Dagblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981.
9
JOHN NUNN REYNDIST
OFJARL ÁSKORANDANS
-á skákmótinu í Jóhannesarborg. Lokaæfing Kortsnoj fyrir heimsmeistaraeinvígið
Jóhannesarborg í Suður-Afríku
var síðasti viðkoraustaður Viktors
Kortsnoj fyrir heimsmeistaraeinvígið
sem nú stendur yfir í Meranó. Er
skemmst frá því að segja að allt gekk
á afturfótunum hjá áskorandanum í
fyrri hluta mótsins og sá kvittur
komst á kreik að nú væri hann end-
anlega útbrunninn sem skákmaður.
Eftir tvö töp gegn enska stórmeistar-
anum John Nunn og eitt gegn Robert
Hiibner var Kortsnoj neðstur, en þá
fór loks að rofa til. í seinni hluta
mótsins tefldi Kortsnoj af miklu
öryggi og ef hann hefði náð að vinna
Nunn í siðustu umferð hefði hann
deilt efsta sæti með Ulf Andersson.
Aðeins þessir fjórir stórmeistarar
tefldu á mótinu, fjórfalda umferð.
Meðaltal skákstiga þeirra er hvorki
meira né minna en 2630, svo mótið
var af styrkleikaflokki 16 — í fyrsta
skipti í sögunni sem skákmót nær
þeim gæðaflokki.
Kortsnoj og Hiiþner fengu báðir 6
1/2 v. (af 12 mögulegum), en Anders-
son var feti fremri með 7 v. Nunn rak
lestina með 4 v., tapaði 1—3 fyrir
Andersson og 1/2—3 1/2 fyrir Híibn-
er, en vann Kortsnoj 2 1/2—1 1/2.
Áskorandinn vann hins vegar báða
hina andstæðinga sína með sömu
vinningatölu, þótt ekki hafi blásið
byrlega í byrjun.
Árangur Kortsnoj í Jóhannesar-
borg ætti að gefa „stuðningsmönn-
um” hans í einvíginu við Sovétríkin í
Meranó nýja von. Engu er líkara en
að Kortsnoj þurfi nokkrar umferðir
til að komast í gang, en eftir það fái
fátt stöðvað hann, nema kannski
Karpov. Taflmennska hans tók
miklum stakkaskiptum er líða tók á
mótið. Hilbner yfirspilaði áskorand-
ann algjörlega í eftirlætisbyrjuninni,
frönsku vörninni, og John Nunn
reyndist vera ofjarl hans í taktískum
vendingum. Síðan snerist dæmið við:
Nunn fékk aðeins 1/2 v. út úr
tveimur siðustu skákunum og Hiibn-
er var tekinn eftirminnilega í karp-
húsið í 3. umferð.
HVÍTT: Viktor Kortsnoj
SVART: Robert Hiibner
DROTTNINGARINDVERK VÖRN
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3
Bb7 5. Bf4 Be7
Venjan er að leika 5. — Bb4, sem
Kortsnoj svarar yfirleitt með 6. Db3.
Þannig tefldi hann m.a. í fjölteflinu í
sjónvarpinu gegn Gunnari Gunnars-
syni.
6. Dc2!? Rh5 7. Bd2 d5 8. cxd5 exd5
9. g3 0-0 10. Bg2 Rf6 11. 0-0 He8 12.
Re5 a6 13. Db3 Rbc7 14. Hadl b5?
Það var engan veginn auðvelt að
gera sér grein fyrir afleiðingum þessa
leiks. Húbner hefur í hyggju að leika
15. — Rb6 og óttast ekki 15. Rxd5
Rxd5 16. Bxd5 Bxd5 17. Dxd5 Rxe5
18. Dxd8 (18. Dxe5 Bf6) 18. — Bxd8
19. dxe5 Hxe5 o.s.frv. En leikurinn
býður upp á óvæntan möguleika . . .
15. Rxd5! Rxd5 16. Ba5!!
Þar lá hundurinn grafinn. Svarti
riddarinn er leppur í kross og getur
sig hvergi hrært.
16. —R7 f6 17. e4 Hc8
Hótunin var 18. exd5 Rxd5 19.
Bxc7! ogvinnurpeð.
