Dagblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981. 23 Sjónvarp P BARYSHNIKOV A BROADWAY - sjónvarp í kvSld kl. 21: Sýnishom úr amerískum söngleikjum Sjónvarpið sýnir í kvöld þátt með sýnishornum úr bandarískum söng- leikjum, eins og Oklahoma, The King and I, Kiss me, Kate og Hello Dolly, svo nokkrir séu nefndir. Þátturinn er þannig uppbyggður að Liza Minelli tekur dansarann Baryshnikov frá Sovétrikjunum við hönd sér og leiðir hann um Broad- way, New York. Baryshnikov er fæddur í Riga í Lettlandi 1948 og stundaði strangt ballettnám í Leningrad. Árið 1974, þegar Bolshoiballettinn var á sýningarferð um Norður-Ameríku, baðst hann landvistarleyfis þar og hefur síðan starfað í Bandaríkjunum. Liza Minelli sýnir honum sem sagt giansnúmer úr amerískum söngleikj- um fyrr og síðar og öðru hvoru taka þau þátt í skrautsýningunum með söng og dansi. Þessi þáttur hefur fengið ýmis verðlaun. -IHH. ÍSLENZK FRÆÐI í FLÓRENS — útvarp sunnudagsmorgun kl. 10,25: Goðaveldi á Þingyöllum og stjórnskipun í Flórens —athuganir Einars Pálssonar „f maí 1980 var ég í Flórens,” sagði Einar Pálsson, ,,og fékk aðstoð tveggja prófessora við háskólann þar til að bera saman mörkun Alþingis á Þingvöllum árið 930 og mörkun borgríkja á miðöldum á Ítalíu. Mig langaði að vita hvort sömu hug- myndir hefðu legið þarna að baki. Ég setti fram 24 tilgátur um þetta efni og bar þær undir helztu hugmyndafræð- inga í Flórens. Ég komst að þeirri niðurstöðu að nákvæmlega sömu þættir og hug- myndafræði hefðu legið að baki stofnunar goðaveldis á Þingvöllum um 930 annars vegar og stjórnskip- unar Flórens á miðöldum hins vegar.” Einar Pálsson hefur ritað bók á ensku um ofangreindar rannsóknir og nefnist hún „The Dome of Heaven” (Hvolfþak himins) og kom út siðastliðið vor. -IHH. Einar Pálsson hefur skapað sitt eigið kenningakerfi unt heimspekilegar forsendur islenzkrar menningar. Rússneski dansarinn Baryshnikov og Liza Minelli eru eins konar leiðsögumenn i þessum þætti sem sýnir stuttar glefsur úr mörgum Broadway-söngleikjum. 13.40 Líf og saga. Þættir um inn- ienda og erlenda merkismenn og samtíð þeirra. 8. þáttur: Snorri á Húsafelli. Handritsgerð: Böðvar Guðmundsson. Stjórnandi upp- töku: Baldvin Halldórsson . Flytj- endur: Hjalti Rögnvaidsson, Gunnar Eyjóifsson, Rúrik Haraldsson, Jón Júlíusson, Þóra Friðriksdóttir, Árni Blandon, Auður Guðmundsdóttir, Jónina H. Jónsðóttir, Edda Björgvins- dóttir og Böðvar Guðmundsson. 15.00 Miödegistónleikar. Hljómsveit Hans Carstes leikur ýmis vinsæl lög. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Staldraö við á Klaustri — 6. og siðasti þáttur Jónasar Jónas- sonar endurtekinn frá kvöldinu áöur. 17.10 Á ferð. Óli H. Þórðarson spjallar við vegfarendur. 17.15 Kórsöngur. Hamrahlíðar- kórinn syngur íslensk og erlcnd lög; Þorgerður Ingólfsdóttir stj. 17.35 „Skip hans hátignar, Baldur". Finnbogi Hermannsson ræðir í síðara sinn við Jón Magnússon frá Sæborg í Aðalvík um viðskipti hans við breska hernámsliðið vestra. 18.05 Joe Loss og hljómsveit leika létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Um atburði í Póllandi í októ- ber 1956. Dr. Arnór Hannibalsson flytursíðara erindi sitt. 20.00 Harmonikuþáttur. Bjarni Marteinsson kynnir. Raddir fralsiaina, fyrsti þáttur. — Hár verður Hannea H. Gissurarson á ferð kl. 20.30 á sunnudagskvöld. 20.30 Raddir frelsisins — fyrsti þáttur. Umsjónarmaður: Hannes H. Gissurarson. Lesari Steinþór A. Als. 21.00 Mannabörn eru merkileg”. Steinunn Jóhannesdóttir les ljóð ef'tir Halldór Laxness. 21.15 David Oislrakh leikur á fiðlu. 21.35 Að tafli. Guðmundur Arn- laugsson flytur fyrri þátt sinn um Bronstein. 22.00 Þorvaldur Halldórsson syngur sjómannalög með hljómsveit Ingi- mars Eydals. