Dagblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 16
24
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981.
I
Menning
Menning
Menning
Menning
V
Um þessar mundir hanga 142 lista-
verk eftir 35 listamenn á veggjum
Kjarvalsstaða. Fjórir listamenn, þau
Björg Þorsteinsdóttir, Hildur
Hákonardóttir, Hrólfur Sigurðsson
og Ragnar Kjartansson mynda
kjarna sýningarinnar. Þessi hugmynd
gefur sýningunni meiri heildarsvip og
listunnendum gleggri innsýn i list-
sköpun viðkomandi listamanna.
Hlutverk
En hver er tilgangur slíkrar sam-
sýningar? Gefa íslendingum heildar-
yfirlit á listsköpun líðandi stundar
eða ungum kröftum vettvang fyrir
frumraunir sínar?
Þegar litið er yfir haustsýningu
F.Í.M. kemur fljótt í ljós að sýningin
inniheldur fá „stór nöfn” í íslenzkri
nútímalist. Og sú spurning vaknar
hvort F.Í.M. sé eins konar millibils-
ástand á félagslegum ferli listamanns-
ins. Ungur vill hann ólmur komast
inn 'í félagið, en nokkru seinna vill
hann aftur út! Félagssýning F.Í.M.
gefur því á engan hátt þverskurð af
stöðu íslenzkra sjónmennta 1981.
Þegar rætt er um hlutverk samsýn-
inga hér á landi verður fyrst að gera
grein fyrir félagslegri stöðu íslenzkra
listamanna sem er mjög sérstæð í
evrópsku menningarlifi. Hér á landi
skortir allar ytri félagslegar aðstæður
Myndlist
URELT FORM
Samsýning F.Í.M. á Kjarvalsstöðum
rænum forsendum. Haustsýning
F.Í.M. er því augljóst dæmi um að
íslenzk list er ekki lengur sú hug-
myndalega einstefna sem við höfum
lengi þekkt.
Á sérhverjum tíma hafa verið til
islenzkir listamenn sem ávallt hafa
þurft að tileinka sér listhugmyndir er-
lendra listamanna án þess að vinna
persónulega úr viðkomandi hug-
myndum. Árum saman hafa þessir
listamenn „komizt upp með”
ópersónuleg myndverk, eflaust vegna
skorts hjá almenningi á listrænum
upplýsingum frá öðrum þjóðlöndum.
En í dag er öðruvísi farið og list-
hugmyndir sem aðrar hugmyndir
streyma milli ólíkra menningar-
svæða. Það er því furðulegt að sjá
verk eins og „Drjóli” og „Par
avion” á samsýningu F.Í.M. Þetta
eru 26 ára gamlar hugmyndir sem
teknar eru hráar frá popp-listamönn-
unum Jasper JOHNS og Claes
áttu eftir að hafa mikil áhrif á mótun
conceptlistar.
Þá vekja undrun conceptverk þeirra
Hauks og Harðar sem eru andstæð
eðli conceptlistar, óskýr og ruglings-
leg í hugsun. Það er greinilegt að þeir
félagar hafa ekki gert sér fyllilega
grein fyrir hugmyndalegum grunni
conceptlistar heldur tileinkað sér
aðeins ytri formgerð.
Þó að hluti af þessum „listsýnis-
hornum” á samsýningu F.Í.M. gefi
lítt spennandi mynd af íslenzkri sam-
tiðarlist höfum við „kjarnann” sem
gefur sýningunni ákveðið gildi.
Björg Þorsteinsdóttir sýnir verk
sem hún nefnir „Bréf frá Ástralíu”
og er gert úr grafik og acryl. Lista-
sem gengur óbreytt í gegnum verkið í
mismunandi litum, og hins vegar
landfræðilegt form af Ástralíu sem
kemur fram í hverri mynd með
breytilegum styrkledka og lit. Það er
sem aðalformið leysist upp ogkristall
ist á ný frá einni mynd til annarrar.
(Þessi tækni minnir helzt á „fondu
enchainé” í kvikmyndum þar sem ein
mynd líður inn í rýmið og á sama
tíma vex fram önnur mynd.) Á
þennan hátt fær formið hreyfigildi
milli mynda og gefur um leið verkinu
áframhaldandi — línulegan lestur.
