Dagblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981.
Sem dæmi um hina miklu umfjöll-
un um biblíumálin í fjölmiðlum hér
má nefna að hið virta og útbreidda
dagblað Dagens Nyheter helgaði
hinni nýju og opinberu biblíuþýðingu
meira en fjórar heilsíður 1 einu og
sama blaðinu auk þess sem leiðari
blaðsins fjallaði um sama efni og
tvisvar á degi hverjum er lesið úr
þessari sömu þýðingu í sjónvarpinu
hér.
Giertz í viðtali við Sydsvenska dag-
bladet. „En þegar ég sem ellilífeyris-
þegi hófst handa við að skrifa skýr-
ingarritið lenti ég strax i erfiðleik-
um: Hvaða texta átti ég að skýra?
Hinum nýja, sem átti að koma, gat ég
ekki beðið eftir vegna þess hve gam-
all ég var orðinn. Til var þýðing
Breyting á
„faðir vorinu"
Það hefur ekki sízt orðið til að
draga athyglina að bibliuútgáfunum
nýju að þar er þýðingum á ýmsum
þekktum ritningarstöðum breytt tals-
vert og á það bæði við um sjálft
„faðir vorið” og óð Páls postula til
kærleikans í 1. Korintubréfí 13. kapi-
tula. Ekki hafa þessar breytingar þó
sætt eins mikilli gagnrýni og við hefði
mátt búast og virðist sem flesdr séu
þeirrar skoðunar að breytingarnar
eigi rétt á sér og séu vel ígrundaðar út
frá gríska frumtextanum. En eins og
nærri má geta finnst fólki nokkuð
ankannalegt að heyra „faðir vorið” í
annarri mynd en það hefur alizt upp
við.
En hvers vegna tvær þýðingar?
Hér er talsvert ólíku saman að jafna
þvi að annarri þýðingunni stendur
ríkisskipuð og fjölmenn þýðingar-
nefnd en að hinni aðeins einn maður,
Bo Giertz, 77 ára gamall, fyrrverandi
biskup. Og raunar var það hann
sem varð á undan hinni opinberu
þýðingarnefnd að koma sinni biblíu á
markað.
Ellilrfeyrisþeginn
þýddi allt Nýja
testamentið
„Tilgangur minn var alls ekki að
keppa við biblíunefndina,” sagði Bo
Giertz í viðtali við sænska kirkjuritið
„Vár kyrka” fyrir skömmu.
Ástæðan til þess að Bo Giertz réðst
í þetta mikla verk var að hann
hugðist skrifa aðgengilegt skýringarrit
við biblíuna. „Ég vildi skrifa skýring-
arrit fyrir leikmenn. Allt frá því að ég
var ungur prestur hef ég gert mér
grein fyrir hversu erfitt er fyrir venju-
legt fólk að lesa biblíuna,” sagði Bo>
David Hedegárds á alþýðlegri
sænsku. Það er um margt góð þýðing
en stíll hennar hefur þó aldrei höfðað
til mín. Hann kemur því til skila sem
sagt er í frumtextanum en ekki
hvernig það er sagt. Ég átti því aðeins
einn kost; að þýða sjálfur,” sagði Bo
Giertz. Þvi verki hefur hann nú lokið
á aðeins sjö árum og þykja þau af-
köst hreint ótrúleg, alveg óháð aldri
biskupsins fyrrverandi.
Brauð til
komandi dags
„Ég held það sé ágætt fyrir fólk að
hafa fleiri en eina þýðingu sem það
getur borið saman,” segir Giertz.
Faðir vorið er ekki eins í þýðingu
Giertz og biblíunefndarinnar. í hinni
nýju opinberu biblíuútgáfu segir:
„Gef oss hvem dag vort brauð tíl hins
komandi dags.” Þarna heldur Bo
Giertz hins vegar þeirri þýðingu sem
sænska þjóðin hefur vanizt við:
„Gef oss hvern dag vort daglegt
brauð.”