18. Hcl! Rxe4 19.Bxe4g6?
Hvítur stendur óneitanlega betur
að vígi, en eftir 19. —Hf8! er ekki um
neinn rakinn vinning að ræða. T.d.:
a) 20. Bxc7 Hxc7 21. Hxc7 Rxc7 22.
Bxb7 Dxd4. b) 20. Rc6 Bxc6 21. Hxc6
Rb6. c) 20. Hc6 Rf6 21. Hxf6 (eða
21. Rxf7 Hxf7 22. Hxf6 Bxf6 23.
Bxb7 Bxd4) Bxe4 22. Hxf7 Bd5 23.
Hxf8 Bxf7 og eftir atvikum má svart-
ur vel við una. d) 20. Bg2 Ba8 o.s.frv.
Best virðist 20. a4! og ljóst er að
svartur er í úlfakreppu.
20. Hc6! Rf6
Eftir 20. — Bxc6 21. Rxc6 tapar
svartur liði.
21. Rxf7 Dxd4 22. Rg5+ Kh8 23.
Bc3 og Hiibner gafst upp.
Hér kemur svo hin hliðin á Korts-
noj — skák tefld í fyrri hluta móts-
ins. Gamla reiknivélin stenst engan
veginn samanburð við stærðfræði-
snillinginn John Nunn, sem teflir
gullfallega.
HVÍTT: Viktor Kortsnoj
SVART: John Nunn
KÚNGSINDVERSK VÖRN
1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. e4 d6 4. d4 Bg7
5. Be2 0-0 6. Rf3 Rbd7 7. 0-0 e5 8.
Dc2.
Þessum leik hefur sést bregða fyrir
áður í skákum Kortsnoj. Algengast er
8. Hel, ásamt 9. Bfl o.s.frv.
8. — aS 9. Hdl exd4 10. Rxd4 Rc5
11. Rdb5 He8 12. Bg5 Bd7 13. f3 Re6
14. Be3 Rh5 15. Bfl f5! 16. exf5 gxf5
17. Bf2
Ekki 17. Dxf5 Ref4! og biskupinn
á e3 verður ekki varinn.
17. — Hf8 18. g3 Rf6 19. DxfS?
Kortsnoj hefði betur látið þetta
peð ósnert, því Nunn hefur undirbúið
magnaðframhald.
19. — Rg4!!20. Dxg4
Eða 20. Dd3 Re5
20. — Rg5! 21. Dh5 Be8! 22. Dxg5
Hvítu drottningunni varð ekki
forðað. Ef 22. Dg4, þá 22. —h5! og
22. Dh4 er auðvitað svarað með 22.
— Rxf3 +
22. — Dxg5 23. Rxc7 Hxf3! 24. Rxa8
Hxf2! 25. Kxf2 Dc5 + 26. Kg2
Eftir 26. Kel Bxc3 + 27. bxc3
De3 + 28. Be2 Bh5 29. Hd2 Bxe2 30.
Hxe2 Dxc3+ og 31. — Dxal vinnur
svartur.
26. — Bxc3 27. Rc7.
Hvítur er varnarlaus. Ef 27. bxc3,
þá 27. — Bc6+ 28. Kh3 Dh5 mát,
eða 28. Hd5 Bxd5 + 29. cxd5 Dxc3
og skákar hrókinn af.
27. — Bg6 28. Rd5 Be4+ 29. Kh3
Bxb2 30. Habl Df2 31. Hxb2 Dxb2
32. Rf4 Bf5+ 33. g4 Df2! og Korts-
noj gafst upp. Svo sannarlega kraft-
mikil taflmennska af hálfu Nunn!
Frá Taflfélagi
Seltjarnarness
Firmakeppni TS í hraðskák lauk
17.9. og tóku 73 fyrirtæki þátt. Þeim
var skipt í 3 riðla og komust 5 úr
hverjum riðli í úrslit:
1. Hlaðbær (Jón Úlfljótsson) 11 1/2
af 15.
2. Ríkisspítalar (Sævar Bjarnason)
11 v.
3. Verkamannabústaðir (Jón Þor-
steinsson) 10 v.
4. Kjörsmíði (Ögmundur Kristins-
son)10 v.
