Dagblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981. Jón L. Arnason skrirar um 4. einvígisskákina: STAÐA KARPOVS SIGURSTRANGLEG — „Ef Kortsnoj tapar þessari skák á hann enga von” — sagði Robert Byme Flestir skáksérfræðingar í Meranó á Ítalíu skynjuðu nærveru jafnteflis- dauðans er leiknir höfðu verið 20 leikir í 4. einvígisskák Karpovs og Kortsnoj. Kortsnoj, sem hafði svart, beitti hinni alræmdu Petrovs-vörn sem þekkt er fyrir rólyndi sitt og friðarvilja. Nýr leikur hans virtist setja heimsmeistarann úr jafnvægi því hann gerði enga tilraun til þess að hrifsa til sin frumkvæðið. Eftir mikil mannakaup var öllum ljóst að skákin var að koðna niður í jafntefli en Kortsnoj vildi greinilega vinna. í stað þess að leita eftir frekari uppskiptum lagði ham allt á eitt spil: Óð fram með peð sín kóngsmegin í þeirri von aö fá -kíö athafnafrelsiog sókn gegn hvua kónginum. Með þessu tók hann verulega áhættu því kóngsstaða hans sjálfs opnaðist upp á gátt. Menn Karpovs voru óðar komnir í árásar- stöður og með rökréttri taflmennsku jók heimsmeistarinn yfirburðina smám saman. Skákin fór í bið en aðeins kraftaverk fær bjargað Kort- snoj. Þróun þessarar skákar hlýtur að vera mikið áfall fyrir áskorandann og menn hans. Tapi Kortsnoj skák- inni.sem allar líkur virðast benda til, er hann orðinn þremur vinningum undir í einvíginu eftir aðeins 4 skákir. Þann mun verður erfitt að vinna upp. Robert Byrne, bandaríski stór- meistarinn og skákskýrandi ,,New York Times”, hafði þetta um skák- ina að segja: „Kortsnoj fékk auðveldustu byrjunarstöðu á svart sem hann mun nokkurn tíma fá í einvíginu. — Ef hann tapar þessari skák á hann enga von.” Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Viktor Kortsnoj Petrovs-vörn. 1. e4 e5 2. Rf3Rf6! Loksins hittir Kortsnoj á rétta svarið við kóngspeðsbyrjun Karpovs. Petrovs-vörnin hefur verið eitt skæð- asta vopn jafntefliskónga í langan tíma, eða allt frá því Petrov og Jánisch rannsökuðu hana um 1830 og bentu umheiminum á ágæti hennar. Nú í seinni tið hafa fundist margar nýjar jafnteflisleiðir fyrir svartan í Petrovs-vörninni sem telja verður meðal traustustu skákbyrjana. Það er engin tilviljun að menn eins og Hubner, Larsen, Hort, Smyslov, Portisch og meira að segja Karpov sjálfur geymi hana í vopnabúri sínu. í mikilvægum einvígjum er einmitt rétta aðferðin að gera jafntefli með svörtu mönnunum en freista þess að vinna með hvítu. Þó hefur Kortsnoj að líkindum aðeins einu sinni áður beitt þessu skæða jafnteflisvopni— í 6. einvígisskákinni gegn Karpov 1974. Kortsnoj tapaði þeirri skák.. . . 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. 0-0 Rc6 8. Hel Bf5 9. Bb5!7 Hugmynd hollenska stórmeistar- ans Timman sem tefldi þannig gegn Portisch á stórmótinu i Moskv^i í ár — þar sem Karpov var meðal þátt- takenda. Leikurinn er skarpari en 9. Rbd2 Rxd2 10. Dxd2 Bxd3 11. Dxd3 0-0 en þannig hafa margar skákir orðið jafntefli, t.d. 8. og 10. skákin í einvígi Adorjan og Hiibner og skákin Kasparov — Karpov, sveitakeppni í Sovétl981. • , 9. — Bf6! Þennan leik verður að hrópmerkja þar til annað kemur i ljós. Hér er á ferðinni endurbót Kortsnojs á áður- nefndri skák Timman og Portisch, þar sem tefldist 9. — 0-0 10. Bxc6 bxc6 11. Re5 Bh4? 12. Be3! Dd6 13. Dh5! Df6 14. Rf3! g5 15. Rbd2 og peðstap verður ekki umflúið. 10. Rbd2 Skarpara er 10. Re5 Bxe5 11. Bxc6+ bxc6 12. dxe5 0-0 13. f3 Rc5 14. Be3 De7 en svartur er mjög nálægt því að hafa fyllilega jafnað taflið. 10. — 0-0 11. Rfl Re7 12. c3 Rg6 13. Bd3 Rd6 14. Bxf5 Rxf5 15. Db3 b6 16. Db5 a6 17. Dd3 Dd7 18. Rg3 Rxg3 19. hxg3 a5 20. Bg5 Bxg5 21. Rxg5. Taflmennska Karpovs í þessari skák bendir glöggt til að hann gerir sig ánægðan með skiptan hlut. Eflaust felur hann aðstoðarmönnum sínum það verkefni að finna gegnum- brotsleið gegn Petrovsvörninni. Von- andi bendir einhver gáfaður maður honum á byrjun sem heitir kóngs- bragð. 21. — Hfe8 22. b3 Had8 22. — Hxel 23. Hxel He8 leiðir til frekari einföldunar á stöðunni og ekki er annað sýnna en að jafnteflið blasi viö. 23. Rf3 f6 24. Rd2 Kf7 25. Rfl abcdefgh 25. — h5? En nú leggur Kortsnoj allt of mikið á stöðuna. Hann vonast til þess að vinna landrými á kóngsvæng og hefja peðasókn gegn hvíta kónginum en áætlunin snýst honum í óhag; veik- leikar myndast i peðastöðunni sem Karpov notfærir sér af miklu hyggju- viti. Enn var 25. — Hxel + 26. Hxel He8 mögulegt og svartur getur ekki tapað. 26. Hxe8 Hxe8 27. Df3! Hh8 28. Re3 Re7 29. Hel g6 30. Df4! Kg7 31. g4! Með nokkrum hnitmiðuðum leikj- um hefur Karpov náð undirtökunum. Núer31. — h4 svarað með 32. g5! og ef 31. — hxg4, 32. Rxg4 Rf5, þá 33. Rxf6! Kxf6 34. De5 + og hrókurinn fellur. Kortsnoj verður að veikja kóngsstöðu sína enn frekar. 31. —g5 32. Df3hxg4 E.t.v. eru meiri björgunarmögu- leikar fólgnir í 32. — h4. 33. Rxg4 Dd6 34. g3 c6 35. c4! Karpov teflir listavel. Auðvitað opnar hann stöðuna á drottningar- væng því kóngsstaða svarts er varhugaverð. 35. — f5?! 36. De3! öflugur leikur! Svar Kortsnojs er þvingað því 36. — fxg4 37. Dxe7 Dxe7 38. Hxe7 Kf6 39. Hc7 er vonlaust. 36. — Rg6 37. c5! Dd8 38. Re5 bxc5 39. Rxc6 I)f6 40. De6 cxd4 41. Dxd5. Hér fór skákin i bið og verður tefld áfram í dag. Kortsnoj lék biðleik.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.