Dagblaðið - 23.10.1981, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981
8
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
BÖDLAR
ÍRANS
SKJÓTA
BÖRN
Fjórum börnum, þremur drengjum
og einni telpu, var nýlega stillt upp
við aftökumíirinn í Evin fangelsinu 1
Teheran og þau skotin. Foreldrarnir
vissu ekkert um málið fyrr en þau
fundu nöfn þeirra á aftökulista sem
daglega er slegið upp á fangelsis-
hliðið.
Börnin voru dæmd til dauða fyrir
að „striða gegn Guði”. Mujaheddin
hreyfingin hefur nú undir höndum
myndir af börnunum og dreifir þeim í
París. Eru þetta fyrstu myndirnar
sem sanna að 10—13 ára böm eru
handtekin og dæmd til dauða í íran
fyrir ,,svik við múhameðskan rétt-
trúnaó”.
Glæpur þessara barna var sá að
þau tóku þátt í mótmælaaögerðum
gegn stjórn Khomeinis.
Eftir því sem yfirböðullinn, aya-
tollah Goelany, segir eru telpur
orðnar kynferðislega þroskaðar 9 ára
gamlar og eiga því eftir þann aldur að
teljast ábyrgar gerða sinna. Hjá
drengjum miðast þessi aldur við 14
ár. Og þess vegna er unnt að taka
þcssi börn af lífi í Guðs nafni.
Afleiðingar verkfalls flugumferðarstjóra f Bandaríkjunum:
Félag bandarískra flugum-
ferðarstjóra leyst upp
Bandaríska stjórnin hefur
fyrirskipað að verkalýðsfélag flug-
umferðarstjóra, sem fór í verkfall í
ágúst síðastliðnum, skuli leyst upp.
Verkalýðsfélagið hefur um 11.500
félaga, en rúmur helmingur þeirra
gerði verkfall og voru þeir reknir af
Reagan Bandaríkjaforseta, er þeir
neituðu að verða við beiðni hans um
að koma aftur til vinnu.
Ákvörðunin var tekin af banda-
rísku vinnumálaskrifstofunni og
þykir mikill sigur fyrir stjórn
Reagans í deilum hennar við flug-
umferðarstjórana, sem ekki hafa
mætt til vinnu síðan verkfallið hófst.
Þykir ákvörðunin bera vitni um
óvenjulega hörku, þar sem þetta er í
fyrsta skipti sem ríkisstjórn Banda-
ríkjanna leysir upp verkalýðsfélag og
sviptir félaga þess samningsrétti
sinum.
En nokkrum stundum eftir að á-
kvörðunin hafði verið tilkynnt í gær
var gildistöku hennar frestað fram í
næstu viku af alríkisdómstólnum.
Talsmaður dómstólsins sagði að
frestun hefði verið ákveðin þar til
leitað hefði verið umsagnar ríkis-
stjórnarinnar um málið.
Samgöngumálaráðherrann, Drew
Lewis, hefur sagt að hann styddi á-
kvörðun vinnumálaskrifstofunnar og
að hann væri sammála þeirri ákvörð-
un Reagans að standa fast við að
endurráða ekki þá flugumferðar-
stjóra, sem neituðu að snúa aftur til
vinnu. Hann sagði að ákvörðunin
væri sanngjörn og ábyrg.
Verkalýðsfélag flugumferðarstjóra
(Patco) hóf verkfall 3. ágúst siðast-
liðinn til að leggja áherzlu á kröfur
sínar um kauphækkanir og betri
aðbúnað. Vinnumálaskrifstofan
hefur hins vegar sagt að verkfallið
hafi verið ólöglegt, þar sem ríkis-
starfsmenn hafi ekki verkfallsrétt.
Þeir flugumferðarstjórar sem ekki
tóku þátt í verkfallinu hafa fengiðað
halda stöðum sínum og auk bess
fengið 11 prósent kauphækkun og
aukin fríðindi, eða nákvæmlega það
sama og verkalýðsfélagið fór fram á.
Robert Poli, formaður verkalýðs-
félagsins, hefur lýst því yfir að
svipting samningsréttarins og
ógilding félagsins, sé svívirðileg árás
og félagið muni berjast gegn þessu
alla leið upp í hæstarétt ef þörf
krefur.
Verkfallið olli á sínum tíma
algerri upplausn í innanlandsflugi í
Bandarikjunum og í AUantshafs-
fluginu. Það neyddi flugfélögin til að
skera flugferðir sínar niður um 75
prósent, úr 14 þúsund jlugferðum
daglega.