„Svíþjóð kemur til með að verða
ein á báti með hina nýju, opinberu
þýðingu þessa vers og ég hef minar
efasemdir varðandi hana,” segir
Giertz. (Þess má þó geta til gamans
að í hinni nýju íslenzku biblíuútgáfu
er hliðstæðu beggja þýðingarmögu-
leikanna getið. Eldri þýðingunni er
haldið í textanum: „Gef oss í dag
vort daglegt brauð,” en neðanmáls er
getíð um hinn þýðingarmöguleikann:
.....brauð vort til dagsins á morg-
un.”)
„Tilgangur minn var ekki að keppa við bibiiunefndina,” segir Bo Giertz.
J
skrifar frá Svíþjóð
vandi á vissum afurðum bænda? Er
landbúnaður rekinn af ýtrustu hag-
kvæmni? Er ekki hægt að benda á
einhverja offjárfestíngu? Og þannig
utan enda. Og beztu menn komast í
manndrápsham í framhaldinu og al-
hæfa allt sem miður fer og fá þókn-
anlega útkomu með 90% aðferðinni.
Fyrst verður mér á að gagnspyrja.
Hvaða atvinnurekstur er það sem í
dag er svo hnökralaust rekinn að
hrukka finnist ekki?
Þegar atvinnurekendur hrópa sem
'hæst á björgunaraðgerðir hins opin-
ibera á hvaða sviði sem er þá er alls
krafizt en minna er um hitt sem
miður fer í eigin garði. Oftast mætti
halda að þar færu svo fullkomnir
menn í rekstri, hagræðingu, að ekki
sé talað um útsjónarsemi og aðhald,
að þar ætti engin gagnrýni að komast
að. — En hver hefur heyrt þá kröfu-
gerðarmenn lofa því á móti að endur-
skipuleggja rekstur sinn og gera brýn-
ustu úrbætur þar, um leið og hið
opinbera reiðir umbeðna aðstoð af
hendi? Ekki kannast ég við það, því
miður. Og því miður líka, stjórnvöld
og aðrir, sem aðstoð veita, gera ekki
kröfur um slíkt þó vitað sé að sukk
og óráðsía hvers konar blómgast
ótrúlega vel.
Þýðingarmikil
framleiðsla
Þetta um hinn almenna rekstur. —
En aftur að landbúnaðinum.
Enginn skyni borinn maður ber á
móti því að hér er um eina styrkustu
stoð að ræða í íslenzku efnahags- og
þjóðlífí. Þar með segir enginn að þar
sé allt eins og bezt verður á kosið.
Landbúnaðarframleiðslan leggur
til mjög þýðingarmikinn hluta fæðu
okkar, ómissandi hluta sem er að
verðmæti og gæðum slíkur að til þess
bezta má telja. Ófá þúsund þjóðar-
innar hafa þar af beint lifsframfæri
og fáir munu í alvöru vilja sjá allan
þann fjölda í erlendum iðjuverum,
eins og fáeinir „óvitar” hafa beint og
óbeint ýjað að.
Enn færri mundu í alvöru vilja sjá
afurðirnar — mjólk og mjólkurvörur
og kjötið okkar — koma erlendis frá,
sem einnig hefur verið ýjað að af
„óvitunum”. Og miklu fæstir
mundu vilja reikna það þjóðhags-
dæmi sem þar af leiddi. Þar með er
ekki sagt að öll framleiðsla þessara
vara sé óaðfinnanleg, að ekki megi á
mörgum sviðum gera betur.
Eða hvað segja menn um þau dýr-
mætu hráefni sem ull og skinn eru og
alla þá gifurlegu vinnu sem þau færa
ótöldum þúsundum sem gera úr hrá-
efninu enn dýrmætari vöru til gjald-
eyrisöflunar? Vildu menn í alvöru að
þessi framleiðsla væri ekki til? Þar
með er ekki sagt að bændur mættu
ekki huga betur að ullinni og að iðn-
verkafólkið ætti ekki skilið betri laun
fyrir þessa verðmætasköpun, enda
nýtur þessi iðnrekstur engra stóriðju-
kjara.
Ég hygg að það sé sama hvar borið
er niður, firrurnar standast tæpast að
þeim 10% sem áður var um talað.
