Dagblaðið - 23.10.1981, Page 4
IVEISLA FYRIR AUGAÐ
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981
PEKING-ÓPERAN
frá Wuhan
Gestaleikur f Þjóðleikhúsinu.
Orrustan á Yengtang-fjalli,
síðasta atriðið í sýningu kínverska
leikflokksins frá Wuhan, er mikið
svail fyrir augað. Undravert að sjá
hvernig mannslíkaminn getur orðið
hluttakandi og gengið upp í myndlist
sem er tónlist sem er sirkus sem er
ballett. Kínverjar fljúga í loftinu.
Það er leiklist, og það er ópera.
Hvernig skyldi vera að horfa á
heila peking-óperu? Án þess að vita
neitt um það hef ég þá hugmynd að
þetta séu langvinnar skemmtanir,
standi klukkutímum saman og segi á
sviðinu í leik og söng og dansi, lát-
bragði og fimleikum, mynd og tónuni'
fornar og nýjar goðsögur, hetjusögur
og aevintýri. Það sem gat að líta á
sýningu Wuhan-flokksins í Þjóðleik-
húsinu í gærkvöldi er væntanlega
einskonar sýnishorn listgreinarinnar,
stök afburða- og skrautnúmer,
hvortheldur eru brot úr stærri
verkum eða sjálfstæðir stakir þættir.
Frásagnarefnið í þætti eins og
Orrustunni á Yentgang-fjalli er blá-
ókunnugum áhorfanda alveg ger-
samlega framandi. Eða þá önnur og
alls ólík bardagalýsing; einvígi
tveggja kappa í niðamyrkri í
Gistihúsinu við vegaunótin, fyrsta at-
riði sýningarinnar. Þótt maður ætli
að hvaðeina hafi sína merkingu,
gervi leikenda,' lStbragð þeirra,
hreyfingakerfið í sýningunni, þá er
hún lokuð bók fyrir áhorfandanum.
Aftur á móti hrífur leikurinn hug
áhorfandans og gleður sansana sem
hrein og bein sjónræn upplifun,
vegna yfirburðavalds leikenda hvers
og eins og leikhópsins í heild á
líkömum sínum, hverju viðviki,
viðbragði í leiknum. Hvað sem það
strangt tekið merkir sem þeir
aðhafastásviðinu.
Fimm atriði eru á dagskrá
leikflokksins í Þjóðleikhúsinu, tvær
dagskrár á sýningum þeirra, frá-
brugðnar sín í milli og hver þáttur sér
um frásagnarefni og frásagnar-
aðferð. Einvígi kappanna í myrkrinu,
höfðingja og alþýðumanns er
umfram allt kátlegt og skringilegt, en
karlmannlegt atgervi, hamslaus orka
ber uppi baráttu uppreisnarmanna og
stjórnarhers í orrustunni á fjallinu.
Alls ólíkir leikar þótt fimin sé söm og
jöfn.
í hinum þáttunum þremur er ástin
yrkisefni. í þættinum um Baihua
prinsessu vinnur ungur sveinn hug
ríkilátrar prinsessu og bjargast svo úr
lifsháska; það efni leiksins liggur í
augum uppi hvernig sem annars er
háttað sálfræðilegri lýsingu leiksins á
skiptum karls og konu. í Haustfljóti
mætast æska og elli: ungstúlka kallar
til sín ferjumann og flyst yfir háska-
samlegt fljót á leið á eftir elskhuga
sínum. Maður þykist skynja í
leiknum samblendni gáska og trega,
angurværðar og aðhláturs. En aftur
staðnæmist skilningur ókunnugs
áhorfanda við það sem augað sér og
eyrað nemur: ríkulega stílfærslu hins
ókunnuglega frásagnarefnis í íburði
þess og margbreytni eða einfaidleika
og látleysi.
Það sem augað sér og heyrir er að
vísu alveg kappnóg við fyrstu sjón og
heyrn. Tómt mál að reyna að lýsa því
fyrir öðrum, sem ekki sáu sýninguna
og þarflaust fyrir hina er voru þar.
En sæll er sá sem á þess kost að sjá
og nema þessa framandlegu leiklist,
reyna á sjálfum sér þá veislu fyrir
augað sem nú er í boði á gestaleik
Peking-óperunnar frá Wuhan i
Þjóðleikhúsinu.
Leiklist
ÓLAFUR
JÓNSSON
DB-mynd
DB-mynd
LOJPIPPOS OG SPOJSIPPUS
Herbergið er fullt af alls kyns raf-
magnshljóðfærum, moogum og
öðrum synthesizerum, hljómborðum,
litlu undarlegu trommusetti og bassa.