Bandaríska flugmálastjórnin,
sem hafði flugumferðarstjórana í
vinnu hefur svo rekið flugumferðar-
stjórnina með 5000 félögum verka-
lýðsfélaganna er ekki voru í verkfalli
og auk þess 3000 flugumsjónar-
mönnum og 800 manns úr hernum.
Flugmálastjórnin telur að verkfallið
hafi kostað hundruð milljóna dollara
og leitt til uppsagna um 15 þúsund
starfsmanna flugfélaganna.
8. skákin fór í bið í gær eftir miklar sviptingar:
og verður að vera á varðbergi
gagnvart peðaframrás Karpovs á
kóngsvæng, sem heimsmeistarinn
getur undirbúið rækilega. Eftir
atvikum má Kortsnoj þó vel við una,
því hann lenti í mikilli baráttu við
skákklukkuna. Átti innan við tvær
mínútur eftir á síðustu 10 leikina og
ótrúlegt að ekki skyldi fara verr.
Upphaflega átti að tefla skákina á
mánudaginn en henni var frestað að
beiðni Karpovs. Eflaust svo tími
gæfist til þess að finna vörn við Opna
afbrigðinu i spænska leiknum, sem
dugði áskorandanum svo vel í 6.
skákinni. Ekki var vinningsleiðin
fundin enn þvi Karpov brá á það ráð
að beita ítalska leiknum, líklegast í
fyrsta sinn á sínum skákferli. Fremur
rólegt afbrigði varð uppi á teningnum
sem verið hefur í miklu uppáhaldi
hjá ungum sovéskum skákmeisturum
aðundanförnu. Kortsnoj virtist jafna
taflið fremur auðveldlega eftir
byrjunina og eftir drottningakaup í
13. leik héldu margir að jafnteflið
blasti við. En Karpov hafði enn
örsmátt frumkvæði frá 1. leik og
tókst að styrkja stöðuna 1
framhaldinu með yfirlætislausum
leikjum. Ekki bætti úr skák, eins og
fyrr sagði, að Kortsnoj hleypti sér í
mikið tímahrak og var honum vart
hugað líf af þeim sökum. Þá loks fór
hann að tefla skynsamlega og Karpov
náði ekki að bæta stöðu sína frekar
áður en skákin fór í bið.
Fróðlegt verður að fylgjast með
framhaldinu. Karpov teflir svona
stöður öðrum mönnum betur, en
Kortsnoj er refur í vörn.
Hvltt: Anatoly Karpov
Svart: Viktor Kortsnoj
ítalski leikurinn.
1. e4 e5 23. Rf3 Rc6 3. Bc4
1 fyrsta sinn á sínum skákferli
beitir Karpov þessu afbrigði.
Sennilegast af illri nauðsyn því
spænski leikurinn, stoð hans og
stytta í gegnum árin, er óteflandi
eftir 6. skákina — hvað sem síðar
verður.
4. — Bc5 4. c3 Rf6 5. d3
Þessi leikur hefur gert ítalska
leikinn vinsælan að nýju. Á síðasta
skákþingi Sovétríkjanna var þessi
uppbygging mikið í tísku, sérstaklega
í skákum yngri mannanna,
Dolmatovs og einnig Sovétmeistarans
8. einvígisskák Karpovs og
Kortsnoj fór í bið í Meranó í gær eftir
miklar sviptingar og virðist staða
heimsmeistarans virkari og ljóst að
allir vinningsmöguleikarnir eru hans
megin. Kortsnoj hefur þrengri stöðu
Victor Kortsnoj viö skákborðið, brynjaður gegn andstæðingum sinum með spegil-
sólgleraugum.
Pashahis. Áður var jafnan leikið 5.
d4, en ekki lengur. Bæði Karpov og
Kortsnoj hafa góða reynslu á svart
gegn því framhaldi — sjá t.d.
skákirnar Miles-Kortsnoj (Suður-
Afríka 1979) og Van der Wiel-
Karpov (IBM-mótið 1980).
5. —d6 6. Rbd2 a6 7.0—0 0—0.
Sennilega hefur Kortsnoj eytt
drjúgum tíma í leikinn 7. — Ra5, en
flækjurnar eftir 8. Da4+ c6 9.
