Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981 7 Vigdis Finnbogadóttir leggur blómsveig að minnismerki þeirra Norðmanna er féllu i seinni heimsstyrjöldinni. Böm krónprins- hjónanna dönsuðu fyrirgestina — mikill f jöldi íslendinga heilsaði upp á forseta sinn i Grand hotelígær Fró Kristjáni Má Unnarssyni, blaðamanni DB í Osló: Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og hinir konunglegu gestgjaf- ar hennar skoðuðu Víkingasafnið og Heine-Onstad safnið í gærmorgun. í hádeginu ræddu hinir tignu gestir í ráðhúsinu í Osló, í boði borgar- stjórnar. Þar vakti það mesta athygli manna, að börn þeirra Haraldar krónprins og Sonju prinsessu, dönsuðu fyrir gesti. Um miðjan dag í gær bauð Vigdís íslendingum til sín í Grand hotel í Osló. Mikill fjöldi landa heilsaði þar upp á forseta sinn og talið að þeir hafi verið á bilinu 400—600. Forset- anum voru færðar gjafir, bæði frá íslendingafélaginu og Vinafélagi íslands. Það vakti athygli Norðmanna hv.e alþýðleg Vigdís var. Hún heilsaði hverjum og einum með handabandi og ræddi málin. Fjölmiðlar í Noregi gera hinni opinberu heimsókn forseta íslands mjög góð skil, þannig að hún ætti vart að fara fram hjá nokkrum manni. Heilsíður eru í blöðum og lit- myndir, auk útvarps og sjónvarps- frétta. í gærkvöldi sat Vigdis Finnboga- dóttir og föruneyti siðan rikis- stjórnarveizlu í Akershuskastala. -JH. u Ólafur Jóbannesson utanríkisráðherra og kona hans Dóra Guðbjartsdóttir ganga til konungsveizlunnar. Ræða forseta íslands í ríkisstjórnarveizlunni: Vér íslendingar og Norð- menn búum við kærleika eldri hjóna hvorir til annarra .Norsku og íslenzku þjóðinni má líkja við eldri hjón sem svo lengi hafa búið saman að hvort um sig er fyrir löngu búið að gleyma því hafi eitthvað einhverntíma farið úrskeiðis á hjúskaparárunum,” sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti m.a. í ræðu sinni er hún hélt í veizlu ríkisstjórnar Noregs í gærkvöld. Og forsetinn hélt áfram: „Eldri hjón verða iðulega ást- fangin hvort af öðru upp á nýtt. Vér Norðmenn og íslendingar búum nú við þennan kærleika hvorir til annarra. Um stund var það „karlinn”, kongurinn á bænum, sem öllu réði í sambúð vorri, en nú ríkir jafnræði.” I upphafi ræðu sinnar minntist forsetinn fortíðarinnar, enda óhjá- kvæmilegt á svo sögufrægum stað sem í Akershus. í lok ræðunnar sagði svo: „Iðulega þegar íslendingur hittir Norðmann minnist Norðmaðurinn þess frá skólaárum sínum að hann hefur lært að beygja á fornnorrænu: Hér er maður — um mann — frá manni — til manns. Á íslenzku merkir orðið maður bæði karl og kona. Skyldu ekki meginmál lífsins fjalla um það hjá ríkisstjórnum, þingum og öllum almenning hverja stund sem líður. Einlægar þakkir frá manni af íslandi til manns í Noregi. íslendingur lyftir glasi sínu fyrir Norðmanninum.” -JH. Forseti og konungur aka um 1 miklum dreka, Cadillac. Hann er nokkuð kominn til ára sinna, en virðulegur er hann. Htrmenn stóðu meðfram endilangri aðalgötunni, Karl Johan. DB-myndir Kristján Már Unnarsson. Þetta var ekki skipulagt á dagskrá, heldur tóku börnin þetta upp hjá sjálfum sér. Heimsókn f orseta íslands f er vart f ram hjá nokkrum manni íNoregi:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.