Það eru þrír strákar, sem skipa þessa
hljómsveit. Sveppur spilar á trommur,
Jónki á bassa og Tóti á synthesizerana
og allt hitt. Æfingarhúsnæðiö er i
verksmiðjuhverfi í Reykjavík, þar sem
ég hitti þessa stráka og einhvern
veginn hef ég það á tilfinningunni, að
tónlistin sem þeir spila geti ekki
þrifizt annars staðar en akkúrat þarna.
Ég heyrði tvö lög hjá þeim og lofa
þau góðu, sérstaklega Pappakassar á
Bahamaeyjum. Alveg dúndur lag.
— Hvar eruö þið í tónlistinni?
„Við erum hippar — spilum bítla-
tónlist.”
— Nei, i alvöru, kailiöi þetta
bítlatónlist?
„Já.”
— Hefur hljómsveitin verið
starfandi lengi?
„Já, í sautján ár, þá hringdi Tóti i
Jónka og þeir ákváðu að stofna
hljómsveit (þá var Jónki aðeins þriggja
ára). Nei, i þrjú ár, þá vorum við sex í
Hljómsveitin Lojpippos og Spojsippus hefur aðeins þrísvar komið fram
opinberlega. Hún leikur i NEFS-klúbbnum i kvöld ásamt Purrki Pillnikk og
Sveinbirni Beinteinssyni goða.
henni og héldum fyrsta pönkkonsert á
lslandi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, Tóki hékk í bandi yfir
sviðinu og söng og spilaði á rafmagns-
gítar en hinir voru með leikræna
tjáningu úti í salnum og bara alls
staðar. Þá hét hljómsveitin Lojpippos
og Spojsippus og félagar úr Agapape
samtökunum. Einu sinni var líka
kvenmaður i grúppunni, hún spilaði á
micromoog. En það eru sífelldar
mannabreytingar og þetta er í fyrsta
skipti sem við komum fram í þessari
skipan.”
— En hver er tilgangurinn meö
þessu?
„Tilgangurinn er að flytja lög eða
tónverk, sem sagt tónlist. Við semjum
ekki lög út í loftið, fyrst er merking og
viö semjum út frá henni.”
— Eigiði samleið með íslenzkri
tónlist, eins og hún er I dag?
„Nei, við erum stöðugt að breytast,
við erum að verða skallapopparar, en
við erum firnasterkir og eldfjörugir.”
— Hafiði komið mikið fram
opinberlega áður?
„Þrisvar, alltaf í M.H.”
— Syngiði ekkert?
„Jú, heyrirðu það ekki, klukkan er
meira að segja með.”
Jónki: Ha klukkan? Tóti: Já,
símaklukkan. Jónki: Ég er þá búinn
að spila með klukkunni i þrjú ár án
þess aðvitaneitt.
— En plata, hafiði eitthvað hugsað
út i að gefa út plötu?
Þögn ... einn: já, annar: nei, hinn
þegir.
— En þessi skeggvöxtur, Tóti og
Sveppur?
„Við ráðum bara ekkert við hann,
Jónki er sá eini sem gat ráðið við
skeggvöxt sinn.”
Að lokum, hafiði einhvern metnað?
metnað?
„Já, að hafa fljótustu gítarsóló í
heimi.”
Lojpippos og Sjopippus halda
tónleika ásamt Purrki Pillnik og
Sveinbirni Beinteinssyni í NEFS í
kvöld og hvet ég fólk eindregið að fara
og hlusta á þá, það verður alveg ofsa-
— treður uppí
NEFSíkvöld
lega gaman, og eins og einn úr .hljóm-
sveitinni sagði: „Eftir þessa hljómleika
verður aldrei talað um annað en
föstudagskons I íslenzkri tónlistarsögu
og á hann eftir að marka tímamót.”
-OVJ.
Gary Numan við flugvél sina sem hann ferðast á umhverfis jörðina.
s
Gáry Numan kem-
ur á mánudaginn
Enski tölvupopparinn Gary
Numan er væntanlegur til Reykja-
víkur á mánudaginn kemur. Óvíst var
um tíma hvort af heimsókn hans
gæti orðið. Numan og fiugmaður
hans lentu í hrakningum á Indlandi,
voru meðal annars handteknir fyrir
að lenda á bannsvæði.
Gary og flugmaður hans, Bobby
Thomson, ætluðu umhverfis jörðina
á 44 dögum í tilefni af útkomu
nýjustu LP plötu Garys. Síðasti-
áfanginn I heimsreisunni átti að verða
ísland og hingað voru þeir
væntanlegir um mánaðmótin
næstu. Samkvæmt skeyti sem
Steinum hf. barst nú I vikunni, hefur
millilendingu þeirra félaganna I
Reykjavík verið flýtt.
Gary Numan kemur ekkert fram
opinberlega meðan á dvöl hans hér
stendur. Honum verður haldið
samsæti í diskótekinu Hollywood á
mánudagskvöldið. Ferð sinni um
jarðarkringluna heldur Numan á-
fram morguninn eftir, 27. október.
-ÁT-