í vagnskiptum hjá farþegum, sem þurfa að ganga yfir eina mestu um- ferðaræð bæjarins, á u.þ.b.15 minútnu fresti. Benda má á hversu ólánleg staðsetning skiptistöðvar er. Einnig vísum við til 51. greinar umferðarlaga varðandi stöðu vagna. Til lausnar þessum vanda leggjum við til að skiptistöðin verði færð á auða svæðið vestan gjár (Hafnarfjarðarveg- ar) eða að SVK fengi nyrðri hluta brúar til afnota, en teljum það hálfgerða neyðarlausn. Einnig má benda á að aðstaða fyrir vagnstjóra er ekki nógu góð með tilliti til loftmengunar frá vögnum, sem standa þétt upp við húsið. Öskum við eftir að heilbrigðisfulltrúi geri úttekt á húsnæðinu. Engin hrein- lætisaðstaða er fyrir farþega á skipti- stöð. Vagnstjórar óska eftir fundi með umferðarnefnd Kópavogs, ef nefndin sæi sér það fært, til að koma á fram- færi ábendingum sem vagnstjórar hafa og mættu að gagni koma.” Stjórn Vélamiðstöðvarinnar tók bréfið fyrir og styður ullögur vagn- stjóranna og hefur óskað eftir því að bæjarverkfræðingur Kópavogs finni hið bráðasta lausn á þessum vanda. -JH. Forseti íslands fer í opinbera heimsókn til Noregs og Svíþjóðar: Sér meðal annars sýningu fatlaðra barna á Kardemommubænum Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, fer í opinbera heimsókn til Noregs og Svíþjóðar í lok þessa mánaðar. Á dagskránni var einnig heimsókn til Finnlands. Henni hefur verið frestað vegna veikinda Kekkon- ens forseta. Heimsókn forsetans til Noregs hefst miðvikudaginn 21. október. Þann dag leggur hún blómsveig að minnisvarða um Norðmenn sem féllu í seinni heims- styrjöldinni. Síðdegis tekur forsetinn á móti forstöðumönnum sendiráða í konungshöllinni í Osló. Um kvöldið heldur Noregskonungur veizlu í höll- inni forseta íslands til heiðurs. Daginn eftir verður Vigdísi Finn- bogadóttur boðið að skoða Víkinga- skipasafnið á Bygdö og Heine-Onstad listasafnið á Hövikodden. Hádegis- verður verður síðan í ráðhúsinu í boði Oslóborgar. Síðdegis verður móttaka fyrir íslendinga búsetta í Noregi á Grand Hotel. Um kvöldið heldur ríkis- Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. stjórn Noregs veizlu til heiðurs forseta íslands. Föstudaginn 23. október er á dag- skránni heimsókn í Hadelands Glass- verk í Jevnaker. Síðdegis verður forset- inn svo við sýningu á Kardimommubæ Thorbjörns Egners. Leikendurnir eru að þessu sinni fötluð börn. Heimsókn- inni til Noregs lýkur síðan um kvöldið með veizlu sem haldin verður á Grand Hotel Noregskonungi til heiðurs. Opinber heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur til Sviþjóðar verður dagana 26.—29. október. Fyrsta daginn má nefna það að hún skoðar víkinga- sýninguna í Historiska Museet. Síðdeg- is verður móttaka fyrir forstöðumenn sendiráða í Stokkhólmi. Um kvöldið halda sænsku konungshjónin veizlu forseta íslands til heiðurs. Þriðjudaginn 27. október verður þinghúsið í Stokkhólmi sótt heim svo og konunglega bókasafnið. Eftir hádegi verður Vasaskipið skoðað. Síðdegis tekur forseti á móti íslending- um í Svíþjóð á Grand Hotel. Þar verður um kvöldið haldin veizla sænsku konungshjónunum til heiðurs. Að morgni miðvikudagsins heldur Vigdís Finnbogadóttir til Uppsala. Þar heimsækir hún háskólann, hittir íslendinga í Uppsölum og skoðar dóm- kirkjuna. Síðar þann dag verður mót- taka i Stokkhólmi á vegum íslenzkra útflutningsfyrirtækja. Sænska ríkis- stjórnin býður forseta um kvöldið á sýningu á tveimur einþáttungum eftir Strindberg. Opinberri heimsókn forseta fslands lýkur árla morguninn 29. október er haldið verður áleiðis heim til íslands. í fylgdarliði forseta verða Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra og Dóra Guðbjartsdóttir, Hörður Helga- son, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, og Sarah Helgason, Halldór Reynisson forsetaritari og Guðrún Björnsdóttir og Vigdís Bjarnadóttir, fulltrúi á skrifstofu forseta íslands. FÖSTUDAGSKVÖLD IJIS HUSINU11 Jli HUSINU OPIÐ DEILDUM TIL KL.10 f KVÖLD MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÖL Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar á flestum vömflokkum. Allt niður í 20% út- borgun og lánstími allt að 9 mánuðum. Jón Loftsson hf. /A A A A. A A v % piiIiHISll? liiij □ □ □ n □ IGGDG0 CJ unnOrrtZW* Hringbraut 121 Sími 10600 Frá 1. okt. verður opið: Mánud.-miðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12. TILKYNNING TIL FRAMLEIÐENDA SEM NOTIÐ HAFA ENDURKAUPALÁNA í US$ EN SELT HAFA í EVRÓPUMYNTUM Seðlabanki íslands hefur nú ákveðið framkvæmd á endurgreiðslu vegna gengistaps á endurkaupalánum sem þeirframleiðendurhafaoróiðfyrir sem tekið hafaendurkaupalán í dollurum en selt framleiðslu sína í Evrópumyntum, sbr. fréttatilkynningu bankans dags. 22. septembers I. Akveðið er að endurgreiðslan nái til gengistaps, á teknum endurkaupalánum, sem orðið hefur vegna misgengis US$ og Evrópumynta frá 1. janúar 1981, og miðast við vörur sem framleiddar voru fyrir 1. september 1981. Framleiðendur, sem rétt eiga á endurgreiðslu og hennar óska, þurfa að skila sérstakri skýrslu um útflutning sinn á þar til gerðum eyðublöðum Lánadeildar Seðlabanka íslands. Skýrslunni skulu fylgja fullnægjandi fylgiskjöl að mati bankastofnunar. Afurðalánadeildir viðskiptabanka og sparisjóða munu hafa alla milligöngu um endur- greiðsluna og berframleiðendum að snúasér nú þegartil sinnar viðskiptabankastofnunar varðandi ofangreind eyðublöð og leiðbeiningar um útfyllingu þeirra svo og frekari fram- kvæmd. Framleiðendursem flytjaút í Evrópumyntfyrirmilligöngu útflutningssamtakaeðaahnarra útflytjenda þurfa að hafa samráð/samstarf við viðkomandi varðandi skýrslugerðina. Seðlabankinn mun reikna út og endurgreiða umrætt gengistap (ásamt vöxtum) jafnóðum og staðfestar skýrslur berast. Gert er ráð fyrir að framleiðsla umrædds tímabils verði öll seld um n k. áramót, og verður endurgreiðslu gengistaps hætt frá og með 31. desember 1981. Vakin skal sérstök athygli á því að endurgreiðslan miðast einungis við gengistap á endurkaupalánum. ISLANDS SEÐLABANKI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.