5. Nesval (Páll L. Jónsson) 10 v.
Hinu árlega Grohe-móti lauk 22.9.
og voru keppendur 16. Úrslit urðu
þessi:
1. Ögmundur Kristinsson 8 v. af 9
2. Hilmar Karlsson 8 v. (lægri á
stigum)
3. Guðmundur Halldórsson 7 v.
4. Páll L. Jónsson 6 v.
5. ValdimarElíasson4 1/2v.
o.s.frv.
í hraðskákinni sigraði Guðmundur
Halldórsson með 15 v. af 17 mögu-
legum.
Bridge-
fréttir
Bridgeklúbbur
Akraness
Aðalfundur Bridgeklúbbs Akraness
var haldinn fimmtudaginn 17. septem-
ber sl. í stjórn voru kosnir: formaður
Eiríkur Jónsson, gjaldkeri Ba.ldur
Ólafsson og ritari Bjarni Guðmunds-
son.
Fráfarandi stjórn voru þökkuð vel
unnin störf sem voru venju fremur fjöl-
breytt og unnin af miklum glæsibrag.
Firmakeppni hófst síðan 24. septem-
ber og var spilað tvö kvöld. Úrslit urðu
sem hér segir:
stia
1. Skagaradíó, spilari Jósef Fransson 113
2. *5. Skartgrípaverzl. Helga Júlíussonar,
spilarí Björgvin Bjamason 109
Álmennar tryggingar,
spilarí Guðjón Guðmundsson 109
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf.,
spilari Oliver Krístófersson 109
Stillholt,
spilari Vigfús Sigurðsson 109
Meðalskor var 90 stig.
Firmakeppnin var jafnframt ein-
menningskeppni og urðu úrslit þessi:
stig
1. Jósef Fransson 216
2. -3. Björgvin Bjarnason 206
Guðjón Guðmundsson 206
4.-5. Björgúlfur Einarsson 206
Vigfús Sigurðsson 204
Bridgefélag
Breiðholts
Staðan í hausttvímenningi félagsins
eftir fyrsta kvöldið er þessi:
slig
1. Rafn — Þorsteinn 269
2. Tryggvi — GuðlaugurN. 265
3. Guðjón — Ingólfur 249
4. Þórarínn — GuðlaugurG. 235
5. Stefán — Guðmundur 234
Næstkomandi þriðjudag verður
keppni haldið áfram í húsi Kjöts og
fisks, Seljabraut 54, kl. 7.30 stundvís-
lega.
Bridgefélög
Hreyfils,
Bæjarleiða og
BSR
Félögin hófu vetrarstarf sitt mánu-
daginn 5. okt. sl. með fimm kvölda tví-
menningskeppni. Spilað er í samkomu-
sal Hreyfils að Fellsmúla 24—26.
Tíu efstu pörin urðu sem hér segir:
stig
1. Flosi Ólafsson, Sveinbjörn Krístinsson 134
2. Gunnar Oddsson, Tómas Sigurðsson 133
3. -4. Anton Guðjónsson, Stefán Guðjónsson 126
3.-4. Hallgr. Antonsson, Guðm. Hafsteinsson 126
126
5. Jón Sigurðsson, Vilhjálmur Guðmundsson 122
6. -10. Guðm. Agnarsson, Gísli Sigurtryggvas. 120
— Ellert Olafsson, Krístján Jóhannesson 120
— Skjöldur Eyfjörö, Jón Magnússon 120
— Reynir Haraldsson, Mikael Gabríelsson 120
— Guðni Skúlason, Haildór Magnússon 120
Meðalskor llOstig.
Næsta umferð verður mánudaginn
12. okt.
Bridgedeild Barð-
strendingafélagsins
Mánudaginn 28. september hófst tví-
menningskeppni. Spilað er í tveim 12
para riðlum.
Staðan eftir 2 umferðir:
L Helgi — Málfríður stig 274
2. Sigurjón — Halldór 258
3. Vlggó — Jónas 251
4. Gróa — Valgerður 246
5. Viðar — Pétur 242
6. Ragnar — Eggert 226
7. Jón — Kristján 222
8. Ólafía —Jón . 220
Bridgefélag
Reykjavíkur
Önnur umferð í hausttvímenningi
Bridgefélags Reykjavíkur var spiluð
síðastliðinn miðvikudag.