Bxf7 + Kxf7 10. b4 virðast hvitum í
hag. Karpov gat auðvitað leikið strax
7. Bb3 og haldið biskupnum til haga.
8. Bb3 Ba7 9. h3
E.t.v. er beittara að leika 9. Hel,
því hvitur þarf hvorki að óttast 9. —
Rg4 10. He2, né 9. — Bg4 10. 3 Bh5
11. Rfl ásamt Rg3 o.s.frv.
9. — Be6! 10. Bc2 d5 11. Hel dxe4
12. dxe4 Rh5 13. Rfl Dxdl?!
,,Ég veit ekki um neinn heims-
meistara, hvorki fyrr né síðar, lélegri
í endatafli en Karpov,” sagði
Kortsnoj einhverju sinni. Annars
hefði hann líklega leikið 13. — De7
og möguleikarnir vega nokkuð jafnt.
Vart þarf að taka fram að 14. Rxe5!
strandar á 14. — Bxf2+ (14. — Dh4
15. Rd3) 15. Kxf2 Dc5 + og 16. —
Dxe5
14. Hxdl Had8 15. Be3 f6 16. Bxa7
Rxa7 17. Re3 Rf4 18. h4 Bn 19. Rel
Rc8 20. f3 Re6 21. Rd3 Hd7 22. Bb3
Re7 23. Rd5!
abcdefgh
Karpov hefur nýtt sér örsmátt
frumkvæði sitt skemmtilega og
stendur óneitanlega betur að vígi.
Kortsnoj var einnig orðinn tína-
naumur, átti um stundarfjórðung
eftir á klukkunni er hér var komið
sögu og nauðsynlegt að vanda sig í
framhaldinu. Næsti leikur hans
kemur einkennilega fyrir sjónir og
leiðir til þess að veikleikar myndast í
HÐMSMEISTARINN MED
VINNINGSMÖGULEIKA
Kortsnoj lenti í tímahraki en fór þá fyrst að tefla vel
peðastöðunni drottningarmegin. En
hann á úr vöndu að ráða. Eftir t.d.
hinn eðlilega leik 23. — Hfd8 gæti
framhaldið orðið 24. Rxe7+ Hxe7
25. Bxe6! Bxe6 26. Rc5 Hxdl + 27.
Hxdl Bxa2 28. Rxb7 og hvítur
stendur betur vegna sundrungar í
peðastöðu svarts. Eða 25. — Hxe6
26. Rc5 Hd6 27. Hxd6 Hxd6 28.
Rxb7 Hb6 29. Rc5 Hxb2 30. Rxa6
Bxa2 31. Rxc7 og hvítur hefur unnið
peð.
23. — Rc6 24. Ba4! b5 25. Bc2 Hfd8
26. a4 Kf8 27. g3 Hd6 28. b4 Re7 29.
Re3! Hc6 30. Ha3 Rc8 31. axbS axb5
32. Kf2 Rb6 33. Rb2 Hxdl 34. Bxdl
Hd6 35. Be2 Be8
Þrátt fyrir mikið tímahrak lætur
Kortsnoj ekki glepjast af 35. — Hd2?
36. Rd3! (hótar 37. Kel) Rc4 37.
Ha8 + Ke7? 38. Kel Hxd3 39.
Rf5 + ! og 40. Bxd3 með skiptamuns-
vinningi, eða 37. ... Be8 38. Rxc4
bxc4 39. Rel og c4-peðið fellur.
36. Ha5 Hd8! 37. Kel
Auðvitað ekki 37. Bxb5?? vegna
37. — Hd2 + og riddarinn fellur.
37. —c6 38. Ha6 Hb8 39. Bdl Rc8
40. Rd3 Rc7 41. Ha5
abcdefgh
Hér fór skákin í bið og lék
Kortsnoj biðleik. Menn Karpovs eru
virkari, þótt ekki nægi það eitt til
sigurs. Mestu skiptir að auðveldara er
að finna haldgóða áætlun fyrir
hvítan svo svartur er í varnarstöðu.
Karpov getur 1 ró og næði undirbúið
framrásina, f3-f4, sem ásamt
möguleikum eins og Bg4 gæti reynst
svörtum skeinuhætt. Líklegur
biðleikur er 41. — Ha8, þótt aðrir
leikir komi vitaskuld einnig til greina.
Til gamans má geta þess að í
stöðunni felst hjálparmát í 2. leik: 41.
— Ke7 42. Rc5 Kd6?? 43. Rf5 mát!
Biðskákin verður tefld áfram i dag.