Hér er um að ræða skýrt og vel upp-
byggt conceptverk sem grundvallast á
þeirri hugmynd að hið þekkta
Ástralíuform skilgreinir aðalformið
svo sem listdreifingarkerfi, smáa
sýningarsali sem taka að sér lista-
menn, listtímarit og annað hefð-
bundið listverzlunarmunstur. í sam-
félagi okkar er listamaðurinn allt í
öllu: skapandi, sýningarskipuleggj-
' ari, sölumaður og jafnframt listskrif-
ari. Þá getur sérhver listamaður sýnt
verk sín hvar sem hann vill, hvenær
sem hann vill, burtséð frá öllu list-
rænu mati. Þannig getur hinn ungi
óreyndi listamaður komið á framfæri
listhugmyndum sínum án þess að
félagssýning F.Í.M. komi til. Jafn-
framt liggur það í hlutarins eðli að í
listsamfélagi þar sem eru á hreyfingu
mismunandi, jafnvel andstæðar, list-
hugmyndir, bæði formgerðarlega og
heimspekilega, breytast hlutverk og
form samsýninga. Það verður að skil-
greina samsýningarhugtakið á nýjan
leik.
Það ætti að vera ljóst að hið venju-
bundna samsýningarform, þar sem
markmiðið er að hengja upp sem
flestar og ólíkastar myndir, er orðið
úrelt.
Þessi staða er ekki ókunn stjórn
F.Í.M. sem hefur tekið upp þann hátt
að mynda sýningarkjarna á hverri
sýningu og reyna þannig að gefa þeim
ákveðnara inntak. Auðvitað er þetta
spor i rétta átt. En i raun þarf að
ganga enn lengra og sýna eingöngu
útvalda kjarna, breytilega frá ári til
árs, fleiri listamenn með fleiri
myndir. Þá gæfist einnig tækifæri til
að vinna sýninguna eftir temum,
árum, stefnum og sameiginlegum
myndrænum vandamálum með fjöl-
breytilegar niðurstöður. Þannig yrði
sýningin bæði skýrari og ánægjulegri
fyriráhorfendur.
Innihald
Eins og áður segir er sýningin
samansett úr ólíkum listhugmyndum
sem oft ganga út frá gjöróhkum list-
OLDENBURG. Listsköpun JOHNS
er beint framhald af ready-made hug-
leiðingum Duchamp um listhugtakið
þar sem reynt er að brjóta upp inntak
þess með því að rugla vísvitandi
saman spurningum líkt og „er
myndin mynd af hlut” eða „er
myndin sjálf hlutur”? Út frá þessu
listheimspekivandamáli gerði
JOHNS heimsfrægar myndir líkt og
málverk „af” ameríska fánanum í
upprunalegum hlutföllum með ögn
expressionískri pensilskrift. Þá hefur
OLDENBURG gert urmul af lista-
verkum sem eru stækkanir á hvers-
dagslegum ópersónulegum hlutum.
Þessar hugmyndir þeirra popp-félaga
Gras II eftir Hildi Híkonardóttur.
verkið er sett saman úr 18 sjálfstæð-
um myndum. Þær mynda lokað ferli,
afmarkað með gulum lit í fyrstu og
síðustu mynci, sem gefur seríunni
ákveðna hringrás. Formrænt er
verkið tvíþætt, annars vegar ritmál
Frá Grænlandi eftir Hrólf Sigurðsson.
Hallsteinn eftir Ragnar Kjartansson.
(hér er um að ræða sama formið í
tvöföidum lestri) sem breytist i
gegnum myndferlið. Formið hefur
þannig fengið eiginlegt inntak
(Ástralía) með ákveðinni skírskotun
til hins óumbreytanlega ritmáls sem
er inntak titilverksins. Form —
Ástralíuform, skrift — texti og titill
eru sem eitt þannig að myndbygging-
in er ekki aðeins grind heldur einnig
hluti af myndlestrinum.
