Dagblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 2
2
MOSFELLSSVEIT OG NÁGRENNI
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981.
I
NÝ OG SÓLUÐ VETRARDEKK.
ALLAR HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR.
OPID ALLA DAGÆ
DEKK SF.
v/Bjarkarholt, Mosfellssveit
Slmi 66858 og 66401.
tæknrfræðingar
Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafmagns- og bygg-
ingarverkfræðinga eða tæknifræðinga til starfa.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf berist fyrir
20. október nk.
Raf magnsveitur ríkisins
Laugavegi 118 — 105 Reykjavík.
Rafmagnsveitur ríkisins
óska að ráða skrifstofumann
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf berist fyrir
20. október nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118 — 105 Reykjavik.
Rafmagnsveitur ríkisins
óska að ráða viðskipta-
fræðing
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf berist fyrir
20. október nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118 — 105 Reykjavik.
• Spilar hvaða lag sem
er með aðeins einum fingri.
• Engin sérstök þjálfun
eða hœfileiki nauðsynlegur
Verð aðeins
kr. 895,-
Bankastræti 8 — Sími 27510
l-lljómsveitinGrafík'séridirfrásérsina '
fyrstu hljómplötu sem m.a. inniheldur lögin:
Vktoó,
Ímúmum
og Guðjón Þorsteinsson brfreiðarstjóri
ásamt fleiri góðum lögum
Ut& og dreifingarsími: 29767-79971
r
$slgæti er eitt af þvi sem börnin sækja mjög i. Nóg er úrvalið f þessari verzlun og freistingarnar þvi margar.
Varið ykkur á óeðli-
legum fjárráðum bama
segir faðir sem varð fyrir því að sonur hans tók 500 kr
ófrjáSsri hendi
Faðir skrifar:
Sonur minn, 8 ára gamall, tók í
heimildarleysi úr veski mínu 500 kr. í
heilum seðli. Nú skyldi maður ætla
að fyrir 8 ára barn væri töluverðum
erfiðleikum bundið að skipta svo
miklum peningum til kaupa á þeim
hlutum sem börn ásælast mest (leik-
föng og sælgæti). Er ég lagði að
drengnum að segja mér nú frá öllu og
hann hafði viðurkennt fyrir mér
verknaðinn spurði ég hann hvernig
hann hefði varið peningunum sem á
vantaði eftir að komið höfðu til skila
440 kr. af þessum 500 kr.
Þá segir hann mér þá sögu að hann
hafi farið í verzlun Kron við Völvu-
fell í Breiðholti og keypt þar leikföng
og sætindi og borgað með umrædd-
um 500 króna seðli. Nú hélt ég í ein-
feldni minni að fólk sem verzlar með
umræddan varning væri á varðbergi
gagnvárt börnum með óeðlilega
mikla peninga. Ég fór því með dreng-
inn minn til þess að ræða við
verzlunarstjóra umræddar verzlunar
og vænti þess að fá frambærilegar
skýringar á atviki þessu. Þá skeður
það undarlega að viðkomandi verzl-
unarstjóri sér ekki neitt athugavert
við þetta.
Mér verður þá á að spyrja þann
ágæta mann hvernig hann og hans
starfsfólk myndi hafa brugðizt við
fyrir 9 mánuðum siðan ef barn hefði
komið með 10 x 5000 krónur, flett
þeim í sundur fyrir framan viðkom-
andi og keypt síðan sælgæti fyrir
1000 krónur. Þá fæ ég það svar frá
þessum ágæta verzlunarstjóra að nú
9 mán. eftir gjaldmiðilsbreytinguna
horfi þetta sko aldeilis öðruvísi við.
„Peningarnir séu í einum seðli og það
geri gæfumuninn.” Þegar verzlunar-
maður í einu barnflesta hverfi
borgarinnar, Breiðholti, getur gefið
slik svör verður manni spurn. Er
verðmætaskyn fólks orðið svo
brenglað að mönnum finnist ekkert
óeðlilegt að 8 ára barn komi með 3
daga laun verkamanns til sælgætis-
kaupa.
Þessar línur eru skrifaðar öðrum,
sem hugsa máske eins og ég, til
viðvörunar. Nú má segja að þetta sé
uppeldislegt vandamál en þá vil ég
segja frá því að ég á tvö eldri börn
en þennan dreng, sem mér vitanlega
hafa aldrei tekið neitt ófrjálsri hendi,
en hafa þó hlotið sams konar upp-
eldi. En freistingarnar eru margar og
margt sem hugur ungs barns girnist
af því sem sælgætis- og leikfanga-
verzlanir selja. Það hlýtur að vera
lágmarkskrafa uppalenda til verzl-
unarfólks í slíkum verzlunum að það
sé á verði gegn óeðlilegum fjárráðum
barna.
Ég skrifa þetta öðrum til viðvör-
unar og vonandi er að verðmætaskyn
þjóðarinnar sé ekki svo brenglað að
þetta þyki öllum þorra fólks eðlilegt
ástand.
Þessar glæsilegu stúlkur starfa i veitingahúsinu Manhattan I Kópavogi. Spurningin er hins vegar hvort karlarnir sem þar
vinna séu eins að neðan?
Eru karlarnir eins að neðan?
Nokkrar vinkonur hringdu:
Við vildum nú bara fá að vita það
hvort karlpeningurinn sem vinnur í
nýja veitingahúsinu í Kópavogi,
Manhattan, væri eins til fara neðan
beltis og stúlkurnar sem þjóna þar.
Klæðaburður þeirra er greinilega til
þess eins að laða karlmenn að
staðnum og okkur fínnst því ekki
ósanngjarnt að þeir karlmenn sem
þarna vinna verði eins klæddir. Ef
svo er ætlum við að mæta galvaskar
um næstu helgi.
Raddir
lesenda