En sé betur að gáð þá efa ég að
unnt sé að benda á aðrar stéttir sem
hafa beinlínis staðið að stjórnunar-
aðgerðum, skipulagsbreytingum
varðandi störf sín og um leið fram-
leiðslu, sem hafa í för með sér skerð-
ingu á tekjum og tekjumöguleikum
svo sem raunin er um bændur. Það
eru þá sjómennirnir okkar sem helzt
koma til samjafnaðar. Þessar
aðgerðir eru vissulega harkalegar og
þungbærar, ekki sízt fyrir stétt sem
enn býr ekki við meira öryggi í
tekjum en bændur.
Veðurfarið er enn afgerandi varð-
andi sprettu, heyfeng, gjafatíma bú-
fjár og þó tilkostnaður sé hinn sami
er arðurinn misjafn, getur orðið
minni en enginn ef allt leggst á eitt.
Þetta eiga allir meðalskynugir menn
að vita, nema þeir séu eins og útíend-
ingar í þessu landi okkar. Stjórnunar-
aðgerðir til að minnka þá margum-
töluðu offramleiðslu, sem ætíð er
þrástagazt á, geta hæglega í erfiðu ár-
ferði orðið þess valdandi á skömmum
tíma að í stað „offramboðs”
stöndum við andspænis skorti.
Bændur vita þetta vel en hafa þó
tekið þessar kvaðir á sig. Ef til vill
verða þeir sem hæst hafa hrópað um
landbúnaðinn reynslunni ríkari eftir
að draumaástand þeirra hefði komið
upp — vöntun á þessum lífsnauðsyn-
legu afurðum.
Ég er þó hræddur um að þeir hinir
sömu yrðu fyrstir til að heimta sitt
kjöt og sína mjólk og mundu snúa
geiri sínum óspart að bændumfyrir
þann ódugnað og vesaldóm að geta
ekki séð fyrir þessum lífsnauðsynjum
ofan í þá. Mikið má vera. Að halda
landinu í byggð og nýta landsgæði á
sama hátt og sjávarfangið er ugglaust
ofar skilningi „óvitanna” en skort-
inn mundu þeir ná að skilja.
Ýmislegt mætti
betur fara
En ég skal ekki sleppa því að
minna á það sem betur mætti fara.
Offjárfesting er engum til góðs,
hvort sem er í byggingum eða tækja-
búnaði, hvort sem er í landbúnaði
eða. öðrum greinum. Vissulega má
finna um þetta slæm dæmi í landbún-
aðinum, m.a. vegna ónógrar sam-
vinnu bænda, og auðvitað eru
bændur misjafnlega hagsýnir menn.
En þeir sem daglega ganga um verzl-
unarhallir Reykjavíkur ættu manna
sízt að tala um offjárfestingu í land-
búnaði. Ef þar þarf að taka fjárfest-
ingarmálunum tak, sem raunar hefur
verið gert af lánasjóði bænda, þá
þarf til fleiri átta að gá og taka rösk-
lega til hendi. Hagsýni í rekstri, rækt
un og meðferð búpenings er misjöfn
og þar má finna að hjá ýmsum.
En eigum við þá ekki að líta til
annarra greina um leið og krefja út-
gerðarmenn, fiskverkendur, iðn-
rekendur og verzlunarmenn um hag-
sýni, aðhald og betri rekstur.
Til er ég í það að gera þar á ræki-
lega úttekt, ekki sízt í ljósi þess hrika-
lega harmagráts sem dynur í eyrum
dag hvern.
Og ef einstakir bændur eiga að
hætta vegna þess að þeir eru ekki
hæfir til að búa þá er hætt við að
sums staðar annars staðar yrði að
grisja talsvert líka. En líklega héti
slíkt óþolandi ríkisafskipti sem fót-
umtræðu rétt einstaklingsins til að
framkvæma og reka að vild sinni, þó
A „Ef einstakir bændur eiga aö hætta
vegna þess aö þeir eru ekki hæfir til aö
búa þá er hætt við að sums staðar annars
staðar yrði að grisja talsvert líka.”
Aðspurður um hvernig hann hafi
getað unnið þetta mikla verk einn á
meðan hin opinbera þýðingarnefnd
hafi haft alls kyns ráðgjafa á sínum
snærum, segir Bo Giertz:
Norska þýð-
ingin bezt?
„Mínir ráðgjafar hafa verið fjöl-
margar nýjar, útlendar þýðingar. Ég
tel að norska þýðingin sé sú bezta.