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Örlagabrot" eftir Ara Arnalds. Einar Laxness les (9). 23.00 Danslög. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 10. október 17.00 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felix- son. 18.30 Kreppuárin. Sjötti þáttur. Þetta er síðasti þátturinn frá sænska sjónvarpinu um Kreppuna og börnin. Næstu þættir veröa frá danska sjónvarpinu. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur: Anna Hinriksdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö). 19.00 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Feiixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ættarsetrið. Nýr flokkur. Breskur gamanmyndaflokkur i sjö þáttum um lafði fforbes-Hamil- ton, yfirstéttarfrú af guös náð. I fyrsta þætti verður lafðin lukkuleg ekkja, en missir ættarsetrið í hend- urnar á nýríkum ættleysingja, sem er af útlendum uppruna í þokka- bót. Meö aðalhlutverk fara Pene- lope Keith sem Audrey fforbes- Hamilton og Peter Bowles sem Richard DeVere. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.00 Baryshnikov á Broadway. Skemmtiþáttur með ballettdansar- anum Baryshnikov og söngkonun- um og leikurunum Nell Carter og Lizu Minelli. í þættinum dansar Baryshnikov við tónlist úr frægum Broadway-söngleikjum, ásamt Lizu Minelli. Baryshnikov er Sovétmaður, sem flýði til Vestur- landa áriö 1974. Honum hefur verið lýst sem besta ballettdansara klassiskra verka í heiminum, en i þessum þætti bregður hann af al- faraleið kiassiskra ballettdansara. Þátturinn hlaut Emmy-verðlaunin i Bandaríkjunum í fyrra og Gullrósina í Montreux í ár. Þýð- andi: ÞrándurThoroddsen. 21.50 Spítalasaga. (Hospital). Bandarísk gamanmynd frá 1971. Leikstjóri: Anhur Hiller. Aðal- hlutverk: George C. Scott, Diana Rigg og Barnard Hughes. Myndin fjallar um spitalalíf á gamansaman hátt. George C. Scott leikur yfir- lækninn á spitalanum og hann er jafnruglaður og aðrir daginn sem allt fer úr böndunum. Þýðandi: Guðrún Jörundsdóttir. 23.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 11.október 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Jón Einarsson, sóknarprestur i Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, flytur. 18.10 Barbapabbi. Tveir þættir. Þýðandi: Ragna Ragnars. Sögu- maður: Guðni Kolbeinsson. 18.20 Humpty Dumpty. Bandarisk teiknimynd fyrir börn. Þýðandi: Ellert Sigurbjörnsson. 18.50 Fólk að leik. Þriðji' þáttur. Myndaflokkur frá ýmsum þjóð- löndum um tómstundir og íþrótta- iðkanir. Þessi mynd er frá Guate- mala. Þýðandi: Olöf Pétursdóttir. Þulur: Guðni Kolbeinsson. 19.20 Karpov gegn Kortsnoj. Skák- skýringarþáttur. Þessir þættir verða á dagskrá á meðan heims- meistaraeinvigi í skák stendur yfir. 19.40 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 SJónvarp næstu viku. 20.50 Tónlistarmaður mánaðarins. Garðar Cortes, söngvari. Egill Friðleifsson kynnir Garðar og ræðir við hann. 21.30 Myndsjá. Nýr flokkur. (Moviola). Fyrsti þáttur af þremur. Bandarískar myndir um Holly- wood-stjörnurnar Gretu Garbo og Marilyn Monroe. Einnig er fjallað um baráttuna um hlutverk Scarletl O’Hara i „Gone With the Wind”. Þöglu elskendurnir heitir fyrsta myndin um Gretu Garbo, leið hennar til frægð.ir og ástarævin- týri hennar og John Gilberts. Leik- stjóri: John Erntan. Greta Garbo: Kristina Wayborn. John Gilbert: Barry Bostwick. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 23.05 Dagskrárlok. ^LI0AR€NDl Klassískt tónlistarkvöld sunnudagskvöld 11. okt. með Pétri Jónassyni. Gítarleikur Péturs hefst kl. 21.30, aðeins fyrir matargesti. Borðapantanir frá kl. 2 í síma 11690. Opið frá kl. 18. Inngangur: Restaurant HORNIÐ Hafnarstræti 15.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.