Ölíkt hefðbundnum conceptverk-
um notar Björg sjálfstæða tjáningar-
möguleika efnisins. Skrift textans er
útfærð með malerískri pensilskrift á
sama tíma og aðalformið fær óljósa
formgerð til að draga fram hreyfi-
gildið. Þannig leiðir efnismeðferðin
fram ljóðræna stemmningu og því
ekki tilfinningalegar víddir „Bréfsins
frá Ástralíu”.
Hildur Hákonardóttir sýnir 12
myndverk. Flest verkin eru í hennar
venjubundna stíl, alþýðustíl sem ein-
kennist af lítilli efnis- og tæknimeð-
ferð. Þessi „stíll” gefur litla mögu-
leika til úrvinnslu í listsköpun Hildar.
Þá hefur myndefnið einnig rýrnað,
misst sinn félagslega brodd, svo að
eftir standa saklausar náttúru-
stemmningar. En þetta eru verk frá
1978. Og Hildur sýnir hér aðra
náttúru frá 1981. Það er conceptverk
Gras II gert úr blönduðu efni. Hildur
raðar ágólfið 16 boxum með hvítu og
grænu grasi (dautt, lifandi) sem er
sett reglulega í annað hvort boxið.
Síðan tekur hún eitt boxið með
grænu grasi og setur inn í staðinn
ljósmynd af sláttumanni. Myndferlið
er þvi: hvítt gras — grænt gras —
sláttumaður (þetta ferli getur líka
verið lesið sláttumaður — grænt gras
— hvítt gras). Ljósmyndin af sláttu-
manninum er lykill verksins. Hún er
bæði hluti af myndbyggingunni og
aðalsögn inntaksins. Það eru vissu-
lega til margar skýringar á þessu
verki en þó kemur fljótt í hugann
ákveðin skírskotun til eilífðarhug-
renninga um lífið og dauðann. Það er
eflaust vegna nálægðar sláttu-
mannsins við bókmenntalíkingar sem
finnast oft í íslenzkum trúarbók-
menntum.
Þetta er skemmtilegt framhald af
vefnaði Hildar en bæði verkefnin
sýna tengsl við íslenzk efni og þjóð-
lega hætti.
Ragnar Kjartansson sýnir okkur
andlitsmyndir. Hér er um að ræða
ævagamla hefð, eða allt frá Róm-
verjum. Þeir hlóðu fyrstir andlits-
höggmyndirnar raunsæi og persónu-
legum tilfinningum og lögðu grunn-
inn að nútíma andlitshöggmyndalist.
Ragnar tekur öðruvísi á verkefninu
og virðist leggja megináherzlu á að
ná svip fyrirmyndarinnar. Og það
tekst honum. En þetta markmið
kemur niður á forminu sjálfu sem
virkar lítt unnið. Þá vinnur Ragnar
afar þröngt með sömu andlitsformin,
stórar kinnar og kringluleit andlit.
Myndin af Hallsteini stendur sér á
báti þar sem Ragnar nýtir vel form-
ræna möguleika og gefur andliti
Hallsteins tjáningu og hrjúfa efnis-
meðferð. Það er greinilegt að andlitin
fengju stærri sögn og dýpri tjáningu
ef lögð yrði meiri áherzla á formræna
úrvinnslu.
Hrólfur Sigurðsson sýnir 9 olíuverk.
Þetta eru allt expressionísk mál-
verk, mikið unnin af nákvæmni og
natni. Hrólfur notar í myndverkum
sínum hefðbundna myndbyggingu,
en inntak verksins liggur í litnum.
Hann er lagður á léreftið með kvikri
pensilskrift, en þó ekki með hröðum
vinnuaðferðum expressionistanna.
Það myndast því eins konar tog-
streita milli myndgerðarinnar, sem
er kvik og djörf, og myndaðferðar-
innar sem virðist hæglát, nákvæm og
leitandi. Hrólfur hefur fundið sína
litatóna og persónulega stöðu í
íslenzku landslagsmálverki.
Gunnar B. Kvaran.
■ ■■
Bréf frá Ástraliu eftir Björgu Þorsteinsdóttur.
DB-myndir: Einar Ólason.