Þessi pör fengu hæsta skor:
slig
1. Gestur Jónsson, Sverrir Krístinsson 207
2. -3. Jón Baldursson, Valur Sigurðsson 204
2.-3. Sævar Þorbjörnsson, Þorlákur Jónsson 204
4. Jón Ásbjörnsson, Símon Símonarson 193
5. Siguröur Sverrisson, Þorgeir Eyjólfsson 190
6. Guðl. R. Jóhannsson, Örn Arnþórsson 185
Röð efstu para eftir tvær umferðir er
þessi:
stig
1. Sævar Þorbiörnsson, Þorlákur Jónsson 396
2. -3. Gestur Jónsson, Sverrir Krístinsson 375
2.-3. Jón Baldursson, Valur Sigurðsson 375
4. Jónas P. Erlingsson, Þórir Sigursteinsson 365
5. Guðlaugur Jóhannsson, Örn Arnþórsson 359
6. Ásmundur Pálsson, Karl Sigurhjartarson 354
7. Gísli Hafliöason, Gylfi Báldursson 353
8. Sigurður Sverrisson, Þorgeir P. Eyjólfsson 348
9. Ágúst Helgasoh, Hannes Jónsson 346
10. Guðmundur Pétursson, Hörður Blöndal 344
11. Bjarni Sveinsson, Sigmundur Stefánsson 343
Þriðja umferð verður spiluð í Domus
Medica nk. miðvikudag kl. 19.30
stundvíslega.
Reykjanesmót
Tvímenningskeppni Reykjanesmóts-
ins lauk 3. okt. í efstu sætunum voru:
stlg
1. Ragnar Magnússon-Sævar Björnsson 92
2. Árni Björnsson-Heimir Tryggvason 37
3. Jón Hilmarsson-Guðbrandur Sigurbergsson 34
4. Aðalst. Jörgensen-Ásgeir Ásgeirsson 33
Bridgefélag
Kópavogs
Eftir tvær umferðir af fimm i aðaltví-
mennskeppninni er staða efstu para
þessi:
stig
1. Georg-Rúnar 261
2. Böður-Ragnar 253
3. Haukur-Valdimar 251
4. Gísli-Tryggvi 245
5. Aöalsteinn-Stefán 240
6. Bjarni-Guðmundur 237
7. Sverrir-Haukur 233
8. Jónatan-Þórir 214
Meðalskor 216stig
Þriðja umferðin verður spiluð
fimmtudaginn 15. okt. í Hamraborg 11
og hefst keppni kl. 20 stundvíslega.
Bridgefélag V-Húnv
Hvammstanga
Vetrarstarf félagsins hófst 29 sept.
með eins kvölds tvímenningi. 8 pör
mættu til leiks og urðu úrslit þessi:
slig
1. Eggert Karlsson-Sverrir Hjaltason 102
2. Eyjólfur Magnússon-Rúnar Ragnarsson 102
3. Flemming Jessen og Hrafnkell Óskarsson 87
4. Karl Sigurösson-Kristján Björnsson 87
Meðalskor 84 slig
Hið árlega Guðmundarmót félagsins
verður haldið laugardaginn 17. okt. og
hefst kl. 13. — Spilaður verður baró-
meter-tvimenningur, 23 umferðir,
keppnisstjóri Guðmundur Sigurðsson.
Boðið er til mólsins úr eftirlöldum
bridgefélögum: Borgarnesi, Hólmavík,
Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki,
Fljótum og Siglufirði.
Spilað verður um silfurstig. Einnig
verða veitt verðlaun fyrir 3 el'slu sætin,
gefin af Kaupfélagi V-Húnvetninga.
Fyrirgreiðsla
Leysum vörur úr tolli og banka með greiðslufresti.
Lysthafendur leggi inn nöfn til Dagblaðsins fyrir 12. okt.
merkt „Fyrirgreiðsla”.
Til sölu
BMW518
BMW320
BMW316
BMW320
BMW318
BMW318
BMW320
árg. 1980
árg. 1980
árg. 1980
árg. 1979
árg. 1978
árg. 1978
árg. 1977
Renault 20 TL
Renault 18 TS
Renault 12 TS
Renault 14 TL
Renault 14 TL
Renault4 VAN F6
Renault4 VANF6
árg. 1978
árg. 1979
árg. 1978
árg. 1S79
árg. 1978
ár 1979
árg. 1978
Opiö laugardaga frá kl. 1—6.