Hún er í senn kjarnyrt og hljóm-
fögur.” Bo Giertz segist þó ætíð
byrja á að þýða sjálfur gríska textann
og síðan líta á verk annarra. Þýðing
hans er aðeins dýrari en hin opinbera
þýðing og ræður þar mestu um mikill
munur á stærð upplaganna. Hans
þýðing er fyrst í stað gefin út í tíu
þúsund eintökum en hin opinbera
þýðing kemur út í hálfri milljón ein-
taka.
Sænski menntamálaráðherrann,
Jan-Erik Wiström, er 1 hópi þeirra
sem greinilega eru ánægðir með hina
nýju, opinberu þýðingu. Er hann
veitti hinni nýju biblfu formlega við-
töku sagði hann meðal annars:
„Þetta er þýðingarmesta verk sem
nokkru sinni hefur komið út á vegum
rikisins. Ekkert annað verk, sem ég
hef haft afskipti af, hefur þvilíkt gildi
sem þetta. Ég óska þess að hin nýja
þýðing Nýja testamentisins verði
meira lesin en nokkur önnur bók,”
sagði Wiström.
Gamla testamentið
væntanlegt 1990
Ný þýðing Gamla testamentisins á
vegum hinnar ríkisskipuðu þýðingar-
nefndar er þegar hafin og nokkuð á
veg komin. Stefnt er að þvi að henni
verði lokiðárið 1990.
Þó Bo Giertz sé afkastamikill
þýðandi er engin von til þess að nýrr-
ar þýðingar Gamla testamentisins sé
að vænta frá honum. „Jafnmörg ár
og það mundi taka á ég ekki ólifuð,”
sagði hann í viðtali við Sydsvenska
dagbladet. „Til þess þyrfti ég líka að
læra hebresku almennilega en grísk-
una kunni ég frá því að ég tók fil.
kand. próf í henni fyrir um fimmtíu
árum,” segir Bo Giertz. Pennann
mun hann þó ekki leggja á hilluna á
næstunni og mun frá hans hendi að
vænta nýrra skýringarrita við
bibliuna.
1 *
meö þeim fyrirvara að sjálfsögðu að
„nauðsynleg hjálp og aðstoð” hins
opinberaséjafnan tiltæk.
En nóg um það.
Ekkert upp á
að hlaupa
Á þessum haustdögum stöndum
við á nokkrum tímamótum varðandi
landbúnað okkar. Slæmur heyfengur
alltof víða gæti fært mjólkurfram-
leiðsluna niður fyrir þau mörk sem
eru í dag — þörf innanlandsmarkað-
arins. Ásetninígur verður víðast
minni, fallþungi dilka er mjög undir
meðallagi. Næsta verðlagsár getur
hæglega orðið svo að útflutnings-
bótaþörfin verði undir því sem lög-
ákveðin heimild er fyrir. Og þá er
býsna stutt í það að báðir meginþætt-
ir framleiðslunnar rétt hrökkvi fyrir
innanlandsþörf. Og þá er ekkert upp
á að hlaupa ef áföll koma upp á.
Enn verra er að ef við förum niður
fyrir óhjákvæmilega þörf og skortur
þessara mikilvægu vara kemur upp
þá er ekki þegar búið að ráða þar bót
á.
Bændasamtök og stjórnvöld þurfa
því að fara varlega í stjórnunarað-
gerðirnar, miðað við stöðuna í dag og
ekkert má aðhafast sem veldur frek-
ari samdrætti en orðinn er, þó „óvit-
ar” kunni enn að hrópa. Því það eru
jafnt hagsmunir bænda sem þjóðar
heildar að við séum sjálfbjarga með
búvörur til eigin neyzlu og höfum
nokkurt forskot til að mæta þeim
áföllum sem alltaf koma upp á og
gera ekki boð á undan sér.
Það væri máriháttar hnása fyrir
okkur sem þjóð í þessu um margt
góða og frjósama landi kjarnagróð-
urs ef við yrðum að feta leið „óvit-
anna” og flytja inn þær vörur sem
við eigum alla möguleika á að fram-
leiða hér, og það betri en víðast
gerist. Slíkt má aldrei henda.
Helgi Seljan.